Morgunblaðið - 10.09.1952, Síða 8
8
UORGVNBLAÐiÐ
Miðvikudagur 10. sept. 1952
Útg.: H.f. .Árvakur, Reykjavík.
Frarnkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
luglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanl&ndj.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
í RÆÐU þeirri, sem Bjarni Benc-
diktsson utanríkisráðherra fíutti
við opnun iðnsýningarinnar var
á mjög greinargóðan hátt gerð
grein fyrir afstöðu þjóðarinnar til
iðnaðarins.
Ráðnerrann lagði áherzlu á, að
innlendur iðnaður gerði atvinnu-
vegina í senn fjölbreyttari og
skapaði möguleika fyrir betri hag
nýtingu vinnuafls landsmanna en
ella. En vinnuafiið Væri dýrmæt-
asta eign þjóðarinnar. Atvinnu-
leysi hefði í för með sér sóun
verðmæta og óhamingju fyrir það
fólk, sem yrði fyrir barði þess.
Þegar ráðherrann minntist á
samkeppni erlendrar iðnaðar-
framleiðslu komst hann m. a. að
orði á þessa leið:
„En þó að íslenzka fram-
Ieiðslan standist ekki í öllu
skefjalausa erlenda samkeppni
má ekki fara eftir því einu,
heldur er oft rétt að vernda
hana, einmitt til þess að auka
fjölbreytni atvinnulífsins,
tryggja jafnvægi efnahagsins
og koma í veg fyrir atvinnu-
ieysi.
Sú vernd má þó aldrei leiða
til þess, að verðlag innanlands
verði svo hátt og tilkostnaður
svo mikill, að af þeim sökum
verði sá hluti framleiðslu okk-
ar ósamkeppnishæfur, hvort
sem það eru sjávarafurðir eða
annað, sem við verðum að
selja til annarra fanda, cf við
eigum að geta lifað.“
í þessum ummælum kemur
áreiðanlega fram afstaða, sem
miðast við þarfir alþjóðar. Við
eigum að styðja innlendan iðnað,
gera framleiðslu hans sem fjöl-
breyttasta og lifa eftir hinu
gamla sp^kmæli, að hollt er
heima hvað. Þessvegna ber okkur
að vernda íslenzkaij iðnað og iðju
En sú vernd má þó ekki genga
það langt að hin innlenda fram-
leiðsla hafi ekki nokkurt aðhald
um verðlagningu vöru sinnar
vegna erlendrar samkeppni. Ef
allri slíkri samkeppni væri bægt
frá hVfði skapast einokunarað-
staða, sem hlyti að hafa í för með
sér hækkað verðlag. Slík't ástand
væri íslenzku þjóðinni hins veg-
ar ekki hagkvæmt.
Baráttan fyrir eflingu innlends
iðnaðar verður því fyrst og
frems'! að beinast að því, að bæta
aðstöðu hans til þess að verða
samkeppníshæfur.
Þetta á raunar ekki aðeins við
um iðnaðinn. Aðrar gtvinnugreir.-
ar, sjávarútvegur og landbúnaður
hijóta einnig að hafa það tak-
mark. Sérstaklega þýðingarmikið
er það fyrir sjávarútveginn sem
leggur til meginhluta útflutnings
verðmæta okkar.
I sambandi við þessi mál verð-
ur ekki komist hjá því að gera
nokkuð að umtalsefni þá ein-
stæðu smekkleysu AB-blaðsins
að nota Iðnsýninguna, sem nýlega
hefur verið opnuð, sem tilefni til
árása á núverandi ríkisstjórn.
Nú er það að sjálfsögðu þannig
að fólk úr öllum stjórnmálaflokk
um hefur lagt sig fram við undir
búning þessarar fjölþættustu iðr,-
sýningar, sem haldin hefur verið
hér á landi. Þar hefur eins og að
líkum lætur enginn stjórnmála-
ágreiningur komið til greina. j
Hitt er líka vitað að yfirleitt
hafa dómar þeirra, sem sýning-
ur.a hafa skoðað verið gjjrsam-
lega óháðir stjórnmálaskoðunum
þeirra.
En málgagn Alþýðuflokksins
lætur sig þessar staðreyndir engu
skipta. í forystugrein blaðsins í
gær er hinn mesti nöldurtónn yfir
því, að stuðningsblöð núverandi
ríkisstjórnar skuli leyfa sér að
fara lofsamlegum orðum um sýn-
inguna og íslenzkan iðnað og iðju.
Er auðsætt að blaðið þykist eitt
hafa leyfi til þess að ræða mál
iðnaðarins. Til þess bresti a. m. k.
stuðningsblöð núverandi ríkis-
stjórnar alla heimild, þar sem
hún hafi lagt ofurkapp á að
leggja allan iðnað í rústir í þeim
tilgangi að þóknast „hörmöngur-
um nútímans" en það er sá tiltill,
sem þetta blað velur verzlunar-
stéttinni!! I •
AB-menn hafa oft birt vitiaus-
ar greinar í blaðinu sínu og sýnt
einstakan skilningsskort á þörf-
um athafnalífs þjóðarinnar. En
sennilega sýna þessi skrif þeirra
betur en flest annað, hversu flokk
ur þeirra er losnaður úr tengsl-
um við raunveruleikann.
| Alþjóð veit, að margir af ágæt-
ustu forystumönnum íslenzks
iðnaðar hafa staðið framarlega
í röðum Sjálfstæðisflokksins. —
Sjálístæðisflokkurinn hefur stutt
þá öfluglega í baráttu þeirra fyr-
ir eflingu þessarar atvinnugrein-
ar og sköpun bættrar aðstöðu
henni til handa, nú síðast með
stofnun sjáífstæðs iðnaðarbanka,
sem á að bæta úr lánsfjárskorti
iðnaðarins og auðvelda rekstur
hans.
Sjálfstæðismenn vita, að menn
úr öðrum stjórnmálaflokkum
hafa einnig sýnt skilning á þörf-
um iðnaðarins og hafa lagt fram
lið sitt til þess að vinna málum
hans gagn. Þeim kemur ekki til
hugar að halda þvi fram, að þeir
einir vilji þessari atvinnugrein
vel. Sem betur fer hafa menn
úr öllum stéttum og stjórnmála-
flokkum ríka trú á framtíð og
möguleikum iðnaðarins í þessu
landi.
En AB-blaðið vill hafa þetta
allt öðru vísi. Það segir lesend-
um sínum að eiginlega megi t. d.
Mbl. alls ekki fara viðurkenn-
ingarorðum um Iðnsýningu árs-
ins 1952. Ríkisstjórnin hafi ver-
ið fjandsamleg í garð iðnaðar-
ins og þess vegna geti aðeins
málgögn Alþýðuflokksins og
kennske kommúnista rætt mál
hans af skilningi og þekkingu.
Ef afstaða núverandi ríkisstjórn
ar til verzlunar- og iðnaðarmála
er athuguð kemur þetta í ljós:
Ríkisstjórnin hefur lagt á-
herzlu á tvennt:
í fyrsta lagi að bæta úr vöru-
skortinum, sem leitt hafði stór-
felldan' svartan markað og
rnargskonar óhagræði yfir þjóð-
ina. í öðru lagi að auka raforku-
framleiðsluna og skapa innlend-
um iðnaði þar með bætta að-
stöðu.
Þetta hefur verið gert með
auknu verzlunarfrelsi og bygg-
ingu glæsilegra raforkuvera á
Suður- og Norðurlandi.
Um það getur engum bjand-
ast hugur að forystugrein AB-
biaðsins í gær er hvorki skrif -
uð af velviltl í garð iðnaðav-
ins né þekkingu á þörfum
lrans. Þess vegna er fjarri lagi,
að hún geti orðið þessari at-
vinngrein og því fólki, sem við
hana starfar að gagni. AB-
blaðinu og flokki þess er hún
íil minnkunar.
MUM
FÉLL Á
Veldistíagar Farúks, fyrr-
verandi Egyptalandskonungs,
hófust ekki ósvipað sum-
um æfintýrum H. C. Ander-
sens Aðeins 17 ára tók hann
við konungdómi eftir íöður
sinn, Faud I., er lézt á mjög
sviplegan hátt. Þá var hann
ungur og dáður fyrir glæsi-
mennsku slna og æskufeg-
urð. Hann kvæntist hinni
yndisfögru Farida, sem nú
dvelst í Egyptalandi og á þar
við mikla hylli að búa. — Er
þetta unga og fallega æsku-
fólk ók um götur Kairóborg-
ar, var því óspart fagnað af
íbúunum.
FAGN.*I>ARLÆTIN
MINNKUÐU
En fagnaðarlætin minnkuðu, er
árin liðu. Farúk lifði í miklu
sællífi, og ekkert var of gott
né of dýrt handa þessum aust-
' urlenzka sælkera. Faðir hans
hafði arfleittt hann að um 1000
millj. kr. í reiðu fé, auk margra
dýrindis halla og annarra hluta,
sem voru til þess 'fallnir að
kitla hégómagirnd hins unga
manns. En Farúk var þetta ekki
nóg. Hann lét reisa enn fleiri
hallir, og þegar hann var á ferð
um Evrópu, tók hann á leigu
heilu hverfin fyrir sig og fylgd-
arlið sitt.
LANGAÐI TIL AÐ EIGNAST
SON
Það var um þennan íburð all-
an og hina skefjalausu sóun hins
unga konungs, sem fólkið talaði
— og hneykslaðist á. En þó kast-
aði fyrst tólfunum 1948, er hann
skildi við drottningu sína og
raunar snerust vinsældir hans í
fyrirlitningu úr því. Hann átti
I þrjár dætur með drottningunni,
| ert því var lýst yfir, að hann
langaði til að eignast son og væri
það ástæða skilnaðarins. En
orðrómur var þó á kreiki um
það, að hin raunverulega ástæða
væri sú, að drottning gæti ekki
sætt sig við sukk og svall manns
síns.
VIÐ GLAUM OG GLYS
Farúk þekkti sjálfur allar sög-
urnar, sem um hann voru sagð-
ar. Stundum gerði hann aðeins
grín að þeim, með því að brosa
góðlátlega í kampinn, en einnig
kom það fýfir, að þær gerðu
hann ævareiðan.
Þrátt fyrir slúðrið hélt Farúk
áfram áð koma á næturklúbbana
í Kairó. Með honum var þá allt
af ítalinn Antóníó Puglí, einka-
ritari hans og trúnaðarmaður.
Púglí var sonur rafmagnsmarns
við hirðina og eini leikbróðir
Farúks af borgaraættum. Hefur
hann alltaf haldið kunningsskap
við hann síðan. Púglí þessi var
mjög óvinsæll í Kaíró, vegna þess
að fólk áleit, að hann hefði
ill áhrif á konunginn, og það kom
engum á óvart, að ítalinn skyldi
verða með þeim fyrstu, er tekn-
ir voru höndum eftir stjórnlaga-
rofið.
AÐEINS 32 ÁRA
Þegar maður sér Farúk í dag,
fer varla hjá því, að aldur hans
geri mann undrandi. Hann er
aðeins 32 ára gamall, ellilegur,
og vegur yfir 100 pundum meira
en hinn 17 ára gamli ævintýra-
prins gerði, er hann hafði tekið
við völdum 1937. Plann var þá
bæði vel gefinn og vel mennt-
aður og vissi ágætlega, hvað gerð-
ist í ríki sínu. Persónuleiki hans
varð mikill, er stundir liðu, og
þótt svo gæti stundum virzt, sem
hann væri aðeins ungur æringi,
þá sýndi það sig oftar, að hann
leit á stöðu sína alvaj’legum aug-
um og skyldu sína sem háleita
Frh. á bls. 12.
Velvakandi skrifor:
ÚB DAGLEGA LÍFIND
Böggull fylgir
skammrifi.
ÞAÐ er mesti misskilningur, að
vont sé að fá húsnæði í
Reykjavík. Þú getur auglýst og
færð tilboð um hæl, jafnvel þótt
þú bjóðir enga fyrirframgreiðslu.
Þú þarft ekki einu sinni að aug-
lý§a, sendu bara tilboð við aug-
lýsingu húsráðenda, og þú ert vís
með að hreppa fyrsta flokks íbúð
án óhófsleigu.
Þó er eitt ófrávíkjanlegt skil-
yrði — þú mátt ekki eiga börn.
Það er sú lágmarkskrafa, sem til
þín er gerð.
í*ví meiri íburöur,
því færri börn.
ÞAÐ hefir komið á daginn, að
eftir því sem húsakynnin1
urðu glæstari og rýmri, því meir
var þrengdur kostur barnanna. í.
fallegustu og stærstu húsunum er1
þeim ekkert afdrep ætlað. Hús-
gögnin, veggirnir og gólfin eru
of dýr og fín fyrir hvikulan fót
og þreifula barnshönd og bví fer
sem fer, að barnafólkið fær þar
ekki inni.
Brcttrekstrarsak
Þessu fæst ekki breytt að sinni,
því að ekki verða húsráðendur
neyddir til að hýsa börnin, meðan
svigrúm þeirra eigin barna er
jafnvel af skornum skammti.
Stutt að sjálfsbjargar-
viðleiíni.
EN við státum af miklum félags-
legum þroska og óneitanlega
njótum við fullkominnar löggjaf-
ar i félagsmálum ýmsum.
Eðlilegasta lausn vandans er
sú, að mönnum sé gert kleift að
koma upp þaki yfir höfuðið. Smá
íbúðarhúsin virðast alveg rétt
leið, þó að vankantar séú ef til
vill einhverjir eins og fylgir
hverri byrjun. En margir óttast,
að tekið verði fyrir smáíbúðirnar
fyrr eða seinna, sem ekki má.
Ufti ókomin ár á það að Vera
föðurleg tillitssemi ríkisvaldsins
við þá, sem stofna vilja heimili,
að þeir fái leyfi til að reisa sér
hús ásamt nokkrum fjárhagsleg-
‘um stuðningi.
I
íslenzk danslög.
HERMANN 16 ára vill koma
hér einu hugðarefni sínu á
frámfæri. Hann segir: „Ég hlusta
oft á danslög í útvarpinu á laug-
a*-dags- og sunnudagskvöldum.
Oft eru þá leikin ýmis nýjustu
dans- og dægurlögin, því að við-
koman er mikil. En eitt bvkir
mér vanta bæði í fylkingar gömlu
og nýju laganna — íslenzk dans-
lög eftir ís’enzka höfunda.
Mörg þeirra gefa útlendú lög-
unum ekkert eftir. Væri ekki
bægt að útvarpa beim, cnda
svngju þau íslenzkir dægurlaga-
söngvarar? Þau mundu áreiðan-
le»a ekki draga úr ánægjunni.
í annan stað væri ekki úr vegi,
pS kynnt væri a. m. k. nýjustu
lögin. Það er allt af viðkunnan-
legra að vita einhver deili á því,
sem hlustað er á.“
Veíðibráffur.
Íj>LUGMAÐUR skrifar:
Mikil frétt bótti það að von-
um, þegar vélflugan sprakk á
fluGsýningunni í Bretlandi nú um
heleina. Hafði hún náð hraða
hljóðsins þegar í henni varð allt'
í einu sprenging svo að hún
■mndraðist tætlu fyrir tætlu. ,
Brotin lentu í áhorfendum og
dránu fjölda manns.
M.ér þótti útvarpið vera lielzti
fljótt á sér, þegar það sagði frá
þessU slysi. Þó að gott sé allt af
að fá fréttirnar nýjar af nálinni,
bá getur líka hefnt sín að vera of
veiðibráður.
Á sýningunni, þar sem slysfð
varð, voru margir íslendingar,
menn úr flugráðinu og flugþjón-
ustunni íslenzku auk áhuga-
manna. Það hefði mátt taka eitt-
hvert tillit til þess. —