Morgunblaðið - 10.09.1952, Síða 14

Morgunblaðið - 10.09.1952, Síða 14
f 14 MORGUNBLABIÐ Miðvikudagur 10. sept. 1952 •••'ittimtmiiifimmin iiiimimiiiiittmiimmimiimmiiimmmmmmmmmimmimimii:immmiimmmiiiiiiiimiimiiimmmimmmiimiiimiiiiiiiiiiiiimiii> ADELAIDE Skáldsaga eítir MARGERY SHARP Cmmmmmmimmmmmmmtimmmmmmmmmmmmmiimi imimmmiimimimiiiiimtmmiimiimmmmtmmmmmmmim immmimtmmmmiiimti « Framhaldssagan 3 i v. Unglingsárin voru löng og við burðarsnauð. Það bættist ekki í barnahópinn hjá Culver og beztu vinir Adelaide og Treff voru enn sem fyrr Hambrosbörnin. Það var þó ekki vegna þess að þau væru svo lík hvort öðru heldur vegna skyldleikans. Foreldrar þeirra ætluðust til að þau væru góðir félagar og þess vegna voru þau það. Alice var að eðlisfari mjög frændrækin og gat látið sér þykja vænt um hvaða frænku sem var. Og Adelaide lét sér það vel lynda eð láta frænku sína þykja vænt iiiii sig. En þær höfðu engin áhrif hvor á aðra. Lyndiseinkenni og skapferli hverrar fyrir sig voru mótuð heima fyrir. Það var enginn vafi á því að Culver-systkinin voru miklu bet- ur uppalin. Kenningar frú Cúlver um barnauppeldi voru gamal- <tags, en áhrifaríkar. Hún gleymdi því aldrei t. d. hvernig Adelaide hafði verið iæknuð af því þegar hún var sjö ára að vera hrædd við myrkur. Adelaide gieymdí því reyndar heldur ekki. Það var stuttu eítir að telpan var farin að sofa ein. Hún hafði fengið mar- tröð og flúið tvisvar grátandi inn til foreldra sinna sömu nóttina. Frú Culver fylgdi henni í bæði skiptin inn aftur og lét hana vinna bug á hræðslunni með því. að horfast í augu við hana. í seinna skiptið var hún líka kyrr. Hún var dálítið föl næsta morg- un og henni varð óglatt eftir morgunVerðinn, en eftir þetta bar aldrei á neinni hræðslu hjá henni við myrkur. Það var því engin furða þótt frú Culver væri hreikin. Henni fannst það mjög kjánaleg uppástunga hjá ungfrú Bryant að hafa lítið næturljós. Ungfrú Bryant kunni augsjáan- lega e'k'kert til barnauppeldis. Hún var bara vön að umgangast börn og hafði tekið eftir því að Adelaide varð oft illt í maganum. ,,En því ættum við að hafa ljós hjá henni?“ spurði frú Culver og þótti gaman að þegar ungfrú Bryant vissi það ekki. (Að vísu hafði Treff næturtíru þangað til hann var orðinn tíu ára, en hann grenjaði líka þangað til hann fékk það). Ekkert skylt þessu gat átt sér stað hjá Hambrosbörr.un- um. Alicevaf í herbergi með systr um sínum og bræðurnir sváfu líka saman. Reyndar lék aldrei ncinn vafi á því að þau hefðu get- að fengið allt það ljós t iiæturna sem þ~u hefðu óskað eftir. Auk þess sem börnin hittust í garðinum ó hverjum degi, fóru þau líka í heimsóknir hvert til annars að minnsta kosti einu sinni í viku. Þegar þau voru í Albion Place spiluðu þau á spil, en í Kensíngton, þar sem Ham- brosfóikið bjó, iéku þau sér mest á „Sófanufn“ svokallaða. En það var kringlóttur bekkur, eins og oft eru notaðir í anddyrum gisti- húsa. Hambro rakst á þetta á upp boði og’ keypti handa börnum sínum. Og „sófinn“ reyndist bezta gíöfin sem þau höfðu nokkurn tíma fengið. Culvtrsystkinun- um þótti meira gaman að koma til Kensington en Hambrosbörn- unum þótti að koma til Albion Place. Þegar tvíburarnir urðu svo lítið stálpaðri þá þverneituðu þeir blátt áfram að fara þangað. Alice afsakaði þá með því að þeim þætti ekkert gaman að spila vegha þess að þeir væru svo lé- lef$r í reikningi. En Adelaide tók eftpr því þegar þau fóru í leik sem ungfrú Grigson hafði kennt þaim og hét „Margföldu-nartaflan" bá Un|g4 ; sMfcL | sagði Alice það og Alice roðnaði. „En þeir vilja auðvitað heldur renna sér á „sóffanum", sagði Adelaide. Hún renndi sér niður hann sjálf í hvert sinn og hún sá sér færi á því og lét Treff gera það líka. En Treff var huglajus og það þurfti að ýta honum. Hann vildi heldur leika sér við Milly og Sybil og nýja barnið Ellen. Konum þótti líka gaman þegar Alice faðmaði hann og sýndi hon um blíðuhót. Bræður hennar vildu aldrei lófa henni það. Og Adelaide reyndi það aldrei. „Ég skil ekkert í þessu“, sagði Alice einu sinni. „Þegar þið eruð bara tvö, þá á ykkur að þykja sérstak- lega vænt hvoru um annað“. „Auðvitað þykir okkur vænt hvoru um annað“, sagði Adelaide. Henni fannst betta ásökun, vegna þess að með réttu átti systkinum að þykja vænt hvoru um annað. Alveg eins og börnin áttu að láta sér þykja vænt urn foreldra sína. Annað væri mjög óviðeigandi. Hún hefði svo sem getað hreytt því út úr sér að-sér fyndist jafnréttið gahga allt of langt á Hambrosheimilinu. Tví- burarnir íengu jafnvel að koma inn í stofuna í kvöldverðarveizl- um og fara með kvæði ef þá lang aði til þess. Henni hafði verið kennt að hafa hina megnustu and úð á allri óregluseminni á heim- ili frænku hennar. Og hún tók í sama streng og móðir hennar og býsnaðist yfir því að börnin fengu að vera hvar sem var í hús inu. „Þú reynir ekkert til að hafa stjórn á börnunum", sagði frú Culver við frú Hambro. „Alice er þæg að eðlisfari og veldu.r því engum óþægindum. En drengirn- ir eru gersamlega stjórnlausir. Faðir þeirra ætti að flengja þá“. - „Við höfum ekki trú á því að gott sé að flengja börn“, sagði frú Hambro. „Þú átt við að þér þyki það ekkert gaman að flengja börnin þín. Það finnst engum. En hvern- ig mundi heimurinn vera cf eng- inn gerði skyldu sína aðeins nmnrHiniinin b ■■■•■■■■■■■■ ■■■■>»■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■ <■ nn vegna þess að það er ekkert gam- an? Þegar Addie vildi ekki láta þvo sér um eyrun, þá hefði auð- vitað verið þægilegra fyrir mig að láta hana ráða. En það varð að gera það og það var gert. Hvað tvíburana snertir ....“. „Þú þarft ekki að segja mér þetta, kæra. Ég veit þetta allt sagði frú Hambro. „Þau eru ó- þekk og Portershjónin koma aldrei framar í heimsókn til okk- ar. Eí þú ættir sjálf sex börn en ekki bara tvö. .. .“. „Ég mundi einhvern veginn halda þeim í skefjum“, sagði frú Culver. Systurnar voru ekki líkar og eiginmenn þeirra voru líka mjög | ólikir hvor öðrum. Hambro var ; í kaupmannastétt, verzlaði með | silkivarning, og fór ekki dult með það. Hann bauð oft heim fólki ! sem hann átti viðskipti við til að msála með) vörum sínum. En jCulver var í fyrirtækinu Culver, . Blore og Mastman, sem var út- gáfufyrirtæki. Faðir hans hafði stofnað það og byrjað á því að j gefa út kristilega pistla og grætt J I vel á því. Masterman kom brátt j líka inn í fyrirtækið og með hon- j um útgáfa skólabóka barna og ‘ Blore sá um útgáfu á ævisögum j merkra manna. Ef einhver skáld sagnahöfundur álpaðist til að j senda handrit sitt, var það endur- ! sent, án þess að það væri tekið upp. Culver, Blohe og Masterman höfðu engan áhuga á skáldsögum. Culver fannst það heppilegast að hann héldi sig í virðulegri fjar- lægð frá und.irmönnum sínum. Hann talaði til dæmis aldrei per- sónulega við prentarana eða setj arana og það var varla hægt að segja að hann hefði séð nokkurn rithöfund með eigin augum. Heima lét hann konu sína sjá um alla stjórn og þegar börr.in fengu mislinga, þá flutti hann á hótel. Honum fannst leiðinlegt þegar konunni hans fannst að hún þyrfti að taka þátt í opinberum störfum og félagsskap kvenna, en hún sagði að þannig þyrfti það að vera til að viðhalda virðingu lJ.J Sysidwga stúSkan . eftir Grimmsbrœður 3. ' Nokkru eftir þennan atburð kom María mey heim úr ferðalaginu. Hjn kallaði nú stúlkuna fyrir sig og bað hana að skila lykiunum. Um leið og hún tók við lyklunum, horfði María mey í augu barnsins og sagði: „Nú verður þú að segja mér, hvort þú hefir hlýtt því að opna ekki þrettándu dyrnar.“ Stúlkan sagðist ekki hafa opnað þær. Þá Iagði María mey hönd sína á hjartastað stúlk- unnar, og kom þá í ljós, að hún hafði ákaían hjartslátt. Hún þóttist þá vita, að stúlkan hefði ekki sagt satt. „Er það nú alveg víst, að þú hefir farið eftir því, sem ég sagði þér?“ „Já“, sagði stúlkan, án þess að hika. En þá varð Maríu mey allt í einu litið á gyllta fingurinn, og þá spurði hún í þriðja sinn: „Nú verður þú að segja mér alveg eins og er. Hefurðu ekki opnað dyrnar?“ „Nei,“ svaraði stúlk- an. Þá varð María mey mjög alvarleg á svipinn og sagði: „Ég veit, .að þú hefir verið óhlýðin, og þar að auki hefir þú skrökvað að mér. Þú ert alls ekki verðug þess, að vera hér í Himnaríki.“ Þegar María mey haíði þetta mælt, féll stúikan í fastan svefn. Þegar hún vaknaði, vár hún komin niður á jarðríki, og þar lá hún í þéttu skógarkjarri. Hún ætlaði nú að kalla á hjálp, en kom ekki upp nokkru hljóði. Þá stökk hún áfætur og ætlaði að hlaupa eitthvað í burtu. En skógurinn var svo þéttur, að hún komst lítið áfram. Þá fann hún gamlan, holan eykarbol, sem hún skreið inn í. í þessum tré svaf hún svo á nóttunni og þar hélt hún kyrru íyrir þegar rigning var eða hvassviðri. Þetta var vissulega önnur æfi, en hún átti við að búa I Himnaríki, þqgar þún lékjsén ailan. daginn með englunum. 1 Mottui lattupní [ .* • ! fB ý k o m i ð \ u ■ u m m m u ■ ■ ■ u ■ i Bifreiðsvaruverzlun Friðriks Bertelsen I Hafnarhvoli — Sími 2872 £ Ilsiiiiílísnaeði. j ■ til siln ! m m ■ * Til sölu pr 200 ferm. bakhús á eignarlóð við : ■ Laugaveg. — Húsið er einlyft og heppilegt til ; ■ ■ hverskonar iðnreksturs. — Þeir, sem áhuga hafa á ; ■ ■ þessu sendi nöfn sín i lokuðu umslagi til afgr. ; ■ ■ Mbl. fyrir laugardagskvöld merkt; „Góður stað- ; ■ ur — 322“. MatvöriEv@K,æS«iES til sölia við eina aðalgötu bæjarins. Útborgun ca. 25—30 þúsund. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 15. september merkt: „Góður staður — 32.9“. GóD !á óskast ti! kaups má vera með gömlu húsi, í eða við Miðbæinn. Skipti á nýrri 5 herb. íbúðarhæð koma til greina. NÝJA FASTEIGNASALAN Bankastræti 7 — Sími 1518 og kl. 7,30—8,30 c. h. 81546 TILBOÐ OSKAST 5 ■ ■ ■ ■ ■ ■ ; í mjólkur- og vöruflutninga ur Bessastaðahreppi og : ■ ■ ! Garðahverfi til og frá Reykjavík árlangt frá 1. nóv. ■ j n. k. Upplýsingar gefa Jóhann Jónasson, Bessastöðum, ; I sírhi 1088 og Gísli Guðjónsson Hlíð, sími 9836, og sé Z • ■ j tilboðum skilað til þeirra fyrir 1. október. • Flutninganefnd. ; iiiinaaaaaiiaiiiiiaiimr aa miiu ■•■■»»»■ vsv •■■■■■■■• ■■■•«■■■ »**■*■»■/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.