Morgunblaðið - 05.10.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1952, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók <9 [ 39. árgangur 227. tbl, — Sunnudagur 5. október 1952 Frentsmiðja Morgunblaðsins. BSóðfearikiíin kr rrsinn [jamorku m smM TORONTÓ — Vesturveldrmum er kurnugt um, að Rússar Jeggja nú allt kapp á að verða fyrstir til að framleiða kjarnorku- knúna vélflugu. . í þessu örlagaríka kapphlaupi hafa brezkir og kanadiskir vís- indamenn í samvinnu tekið upp þ'ráðinn í tiiraunastarfinu, þar sfem frá var horfið á stríðsárun- um og skýrir kanadíska blaðið Torontó Star svo frá fyrir nokkr um dögum, að brezkum og kana- diskum vísindamönnum hafi nú tgkizt að framleiða má’mblöndu sem færi Vesturveldin á næstu grös við lokatakmarkið. Málm- talöndu þessa á að nota í stað blýs til einangrunar gegn hinum ban- vSfenu gamma-geislum kjarnork- unnar. ■ Telur blaðið að þessum kjarn- orkutilraunum sé svo langt kom- ið að hægt sé að hefja smíði kjarn orkuknúinnar vélflugu nú þegar. Iðnaðarkanki Islands hí væntanlega slofnaðnr i hessum snánuði Hldafjársöfnun gekk vel. ALMENNUR félagsfundur í Félagi íslenzkra iðnrekenda var hald- inn í gær að Hótel Borg. Var fundurinn mjög fjölsóttur. — Meðal þeirra mála, sem rædd voru, var stofnun Iðnaðarbankans, en sem kunnugt er, gaf Alþingi heimild til stofnunarinnar með lögum, er samþykkt voru á síðasta þingi. Lögðu fundarmenn áherzlu á, að hlutafélag bankans yrði stofnað hið fyrsta og helzt í þessum mánuði. Nýlega gengu 58 danskir sjóliðar í fylkingu til Bkpebjergsjúkra- Isússins til þess að gefa blóðbankanum þar hver „sinn skammt“. — I‘ér á myndinni sést er yfirlæknirinn býður þá velkomna. Keisaranum íagnað fðsisföð LUNDÚNUM, 4. okt. — Haile Selassie kéisari Etíópíu, var fagn- að ákaflega af hundruðum þús- unda manna í dag er hann hélt innreið sína í ítölsku Erítreu, sem nú hefir verið gerð að sambands- ríki Etíópíu. í dag eru 17 ár liðin frá því ítölsku fasistarnir réðust gegn Etíópíu og var dagurinn valinn með tilliti til þess. - Mikill viðbúnaður var í höfuð- borg Erítreu til að taka á móti hinum nýju þjóðhöfðingja, en með þessari ráðstöfun hafa Etí- ópar loks fengið langþráðan að- gang að sjó, sem þeir hafa hing- að til aðeins haft um hafnarborg- ina Djibouti í franska Sómalí- landi.________— Reuter-NTB Danir, Júgóslavar og Ungverjar unnu AÐ undanförnu hafa nokkrir landsleikir í knattspyrnu verið háðir. Danir unnu Hollendinga með 3 mörkum gegn 2, eftir mjög jafnan leik. — Leikurinn var háð ijr í Kaupmannahöfn. , Þá unnu Júgóslafar Austurríkis Uienn með 4:2 og Ungverjar Sviss lendinga einnig með fjórum mörk um gegn tveim. Vélar Ðlíðaárstdðvar framleiða aðeins helming orhu vegna vafnsskorfs. EF HAUSTRIGNINGARNAR bregðast í haust um SV-land er fyrirsjáanlegt, að vegna stöðugt minnkandi vatnsrennslis úr Þingvallavatni, verði að grípa til sérstakra ráðstafana varðandi rafmagnsmiðlun frá Ljósafossstöðinni. i á óvart WASHINGTON, 4. sept. — Um fátt er meira rætt meðal stjórn- mála- og vísindamanna þessa dag ana en hinar miklu tilraunir Breta með ný kjarnorkuvopn, sem áttu sér stað fyrir nokkrum dögum á Monte-Belló eyjunum undan norð-austur strönd Ástra- líu. Talsmaður bandarísku kjarn- orkunefndarinnar sagði í gær- kvöld, að Bandaríkjamenn hefðu aldrei verið í vafa um, að Bret- ar gætu framleitt kjarnorkuvopn og hafi tilraunir þessar því ekki komið á óvart. Þar sem dr. Penney er, eiga Bretar einhvern fremsta sérfræðing heimsins í framleiðslu kjarnorkuvopna. NJOSMARI UM BORÐ I ÍStJENZKU VARÐSK3PI? MBL. SPURÐI í gær Pétur Sigurðsson, yfirstjórnanda land- helgisgæzlunnar, hvað hæft væri í því, að erlendur maður hefði fyrir skömmu verið staðinn að njósnum um borð í varðskipinu Þór. Pétur Sigurðsson gaf af þessu tilefni svohljóðandi upp- lýsingar: Fyrir skömmu siðan komu skipverjar á varðskipinu Þór, sem lá hér í Reykjavíkurhöfn að útlendingi inn í kortaklefa skipsins á stjórnpalli þess. Var maður þessi að skoða tæki og útbúnað skipsins. Aðspurður um erindi sín gat hann enga grein fyrir þeim gert. Var honum síðan vísað í land. Maður þessi talaði slæma ensku. ‘ J Þetta voru upplýsingar yfirstjórnanda landhelgisgæzl- > , unnar um þessa dularfullu heimsókn um borð í varðskip- 'rt ið Þór. 20—30 SENTIM. LÆGRA Um þessar mundir er vatns- borðið í Þingvallavatni lægra en vanalega. Það er nú milli 20 og sm lægra en venjulegt er á þess- um tíma árs. Samkvæmt síðustu mælingum við Ljósafossstöðina, fara um stöðina 85 kúbikmetrar af vatni á sekúndu, en ef vel ætti að vera þyrfti vatnsmagnið að nema 90 kúbikmetrum. VATNI SAFNAÐ Á NÓTTUNNI Til þess að halda vatnsborð- inu við stíflugarð Ljósafossstöðv- arinnar sem næst hinni eðlilegu hæð, hefur orðið að grípa til vatnssparnaðar þar. í fyrri viku var byrjað á því að takmarka mjög vatnsrennslið um Ljósa- fossstöðina og varastöðin við Elliðaár látin vinna um nætur, en með þessu fyrirkomulagi hef- ur tekizt að halda vatnsborðinu við stíflugarð Ljósafossstöðvar- innar nokkurn veginn eðlilegu. NÆGIR EKKl Þessi ráðstöfun nægir þó ekki til, ef haustrigningin bregst og vatnsborðið í Þingvallavatni heldur áfram að lækka. — Þá þarf að grípa til róttækra ráð- staíana. í ELLIÐAÁNUM Vatnsskorturinn í Elliðaánum er enn alvarlegri. Svo stórkost- lega hefur vatnið minnkað í Elliðavatni, að vélar Elliðaár- stöðvarinnar geta aðeins fram- leitt um 50% þeirrar orku, sem þær geta framleitt þegar vatn er nægilegt. Einn báskisp «{| 3 pí Ester skotnir LUNDÍJNUM, 4. okt. — Einn biskup og þrír prestar ka- þólsku kirkjunnar í Búlgaríu voru í dag dæmdir til dr.uða í Sofíu, en þeir voru ásamt 24 öðrum kirkjunnar mannum handteknir fyrir skömmu sak- aðir um njósnir fyrir Fáfarík- ið í Rómaborg. Segir í frétta- stofufregn frá Sofíu, sem barst til Lundúna í dag, að allir mennirnir hafi játað glæp sinn og beðið um aö þeim yrði refs að réttlátlega(i) Verða þeir dauðadæmdu skotnir. Yfir hinum voru kveðnir upp alít að því 20 ára fangelsisdómar. — Rcuter. Eiga báðir hið saina á hættu. ANKARA — Júgóslavnesk hern- aðarsendinefnd er nú í heimsókn í Tyrklandi. HLUTAFÉNUSAFNAD Kristján Jóh. Kristjánsson, form. félagsins, reifaði málið um stofnun Iðnaðarbankans og skýrði frá gangi þess. Kom m. a. fram í ræðu hans, að Félag ísl. iðnrekenda hefði nú þegar fengið loforð fyrir því hlutafé, sem það myndi leggja af mörkum í hlutafé- lagssjóðinn, en það eru 1,75 millj. kr., og hefði söfnunin gengið svo vel, að um 70 fyr- iríæki innan félagsins hefSa lofað meiri fjárframlögum en ætlazt er til að félagið leggi fram. Sagði hann, að það sýndi einna bezt þann áhuga, sem félagsmenn hefðu á fram- gar gi þessa máls. — Og hluta- fjársöfnun Landssambands iðnaðarm., sem cinnig mun leggja fram 1,75 millj. kr. mun líka komin vel á veg. — Væntu fundarmenn þess, eins ! og fyrr getur, að hlutafélag bankans verði stofnað um miðjan þennan mánuð. LEITA HÓFANNA UM SÖLU TIL MSA i Á þessum íundi gaf frkv.stj. félagsins, Páll S. Pálsson, yfirlit yfir félagsstarfið og iðnaðarpiál- in. Skýrði hann einnig frá 6 i Frn. a ois. 12 Svar Breta viS úrslitakostum Mossadeks afhent í gærkvöldi Verður sfjérnmáiasambandi slitið! Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB LUNDÚNUM, 4. okt. — í kvöld er útrunninn frestur sá er Mossa- dek forsætisráðherra írans setti brezku stjórninni til að svara úr- slitatillögum írana í olíudeilunni. Svar Bretastjórnar var í morg- un sent til Teheran og afhenti sendiherra hennar þar, Middleton, írönsku stjórninni svarið siðdegis í dag. □- -□ Getraunamyndin er á bls. 4 □- OKUNNUGT UM EFNI SVARSINS Ekki er enn vitað hvert er innihald svarsins en í tillögum íransstjórnar var þess m. a. kraf- izt að Bretar greiddu írönum hvorki meira né minni en 49 milljónir sterlingspunda skaða- bætur vegna tjóns sem íranir telja sig hafa orðið fyrir af völd um Breta í sambandi við þjóð- nýtingu olíulindanna. SAMEIGINLEGT SVAR Tillögur Mossadeks voru stílaö ar til Churchills forsætisráðherra en Truman Bandaríkjaforseta jafnframt sent afrit af þeim. Brezka stjórnin hefur haldið máfga fundi um málið og haft nána samvinnu við Ear.daríkja- 'stjórn um efni svarsins. En sök- um fjarveru Trumans í samband5 við væntanlegar forsetakosning- ar hefur dregizt lengur en ella hefði þurft að svara tillögum Mossadeks. | STJÓRNMÁLASAMBAND IOFNAR j Talið er fullvíst að íransstjórh hviki ekki frá fyrri yfirlýsing- um sínum um að rjúfa stjórnmála samband við Bretland verði til- lögur hennar ekki samþykktar : óbreyttar. Sendiherra írans í j Washington skýrði opinberlega svo frá í dag að stjórn sín mundi j óhikað grípa til þess ráðs ef til- lögunum yrði hafnað. íransstjórn kemur saman á þriðjudag til- að ræða oJkvmáljJJ og jsvar Brcia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.