Morgunblaðið - 05.10.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.1952, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 5. okt. 1952 S.L. SUMAR var eitt hið allra bezta og hagstæðasta, sem við munum á Ströndum. Spretta var að vísu léleg framan af en mjög vel rættist úr um hana. Nýting heyja var ágæt og var heyskap lokið í endaðan ágúst. Þannig komst Guðfinnur Jakobsson bóndi í Reykjarfirði á Ströndum m. a. að orði er Mbl. hitti hann snöggvast að máli í gær, en hann er staddur hér í bænum um þessar mundir. NORDAN STÓRIIRÍB í MAÍLOK — En hvernig voraði hjá ykk- ur? — Vorið var mjög kalt. Þ. 26. maí skellti á einni hinni mestu stórhríð, sem ég hef verið úti í, með töluverðu frösti. Kyngdi þá niður snjó. Enginn gróður var kominn fyrr en í end- aðan júní og allt sauðfé varð að bera inni. Vegna gróðurleysis mjólkuðu ærnar ekki og misstum við af þeim sökum um 20 lömb- En þrátt fyrir alit hefur féð reynst vænt og feitt í haust. Þyngsti dilkurinn hjá okkur var tvilembingur. Vóg skrokkurinn af honum 43 pund. ÓHEMJUMIKILL REKI íFYRRAVETUR — Hefur rekið mikið hjá ykk- ur undaníarið? — Töluverð áraskipti eru að rekanum. Hann var heldur iítill s.l. vetur, en óhemju mikill í fyrravetur. En töluvert af viðn- um var þá maðksmoginn. — Hvaðan álítið þið að þessi trjáviður komi? — Aðallega frá Síberíu, held ég. Töluvert af honum er höggv- inn og merktur viður, sem fleytt hefur verið fram úr ánum. Stund- urri höfum við einnig fundið flöskuskeyti í trjáviðnum. Eru það stuttir trjábútar sem hola er boruð innan í. I henni er svo lítið glerhylki með skeytinu. í því er sagt, á þremur tungumálum, hve- nær skeytinu hafi verið sleppt og hvaðan. Jafnframt er upplýsinga óskað um rekastað, og þann tíma, er það bar að landi. Vanalega eru þessi skeyti á ensku, rússnesku og frönsku eða þýzku. Trjábútur- inn sem þau eru innan í er oft- ast málaður rauður á litinn. Verð ur hann auðkennilegri við það. Við sendum þessi skeyti til veð- urstofunnar. TÖLUVERÐAR tekjur AF REKANUM Er ekki töluverður arður af rekanum? — Jú, við hpfum oft haft álíka miklar. tekjur af honum og af búinu. Undanfarin ár höfum við haft sögunarvél í Reykjafirði og vinnum við viðinn vor og vetur. Er hann bæði seldur til húsbygg inga og í girðingastaura. — Er ekki stundum erfitt að bjarga trjáviðnum undan sjó? — Jú, það er mikið verk og erfitt að hirða rekann, sem er dreifður um langa strandlengju. — En ber ekki stundum fieira að landi hjá ykkur en trjávið? — Jú, oft rekur ýmislegt brak úr skipum. Sérstaklega var það algengt í stríðinu. Þá heyrðum við stundum rkothríð frá. sjó- orustum sem fram fóru norður í hafinu. Einnig rak þá lík eriendra sjómanna þarna á Ströndunum Voru nokkur þeirra grafin í Euru fírði. ERFIÐAR SAMGÖNGUR — Hvaða samband h.afið þið við umheiminn? — Við höfum talstöðvarsam- ban^ við Isafjörð og getum gegn- um það haft símasamband t. d. við Reykjavík. Er mikil bót að þessu talstöðva- sambandi, sem við fengum fyrir nokkrum árum. Undanfarin tvö ár höfum við fengið póst einu , sinni í mánuði en nú eru tveir j næstu bæir við Reykjafjörð, sem póstleiðin lá um, kcmnir í eyði. apdt Sfmndabænd* nm drjúgar tekjnr S.i. sumar eitt hið hag- stæðasta, ci mercoi mifni S^nfal við 6aðfinn Ja';efcs:on bánda í Revkjafi.Si Eftir ÁRNA SNÆVARR og BALDUR MÖLLER Guðfinnur Jakobsson. Eru þá tvær dagleiðir að vetrar- lagi til næsta bæjar, innan okk- ar hrepps. Það er Höfði í Jökul- fjörðum. Norður á Ströndunum eru Drangar í Strandasýslu næsti bærinn við okkur. Þangað er 4 klst. ferð á landi, en 1 Vz tíma ferð á sjó, ef farið er á vélbát. Nú vilj- um við fá póstinn þá leiðina og helzt einu sinni í hálfum mánuði. REFUM FJÖLGAR -— Er refum að íjölga á Strönd- um? — Já, þeim fer mjög fjölg- andi, sérstaklega kringum fugla- björgin og eyðijarðirnar. Við í Reykjafirði skutum 45 tófur, vet urinn 1950 og yfir 20 s.l. vetur. En það er lítið verð á tófuskinn- um um þessar mundir. Hins veg- ar borgar hið opinbera 60 krónur fyrir hvern skotinn ref. — Hvernig gengur með sel- veiðina? — Hún er ekki mikii. Við höf- um þó fengið upp í 30 kópa á vor- in. Þorskafli var ápætur á fæn í sumar skammt undan landi. Ata var óvenju mikil í sjónum og hvalagengd töluverð. — Hvað verður margt heim- ili í Reykjafirði í vetur? — Það verður 12 manns á þeim tveimur heimilum, sem-þar eru. Við vorum 18 í sumar. En aðeins 7 af 13 systkinum verða heima í vetur. — Hafið þið búferlaflutninga í hyggju? — Nei, við viljum helzt ekki þurfa að flytja burt úr Reykja- firði, en það er orðið erfitt að búa þar síðan nálægir bæir fóru í eyði. En við sem erum uppaldir þarna í Reykjafirði, trúum á fram tíðina þar og förum þaðan ekki ótilneyddir, segir Guðfinnur Jakobsson að lokum. Fyrsfa ísl. krisfnMssföÍ- ii! erlendis verður í Efícpíu Við hana starfa þrír ungir Reykvikingar. Eip að booa kristna trú meðal Konsémanna ÁKVEÐIÐ hefur verið að fyrsta ísienzka kristniboðsstöðin í fram- andi landi, skuli verða reist suð- ur í Etíópíu, en við hana munu starfa um 6 til 7 ára skeið, tveir lærðir kristniboðar, Felix Ólafsson og Benedikt Jasonarson. Með þeim- mun starfa ungfrú Kristín Guðleifsdóttir. — Horfur eru á því, að þau muni halda suður neð vori komanda. TILMÆLIN FRÁ NOREGI Það er Samband ísl. kristni- boðsfélaganna, sem að máli þessu stendur, en tilmæli komu til þess frá hinu norska kristniboðsfé- laga sambandi, um að íslending- ar kæmu á fót sjálfstæðri kristni j boðsstöð í Etíópíu — í landi Konso-þjóðflokksins. Á þingi ■ Samb. ísl. kristniboðsfélaga, er haldið var í sumar er leið, var ósk Norðmanna tekin fyrir og samþykkt að verða við henni. Jafnframt var ákveðið að þeir Benedikt og Felix skyldu veita1 stöðinni forstöðu. Þeir luku báð- ir 6 ára námi við kristniboðs- skólann í Osló á s.l. sumri. STENDUR HÆRRA EN ÖRÆFAJÖICULL Konso-þjóðflokkurinn, sem tal- ar sína eigin tungu, býr á háslétt- j unni skammt frá landamærum brezku nýlendunnar Kenýa. — Konso-menn eru bændur góðir. j Höfuðborg þeirra, sem stendur. allmiklu hcerra en Öræfajökull, eða í 2960 metra hæð, er um sex gráðum fyrir norðan mið- baug og hcitir hún Bakálí. í þjóð- flokki þessum munu vera um 30 þúsund manns. FYRST TIL BRETLANDS Er Mbl. átti í gær stutt samtal við Felix Óláfsson kristniboða, sagði hann, að mikill tími færi í að undirbúa svona ferð. En eftir því, sem næst verður kom- izt, þá er sennilegt, að við för- um héðan upp úr áramótum, sagði hann. Er sennilegt að við förum til Bretlands og leggjum þár stund á enska tungu í nokkra mánuði. SKÓLI OG KIRKJA Hið opinbera tungumál Etí- ópíumanna, sem heitir ahamer- iska, er kennt í öllum skól- um landsins. — Keisarinn Haile Selassie, hefir óskað eftir að fá kristniboða frá Norðurlöndum íil að starfa í landi sínu og óskaði eftir því, að jafnframt kristni- boðsstarfinu yrðu reknir almenn- ir skólar fyrir æsku landsins, þar sem henni gefst kcstur á góðri menntun. Húsið, sem reist verður í hinni íslenzku kristni- boðsstöð í Bakálí, verður því hvorttveggja í senn, skóli og kirkja. í samtali sínu við Mbl. kvaðst Felix ekki ganga þess dulinn, að í hinu mjög svo framandi landi, Framh. á bls. 12. ÍSLENZK skákiðkun hefur á undanförnum 2 áratugum náð furðu góðum þroska, miðað við fámenni og einangrun. En skort- ur á fjölbreytni í skáklífinu er þröskuldur í Vegi stórkostlegra framfara skákmanna. Það skort- ir ekki á að góðir hæfileikar finn ist, til árangurs, og ekki hitt (sem e. t. v. er undirstaða hins fyrra) að íslendingar hafi yfir- leitt yndi af skákiðkun. — Það sem skortir er tækifærin, fleiri ' skákfélög, f jölbreytilegri keppnis möguleikar, fjölbreytni í bóka- og blaðakosti. — Skákin er ein- hver ódýrasta íþrótt (tímafrek þó löngum), sem hugsazt getur, mjög holl upprennandi æsku, sem hugarþjálfun og rökvísi og til einbeitingar viljans, en hug- 1 ljúf dægradvöl þeim, sem eldri eru, og þannig leikin, hentug til hvíldar og til að „spenna hugann frá“ daglegu amstri. — En — hvernig skal úr bæta? Bættan I húsakost skákfélaganna þarf og aukna starfsemi inn á við. Flokka keppnir bæði innan og utan I skákfélaga og einkum í skólum og milli skóla. — Skákin er upp- I eldistæki, ef rétt er að farið. — , Vekja 4þarf aftur símskáka- keppnir milli bæja og þorpa. — Þeir, sem áhuga hafa fyrir lífi, þurfa sjálfir að lifna, og vera virkir í skáklífinu, í félögum og blaðadálkum. Stjórnir skákfélaga og samband þeirra þarf að lifna við og skipuleggja nýtt og marg- þættara starf. Lesendur ættu að skýra skák- þættinum frá hugmyndum sín- um um sitthvað, sem til örvunar og upplyftingar má vera fyrir skákiðkunina. ÞEIR TEFLDU FJÖRLEGA í GAMLA DAGA! Einn frægasti skákmaður 19. aldar var þýzki stærðfræðipró- fessorinn, Adolf Andersen, sem var sérstaklega frægur fyrir hugmyndaauðgi og leiksnilld, og teflt hefur skák þá, sem nefnd hefur verið „ódauðlega skákin“ og margar aðrar, litlu síðri. Hann tefldi skák þá, sem hér fer á eftir, sem ekki gefur þeirri ó- dauðlegu mikið eftir, en auk þess J er það skemmtilegt við hana, að það er hinn leiksnjalli Andersen, sem er fórnarlambið að þessu sinni! Hvitt: A. Andersen. Svart: Dr. M. Lange. Tefld í Breslau 1859. Birds vörn í spænsku tafli. 14. g4xh5 DxIIÍð Hvítur átti ekki annars kost! | 15. g3—gl IIxh5t!! . 16. g4xH DÍ5—e4! 17. Ddl—Í3 Ds4—h4t 15. Bf3—h3 Ðh4—elt Gefst upp. Sv. mátar í 2. leik. Allt mjög fallegt, en ef sett eru upti gleraugu rausæis, sézt, að hvítur gat betur gert í 10. leik, ef hann þiggur ekki mannfórnina heldur þá og leikur Ddí—el. Þá stöðvast hann á fossbrúninni, þrátt fyrir allt! VÍSDÓMSORÐ UM SKÁKTAFLIÐ ' Það gengur í lífinu eins og í skáktaflinu: vér gerum áætlanir, en þær eru í taflinu því háðar hvað andstæðingnum — en í líf- inu hvað örlögunum þóknast að gera. (Schopenhauer). I * A. D’Orville, 1842 Hvítur mátar í 4. leik. Ungur íslenzkur söngvari kominn frá námi á fialíu UNGUR íslenzkur söngvari, ÓI- afur Jakobsson, er kominn hing- að til lands eftir þriggja og hálfs árs nám í Mílanó á Ítalíu, en þang að hafa nokkrir íslenzkir söngv- arar leitað sér menntunar á und- anförnum árum, eins og t. d. 1. e2—e4 2. Rgl—f3 3. Bfl—b5 e7—e5 Rb?—C6 Rc6—d4 Ekki eins slæmt og menn hsfa haldið! 4. RxRd4 5. Bb5—c4 e5xRd4 Nú er algengast 5. 0—0. 5. -------Rg8—f6 6. e4—e5 d7—d5! Nú mundi sennilega bezt fyrir hv. að leika Bb5t því sv. yrði að ( svara með Rd7. Staðan væri jöfn. Næstbezt væri Be2. 7. Bc4—b3? Bc8—g4! Nú hrekst hv. með ómótstæðilegu afli fram af fossbrúninni! 8. f2—f3 Rf6—e4! Nú dugir ekki De2 vegna Dh4f 10. g3, Rxg3. 11. Df2, Bxf3! 9. 0—0 d4- -d3! 10. f3xBg4? Bf8—c5f 11. Kgl—hl Re4— -g3t 12. h2xRg3 Dd8 -g 5 ar Dh6 mát! 13. Hfl—Í5 h7— -h5!! Ólafur Jakohsson. Ketill Jensson, Þuríður Pálsdóttir og Magnús Jónsson. Tveir eru og enn ytra. Ólafur Jakobsson er tenór- söngvari. Mun hann væntanlega syngja hér opinberlega innan skamms, eða í næsta mánuði. Verður það fyrsta söngskemmtun hans hér á landi, þar sem hann k.om hér ekki opinberlega fram áður en hann fór til námsins ytra. Máthótun úr annarri átt! TOGARINN Guðmundur Júní kom til Hafnarfjarðar 2. október og lagði þá upp 130 smál. af karfa sem fór til frystihúsanna í Hafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.