Morgunblaðið - 10.10.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.1952, Blaðsíða 14
10 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 10. okt. 1952 i m Skáldsaga eftir MARGERY SHARP Framhaldssagan 31 1 heyrði að hún hreytti út úr sér ' ókvæðisorðunum þegar hún rudd ist í gegn um þvöguna, beygði sig \ yfir eiginmann sínn og dró hann | á fætur. Hinn maðurinn sló til hennar, en hún hélt dauðahaldi um handlegginn á Henry. Enginn kom henr.i til hjálpar, en Henry j var að fá jafnvægið og af vörum hans streymdu blótsyrði. Hann! var mikið drukkinn, enda heyrð- j ist það á mæli hans. Þegar and- i stæðingur hans bjóst til að slá ■' aftur, gekk einhver kvenmaður j á milli þeirra svo að þeim vannst tími til að komast undan. Ade- | laide ýtti Henry á undan sér að j tröppunum og stóð niðri á meðan * hann staulaðist upp. Svo gekk hún upp á eftir honum án þess að líta við, fyrr en hún lokaði dyrunum. Hópurinn stóð þarna, ennþá og í miðjum hópnum sá hún Logann. Og Adelaide sýnd- ist hún gefa sér eitthvert merki. Henry hallaði sér upp við borð- ið, rifinn og tættur en að því er virtist ekki mikið meiddur. Ade- laide reyndi að komast framhjá honum inn í svefnherbergið, en hann greip u.m úlnlið hennar. „Það blæðir úr þér“, sagði Henry þvöglulegri röddu. „Slepptu mér“. „Þú ert eins og . . æ, hvað heit- ir það nú. ... “ „Ifenry“, sagði Adelaide, „ef þú ski’ur það sem sagt er við þig u „Valkyrja, var það .. blóðug valkyrja ....“. .....þá segi ég þér það núna, að við flytjum héðan“. „Eg vissi ekki að þú ættir það til í þér. Blóðug Valkyrja . . það er ágætt.... „Ef þú vilt ekki flytja héðan, þá fer ég ein“. Þá sleppti hann takinu um úln- lið hennar og reyndi að hlæja. „Held ég aftur af þér? Þú getur gert nákvæmlega það sem þér, þóknast. Farðu heim ti! mömmu þinnar. Farðu heim með glóðar augað....“ Adelaide leit á sig í speglinum. Hún hafði fengið högg á augað, enda þótt hún myndi ekki eftir því. Hægra áugað var þegar orðið blátt og bólgið. Hún starði á mynd sína í speglinum lengi vel. Og þá skildi hún til fullnustu hvers konar kona hún var orðin. Hún var ekkí lengur hæf íil þess að lifa því lífi sem hún hafði lifað áður en hún giftist Henry. „Jæja“, sagði Adelaide við mynd sína í speglinum, ,,en beg- ar ég er reiðubúin til þess sjálf, þá fer ég“. , | 5. kafli | Þegar Adelaide var búin að sætta sig við það að maður henn- ar væri drykkjumaður, var eins og henni væri um leið auðveld- ara að sæt.ta sig við hvernig kom- ið var. Það þurfti að minnsta kosti ekki að leyna sannleikanum í Britannia Mev/s. Fiestir karl- j mennirnir sem þar bjuggu drukku meira eða minna allir, með tölu og margar kvennanna. Adelaide undraðist það stöðugt, þegar hún heyrði drukkið "ó’kið vera cð staulast upp tröppurnar, að enginn skyldi hálsbrjóta sig. Hún hafði þó tekið eftir því að Henry gætti sín alltaf í tröppun- um. Hann var heldur ekki hávaða samur eins og flestir hinna. Hann kallaði ekki til hennar ókvæðis- orðum þegar hann kom heim, og hann veltí ekki um húsgögnun- um. Adelaide haíði eiginlega litla ástæðu til að skamrhást sín fyrir Henry, sE:frrarfborið ■ við að^s á þessurn stað. Hún þurfti heldur íki að työa. tímaumri i það .aö sem hann var hættur við að mála. Hún gat því helgað sig alveg heim ilisstörfunum. Tuttugu og fimm shillingar á viku nægðu henni fyllilega til að kaupa helztu nauð- synjar. Einn þátturinn af ætlunar verki hennar hafði þó tekizt, og það var að halda uppi regluleg- um máltíðum. Ef Henry var ekki heima, þá snæddi hún ein síns Iiðs. Hún hélt íbúðinni tandur- hreinni og klæddi sig upp og snyrti á hverjum degi. Hún íór aldrei út, án þess að netja upp hatt og hanzka. Og með hverjum degi varð skapgerð hennar fast- ari fyrir. Henry tók eítir breytingunr.i sem á henni varð. Eitt kvöld þeg ar hann kom að kránni, sat hún við borðið og var að ljúka úr kaffi bollanum. Hún hélt á Times fyr- ir framan sig. Hún var :iýlega farin að ltaupa það. Hann leit á borðið og sá að maturinn hafði verið tekinn af því. „Þú beiðst ekki eftir mér“. „Nei“, sagði Adelaide. „Langar þig í eitthvað?“ „Vissulega. Ég vil fá miðdags- matinn minn“. Hún gekk þegjandi að eldavél- inn, lét mat á'disk handa honum og lagði á borðið. „Eiginkonan biður venjulega eftir manni sínum“, sagði Henrý. „Ef ég biði alltaf eftir þér, mundi ég missa úr helminginn af máltíðunum". Hann settist niður og tók til matar síns. Adelaide sá strax að hann hafði enga lyst á matnum. „Þú hefur breytzt Addie“, sagði hann. „Þú ert að verða svo hörð og köld í viðmóti. Það klæðir ekki kvenfólk....“ „Vildir þú heldur koma að mér grátandi“. Hann svaraði ekki. Adelaide hellti aftur í bollann sinn. Hún gat nú umgengist hann án þess að það hefði hin minnstu áhrif á skap hennar og um leið og hún fann það, öðlaðist hún meiri hug- arró. Hún fann að hún var þeim vanda vaxin, sem mundi hafa yfir bugað hana nokkrum mánuðum áður. Hún gat talað við eigin- mann sinn þegar hann var í ástandi til að tala. Hún talaði kurteislega við hann og eins og ekkert hefði í skorist, en það gerði. aðstöðu hans erfiðari. 'j „Verður þú heima í dag, Henry?“ spurði hún. „Ég fer nefni lega út Ég ætla að drekka te með Alice“. 2. I Frú Culver hafði lengi hugsað sér að fá Alice sér til hjálpar. Um leið og Alice kom úr heim- sókninni til Sommers, var hún kölluð á ráðstefnu innan íjöl- skyldunnar og eftir miklar bolla- leggingar var það ákveðið að hún skyldi bjóða Adelaide að drekka með sér te á „Swan“-veitinga- húsinu. Adelaide las bréfmiðann frá henni án þess að henni yrði eins mikið um og Alice var við að skrifa hann. Hún þáði boðið aðeins vegna þess að henni fannst það bleyðuháttur að neita. Og þegár þær mættust, var Adelaide sú rólegri. Alice var auðsjáan- lega mikið niðri fyrir. „Ég skil ekki hvernig þú borð- ir þetta“, sagði Alice þegar þær höfðu heilsast. | Adelaide brosti. Henni fannst Alice vera hálfgert barn ennþá. Hún vissi ekkert og hafði ckki reynt neitt. Henni fannst hún standa Alice svo miklu framar að það var blátt áfram dæmalaust ef hún var hingað komin til að lesa yfir henni ávítur. „Alice, mér þykir mjög gam- an að hitta þig“, sagði Adelaide. „Mér þykir alltaf gaman að hitta • þig. En ef þú ert komin hingað eftir boði frá mömmu til að reyna að fá mig til að yfirgefa Henry, þá get ég sagt þér það strax að það er til einskis.“ Það fór um Alice. „Ég býst ekki við að mamma skilji mig“, sagði Adelaide. „En hvernig heldur þú að þér fynd- ist, ef fólkið þitt heimtaði að þú llrói höttur snýr aftur eítir John O. Ericsson 23. Nokkrir af mönnum okkar höfSu brotizt inn í vígturninn, en hinir börðust í hallargarðinum og brutust þar áfram þumlung fyrir þumlung. Skyndilega heyrðum við þróttmikla rödd í gegnum orr- usfugnýinn. Það var herra hallarinnar, sem sjálfur bað Rík- harð konung að sýna vægð. — Herra konungur, sagði hann. Við vitum allir, að, kast- alinn er iallinn og við erum búnir við dauða okkar. Gef okkur aðeins frest þangað til snemma í fyrramálið, svo að við, sem enn erum á lífi, getum búið okkur undir síðustu förina á viðeigandi hátt. Sendu okkur prest, sem getur falið sálir okkar Drottni, því að gamli aðstoðarpresturinn okkar er tif einskis nýtur íramar. Þegar hann hverfur frá höllinni í kvöld, verður þú að leyía honum að taka börn og konur með sér. Konungur skipaði að hætta orrustunni. — Bæn þín skal verða uppíyllt, Vídómar, sagði hann. Ég heyi ekki ófrið gegn varnarlausum. Láttu menn þína rýma ytri hallargarðinn og þorpspresturinn skal vera hjá ykkur innan klukkutíma. Um kvöldið ióru konurnar og börnin frá Chalus, þar sem fáninn með hvítum fálka á rauðum feldi blakti enn yfir turninum. Prestur einn gekk á undan hinni fátæklegu hers- ingu með krossinn hátt á lofti. BANASÁÍtlB Þá nótt sváfum við hver, þar sem hánn var kominn, í turninum eða uppi á varnarmúrnum. Allir höfðu vopn sín hjá sér. Menn mínir hvíldust í horni í garðinum. Þeir kveiktu mikinn timbureld og létu hann loga alla nóttina til ess að enginn í höllinni skyldi geta laumast burt um HWllftliiiillili .........................<....... > >i4ail1 KS ■ MNIHUtMMMIIMMMk • i ■ .1 « í i orfiindir<H XÖQ0I20XÍH : vegna prestskosninga í Reykjavíkurprófastsdæmi verða : haldnir sunnúdaginn 12. okt. 1952 á þessum stöðum: ■ m Fyrir Bústaðasókn — í Fossvogskirkju I Fyrir Kópavogssókn — barnaskólahúsinu jj Fyrir Háteigssókn — Sjómannaskólanum ; ■ Fyrir Langholtssókn — leikskólanum við Brákarsund : Allir kjörfundir hefjast klukkan 10 árdegís. : Kjörstjórnir mæti klukkan 9. : ■ ■ Safnaðarnefndirnar. : FÉLAG ÍSL. HLJÓÐFÆRALEIKARA Ákveðið hefur verið, að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kosningu fulltrúa félagsins á 23. þing A.S.I., og fer hún fram sunnudaginn 12. okL kl. 2—9 e. h. og mánudaginn 13. okt. frá kl. 1—-10 e. h. að Hverfisgötu 21. Félagsgjöldum veitt móttaka á sama stað til kl. 2 e. h. á sunnudag. Framboðslistum skal skila til kjörstjórnar fyrir kl. 8 e. h. laugardaginn 11. þ. m. að Hverfisgötu 21. Hverjum framboðslista skulu fylgja skrifleg meðmæli minnst 7 fullgildra félagsmarma. Reykjavík, 9. okt. 1952. Kjörstjárn Fél. ísL hljóðfæraleikara. FéKagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 15. okL kl. 1,15 e. h. í Breiðfirðingabúð. FUNDAREFNI: Symfóníuhljómsveitin — Leikhúsið — Önnur roál. Stjórn F. í. II. H MÚSMÆBUSS! i ■ •w m m EftIrlætis°Í9óið j ■ allra húsmæðra er og verður : ■ ■ M&hiímmM \ (cream) : ■ ■ Fæst í næstu búð ■ H.Benediktsson & Co. II.F HAFNAR HVOLL. R tYK.t AV í K frá Spáni, ný f yrirligg jandi Magn ús Kjaran Umboðs- og heildverzlun. MJGLÝSING ER GULLS ÍGILDI -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.