Morgunblaðið - 17.10.1952, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.10.1952, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. okt. 19L>2 MORGUNBLAÐIÐ r—~ Hæstaréttai í fyrsta stóreignaskattsmálinu © 1 1 stiómars j Nýleja livað Hæstiréttur upp dóm í -nálinu Guðmundur Guð'mundsson gegn íjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs. Er j þetta fyrsta rnálið út af stór- eignaskatti þeim, sem ákveð- inn var með lögum nr. 22/ 1950 um gengisskráningu, , launabreytingar, stóreigna- skatt o. íl. Aðaliega var deilt um það, hvort ákvæðin um stóreigna- skatt brytu i bág við stjórn- arskrána. Taldi málshöíð- andi Guðmundur Guðmunds- ; son, húsgagnasmiður að regl- j urnar um stóreignaskatt færu ekki eftir grundvallarreglum um skatta, ekki væri lögð al- menn byrði á alla þá, sem taldir væru iafnsettir en handahófs og óréttlætis gætti. Því gæti stóreignaskatturinn aðeins talizt cignarnám. í dómi Hæstaréttar er ekki fallizt á þessi sjónarmið Guð- mundar. Hæstiréttur telur, að ákvæðin um stóreignaskatt brjóti ekki í bága við stjórn- arskána. Þá telur Hæstiréttur að ákv. 3. mgr. og 9. mgr. 12. gr. lag- anna um stóreignaskatt sýni að bæði samvinnufélög og hlutafélög skuli taka þátt í greiðslu stóreignaskatts, þótt meö óvenjulegum hætti sé, þar sem hluthafar eigi að telja eignir félagsins fram með s'.num eignum, en félaginu! beri svo aftur að greiða skatt- Iiluta í hlutfaili við það, hve félagseignin er stór hluíi af | þeim eignum, sem einstakling úrinn heíur talið fram. j SKATTSTJÓRINN í ReykjavíJ talai að stóreignaskattskyld eign J Guðmundar r.æmi kr. 1.492.891,00 og ókvað stóreignaskatt hans sam kvæmt því kr. 193.577,00. þar af kr. 47.630,00 vegna hluraijáreign- ar hans í Trésmiðjunni Víði h.f. Guðmundur kærði til skattstjór ans yfir skattálagningu þessari,1 en án þess að nokkur breyting1 íengist gerð á henni. Þá kærði1 Guömundur til ríkisskattanefnd-J ar, sem lækkaði stóreignaskatt hans lítið eitt í kr. 192.417,00, þar af kr. 47.630,00 vegna hlutaíjár-1 eignar hans í Trésmiðjunni Víði ‘ h.t. Þessu vildi Guðmundur ekki una og höíðaði því mái pað gegn iját málaráðherra fyrir hönd ríkis sjcðs, sem Hæstiréttur hel'ur fyr- ír skömmu kveðið upp Jóm í. 1 en teiag- ■t aS greiða skafthlutann af jrví TALDI STOREIGNASKATTINN FAltA í JBÁG VIÐ j STJ ÓRN ARSKHÁN A Guðmundur gerði aðallega þá dómkröfu bæði í héraði og fynr Hæstarétti, að StóreignasKattur- inn yrði með ölJu feildur niður. Þessa kröfu sína byggði hann á þvi, að lögin um stóreignaskatt brytu í bága við ákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt ákvæðum hennar væri eignarrétt urinn friðhelgur, þannig að eng- inn yrði skyldaður til að iáta eign 1 sína af hendi nema óullt verð kæmi fyrir. Að vísu sé það cngum vafa bundið, að heiniilt sé að leggja skatta á þegnana til að standast straum af þeim kostnaði, sem' leiddi af rekstri ríkisins. En Guð-! mur.dur taldi að ákvæðin um stór i eignaskatt fuílnægðu ekki nauð- ] synlegum skilyrðum til þess að álagningin gæti taiizt skattur, I heldur væri þar í rauninni um1 að i.æða eignarnám, sem ríkis-! valdir.u bæri skylda til samkv. 67. gr. stjórnarskrár að greiða full ar bætur fyrir. Benti hann á að skattur þessi væri einungis lagður á einstakl- inga en ekki á félög. Hins vegar sé framVrvæmdarákvæði laganna þannig, að meginþungi skatt- gjaldsins sé lagður á þátttakend- ur í hlutafélögum eða hlutafélög- in sjálf. Á hinn bóginn sleppi þátt takéndur í samvinnuféiögum og samvinnufélög svo að segja við skattgreiðslu. Hér sé því þessum tveimur íélagahópum, sem þó mestu ráði í fjárhagslífi þjóðfé- lagsins mismunað á hinn herfi- legasta hátt. Lögin bjóði hlutafélögum að greiða að nokkru stóreignaskatt þeirra hiuthafa, er stóreignaskatt skyldir séu og sé þannig eign eins aðilja notuð til að skattleggja annan. Þá séu fasteignir gjaldenda metnar til verðs á mismunandi hátt eftir því hvar þær séu á landinu. Aí þessu öllu sé ljóst, að ekki sé lögð jöfn og aknenn fjárhags- byrði á þá, sem eru fjárhagslega jafn settir. Lagaákvæöi þ.-'-- brjóti því í meginatriðum i bága við ákvæði 67. gr. stjórnarskrár- innar. Guðmundur benti einnig á, að það verði að teija meginreglu að skattar þeir, sem a þegnana séu lagðir, renni í ríkissjóð. Þessu sé öðru vísi farið með stóreigna- skattinn, meginhluti hans eigi ekki að renna í ríkissjóð, heldur til annarra aðilja. Þá benti hann á að skattgjald þetta væri óeðlilega hátt. í sum- um tilfellum sé þannig tekinn fjórði hluti cigna gjaldendans. Slikt sé í rauninni ekki skattur, hcidur eignataka. RÍKISSJÓÐIJK TALOT ÁKVÆDLN FARA í IÍÁGA VIÐ STJÓRNARSKRANA Ríkissjóður tók til andsvara og taldi lögin um stóreignaskatt á engan h'átt brjóta í bága við stjórnarskrána. Samkvæmt á- kvæðum laganna sé stóreigna- skatíur lagður á einstaklinga en ekki fclög. En hins vegar sé ákveðið, að reikna skuii skattinn af cignum manna í féiögum og sé þar cnginn greinarmunur gerður á hlutafélögum og. samvinnufé- lögum. Þegar um það sé talað, að ] skatturinn komi verr niður á Tilutafélögum en samvinnufélög-J um, þá gæti menn ckki þess, að ástæðan til að svo getur virzt sé sú, að þátttakendur í hlutafélög-1 um eru oft efnaðri menn en þátt-1 takendur i samvinnufélögum og1 beri því að greiða meira. Þá ber.ti ríkissjóður á, að þeg- ar virt væru ákvæðin um stór- eignsskatt, yrði að taka trllit til þess, -að hann væri lagður á í sambandi við margháttaðar og rnargskonar breytingar á fjár- málakerfi bjóðarinnar. Þannig hafi gengi ísler.zkrar krónu vcrið stórlækkað msð sömu lögum. Gengislækkunin hafi haft í íör méð sér mikla verðhækkun í krónutölu á cignum manna. Ríkis 1 valdinu haíi undir slikum kring- umstæðum verið fullheimilt að draga til sin eillhvað af þeirri verðhækkun, sem skapaðist fvrir þess cðgorðir. Þá sé þaö misskilningur, þegar talið sé að skaltur þessi sé óhæfi- lega hár. Greiðsiu skattsins sé þar.nig fyrir komið, að hann megi greiða á löngum tíma, ogv skerði þvi ekki a3 verulegu leyfi eigrár gjaJdenda. ! Einr.ig skipti það engu máli þótt í lögunum sé tekið fram til hvers skattfénu sé varið. Því fé hafi löggjafarvaldið fúlla heim- ild til að ráðstafa sem öðrum tekj um ríkissjóðs. DÖIMUK HÆSTARETTAR ÁKVÆÐIN UM STÓREIGNA- SKATT STANDA í dómi Hæstaréttar segir um þetta atriði: Ekki verður talið, að skatt- stefna laga nr. 22/1950 inis- niuni skattþegnum svo, að hún brjóti í bága við 67. gr. stjórn- arskrárinnar og verður stór- eignaskattur (Guðmundar Guðinundssonar) ekki felldur niður af þeim sökum. Prófessor Ármann Snævarr og Þórður Eyjólfsson skiluðu sér- atkvæði. Töldu þeir, að með 3. mgr. 12. gr. téðra laga væri að eins lögfert regla um skattmat hluta’bréfa. VARKRAFA UM LÆKKUN Þar sem dómstóllinn taldi lög- in um stóreignaskatt í heild ekki | brjóta í bág við 67. gr. stjórnar- j skrárinnar, krafðist Guðmundur Guðmundsson þess til vara að j stóreignaskattur hans yrði Jækk- | aður niður í kr. 16.165.00, þar af 1 kr. 5,200,00 vegna hlutaíjáreign- ar hans í Trésmiðjunni Víði h.f. Byggði hann þessa kröfu sína á því að við álagningu stóreigna- skattsins hefðu ýmsir eignarliðir hans verið taldir honum á marg- földu verðgildi. Taldi liann að ákvæði laganna um stóreigr.a- skatt sem mæltu svo fyrir brytu í bága við stjórnarskrána. Auk ’ þess hefði aðferð við skatíálagn-1 ingu verið röng að ýmsu öðru leyti. Verður nú farið lauslega í ýmsa liði i skattálagningunni, sem máli skipta hér: Félög leljast skattskyld - nteð óvenjulegum hættl Guðmundur Guðmundsson átti lilutabréf í trésmiðjunni Víði h.f. að nafnverði kr. 52.000,00. Við álagningu stóreignaskatts var þessi eignaliður talinn honum til eigna með kr. 238.154,00. Var sú eignaákvörðun gerð í samræmi við 12. gr. 3. mgr. 1. 22/1950 en þar segir, að félög greiði ekki stór eignaskatt,. en hins vegar skuli skipta ^hreinum eignum xélaga þar með talinna hlutafélaga nið- ur á eigendur félaganna í réttu hlutfalii við nlutafjáreign beirra hvers um sig og þær eignir, sem þannig eru fundnar teljast með öðrum eignum einstaklingsins við skat.tálagninguna. TALDI HLUTABRÉF SÉRSTAKA EIGN Guðmundur Guðmundsson krafðist þess að hlutabréfaeign hans yrði talin honum til eignar með nafnverði kr. 52.000,00. Benti hann ú það. að hlutafélög séu sjálfstæðir aðiljar að lögum, sem eigi eignir og geti tekið á sig skuldbindingar. Hinn einstaki hiuthafi eigi þar enga aðild. Hann eigi hins vegar hlutabréfið, sem veiti honum rétt til ákveðinna áhrifa ú stjórn hlutafélagsins. Hlutabréfin sjálf séu sérstök eign nánast lausafé, sem hafi sjálf- stætt verðgildi, er sé ekki hið sama og jafnstór hluti af heildar- eignum hlutafélagsins. Hér sé því verið að skattleggja einn aðilja — hluthafann — en nota sem skatt- stofn eign annars aðilja, hluta- félagsins. Slíkt taldi hann fjar stæðu og brjóta í bága við ákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar. Fjármálai'áðherra andmælti þessu og taldi últvæði 3. mgr. 12:| gr.laganna um stóreignaskatt fuil! gi'd. Samkvæmt akvæðum þrss- um skuli hJutafélög. ekki sjálf- stætt greiða.síóreignaskatt. Hins- vegar skuli skipta eignum hluta- félaga niður á hina íaimveruiegu eigendur, hluthafana, og . reikr.a síðán skattinn af allri eign beirra. Slík skattlagningaraðferð.'sé lög- gjafanum heimil og brjóti á eng- an hátt í bága v;ð ákvæði stjórn- arskrárinnar. Undirréttur féllst á roksemdir fjármáiaráðherra. Taldi hann að hér væri aðeins sett ný regla urn verðtn8etásmat hlutabréfa. Hæstiréttur tók hins vegar ekki afstöðu til þessa máls beinlínis hvort slík skattlagningaraðférð vaa*’i heimil. Kemst hann að þeirri niðurstöðu skv. 9. mgr. 12. gr. ákvæðanna urn stjóreignaskatt, að ríkissjóður geti innheimt skatt hluta af hlutafjáreign aðeins hjá hlutafélögum. Guðmundur Guð- mundsson sé þ.ví ekki réttur aðili heldur Trésmiðjan Vfðir og verði ekki dæmt um það í þessu máli. STOREIGNASKATTSHLUTI VEGNA EIGNA ( FÉLÓGUM AÐEINS ÍNNHEIMTBR HJÁ FÉLÖGUNUM I dómi Hæstréttar segir m. a.: í upphafi 3. mgr. 12. gr. Iaga1 nr. 22 frá 1350 er svo kveðið á, að félög greiði ekki eignar- skatt samkvæmt lögunum, en hreinum eignurn þeirra, reikn- uðuin samkvæmt ákvaeðum laganna skuli skipt niður á eigendur félaganna í réttu hlut falli við hlutaf jár- og síofnf jár eign þeirra hvers um sig og þær teljast með öðrum eign- um einslaklinga við skattálagn ingu. Þetta ákvæði virðist vera í ósamræmi við 9. mgr. sömu greinar, en þar er m. a. svo mælt, ao samvinnufélög og hlutafélög skuli greiða þann hluta af skatti, er eigenduni þeirra eða hluthöfum ber að greiða vegna eignar þeirra í félögumuti, þar með talin hlutafjár- eða stofnfjáreign, og að þennan hluta skattsins skuii innheimta hjá félögunum og hann „teljast þeirra skuld“, þ. e. skuld félagenna. Þetta for- taksláiisa lokaákvæði 9. mgr. verður að skilja þannig, aö rík issjóðnr geti einungis inn- hrimt nefnclan skatthliita hjá félögunurts. Verður því til þess aS fá s&jnnerai í framangreind ákvæði 12. gr. að skýra upp- hafsákvæði 3. mgr. svro, að þar sé verið að geía reglu um, hvcritig fjár’ræð skatís þess, sem inn'ieimta skal hiá félög- um, skuii ákveðhi. Þrátt fyrir orðaiag 3. mgr. 12. gr. nefndra laga verður að ætla, er 9. mgr. sömu greinar er kömmð og at- hugaður aðdragandi hennar, að löggjafinn hafi viljað láta samvinnu- og hlutafélög tak nokkurn þátt i greiðslu stór- eignaskatts, þótt með óvenju- leguni hætti sé. Með skírskotun til þess, sem að framan er rakið, verður aðaláfrýjanda ekki ciæmt að greiffa gagnáfrýjanda nefndan hluta skattsins, en um skipti gagnáfrýjanda og Trésmiðj- unnar Víðis h.f. annars vegar og.aðaláfrýjanda og Trésmiðj- unnar Víðis h. f. hins vegar verður ekki dæmt í máli þessu, þar sem Trésmiðjan Viðir h.f. er ekki aðili þess. Sexfall fasfelgnamaf Guðmundur Guðmur.dsson átti fasteignir í Reykjavík að fast- eignamati samtals kr. 331.600,00. í 2. mgr. 12. gr. 1. nr. 22/1950 er ákveðið að við ákvörðun stór- eignaskatts skuii verðgildi fast- eigna í Reykjavík teljast sexfailt fasteignamat, en verðgildi fast- eigna annars staðar á landinu ýmist fimmfallt, fjórfallt eða þre- fallt. Við álagningu stóreignaskatts- ins voru fasteignirnar taldar Guðmundi með sexföldu fast- eignamatsverði kr. 1,939,600. Guðmundúr taldi að ákvæði um að fasteignir skuli metnar misjafnt til skattúlagningar eftir því livar þær eru á landinu væri ógilt þar sem það brjóti í bága við 67. gr. stjórnarskrárinnar. Um þetta segir í dómi Hæsta- réttar: Ákvæði laga nr. 22/1950 mis muna skattþegnum eigi :/;» við skattmat fasteigna, að þaw ákvæði verði felld ur gildi með dómi. Ógrelddur seluslalf- Húsgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar var gert að greiða söluskatt fyrir síðasta úrs- fjórðung ársins 1949 kr. 1620. Þennan skatt var fyrirtækinu synjað um að telja með skuldum. þann 31. des. 1949. Krafðist Guðmundur þess i málinu að söluskattur þessi vrði talinn með skuldum við ákvörð- un eigna i sambandi við álagn- ingu stóreignaskattsins. Benti hann á þsð, að sá sem greiði sölu skatt til ríliissjóðs komi þar ckki fram sem raunverulegur skatt- greiðandi, heldur sem r.okkurs- konar skattheimtumaður, sem krefji inn skattinn og varðveiti hann síðan. Hafi hann ekki af- hent skattinn um áramót í nkis- sjóð sé um raunvcruiega skuld að ræða. í 12. gr. reglugerðar nr. 33 frá 1950 um stóreignaskatt sé hins vegar ákveðið að söluskattur ársins 1949 skuli því aðeins dreg- inn frá eignum, að hann haíi ver- ið greiddur áður en stóreigna- skattur var ákveðinn. Þetta reglu gerðarákvæði taidi hann að hefði enga stoð i lögum og sé því mark ]leysa ein. ] Undirréttur féllst á kröfu Guð- mundar um að söluskattur sem kominn væri í gjalddaga en ógreiddur mætti teljast til skulda og staðfesti Hæstiréttu.r það. Trésmiðjan Viðir h.f. taldi til skulda á skattfrcmtali sínu 1950 tryggingagjöid að upphaeð kr. 7.484,00. Við ákvörðun stóreigna- ! sk’attsins var hlutafélaginu ckki i talið heimilt eð telia þetta fé meðal skulda. Undirréttur taldi, að heimilt væri að telja tryggingargjöld, sem fallin væru í gjalddaga en ógreidd til skulda. Hæstiréttur ] dæmdi ekki í þessu málsatriði, þar sem þau skiptu einungis lög- | skipti ríkissjóðs og Trésmiðjunn- ] ar Víðis h. f., sern ckki væri aðili i-r að ir.áíihu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.