Morgunblaðið - 22.10.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.10.1952, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 22. okt. 1952 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. lausasölu 1 krónu eintakið. N ástandi yleymir enyinD AB-BLAÐIÐ og leiðtogar flokks þess. hafa undanfarið haldið því ákaft fram, að eiginlega hafi aldrei orðið vart atvinnuleysis nema s.l. þrjú ár. Telur AB- liðið að það sé eingöngu „stjorn- arstefnunni" að kenna. Hvortveggja þessara staðhæf- inga er hin grófasta blekking. Því miður hefur skuggi atvinnu- leysisins oft grúft yfir almenn- ingi við sjávarsíðuna í þessu landi. Heldur AB-blaðið t. d. að íslenzkir verkamenn og sjómenn muni ekki ástandið í atvinnu- málum þessarar þjóðar síðustu árin íyrir seinni heimsstyi jöld- ina? Þá var oft mikið atvinnu- leysi, ekki aðeins í kaupstöðum og sjávarþorpum víðsvegar um land, heldur og hér í Reykjavík. Þá var þröngt í búi hjá mörgum verkamannafjölskyldum. Raunar n’átti segja að um algera neyð '’eeri að ræða á þúsundum heim- iia í landinu. Þessu ástandi gleymir enginn, sem átti við það að búa. — En hvaða flokkar voru það, sem þá mótuðu stjórnarstefnuna? Það voru Framsókn og Alþýðu flokkurinn. Svo að segja allan tímann frá 1927—1939 mátti heita að þessir flokkar bæru sameigi/ilega ábyrgð á stjórn landsins. Á þessum árum þegar krata broddarnir sátu að kjötkötl- unum, riktu í nefndum og ráðum og hrúguðu gæðingum sínum í stöður og bitlinga, var móðureyra Alþýðuflokbs- ins ekki ákaflega þunrí gagn- vart kröfum fólksins, sem átti við atvinmierfiðleika að etja. Þá talaði Stefán Jóhann ekki um það að atvinnuleysið væri „stjórnarstefnunni" að kenna. Nei, þá var atvinnuleysið eitthvað allt anrars eðlis en það er nú, að áliti þessara herra. En skyldi alls ekki hafa orðið. vart atvinnuleysis meðan „fyrsta stjórn AlþýðufIokksins“- sat að- völdum á árunum 1947—1949? Því miður gætti töluverðs skorts á atvinnu víðsvegar um land á þeim árum. Og það sem verra var: Þegar Stefán Jóhann „dró sig út úr pólitík“ eftir kosninga- ósigur flokks síns haustið 1949 blasti hrun atvinnulífsins og stór fellt atvinnuleysi við öllum al- menningi. AB-flokkurinn benti ekki á neitt úrræði til þess að koma í veg fyrir að þessi vandræði steðjuðu að almenningi. Hann gat ekkert gert nema að berjast gegn öllum tillögum þeirra, sem höfðu manndóm og ábyrgðartil- finníngu til þess að ráðast gegn erfið’eikunum. Það var eina lið- semdin, sem Stefán Jóhann og flokkur hans gátu veitt fólkinu, sem horfði fram á atvinnumissi og þrengingar. Sjálfstæðisflokkurinn kaus allt önnur vinnubrögð. For- maður hans tók að sér að mynda ríkisstjórn þegar Stef- án Jóhann var stokkinn fyrir borð. Sú ríkisstjórn krufði vandamál þjóðarinnar til mergjar cg hikaði ekki við að Ieggja fram rcttækar tillögur til viðreisnar framleið'slunni og efnahagsiífinu. Þessar til- j Iögor voru ekki sérstaklega geðþekkar. Gengislækkun er aldrei ánægjvleg ráðstöfun. En hún var nauðsynleg, alveg eins og gengislækkun brezku | jaf2iacrjmaniiasíjórnarinnar nokkrum mánuðum áður. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að gengisbreyt- ingin kom í veg fyrir algera stöðvun útflutningsfram’eiðslunn ar. Vegna hennar hefur megin- hluti útvegsins getað rekið skip sín og önnur framleiðslutæki. — Þetta veit hver einasti maður. Þessi staðreynd breytist ekki við það, að síðar varð að gera frekari ráðstafanir til stuðnings bátaútveginum. Kjarni málsins er þá sá, að nú- verandi stjórnarstefna hefur af- stýrt því allsherjarhruni, sem yf- ir vofði þegar „fyrsta stjórn Al- þýðuf’okksins“ hrökklaðist frá völdum. Öryggisleysi og vaxandi dýrtíð í heiminum hefur hins- vegar, ásamt erfiðu árferði, skap- að okkur íslendingum ýms vand- kvæði. Þess vegna hefur undan- farna vetur verið um verulegt at- * vinnuleysi að ræða í ýmsum kaup stöðum og kauptúnum landsins. Úr því hefur ríkisstjórnin reynt að bæta með nokkrum "járveií- ingum til atvinnubóta á þeim stöðum, sem við erfiðast ástand 'búa. Sjálístæðismenn hafa nú Iagt fram frumvarp á Alþingi um stoínun atvinnubótasjóðs, sem hefur það markmið, að vinna gegn því, að atvinnu- leysi geti skapast í landinu. Þeir viija að lögð verði á- herzla á, að hvert byggðarlag eigi framleiðslutæki. sem £'»ti fullnægt atvinnuþörf íbúa þess. Sjálístæðismenn vilja byggja atvirsnubætur á varan legum úrræðum og aukningu atvinnutækjanna en ekki á neinskonar ldakahöggi. mm leiddar, óður en laíigt isi S.L. MÁNUDAG var 14. Iðnþing Islendinga sett í hinni nýju bygg- ingu Iðnskólans. Við það tæki- færi flutti Helgi Hermann Eiríks- son, formaður Landssambands iðnaðarmanna, ræðu, þar sem hann ræddi hagsmunamál og framtíð íslenzks iðnaðar. Formaður landssambandsins komst m.a. þannig að orði, að það hefðu verið sjálfsbjargarhvötin og athaínaþráin, sern ríkastan þátt hafi átt í þróun íslenzks iðn- aðar undanfarna ára tugi. Þessi ummæli eiga við fyllstu rök að styðjast. Fjölniargir dug- andi iðnaðarmenn hafa haft ror- ystu um stoínun nýrra iðnfyrir- tækja og aukna fjclbreytni á sviði iðnaðaiframleiðslu. Stund- um hafa þessir brautryðjendur ekkí átt nægum skilningi að fagna af hálfu þeirra, sem með völdin hafa farið í landinu, enda þótt yfirleitt megi segja að lands- menn séu sammála um, að hollt sé heima hvað og vilji því efla innlenda framleiðslu. I Helgi Hermann Eiríksson vitn- aði í eftirfarandi orð Páls S. Pá’s- ' sonar í grein, er hann ritaði í Mbl. á s.l. sumri, og gerði þau að sínum: „Við liöfum ekki efni á að Iáta nokkurn möguleika ónot- aðan til innlendrar iðnaðar- framleiðslu, einkum í þeim greinura, þar sem framleiðslu- tækin eru þegar fvrir hentíi, á meðan nokkur íslendipgrtr er rtvinnular.s". RÚMLEGA 24.5 millj. manna ferðuðust loftleiðis á s.l. ári. Vél- flugur hinna 221 flugfélaga, sem starfa í heiminum, fljúga samtals 3 millj. km. á dag. . 100.000 FLUGUR YFIR ATLANTSHAF Á s.l. ári flaug tólf sinnum fleira fólk á einum degi en allt árið 1927, þegar Lindberg fór hina fífldjörfu ferð sína yfir Atlantshafið, eins og frægt er orðið. Síðan 1927 hafa yfir 100,000 farþegavélflugur flogið yfir Atlantshafið, og á s.l. ári einu sam an fóru 340.000 farþegar loftleiðis milli meginlands Evrópu og ."rmeríku. ^ 140 LÖND Samanlögð vegalengd allra flug leiða heims er því sem næst I 1.100.000 km. Ná flugsamgöngurn I ar til 140 landa, og er búizt við að þeim löndum ,'jölgi mjög, sem verða þessara góðu samgangr.a aðnjótandi. A. m. k. 4145 flugleið- ir eru um heim allan og þrjár af hverjum 10 flugum, sem um heim inn fljúga, annast innanlandsflug í Bandaríkjunum, þar sem vélílug ur lenda eða taka sig á loft á sjö- undu hverri sekúndu allan rólar- hringinn. i REYNT AÐ MINNKA KOSTNADINN > En það er, eins og kunnugt er, ekki einungis fólk, sem flutt er í vélflugum, heldur er ýmiss kon- I ar varningur einnig fluttur með í þeim í stórum stíl. — Þvi miður er það að vísu svo, að kostnaðar- samt er eð fljúga, en sérfræðing- ar vinna öllum árum að því að gera það ódýrara, og ekki er búizt við, að líði á löngu, áður en menn geti keypt sér vélflugur fvrir lít- ið meira verð en t. d. bifreiðar nú. Fyrsta flugfélag heimsins var stofnsett árið 1914, en varð þó ekki langlíft, því að það lognað- ist út af eftir aðeins 4 mánuði. En þrjú flugfélög eru enn við lýði, sem sett voru á stofn fyrir 1920. E u það danska flugfélagið DDL (1918), hollenzka flugfélagið KLM (1919) og Air France, sem einnig er stofnað 1919, en þó r.okkrum mán. síðar en KLM. JARNORKUKNÚDAR . ÉFLUGUR Enda þótt f'ugið hafi tekið stór- stígum framförum á undanförn- um árum, er það samt aðeins lít- ið brot af því, sem menn ætla að verða muni í framtíðinni. bví að vafalaust verður kjarnorkan inn- an skamms tekin í þjónustu flues ins. Bandaríkjamenn gera ráð fvrir, að fyrsta kjarnorkuknúða vélflugan þeirra verði tekin í notkun á árinu 1955 eða 1956. — Kjarnorkan eykur hraða flugn- anna um allan helming, og er cfalaust, að kostnaðarhliðin fær- ist niður til muna. Sérfræðingar í flugmálum álíta að 1970 verði hraði vélflugnanna Ein af nýjustu þrýstiloftsfiugum Breta, Avro-698. kominn upp í 1800—2300 km. á^rétt niður á flugbrautina, er þær klst. Verða þær aigerlega hljóð- lenda. — Að öðru leyti þora menn lausar, komast upp í geysilega ekki að fullyrða, hvernig vélflug- hæð og koma næstum því lóð- ur framtíðarinnar líti út. Velvakandi skrifar: ÚB DAGLEGA LÉFINV Bandaríkjamenn kaupa brezkar fiupélar LUNDÚNUM, 20. okt. — Pan- American flugfélagið ameríska heíir pantað 3 brezkar þrýsti- loftsknúnar farþegaflugvélar af Cometgerð. Jafnframt hefur félag ið tryggt sér forkaupsrétt að 7 öðrum flugvélum af sömu gerð. Vélarnar þrjár eiga að vera tiibúnar til afhendingar 1956. Þær eiga að geta flutt 60 farþega og meðalflughraði þeirra verður 800 i<.rn á klst. —Reuter-NTB. Versnandi samgöngur. AUSTFIRÐINGUR skrifar mér nýlega á þessa leið: „Okkur hér fyrir austan þykir það einkennileg ráðstöfun hjá Skipaútgerð ríkisins að hafa strandferðaskipið Heklu í skemmtiferðum milli landa mest- an hluta sumars. Á haustin er það svo tekið upp í slipp til margra mánaða viðgerðar. En þá er ein- mitt mest þorf fyrir greiðar r.am- göngur á sjó. Þá þarf fólk mjög mikið að ferðast og þá er sjaldn- ast hægt að treysta nokkuð á flug samgöngurnar. Það er ósk mín, að þú vekir athygli á þessu, Velvakandi góð- ur, og beinir þeim tilmælum til hlutaðeigandi ráðamanna, að úr þessu verði bætt hið allra fyrsta.“ Það er rétt hjá Austfirðingi, að mjög er bagalegt fyrir fólk út um land að Hekla skuli ekki geta annast strandferðir á þeim tíma er hennar er hvað mest þörf til fólksflutninga. Ætti Skipautgerð- in að gæta þess framvegis, að haga viðgerðum á skipum sínum þannig, að þær beri ekki upp á mesta annatíma ársins. Var það Rússi? SVO er hér bréf um allt annað efni frá J. G. Kemst hann að orði á þessa leið: I „Kæri Velvakandi. i Það vakti :nikla eftirtekt þeg- ar blöðin sögðu frá því wm dag- inn, að skipverjar á varðskipínu Þór hefðu komið að óþekktum út- lendingf, þar sem hann var að skoða siglingatæKÍ þessa nýjasta og fullkomnasta gæzluskips okk- ar. Við höfum heyrt svo mikið um njósnir og alls konar moldvörpu starfsemi af hálfu ákveðins stjórn málaflokks í nálægum löndum, að það vekur beinlínis hálfgerð- an óhug þegar grunur vaknar um að svipuð starfsemi sé rekin hér á meðal okkar. Nú vildi ég segja þér frá því að meðal okkar sjómanna hefur sú saga komist á kreik, að béssi ókenndi náungi, sem var að skoða fæki vafðskipsins í leyfisleysi hafi verið einn af starfsmönnum rússneska sendiráðsins hér í Reykjavík. Einkennilegar aðfarir. EG skal ekkert fullyrða um, hvortt þetta er satt. En ef svo væri verður það að teljast mjög einkennilegt að starfsmaður er- lends sendiráðs skuli véra að snuðra um borð í íslenzku varð- skipi án þess að hafa beðið um nokkurt leyfi til þess. Slík fram- koma hlýtur að vekia tortryggni og gefa til kynna að ekki sé hreint mél í poka slíkra manna. Ilvaða maður var að snuðra um bcrð í varffskipinu Þór? Nú vildi ég beina þeirri spurn- ingu til þeirra blaða, sem fluttu J fregnina af ferðum þessa huldu- manns, hvort ekki hafi verið fram kvæmd nein rannsókn í þessu máli? Það er mín skoðun að hún sé sjálfsögð og almenningur eigi kröfu á frekari upplýsingum um niðurstöður hennar. Þessu vildi ég biðja þig að ltoma ó framfæri. J. G.“ Málið var rannsakað. ÞESSU bréfi er aðeins því að svara, að ég hygg að athugun hafi farið fram á máli því, sem það fjallar um. Engin tilkynning hefur hins vegar verið gefin út um niðurstöður hennar. Það er alveg rétt hjá J. G. að ekki er ócðlílegt að slíkt shuður um borð í varðskipunum af hálfu útlendra manna er mjög tortryggilegt á þeim tímum er allt löðrp.r í njósn- um og moldvörpustarfsemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.