Morgunblaðið - 22.10.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.1952, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 22. okt. 1952 í 10 ADELAID “Skáldsaga eftir MARGERY SHARF B bækur mjMM«HuniM. nl ti»ll(ll m FramhaldsEagan 41 hana um leið og hún opnaði dyrn ar svo að hún hóstaði. Hún greindi óljóst húsin á móti en ekki lengra. Hún sá einhvern hreyfast hægt meðfram húshlið- inni. Það var „Svínið“. Hún virt ist vera ennþá stærri og. fyrir- ferðameiri í þokunni. Hún hélt á könnu í annarri hendinni. Auð- sjáanlgea á leiðinni í krána. „Frú Mounsey!" kallaði Ade- laide. „Svínið" nam staðar og skim- aði upp á svalirnar. „Farðu fyrir mig á safnið í Spring Streét þar sem ég fæ lán- aðar bækurnar og sæktu tvær bækur handa mér“, sagði Ade- laide skipandi. „Þú biður konuna þar að veija þær fyrir mig“. ,,Þú getur sjálf sótt þínar bæk- ur. Ég er engin hlaupatík". „Borga ég þér ekki, eða hvað?“ Þrátt fyrir að henni var kalt, hljóp hiti fram í kinnar hennar af reiði. Hún gerði það viljandi að ögra „Svíninú“ og reyna hvað hún gæti komist langt. Hún hafði óljósan grun um hvílík ánægja henni mundi verða að því að geta skipað henni fyrir. Hún sagði eins höst og frekjulega og hún gat: „Hafðu það eins og þér sýn- ist, fíflið þitt. Það verður langt þangað til þv'i rekst aftur á manneskju, sem fellst á að borga þér tíu shillinga á viku“. Hún lét eins og hún ætiaði að fara inn aftur. En útundan sér sá hún að frú Mounsey kom skrefi nær. „Ég skal gera það, en bara í þetta skipti“, sagði hún. „Þú gerir það þegar ég bið þig um það,“ sagði Adelaide. „Farðu með þessar og skilaðu þéim“. Hún fleygði bókunum tveim sem hún hafði lokið við niður til hennar. Henni var ánægja að því að sjá „Svínið“ beygja sig, með erfiðis- munum til að taka þær upp úr götunni. Svo bætti hún við. „Og þegar þú kemur aftur, þá sækir þú fyrir mig gin fyrir fjögur pence í kránni“. Því Adelaide var xarin að neyta áfengis. Þó mjög i hófi. Og hún drakk aldrei í kránni, því þar mundi hún þurfa að umgang ast nágrannana, heldur á krá í Paddington þar sem voru aðeins konur. En þangað var tíu mín- útna gangur. Adelaide sat við ar- ininn og beið eftir að „Svínið“ kæmi aftur. „Ég hef hund til að þjóna mér“, hugsaði hún ánægð og brosti lítið eitt. En það voru aðeins varir hennar sem hreyfð- ust. Augu hennar voru köld og hörð. Þannig varð „Svínið“ þjónustu- stúlka Adelaide og Adelaide var um leið fórnarlamb „Svínsins“. Þær voru þó sæmilega kurteisar hvor við aðravFrú Mounsey setti meira að segja stundum upp móð- urlegan umhyggjusvip, til þess að láta eins og hún gerði þetta allt fyrir Adelaide af frjálsum vilja. Stundum færði hún henni gin óbeðin. Adelaide gat ekki komist undan umgengni við hana, svo lengi sem hún umbar að láta hána snúast í kring um sig, eða jafn- vel heimtaði að hún gerði það. íbúarnir í Britannia Mews fóru því að líta á þær sem stallkonur. Brátt varð Adelaide það Ijóst að •eins og fólkið hafði áður forðast hana af óttablandinni öfund þá forðaðist það hana nú af ótta við frú Mounsey. Bert gamli hætti að gefa sig á tal við hana, þegar hún varð á vegi hans. Adelaide gerði eina eða tvær tilraunir til að ná hylli hans aftur, en gafzt svo upp. Hún gafst upp við svo margt. Hún hætti að gera sér far um að vera kurteis í framkomu. Hún j fcætti að vanda hugsanir sínar og taismáta. Og hún hætti að gera sér far um að taka tillit til ná- ungans. 1 Britannia Mews var þetta líka allt skoðað sem veik- leikar en ekki kostir. Hún var þó jafn hreinleg og áður. Allt var með sömu reglu og áður í íbúð hennar. Hún borðaði góðan mat sem hún vandaoi sig við að matreiða. Með húsverk- unum og ferðunum á bókasöfnin hafði hún nóg að gera allan dag- inn. Þegar hún hafði ekkert ann- að fyrir stafni, þá sat hún við að lesa. Hún gekk aldrei um í skemmtigarðinum af ótta við að mæta einhverjum sem hún þekkti. 2. Adelaide frétti ekki um heim- sókn móður sinnar fyrr en nokkr um dögum síðar. Það var „Log- inn“ sem sagði henni frá því, vegr.a þess að hún hafði veika von um að geta gert frú Mounsey grikk með því. Hún gekk því i veg fyrir Adelaide morgun nokk- urn þegar hún var á leið út. Ade- laude stóð hinn mesti stuggur af þessari ungu stúlku og hafði hka nægar ástæður tii þess. En „Log- inn“ nam staðar beint fyrir fram an hana, svo að hún komst ekki áfram. „Leiðinlegt að þú skyldir ekki vera heima um dagipn, þegar mamma þín kom“. Adelaide horfði á hana, en svar aði ekki. „Loginn“ studdi hönd- unum á mjaðmirnar og hló rudda j lega. „Það var hreinasta leikrit að horfa á það. Mamma þín vesling-1 urinn, barði og barði á dyrnar og spurði út um allt hvort nokkurj vissi hvar frú Lambert væri, þangað til „Svínið“ vaggar upp tröppurnar heldur ófrýnileg á svipinn og segir henn að þú hafir farið fyrir tólf mánuðum alfar- in.... “. Adelaide svaraði ekki enn og við það espaðist „Loginn“ og hélt áfram: „Skildi húp ekki eftir neitt heimilisfang", spyr mamma þín.1 „Skildi dótturskömmin mín ekki eftir neitt heimilisfang“. „Ekk ert“, sagði „Svínið". „Hún fór bara“, og með þeim orðum fór mamma þin aftur og „Svínið“ fylgdi henni á leiö. Mig skvldi ekki furða þótt hún hafi haft eitt- hvað af henni“. „Þú ert íyrir mér“, sagði Ade- laide loks. „Lofaðu mér að kom- ast leiðar minnar“. „Loginn“ reyndi fyrst að stara í augu hennar þangað til hún léti undan. Hún mætti hvössu og hörðu augnaráði Adelaide sem „Svínið" jafnvel hræddist. Því Adelaide hafði látið sér fátt um finnast þessa sögu. Hún vissi að „Svínið“ hefði umfram allt vilj- að sjá sér borgið. Hún var úrræða góð og Adelaide var ekkert óánægð með þessa aðferð hennar. Hún hugsaði þessa stund aðeins um það sem farið hafði fram á milii eiginmanns hennar iátins og þessarar stelputuðru sem stóð fyr ir framan hana. Hatrið skein svo úr augum hennar að „Loginn“ varð fyrst til að líta undan. Hún ypti öxlum með hæðnisglott á vörum og snéri burt. Og Adelaide héit áfram leiðar sinnar án þess að líta við. Hún minntist ekkert á þetta við „Svínið“. En einhvern veginn frétti frú Mounsey af því hvað hafði farið á milli „Logans“ og Adelaide. Henni fannst því viss- ara að tala um það við Adelaide, en fór þó varlega af stað. „Ef einhver kæmi og spyrði eftir þér, þá þykist ég vita að þú kærir þig ekki um að láta ókunn uga blanda sér inn i ....“. „Nei“, sagði Adelaide. Henni fannst gaman að því hvað „Svin- ið“ var varkár. „Ef einhver kæmi og spyrði um þig, þá mundi ég segja að þú værir flutt burt ....“. „Og hefði ekki skiiið eftir neitt heimilisfang“, sagði Adelaide. „Ég hugsa að þú mundir líka fá shilling fyrir fyrirhöfnina“. Frú Mounsey leit á hana slótt- ugum augum. Hún vissi mikið, konukindin,, hugsaði hún, en hún B H 9 ■ ■ a a m m ■ ■ frá Isafolclcirpreiitsirilépj ■ ■ ■ VANDAMÁL KARLS OG KONU, eftir Pétur Sigurösson. — g Bókin er í 11 köflum og fjallar unt hið mikla'þjóðféiagsvanda- g mál: sambúð karls og konu. Kaflarnir eru m. a. „Hinn sam- j* eiginlegi tlraumur æskumanna“, „Að þau geti gift sig ung“, m „Heimilið", „Tívað ieiddi hernámie t Ijós“, „Mannrækt og kjn- * bætur“ o. 11. Pctur Sigttrðsson er þekktur fyrir hreinskiini og u bersögii. Hér ræðir haiin um vandamál, sem ailir þurfa að ® kynnast. B H 2. ÚR HULDUHEIMUM, sögur og ævintýri, cftir Jón ArnfiniVs- son. í bókinni ertt 5 ævintýri og sögur: Álfhiidur, Við fjalla- vegi, Skyttur, Gæfuvegir, Hjá Helgahnjúk. n H 3. LUNDURINN GRÆNI, eftir Óiínu og Herdísi Audrésdætpi-. g ® Með myndum eftir Halldór Pétursson. 1 guilfaiipgum formála B B segir séra Jón Auðuns frá tildrögum kvæðisins, en þaö er ort K * til frú Ásthiidar Thorsteinsson. 9 4. HUGLEIDINGAR Á HELGUM DÖGUM, eftir séra Finn Tulin- B m m H ius. Þetta era stuttar hugiéiðingar, sem ætlazt er til að lespar g 9 séu á helgum dögum. „Upp úr hpfi virkra daga, gráu og til- Bi ■ breytingariausu, standa helgidagarnir eins og klettaborgir, og § * hefur fagnaðarboðskapurinn, bænin og sálmasöhgurinn hvert H um sig gefið þeim sinn sérstaka svip“. Þessi litla bók ætti uð JJ ® vera til á hverju heimili. B 5. ÞiTT RÍKI KOMI (77 sálmar). Þessa sálrna valdi séra Harajd- 9 H ur Níclsson, og notaði við messur sínar í Frikirkjunni. Þeir J 9 hafa verið lengi ófáanlegir og því eru þeir nú settir í bóka- a H verzlanir í fallegu bandi. Bókaverzliin Isajoídar i: Skothurðajárn 80, 90 og 100 cm. Verzl. Brynja Sími 41ÍÍ0 Hrói höttur snýr aftur eítir John O. Ericsson 33. í Bordó urðum við að bíða í margar vikur áður en við fengum sk:p, sem fór til Englands, því að hinir miklu vor- stormar geisuðu sem ákafast á þessum tíma. Þegar við bið- um þarna, fréttum við, að Ríkarður væri látinn. Þegar við vorum að því komnir að gefast upp á þessari löngu bið í Bordó, rákumst við á skipstjóra, sem lofaði að fiytja okkur til Bristol. Það tók þó langan tíma að prútta við hann, því að hann vildi fá geysimikla peninga fyrir að fiytja okkur. Við fengum mjög vont veður í hafinu, og urðum því að hvíla okkur í nokkra daga á enskri grund áður en við gát- um haldið áfram ferðinni. — Hvert fóruð þið svo, spurði Litli-Jón. Og hvar eru menn þínir. Aí hverju kemur þú einn hingað? — Það' eru margar ástæður fyrir því, sagði Hrói höttur. En nú ætla ég að halda áfram með söguna. Ég og Rauðskeggur keyptum okkur hesta í Bristol og riðum í loítinu fram hjá Oxford, til Huntingdon. Menn mín- ir fóru aftur á móti norður eftir, fram hjá Cotswold. Við vorum búnir að ákveða að hittast við Lee-kastala þremur dögnm eftir Sankti-Baltasarmessu. Ríkarð Lee hefir ekki enn gleymt vinskap okkar, frá því er við vorum saman í Sherwood-skóginum. Það eru sterkir múrar umhverfis kastalann, og hann liggur á mjög heppileg- um stað. Ég var viss um, að þar gæti ég fundið hæli fyrir konu mína. Jóhann landlausi myndi bráðlega hrif'sa vöídin í Englandi — en hann er versti óvinur minn. — Eins og þú veizt, varð ég að hafa hraðann á. Til allrar hamingju kom ég til kastaians í tæka tíð — og þar var konan mín. — Hún var heilbrigð og glöð þegar hún sá mig, og kvaðst vera fús til þess að fylgja mér hvert sem væri. N AHtSHRENGLR fyrir áhugafólk um leiklist, verður starfræktur á vegum Leikfélags Reykjavíkur í vetur. Leiðbeint verður í hinum ýmsu greinum leiklistar. ^JCennarar: GUNNAR HANSEN, EINAR PÁLSSON, SIGRÍÐUR ÁRMANN Umsóknir merktar: Námshringur — sendist í Iðnó fyrir sunnudag. líitgllngspiitiur óskast til sendiferða JJ^er't CJnótt Lfanóóon & Co. L.f. Ný sending af pc<ttablómii»n Sendum blómin heim, ef óskað er. Rlómaverzlunin Eden, Bankastræti 7. Sími 5509. fainof (onvivium deposifurorum annuum in aedibus libertatis celebrabitur die Jovis XXIII octobris anno MCMLII et hora VI et quarta parte initium habens. Codicilli die Martis et die Veneris ab hora IV ad VI aqud Coriáilium Studiosorum prostant. Vestitus festus. Collegium Studiosorum Universitatis Islandiae. - AUGLYSÍNG ER GULLS ÍGILDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.