Morgunblaðið - 26.10.1952, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.10.1952, Qupperneq 12
MORGVISBLAÐIÐ Sunnudagur 26. okt. 1952 r 12 Á MORGUÍí fer fram útíör Halldórs Oddssonar, skrifstofu- manns, sem lézt 20. þ. m. Hall- dór fæddist í Innri-Njarðvík 4. des. 1924, Foreldrar hans voru hjónin Oddur Ó'.afsson.og Þuríð- ur -Jónsdóttir, og lifa þau bæði son sinn. Barn að aldri fluttist Halldór til Reykjavíkur, og gekk ungur í þjónustu bæjarins. Árið 1946 kvæntist hann ágætri konu, Fannsyju Magnúsdóttur, og hafa þau hjón eignazt þrjú börn. Fyrir röskum fjórum árum gerðumst við Halldór Oddsson samstarfsmenn. Hafði hann und- anfarin sex ár unr.ið í skrifstofu framfærslumála og þar skapað sér traust og verið falið æ vandasamari verk. Halldór sýndi fljótt að hann var óvenju lipur skrifstofumaður, sem fela mátti margbreytileg störf og eiga víst að þau yrðu vel af hendi leyst. Hann var sporléttur og greiðvik- inn, og því var jafnan gott til hans að leita. Halldór Oddsson var ljúf- menni hið mesta, var orðvar mjög, og lét sér, að því ég held, aldrei styggðaryrði um munn fara. Hann var hlédrægur mað- ur, en gæddur góðri kímnigáfu. Hann átti því marga vini, og öllum, sem kynntust honum, var hlýtt til hans. Síðari árin átti Halldór við nokkar vanheilsu að stríða og á Si 1. vetri var gerður á honum mikíll uppskurður. Heppnaðist hann vel og stóðu vonir til, að Halldór næði bráðlega aftur fullri heilsu. Fregn um skyndi- legt andlát hans nú kom því öll- Um að óvörum. Við samstarfsmenn Halldórs Oddssonar kveðjum góðan dreng og félaga og sendum konu hans, börnum og öðrum nánum ætt- ingjum innilegar samúðar- kveðjur. Jón Sigurðsson. A MORGUN, þann 2U p. mán., verður Halldór M. Sigurgsirsson, Norðurbraut 13, í Hafnarfirði, fimmtugur. — Halldór c-r bor- inn og barnfæadur Hafnfirðing- ur, conur hjónanna Sigurgoirs Gí'slasonar fyrrv. verkstjóra og sparisjóðsgjaldkora, Merkurgötu 9 í Hafnarfirði og konu hans Marínar Jónsdóttur. Halldór ólst upp í góðum for- eldrahúsum, þar til hann giítist sinni góðu og myndarlegu konu, Margréti Sigurjónsdóttur (som einnig er Ilafnfirðingur) .oistu þau heimili sitt að Norðurbraut 13, og hafa búið þar siðan í góðu og farsælu hjónabandi, og eignast fjögur mannvænlcg börn, þrjár dætur, sem allar eru á lífi, og son, sem þau misstu stálpað- an, og var það þeim mikill sorg- ardagur, en sólskinsstundirnar hafa þó verið miklu fleiri, og má segja að Halldór haíi verið lánsamur, og fengið laun sín greidd að verðleikum. Haildór ólst snemma upp við alla algenga I vinnu, og var hann bæði iðinn og kappsamur, eins og hann hefur ávallt verið við öll sin störf. En hann hefur lagt gjöría hönd á ýmislegt, verið bæði kaupfé- lagsstjóri, sparisjóðsgjaldkeri, fulltrúi hjá útgerðarfélagi og nú starfar hann sem fulltrúi hjá Sölusambandi íslenzkra fisk- framleiðenda. Halldór lauk prófi við Flensborgarskólann og var efstur í sínum bekk, og síðan stundaði hann verzlunarnám i Englandi um tíma, svo hann er vel fær í sínu starfi, en mest áberandi í hans dagfari er þó ráðvendni hans og skyldurækni, stundvísi og heiðarleiki, sam- fara prúðmennsku og snyrti- mennsku bæði heima og heim- an. Halldór er trúr þjónn, virtur af sínum húsbændum og vel lið- inn af öllum samstarfsmönnum sinum. Hann er maður hlédræg- ur, og það kannske um of, hann tranar sér því lítt fram, en það sem honum er falið, og það, sem hann tekur að sér að gera,, er í góðum höndum og vel af hendi leyst. Hann hefur starfað mikið að bindindismálum frá unga aldri og gegnt mörgum embætt- um í stúku sinni. Hann hefur yndi af söng, og starfaði lengi í söngkórnum „Þrestir“. Halldór er trúhneigður, og þykir vænt um kirkju sína, hann ann öllu því, sem fagurt er, enda ber snyrtimennskan bæði utan Hljémleikar og í DAG klukkan 13 verða fluttir fyrstu tónleikar Þjóðleikhússins. Þeir Árni Kristjánsson og Björn Olafsson leilca ýms kunn verk. í kvöld er 4. sýning á Rekkj- unni. Hefur aðsókn að þessum bráðskemmtilega leik verið ágæt. Þing iðnnema 10. ÞING Iðnnemasambands ís- lands (INSÍ) var sett í gær kl. 2 að Röðli. Forseti sambandsins Tryggvi Sveinbjörnsson setti þingið. Fundarstjóri var kjörinn Þorkell G. Björgvinsson, en rit- arar Eðvarð Guðmundsson og Sigurður R. Guðjónsson. Á dag- skrá þingsir.s eru öll brýnustu hagsmunamál iðnnema. Þinginu lýkur í kvöld. Geir Hallgrímsson liéraSsdómslögmaður Hafnarhvoli — Reykja'ík Símar 1228 og 1164 húss og innan, í háttum.og klæða burði, því "agurt vitni. i Halldór er í alla staði mætur maður, góður heimilisfaðir, góð-j ur borgari og góður þjóðfélags-, þegn, vel látinn og vel liðinn af öllum sem hor.um hafa kynnst, og vissulega munu margir árna : honum og hans góð fjölskyldu j allra heilla á þessum merku úma i mótum í æfi hans. , | Við vinir hans árnum honum J og heimili hans allra heilla, og j biðjum því allrar blessunar, í von um að hann megi langlífur verða, og jafnfarsæll hér eftir sem hingað iil. Halldór minn, til hamingju með daginn. Þinn einh Vinur. íbúð óskast 2ja til 3ja herb. íbúð óskast helzt sem næst Miðbænum. Aðeins þrennt fullorðið í heimili. Vinnandi utan heim ilis. Tilboð merkt: „Góð i- búð — 4“, sendist blaðinu fyrir þriðjudagskvöl I. Vieiti tilsögn í erl. tungumálum ásamt öðrum skólagreinum. —- Á- herzla lögð á öruggan, prófs undirbúning. Otió A. Musnúw.on, kennari Grettisgötu 44A. Sími 5082. AKRANESI, 25. okt. — Stjórn sjúkrahússins hefur verið aíhent hölðingleg gjöf. — Frú Ingunn Sveinsdóttir afhenti stjórninni eitt þúsund krónur frá frú Eme- líu Briem, Bólstaðahlíð 13 í Rvík, og hefur sjúkrahússatjórnin beð- ið Morgunblaðið að færa gcfand- anum þakkir. — O, ' ln Framhald af bls. 7 greiðslustofunni Lilju og hcfir ætíð starfað þar. Hefir hún átt hárgreiðslustofuna um nokkurra ára skeið og skapað henni mikl- ar og góðar vinsældir. Ég spurði Sigríði, hvort hár- greiðslukonur. hefðu ætíð nóg að starfa, og komct hún. svo að orði: HEIMA-PERMANENT RÝRIR ATVINNUNA Atvinna hjá okkur hárgreiðslu- konum hefir yfirleitt verið góð frá árinu 1942, allt fram til þessa dags, en þó brá svo við á síðast- liðnu ári, að vinnan minnkaði allverulega hjá okkixr og mun því einkum hafa valdið frjáls innflutningur á hinu svonefnda ,,heima-permanenti“. Eftir að það fór að berast hingað til lands, hefir borið á því, að ólærðar konur ganga í hús og setja þetta ,,permanent“ í kvenfólk og taka þóknun fyrir. Með því að gera þetta grípa þær inn á starfssvið faglærðra kvenna á þessu sviði og brjóta þar með iðnlöggjöfina, jafnframt því sem þær draga mjög úr atvinnu hár-greiðslu- kvenna. Ég vil sérstaklega geta þess, að Félag hárgreiðslukvenna hef- ir samþykkt að nota ekki þessi efni, sem hér er um að ræða, vegna þess að þau fullnægja ekki þeim kröfum, sem hárgreiðslu- konur gera, með tilliti til góðrar meðferðar hárs og endingar. MARGAR HÆTTAR VIÐ HEIMA-PERMANENT En þrátt fyrir þetta, lít cg björtum augum á framtíðina, þar sem ég veit um allmargt kven- fólk, sem hefir þegar hætt að nota þessi efni, vegna hinnar mjög svo slæmu reynzlu við notkun þeirra. Ennfremur veit ég, að íslcnzkt kvenfólk er það skynsamt, að það lætur ekki er- lendar skrumauglýsingar glepja sér sýn er til lengdar lætur og hættir að nota þessi efni og snýr sér á nýjan leik til hinna fag- lærðu kvenna á þessu sviði. G. II. G. % mm EMIL JÓNSSON fyrrveraiidi ráð- herra, verður fimmtugur á morg- un, mánudag. — Fæddur er hann í Iiafnarfirði 27. október 1902 og voru foreldtar hans Jón Jónsson, múrari í Ilafnarfirði og Sigurboi'g Sigurðardóttir frá Hróarsholti i Árnessýslu. Stúdent varð Emil 1919. Tók verkfrssðiþróf' í Kaup- mannahöfn 1925. Var aðstoðar- vexkfx æðingur í Odense a Fjóni 1925—’26, bæjarverkfræðingur í Hafnanfirði 1926—’30, bæjaratjóri i Hafnarfirði 1930—’37. Vitamála stjóri ríkisins-frá 1937. Formaður. skólanefndar Flensborgarskólans frá 1930. Alþingismaður Hafnai'- fjarðar 1934—’37 og frá 1942. — Landkjörinn þingmaður 1937—’42. Samgöngumálaráðherra 1944— 1947 og viðskiptamálaráðherra 1947—’49. Hann gegnir nú störf- unx sem vitamálastjóri og er bæj- arráðsmaður í Hafnarfirði. Hann er kvæntur Guðfinnu Sigui’ðai-.dótt ur frá Kolsholti í Flóa. Eiga þau 6 uppkomin og mannvænleg börn. 2jii lil 3 ju licrbergju IBIiO óskast til leigu. Upplýsing- ar í síma 4811. EINNBOGI KJARTANSSON Skipamiðlun Austurstræti 12. — Sími 5644 Símnefní: „Poicool" Frá og með 25. oktéber verður áætlun okkar sem Siér scgir: Frá Reykjavík til New York alla sunnudaga. Frá New York til Reykjavíkur alla þriðjudaga. Frá Reykjavík til Kaupmannahafnar og Stavanger alla þriðjudaga. Frá Kaupmannahöfn og Stavangcr til Reykjavíkur alla sunnudaga. LtMTLEfÐIit H.F. Lækjargötu 2 — Sími 81440 Markús: Eftir Ed Dodi 1) — A-a-æ, geispar Jafet. — Ég hef ekki farið svona snemma á fætur í áraraðir. Ég verð ösku- vondur, ef þér tekst ekki að I ræ er sungið handan við horn koma mér ^ið óvörum. — Ég er hvergi hræddur,1 sýningarskálans. Jafet. 2) —- Hallarallaræ, rallarallp- • 3) — Hver skollinn gengur eiginlega á. — Þarna hefurðu það. Þetta eru sýningarmennirnir mínir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.