Morgunblaðið - 29.10.1952, Side 6

Morgunblaðið - 29.10.1952, Side 6
6 MORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 29. okt. 1952 Smásaga dagsins: © HAUSTIÐ var að koma. Það var auðfundið. En þó var nokk- uð. hlýtt í veðri. Hitamóða lá yf- ir bænum og stundum fannst mér jafnvel erfitt að ná and- anum. En það var kannske vegna þess, að ég var ekki orðmn alveg frískur. Ég útskrifaðist úr sjúkra húsinu um morguninn og nú var farið að kvölda. Ég hafði ekki fengið matarbita síðan um morg- unir.n. Auðvitað hefði ég ekki þurft að fara af sjúkrahúsinu fyrr um kvöldið. Ég hefði getað beðið eftir miðdegismatnum að minnsta kosti. Það var íimmtu- dagur og á íimmtudögum var kjötsúpa. En læknirinn sagði að ég gæti farið þegar mér sýndist, svo ég fór tafarlaust. Ég vildi fá frels- ið. Ég átti þrjátíu aura í vasan- urn. Það var auðvitað ekki mikið, en það hlaut að vera hægur vandi að vinna sér inn fyrir máltíð og næturgreiða. Frjáls maður átti marga möguieika til þess. En það var ekki eins auðvelt og ég hélt. Ég stóð á gang- stéttinni í Vasagötu og horfði á umferðina, þangað til mig fór að svima og mér fannst ég vera að kafna af bensínlykt. Ég varð að fara inn í hliðar- götu, þar sem umferðin var minni. En þar voru húsin svo nálægt mér, að mér fannst þau vera að steypast yfir mig. í skemmtigarðinum við járn- brautarstöðina var kyrrt og fallegt. Ég settist á bekk og gladdist yfir litskrúði blómanna og gleði barnanna, sem voru þarna að leik. Það var kaffistofa þarna í garðinum. Þar sat ham- ingjusamt fólk, sem borðaði og drakk eitthvað sem kostaði áreiðánlega mikið fé. Ég taldi aurana. Þeir voru bara 30 eins og ég vissi . . . nóg fyrir kaffibolla og brauðsneið. Betra ! væri að doka við, þangað til ég væri orðinn meira svangur. Nú var farið að skyggja. Ég stóð upp og ætlaði að fara. Þá sá ég hvar karlmaður og ung j stúlka komu inn í garðinn. Þau I voru að glensast hvort við annað. Það var auðséð að þau höfðu verið inn á veitingastofunni. Þau gengu fram hja tjörninni þar sem gullfiskarnir voru. i „Hvað er þetta eiginlega". „Gullfiskar, auðvitað. Sérðu það ekki maður?“ l „Haha, gullfiskar. Á hverju lifa þeir .... gulli, auðvitað. Ætli þeir geti ekki látið sér nægja r,ilfur?“ i Hann tók handfylli af smápen- ingum úr vasa sínum og fleygði þeim út í vjörnina. Þá kom eftirlitsmaðurinn og sagði þeim að fara út úr garð- inum. ! Ég gekk að tjörninni og leit niður í hana. Botninn var steypt- ur og þar lágu smápeningarnir. Það voru að minnsta kosti nokkr- ar krónur. Það var ekki amalegt að :iá þær. 1 Eftirlitsmaðurinn kom aftur. „Bandvitlaust fólk,- tautaði hann. „Fleygja peningum í tjörnina“. Svo hleypti hann vatn- inu úr þangað til allt var orðið þurrt nema lítill pollur í henni miðri, þar sem fiskarnir voru. j Eftirlitsmaðurinn klofaði yfir I handriðið og tók upp peningana. j „Ekki mikið“, sagði hann, „en þó dálítið". Og svo fór hann. | Ég sá að hann smeygði sér inn í krána hinum megin við göt- una. En ég sá líka nokkuð annað. Ég sá að hann hafði gleymt fimmtíu aurum á botninum. ; Þegar var orðið alveg dimmt og mannlaust í garðinúm, ætlaði ég að koma aftur og hirða þá. Þá fengi ég meira brauð með kaffinu. íu aurar ímásaga eftir Frilz Slenlund Ég ráfaði um göturnar góða stund. Loks fannst mér vera orðið nógu dimmt til að sækja íimmtíu . urana. I Hliðið var lokað. Ég gekk í kring um garðinn til að vita hvort ég kæmist annars staðar inn, en alls staðar var lokað. Hliðin voru há og ofan á þeim voru oddmjóir járnrimlar. Það var ómögulegí fyrir mig að klifra 1 yfir. Fclk gæti l'ka séð til mínj og mundi undrast, hvers vegna' ég væri að klifra yfir hliðið svona ceint nm kvöld. Ég fékk mér kaffibolla og brauðsneið fyrir þv játíu aurana. En ég ákvað að fara út í garðinn um morguninn strax og hliðin væru opnuð. Þá gæti ég tekið peningana. kn pað var langt íil morguns. Eiphvers staðar verð ég að bíða. Við Jóhannesarkirkjuna voru bekkir. Þar gat ég setið í skjóli og ef til vill gat ég fengið mér ..mablund. Ég sat þarna hálfsofandi og hugsaði um kjötsúpuna, sem það hafði fengið á spítalanum. Nú var kveikt á nátttýrunum og hjúkrunarkonan gekk hljóðlega um. Það korraði í Andersen, sem var :neð vatn í lungnapokanum. Herbergisfélagarnir gátu varla sofið fyrir korrinu í honum. Berg hafði verið einn á stofu í tvær vikur. Hann hafði blæð- andi magasár. Hann mundi ekki lifa það af. Ef til vill var hann dáinn á þessari rtundu. Það var vegna þjáninganna allt í kring, sem ég fór af spít- alanum. „Þér eruð of íilfinninganæm- ur“, hafði læknirinn sagt. Kannske. Ég dottaði við og við á bekkn- um við kirkjuna. Þá heyrði ég að einhver kom gangandi. Það var maður. Hanli settist við hlið- ina á mér. Hann var berhöfð- aður og á inniskóm, og innan undir jakkanum sá ég í náttfötin. „Getur þú ekki heldur sofið?“, spurði hann. „Nei“. En ég hefði áreiðanlega getað sofið, ef ég hefði átt einhvern sama ctað. „Ég hef ekki sofið í fleiri næt- ur“, sagði maðurinn. „Konan mín hefur ekki verið heima í hálfan mánuð og ég hef verið á ralli. Fullur á hverjum degi. Og nú kemur hún heim a morgun. Ég veit ekki hvernig henni verð- ur við þegar hún sér hvernig er útlits heima. Eg er búinn að selja málverkin og stóra gólf- teppið, sem hún fékk á fimmtugs afmælinu“. „Jæja“. „Ég vildi óska, að ég hefði einhvern að tala við. Spjalla við í ró og næði. Hvað segir þú um atómbombuna?" „Ég veit ekki“. „Heldurðu að allt mundi þurrkast út ef þeir fleygðu einni hérna niður hjá okkur?“ „Já, það held ég“. „Hvað verður þá um mann- fólkið? Allt verður að ósku. Það er dálaglegt eða hitt þó heldur. Þarna er maður búinn að strita og púla allt sitt líf, og svo á maður bara að verða að ösku. Það er ekki hægt að sætta sig við það. Ef það kærni nú svona sprengja í nótt, áður en konan mín kemur heim, þá væru auð- vitað öll mín vandræði leyst. Þá þyrfti ég ekki að segja henni frá málverkunum og teppinu". „Ég held að það séu litlar líkur til að það komi nokkur sprengja hér í nótt“. „En ég las í einhverri bók, að alltaf gæti orðið slys. Þessir atóm fræðingar vita ekki sjálfir hvað þetta er hættulegt. Nú stendur kannske einn þeirra í rannsókn- arstofunni sinni og er að fikta við atóm sín og svo getur eitt atómið sloppið úr höndunum á honum og út í geiminn. Það er ekki hægt að stöðva það. — Atómin splundrast í það óend- anlega þangað til ekkert er eftir. Skilur þú það ekki?“ „Jú“. „Það getur vel orðið í nótt eins og einhverja aðra nótt. Helzt vildi ég það yrði áður er kerl- ingin kemur heim og sér hvernig allt er útlits“. Aftur heyrðist fótatak á möl- inni. Það var lögregluþjónn. Hann nam staðar og horfði á okkur. „Hvað sé ég. Situr ekki Bergman aftur hér. Farðu heim og skríddu ofan í rúmið til kon- unnar þinnar, og haltu þér á mottunni, Bergman“. „Já“, sagði Bergman, stóð upp og labbaði niðurlútur heim. „Skrítinn náungi“, sagði ég „Hann er fyrir flöskuna, en annars ekki hættulegur“. Svo fór lögregluþjónninn. Það var farið að birta. Bráðum mundi ég fá fimmtíu aurana. Og svo mundi ég finna einhver ráð. Ég stóð við hliðið klukkan sex, þegar umsjónarmaðurinn kom og opnaði. Ég fór beint að tjörn- inni. Aurarnir voru þar enn þá. „Þeir eru fallegir, þessir“, sagði ég og benti á fiskana. „Já, þeir eru það. En hver fjárinn er þarna. Jú, þetta eru fimmtiu aurarnir. Ég hélt ég hefði tekið allt í gær“. Hann klifraði yfir handriðið, tók aurana og stakk þeim í vas- ann. „Þetta verður nóg fyrir morg- unbitternum", sagði hann. vroi og ii J KJ ð ,(!n- iðgóðskil- ft leikfí m vigsiu Laufáskorgar Flaskan fór yfir Atlantshafið. STOKKHÓLMI — Flaska ein, sem hent var í Huron vatnið í Kanada hefur fundizt við strend- ur Svíþjóðar. Flaskan var aðeins 6 vikur að fara hina löngu leið yfir Atlantshafið. Eissk fffltaefni nýkomin, margar tegundir. Dökkblátt chcviot frá kr. 1600,00 fötin. . GUDBJÖRN JÓNSSON, klæðskeri Garðastræti 17 — Sími 81117 S-ENDflBIFR-EIÐ Renault. sendibiíreið, smíðaár 1947 er tíl sÖlu. — Upþl. í síma 1163 frá kl. 8—18. Er tlagheimilið Laufásborg var vígt í s.l. viku, flutti Jón as B. Jónsson erindi og ræddi einkum uppeldismálin. Kom hann víða við í máli sínu og gerði nokkra grein fyrir mis- munandi þætti heimilanna sjá'fra í þeim, dagheimilanna og leikskólanna. Herra borgarstjóri, virðu- . _ legu gestir! j EG vil fyrir hönd borgarstjóra bjóða ykkur velkomin í þess. björtu og vistlegu húsakynni, serr. eiga um árabil að vera dagdvalar- staður fjölmargra barna þessa ! bæjar. Nú væri ef til vill ekk i ólíklegt að einhver spyrði oj; ; segði sem svo: Er nauðsynlegt a& j verja húsnæði og fé til þessara hluía. Er ekki eðlilegast að börn- in séu sem mest á heimilunum? Jú, það er auðvitað, að hollast er börnunum að vissu marki að dvelja heima við leik og störf, en hinu er ekki hægt að neita, að þarna kemur margt til greina. Fjölmargar fjölskyldur búa við þröngt og lélegt húsnæði, þar sem lítil eða engin skilyrði eru til starfs og leikja inni. Þá eru og fjölmargir uppalendur sem hafa af venju eða athugunarleysi gert rúmgóðar íbúðir þannig úr garði, að dýrmæt og gljáð húsgögn eru í bráðri hættu fyrir óvarkárri barnshendinni, eðlilegri athafna- þörf ungrar veru, sem enn ekki skilur heim hins fullorðna fólks. En sem betur fer, fjölgar þeim uppalendum stöðugt, sem skilja, að börnin eru kjarni heimilisins og miða því allt við velferð þeirra og þarfir. Þar hafa börnin frið til að hreyfa sig, leikföng þeirra friðhelg og lóðir húsanna leik- vangur þeirra, búinn einföldum leikskilyrðum. HEIMILISANNIR OG BARNAUPPELDI Uppeldisstörfin eru mjög tíma- frek, sé þeim sinnt á eðlilegan hátt. Erlendar rannsóknir hafa leitt í Ijós, að barn innan 2ja ára upptekur móðurina 3—4 klst dag- lega. Eldri börn taka minni tíma, t. d. 5 ára barn um 1 klst. Sömu rannsóknir sýndu, eð 5 ára börnj eru úti við 3% klst. á dag að ^ meðaltali. Af þessu má ráða, að móðir, sem hefur 2—3 smábörn, og hefur ekki húshjálp, er bund- in ailan daginn, verður of oft að leggja flest áhugamál sín á hill- una, útiloka sig frá félays'ífi og slíta að miklu leyti vina og venzlabönd meðcn börnin eru smá. En þetta hrekkur ekki alltaf til. Heimilisannirnar knýja móð- irina oft til að ýta böruunum út í götusollinn til þess sð fá frið til starfa. Þetta orsakar oft það, að börnin fara á mis við eðlilega móðurumhyggju, verða úvigang- ar, slitna úr tenpslum við heirnil- in. Leikfélagarnir ve”ða sterkari áhrifavaldar en móðirin, ekki síst þegar hið sífellda heimilis- annríki og hvíldarleysi b”evtir hana um of. Mörg börn fá því í frumbernsku ekki það öryggi og jafnvægi í sá’ar’ífi, sem móður- mildin og umhyggjan ein getur veitt. EINSTÆBINGSMÆDUR Mestir örðugleikarnir í þessum málum eru þó hjá einstæðum mæðrum, sem þurfa að vinna ut- an heimilis fyrir sér og barni sínu. Þær geta ekki haft barnið með sér á vinnustað, svo að ann- að hvort verða þær að láta börn- in alveg frá sér, þ. e. koma þeim í fóstur, eða koma þeim á dag- heimili. Nú munu allir sammála um það, að bezt sé að skerða sem minnst tengslin milli barns og móður sé hún beilbrigð. En þurfi móðir, sem vinnur úti að láta barn frá sér, er ljóst, að dag- Jónas B. Jónsson. heimilin er sú eina stofnun sem veitir barni hennar bezta forsjá, meðan hún er á vinnustað. Vitan- legt er, að á dagheimilisstai’fsemi má marga annmarka finna, og sumir telja fjölskyldudagheimili betri, þar sem hjón eða húsmóðir tekur 5—10 börn heim til sín. Tíðkast þetta fyrirkomulag all- mikið í Svíþjóð, en fjölmargar Stofnanir og sérfræðingar, sem beðnir voru um álit á dagheim- ilis vandamálinu telja dagheim- ilin betri. DAGHEIMILIN OG ÞÖRFIN FYRIR ÞAU Dagheimili er stofnun, þar sem börn dvelja allan daginn og fá mat og umhirðu. Markmið þeirra er að veita börnum einstæðra mæðra forsjá yfir daginn, einnig börnum giftra mæðra, sem vinna úti svo og öðrum börnum, þar sem bágar heimilisástæður eru. Um þörf þeirra hér í bæ er erfitt að segja. Hún getur verið mjög mismunandi og stundum breyti- leg frá ári til árs. Kemur þar til greina t. d. tala einstæðra mæðra, eftirspurn eftir vinnuafli, o. fl. o. fl. Hitt ætti að vera Ijóst að dagheimila er þörf, rnikil þörf, ekki síst í ört vaxandi borg. í dag getur Sumargjöf tekið á móti 235 börnum á dagheimili. Þar sem Svíþjóð er talin standa fremst Norðurlanda í þessum málum, hef ég gert samanburð miðað við fólksfjölda og tölu þeirra barna, er dagheimili beggja landa taka, og er þó þess að geta, að ég hef eingöngu tekið Reykjavík hér. Tölurnar eru hlutfallstölur miðað við íbúatölu. Stokkhólmur 0.40% Gautaborg 0.25% Svíþjóð 0,14% Reykjavík 0,40% ísland 0,17% Þessi samanburður sýnir, að við höfum fulla ástæðu til þess að vera ánægðir yfir framvindu þessara mála, ekki síst þegar á það er litið, að starfsemi hér að lútandi hófst í Svíþjijð nærri heilli öld áður en Sumargjöf hóf sitt merka starf. En hér má ekki nema staðar. Við vitum að vísu ekki hver þörfin fyrir dagheimili er hér, en innan tíðar ætti að Framhald á bls. 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.