Morgunblaðið - 12.11.1952, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 12. ;ióv. 1952
og réttur eftir próf.
*
Olaf Jóhannresson
Bók sem kemur aEmenningi að raunhæfum nofum
í SUMAR kom út hjá- bókaút-
gáfu Menningarsjóðs bókin Lög
og réttur eftir Ólaf Jóhannesson,
prófessor. Efni hennar er sam-
an dregið yfirlit yfir nútíma
réttarskipun íslendinga.
Lög og réttur er út gefin í
bókaflokknum „Handbækur
Menningarsjóðs“. En handbók er
hún ekki að mínum dómi, ef frá
er skilið formálasafn aftast í
henni. Til þess að rit geti kallazt
lögfræðileg handbók, verður það
að greina frá sem flestum sér-
stökum ágreiningsmálum, sern
upp geta komið og sýna m. a. með
Próf. Ólafur Jóhannesson.
tilvitnunum í dóma hvernig
leyst er úr dæminu í hverju ein-
stöku tilíelli.
Form slíkra bóka, sem Lög og
réttur eru raunar rökrétt and-
stæða við form handbóka. Hér
er lögð aðaláherzlan á að útskýra
í heild meginreglurnar, útsýnið
er víðara. Það væri sanni nær að
kalla bókina „leiðarvísi“ urn
krókótta vegi réttvísinnar.
Fyrir rúmum 50 árum þótti
mikill fengur úti í Danmörku að
útkomu bókar Hans Munch-Pet-
ersens „Den borgerlige Ret“, en
hún hefur orðið fyrirmynd ann-
arra slíkra yfirlitsbóka um rétt-
arskipun Norðurlandaþjóðanna,
svo tvær séu nefndar, t. d. Láro-
bok i civilrátt eftir Björling og
Oversikt over Noregs rett, eftir
Knopf, en sú síðari er tileinkuð
Munch-Petersen.
Höfundur „Den borgerlige ret“
ætlaðist á sínum tíma til, að hún
yrði fyrst og fremst kennslubók
fyrir byrjendur við laganám.
Því hlutverki hefur hún gegnt
alla tíð síðan af mestu prýði. En
auk þess varð brátt vart við að
fleiri töldu sér nauðsyn á henni.
Hún var keypt og lesin af öllum
almenningi. Vinsældir hennar
sjást bezt af því, að ekki alls fyr-
ir löngu kom hún út í 13. útg.,
breyttri og aukinni. |
Engin þesskonar bók hefur
verið til á íslenzku, en með út-
komu Laga og réttar, er úr þeim
skorti bætt. !
Lög og réttur er í fyrsta lagi
kennslubók fyrir byrjendur í lög-
fræði. Þar hefur lengi verið þörf
fyrir hana. Notazt hefur verið við
útlendar kennslubækur við laga-
nám og farið langur tími i út-
strikanir og breytingar, eða blátt
áfram að tímarnir hafa eyðst í
yfirborðskenndar uppskriftir á
einföldustu meginatriðum, svo lít
ið tóm hefur gefizt til að stanza
við atriði, sem myndu þó hafa
þarfnazt meiri íhugunar. Þó að
Lög og réttur sé ekki algerlega
fullnægjandi, hlýtur hún að
verða sú undirstaða, sem laga-
neminn í upphafi byggir nám sitt
á. Námið hlýtur þá um leið að
vera auðveldara og bera meiri
árangur en áður. Ég held því að
það verði óhjákvæmilegt fyrjr
hvern lagastúdent að eiga og
lesa bókina. Og jafnvel þótt
hærra sé komið, er það trygging
og þægindi að eiga bók sem Lög
og réttur í hillu hjá sér. Hand-
hæga til að rifja upp fyrir sér
reglurnar greinilega og í skyndi.
Lögfræðin og þá sér í lagi
einkamálarétturinn, sem er meg-
inefni í umræddri bók, fjallar
um sambúð manna. Því er það
svo, hver sem aðstaða manna
annars er í hinum frábrugðnustu
atvikum lífsins, að hver sá sem
ekki reynir að afla sér nokkurr-
ar þekkingar á réttarstöðu sinni,
er sem blindur og bjargarlaus
maður. Ég held, að það sé cf
algengt, að menn afli sér þekk-
ingar fyrst á skotspónum og síð-
an í biturri reynslu.
Það sem Lög og réttur ná, ætla
ég að betra sé að leita ráða hjá
henni. Mér virðist, að yfirleitt
sé óhætt að treysta því sem á
síðum hennar stendur. Hér er
að sjálfsögðu ekki um neitt æðsta
stig fullkomleikans að ræða, en
ég veit ekki um neina aðra ís-
lenzka bók, sem er eins vel til
fallin að veita ölium almenningi
greinargóða heildarsýn yfir þá
þætti réttarskipunarinnar, sem
mestu máli skiptir í daglegri um-
gengni. Þeim mun fremur á þetta
við, þar sem bókin er yfirleitt
öll rituð á góðu, lipru máli og
sums staðar hefur höfundi reglu-
lega tekizt upp, bæði að frá-
sagnarmáta og að hann ristir
dýpra í efnið en ætla mætti í
yfiriitsbólc. Má t. d. benda á kafla
eins og lögræði, lögræðissvipt-
ingu og lögráðamenn, fjármál
hjóna, hjónaskilnaður. Þá inni-
heldur bókin það ýtarlegasta,
sem birzt hefur á íslenzku um
erfðir.
Aftan til í bókinni eru formál-
ar 60 skjala. Eru þeir að mestu
teknir saman af Gísla ísleifssyni,
cand. jur.
Það ber að þakka bæði höf-
undi bókarinnar, fyrir þá elju,
er hann hefur sýnt með því að
rita þessa efnismiklu bók í hjá-
verkum og bókaútgáfu Menning-
arsjóðs fyrir framtak og stórhug
þann, sem Lög og réttur vitnar
sjálf bezt um.
Þorsteinn Ó. Thorarensen.
England - Wales
LUNDÚNUM: — Enska landsliðs
nefndin valdi í dag landsliðið,
sem á að leika gegn Wales á
Wembley-vellinum 12. nóv. •—
Það verður þannig: Merrick
(Birmingh.); Ramsey (Tottenh.)
og Lionel Smith (Arsenal);
Wright (Wolves); J. Froggatt og
Dickinson (Portsmouth); Finney
(Preston), Redfern Froggatt
(Sheff. W.); Lofthouse (Bolton);
Bentley (Chelsea) og Elliott
(Burniey).
Eins og gert var ráð fyrir eftir
jafnteflisleikinn gegn Irum í okt.
voru gerðar nokkrar breytingar á
liðinu, skipt er um báða innherj-
ana og Smith kemur á ný inn í
liðið.
Landslið Wales var einnig val-
ið og var aðeins gerð ein breyting
frá liðinu, sem tapaði fyrir Skot-
um. Liðið verður: Short (Ply-
mouth); Lambert (Liverpool) og
Sherwood (Cardiff); Paul
(Manch. C.); Daniel (Arsenal) og
Burgess (Tottenham); Foulkes,
Davies (Newcastle), Ford (Sund-
erland); Allchurch (Swansea) og
Clarke (Manch. C.). — Reuter.
Enska knatlspyrnan
Wolves aítur efst'
ÚRSLIT í I. deild á laugardag:
Arsenal 2 — Middlesbro 1
Aston Villa 1 — Preston 0
Blackpoöl 0 — Newcastle 2
Bolton í — Burnley 2
Charlton 3 — Liverpool 2
Chelsea 0 — Cardiff 2
Derby 1 — West Bromwich 1
Manch. Utd. 1 — Sheff. W.
Portsmouth 2 — Tottenham 1
Sunderland 1 — Stoke 1
Wolves 7 — Monch. City 3
Úlfarnir tóku forustuna aftur
með gersigri sínum yfir Manch.
City, sem verður að taka sig mjög
á ef það á ekki að falla aftur nið-
ur í II. deild. Liðið hefur annars
leikmenn, sem gætu orðið kjarni
góðs liðs, svo sem innherjana
Broadis og Revie, velsku lands-
liðsmennina Clarke (v.úth.) og
Paul sem leikur miðframvörð, og
er sú ráðstöfun talin eiga mikla
sök á niðurlægingu liðsins, en
hann er einn af beztu hliðarfram-
vörðum í Englandi, og síðast en
ekki sízt hinn þýzka markvörð,
Trautmann. Úlfarnir léku liðið
sundur og saman eftir öllum
kúnstarinnar reglum, Miðfrh.
Swinbourne skoraði á 3. og 4.
mín. og stóðu leikar 5—2 í hléi, og
skoraði Williamson 3. mark sitt
fyrir Manch. C. á fyrstu mín., eft-
ir það, en h.úth. Úlfanna tókst
að bæta 2 við.
Blaekpool lék nú einn sinn
lélegasta leik í haust, en liðið hef
ur nú undanfarið verið án tveggja
beztu framherjanna, en hefði þó
átt að gera betur gegn Newcastle,
sem lék með aðeins 10 mönnum
frá miðjum fyrri hálfleik, og
hafði 2—0 í hléi, bæði mörk skor-
uð af miðfrh. Robledo. Ports-
mouth keypti á laugardag írska
landsliðsmarkvörðinn, Uprichard
af III. deildar-liðinu Swindon, og
hjálpaði hann til að sigra Totten-
ham.
Leikur Stoke kom á óvart, því
að ógerlegt var að ráða af leikn-
um, hvort liðanna var efst og
hvort næstneðst. Það lék prýðis-
vel í skemmtilegum leik og tók
forustuna með vitaspyrnumarki,
en Ford jafnaði með 20 m. skoti
í síðari hálfleik. Leikurinn í
Manchester var ekki síðri en þar
kom vel fram í hverju gengis-
leysi Manch. Utd. liggur. Liðið
lék mjög vel úti á vellinum og
inn að vítateig andstæðinganna,
en þá vantar tilfinnanlega smiðs-
höggið á upphlaupin. Enda þótt.
S. W. ætti allan ieikinn i vök að
verjast, tókst Dooley að skora
með skalki í f. hálfleik, og tókst
Manch. Utd. ekki að jafna fyrr en
á síðustu imÍH.
Staðan er nú:
HAAG, 8. nóv. — Ein mesta um-
ferðarhöfn Evrópu, Rotterdam,
var að mestu leyti lokuð í dag,
vegna þess að flakið af panamíska
hafskipinu Fástus, er var á reki
á innsiglingarleiðinni til hafnar-
innar, hamlaði öllum skipaferð-
um. Að minnsta kosti 25 skip
tepptust í dag og komust ekki
inn á höfnina.
Wolves
Sunderl
Burnley
W. B. A.
Liverpool
Blackpool
Arsenal
Charlton
Sheff. W.
A. Villa
Portsm.
Newcastle
Préston
Bolton
Chelsea
Manch. U.
Cardiff
Middlesbr.
Tottenham
Derby
Stoke
Manch. C.
L U
16 9
15 9
16 8
15 8
16 8
15 8
J T
4 3
15
15
15
15
16
15
15
15
16
15 5
15
15
16
15
16
16
2 10
4 11
Mrk. St.
38-26 22
24-19 21
26-21 20
22- 16 19
29-26 19
36-27 18
27- 21 18
32-28 17
18-18 17
20-20 16
28- 27 16
23- 24 15
24- 26 14
18- 26 14
27-24 14
22- 25 13
20-20 13
23- 25 13
24- 25 13
16-23 10
19- 23 10
20- 37 6
IÞOKAIM RAUÐA
Síðari hlufi skéldsögu Krisfmanns Guðmundssonar
II. deild:
Barnsley 3 — Bury 2
Biackburn 1 — Leeds 1
Brentford 2 — Fulham 2 ,
Doncaster 1 — West Ham. 1
Everton 0 — Rotherham 1
Huddersfield 1 — Notts Co. 0
Hull 0 — Luton 2
Lincoln 1 — Birmingham 1
Nottm. Fores 3 — Plymouth 1
Framhald á bls. 10
ÉG ÆTLA ekki að kveða upp rit-
dóm. Það munu þeir gera, sem
til þess hafa lesningarnar. Hins
vegar langar mig til þess að vekja
athygli. á bók, og til þess hef ég
lesinguna, allt frá því er ég hóf
í gær að sigla inn Borgarfjörð
með Isarri Dagssyni, og unz óg
fylgdi honum í dag upp í berg-
hvilftina undir Hamrinum á fund
Hennar.
Það er nú raunar bráðu.m tvö ár
síðan er fundum okkar ísarrs bar
fyrst saman. Hann var þá smá-
sveinn, þar sem í suðvestri blasti
við. „bláfjöllótt strandlengja, en
hvítur jökull yzt við haf“, og
þóttist ég af því og öðrum kenni-
leitum þekkja, að það væri í Döl-
um vestur. Attum við svo sam-
fylgd unz hann, ungur að árum
en vaxinn mjög að vizku, hvarf
mér sjónum, þar sem hann var á
heimleið úr fyrstu utanför sinni.
ORAÐIN GATA
Enda þótt þessi gömlu kynni
spenntu yfir alllangt árabil af
æfi hans, þá var enn margt í fari
ísarrs, sem kom mér kynduglega
fyrir og örlög hans voru, er við
skiidum, svo óráðin, að ég var
ekki viss um að honum myndi
nokkurn tíma auðnast að láta
þær vonir rætast, er ég hafði við
hann bundið. Ég óttaðist að hann
myndi t. d. annað hvort hverfa |
heiminum með öllu og sökkva í
algleymi austrænna dulfræða, eða1
týna í myrkviðum munaðar þeirri
mynd, er mótuð var framan aspa
í berghvilft við háan hamar, þar
sem ungur sveinn byrgði andlit
í höndum sér „og laut höfði, bug-
aður af ofurmagni þeirrar tignu
fegurðar, er hafði vitrast hon-
um“. Auðsætt var að hann hafði j
þegið dýrar vöggugjafir, en
myndi hann maður til að rísa af
eigin mætti undir þeim? Hver
áttu að verða örlög hans og allra
þeirra mörgu, er einnig komu við
sögu? Um það var spurt, og eftir
svörunum var beðið með óþreyju
í tvö ár.
LEITIN AÐ LEYNDARDÓMUM
Nú er gátan ráðin. ísarr er, að
vísu, enn ofan moldar, og ekki
nema á miðjum aldri, en saga
hans er öll, sú, er sögð verður.
Um hitt, sem á eftir fer, yrkjum
við í eyðurnar, ef við viljum, hver
með þeim hætti, sem hann hefir
skáldgáfur til, — það er öllum
frjálst, því að þegar þroskasaga
manns er öll, þá skiptir allt hitt,
sem á eftir fer, svo sáralitlu máli.
Það er freistandi, þegar kvödd
er söguhetjan og samferðafólk
hennar, er mun stórt hundrað,
sem ljósi er skærast brugðið á,'
að rifja upp nokkur þau atriði}
sögunnar, sem helzt eru hugstæð
að loknum lestri:
Um tíma og staðsetningu at-
burðanna er það að segja, að þeir
gerast á 11. öld, og er leiksviðið
ýmist á íslandi, Irlandi, í Noregi,
Grikklar.di, austur í Miklagarði
cða á þióðbrautum milli þessarra
staða. Öll er hin sögulega baksýn
trúlega gerð, en um sannfræði
hennar þori ég þó ekki að segja, \
i enda hér ekki um ritdóm að
ræða, svo sem fyrr er .greint.
j ísarr Dagsson, söguhetjan, er
sonur völvunnar Kaðlínar að
Vallanesi. Lengi vel er allt á
huldu um faðernið, en ljóst verð-
ur það þó að lokum. Móðir hans
er fræðasjór og- forvitri, horfir í
heima tvenna, og erfir sonurinn
dularhneigð hennar, en ávinnur
sér þekkingarþorsta, sem virðist
næstum óslökvandi. Hann reynir,
þegar í æsku, að svala honum við
vizkubrunn írans, Clemet O’
Crúhu, er kemur fyrst í ljós sög-
unnar í gervi prests við kirkju-
vígslu að Hofgörðum á íslandi,
en hverfur okkur síðar í mynd
mikils ollevs, langt suður í lönd-
um. Að tilvísan þessa fyrsta læri-
föður fer völvusonurinn ungi út
í heiminn í leit að þekkingu á
leyndardómum lífsins, og þar
finnur hann að lokum leiðina til
friðar, aemur sáttarorð jnilli
manns og guðs.
GÖMUL OG NÝ VANDAMÁI,
En það líf, sem Isarr Dagsson
þiggur úr hendi skapara síns
blaktir ekki á veiku skari bæna-
kvaks, né leitar örmagna alglevm
is. Nei, því er lifað í efnisþokunni
rauðu, þar sem skáldið lætur and-
ann verða skíran í laug hinnar
bitru eða ljúfsáru reynzlu holds-
ins, þar sem mótsetningar anda
og efnis vinna saman, unz sú
lexía er numin, sem okkur var
sett fyrir. Þess vegna er bókin
glitrandi af ástum kvenna, log-
andi af hatri og valdastreitu, —
þokan rauða. Þar eru, auk þess
hinar fegurstu náttúrulýsingar,
ótal æfintýri, sum spaugileg, önn
ur alvöruþrungin, en öll vel eða
listilega gerð. Þar eru spaklega
brotin til mergjar gömul og ný
vandamál, og mörg setnir.g er
þar svo fagurlega gerð, að lifa
mun langar bækur. Þar eru víga-
ferli, — órjúfandi íóstbræöralag,
-— hörmuleg vinslit, er oddur
Blárefils nemur staðar í hjarta
fóstbróðursins. Þa;r er kvæðið
mikla Völuspá og skáldið. Hefði
höfundur þess getað verið svona?
Er spurningunni um hann rétti-
lega svarað í bókinni? Það eitt
er ærið til íhugunar.
DJÚPT LIGGJA RÆTUR
Hið sameiginlega öllum þáttum
bókarinnar, hversu ólíkir sem
þeir annars kunna að vera um
efni, er eftirvæntingin, sem freist
ar íesandans til þess að leggja
ekki bókina á hilluna fyrr en
hann hefir séð allan örlagavefinn
rakinn. Margir munu þess vegna
hraðlesa þetta síðara bindi sög-
unnar, til þess að leita sem fyrst
lausnar þess, sem forvitnilegast
er, en taka svo aftur til bókar-
innar og njóta hennar að nýju,
fara alloft yfir suma kaflana,
íhuga þá, lesa upphátt fyrir kunn
ingjana og spjalla við þá um
þokuna rauðu, en ljóst mun þá
verða ýmislegt það, sem hulið er
oftast við fyrsta yfirlestur, enda
iiggja rætur atburðanna oftast
alllangt neðan þess yfirborðs, sem
þeir birtast á.
GAMAN OG ALVARA
Til dæmis um þetta má nefna
hlutverk föðursins, Dagfers mac
Roth, en úr myrkri leyndarinnar,
sem hvílir yfir nafni hans rís
það reginafl, sem knýr ísarr
áfram í þekkingarleitinni. Loks
finnur hann Dagfer mac Roth
fanginn, en það er þó ekki fyrr en
er „ísarr Dagsson stóð yfir
kumbli föður síns“, er honum
þótti „sem hann hefði ausið út-
þrá æsku sinnar moldu. Honum
varð Ijóst, að hugsunin um þenn-
an ógæfusama faranasvein, er
hafði getið hann, var tengd sann-
leiksþrá hans og fróðleiksfýsn
allt frá bernsku. Nú var einskis
framar að leita í fjarlægð. Lausn
hinnar miklu gátu tilverunnar
var innra með.honurh, og jarð-
neskar leifar Dagfers mac Roth
hvíldu í sverði dalsins. innan
skamms yrði móðir hans lögð þar
við hlið elskhuga síns — en síðar
Gríma og hann sjálfur. Allir, sem
jörðina tróðu, féllu að lokum í
fang hennar. En grasið vex á gröf
unum, og hlæjandi börn leika sér
í sólskini nýrra daga.“
Þannig er bókin, listilega sam-
an slungin hinum undarlegustu
örlagaþráðum, girnileg til fróð-
leiks, og þó er þar engin blaðsíða
svo til enda lesin að yfir til þeirr-
ar næstu sé ekki vikið með mik-
illi eftirvænting, en þannig verð-
ur bókin í senn þægileg dægrá-
dvöl þeim, sem gamans eins leita,
pg íhugunarefni hinum, sem einn-
Framhald á bls. 12