Morgunblaðið - 12.11.1952, Page 11
Miðvikudagur 12. nóv. 1952
MORGVTiBLAÐlÐ
Bórn sér
í HVERT sirin, sem ég skrifa um
barna- eða unglingabaekui% dett-
ur mér í hug, hve mjög gætir
misskilnings hjá þorra marnia um
gerð og gildi slíkra bóka. Margir
virðast halda, að bók, sem skrif-
pð sé einkum handa unga fólk-
inu, geti ekki haft neitt giidi sem
fagrar bókmenntir, og sumir eru
þeirrar trúar, að slíkar bækur
hljóti næstum alltaf að vera leið-
inlegur lestur fullorðnu: fólki.
Mér hefur jafnvel fundízt ein-
staka menn svo sem á verði um
það, hvort ekki væri virðingu
þeirra ósamboðið að láta í Ijós,
að þeir hafi nú reyndar Iesíð slíka
bók sér til skemmtunar.
Þessi misskilningur á sér ýms-
ar rætur, meðal annars þær, að
margir vilja um fram flest annað
firrast allan svokallaðan barna-
skap og finnst það eitt hið háðu-
legasta sem um þá verði sagt, að
þeir séu barnalegir. Margir líta
þannig á barna- og unglingabæk-
ur, að þær eigi fyrst og fremst
að fela í sér siðferðilegan áróður,
en áróður er alltaf frekar erfitt
að sameina skemmtun og list, og
hefur ýmsum tekizt það mjög
óhönduglega. Eru margar bækur,
sem skrifaðar hafa verið handa
unga fólkinu þrautleiðinlegar —
ekki aðeins fyrir fullorðna lesend
ur, heldur líka fyrir börn og
unglinga, klaufalega saman sett-
ar og firrtar öllu eðlilegu lifi. Þá
hafa og ýmsar æskuíýðsbækur
verið mjög grunnfærnislegar •—
og sumar haft á sér falsglit og
verið þrungnar af andstyggilegri
tilfinningavæmni. Hefur þetta til
dæmis verið mjög áberandí um
erlendar bækur, sem einkum hafa
ven'ð ætlaðar ungum stúlkum.
En víst er um það, að ýmsar
þeirra bóka, sem skrifaðar hafa
verið handa börnum og ungling-
um, eru ágætar bókmenntir
og margar hafa sízt mínna
menntalegt gildi en sumt af þeim
skáldritum, sem titluð hafa verið
fyrir fullorðið fólk og hlotið hafa
talsverðan hróður. I>á hefur mér
og virzt, að sérhver bama- og
unglingabók — að undanskildum
frumstæðustu námsbókum — sem
væri leiðinlegur lestur fullorðnu
fólki, væri að einhveru leyti illa
og óhöndulega saminn — eða þar
gætti óeðlilegra og jafnvel kjána-
legra sjónarmiða.
Earna- og unglingabækur eru
sem sé mjög vandgerðar — engu
síður en aðrar. Þær þurfa að vera
fræðandi og hafa að flytja r,ið-
ferðilegan boðskap, en þó vera
gæddar sönnu og fjölbreytílegu
lífi. Þær verða að leiða huga
hinna ungu lesenda að dásemd-
um þeim, sem tilveran hefur upp
á að bjóða öllum sem sjáandi sjá
og heyrandi skynja og skílja, og
þær eiga að vekja þá til meðvit-
undar um ýmis af vandamálum
hennar, en einmitt þetta verður
ekki gert, nema bækurnar réu
skemmtilegar og allri alvörunnni
þannig komið fyrir, að hún laði,
en fæli ekki frá viðfangsefninu.
Höfundar barna- og unglinga-
bóka þurfa því að hafa til að
bera sköpunargáfu, frásagnar-
gleði, kunnáttu um gerð bóka,
leíkni í máli og stíl — og þekk-
ingu á vandamálum tilverunnar
og skilning á sálarlífi hinna ungu
lesenda.
Ragnheiður Jónsdóttír hefur
skrifað margar bækur fyrir börn
og unglinga, og henni hefur tek-
izt að sameina það, að bækur
hennar hefðu að flytja hollan og
athyglisverðan boðskap, víkkuðu 1
sjóndeildarhring lesenda sinna og '
væru skemmtilestur. Bækurnar
Hörður og Helga og í Glaðheím- 1
um fjalla um mikið og erfitt
vandamál, en þær eru þannig
gerðar, að hvert sæmilega greint
og þroskað barn, hlýtur að lesa
þær sér til ánægju, og auk þess
ættu sem flestir foreldrar að lesa
þær, mundu hafa af því bæði
gagn og gleði. En þær bækur
Ragnheiðar, sem náð hafa mestri
n 1
öfj sigrar
og almennastri hylli, eru bæk-
urnar um Dóru.
Fyrsta Dóru-bókin kom út 1945,
og nú eru þær orðnar fimrn. Sú
seinasta heitir Dóra sér og sigrar.
Hún er sú eina af þessum bókum,
sem á er undirtitill, og hann er: ,
Saga fyrir ungar stúlkur, og fyr- |
ir þá, sem lesið hafa eitthvað af '
því, sem Danir kalla „ungpige- j
böger“, gæti slíkur titill verkað j
sem eins konar hættumerki, bent!
til þess, að þarna kæmist höfund ,
urinn inn á svið, sem freistaði j
mjög til falsglits og væmni. Og j
víst mundi efnið hafa reynzt1
mörgum höfundinum háskalegt. I
í hinum fyrri Dóru-bókum hef- j
ur Ragnheiði tekizt furðulega vel'
að sameina þau sjónarmið, sem ,
gæta verður við samningu slíkra
sagna. Þær eru haganlega gerðar
og skrifaðar af listrænni leikni,
ævintýralegar og nkemmtilegar
og hafa allar að flytja einhverja
fræðslu og einhvern boðskap um
mannlegt líf. Og þó að í þessari
seinustu bók sé fjallað um efni,
sem sérstaklega freistar til fals-
gljáa og grunnfærni, þar sem er
líf ungs lista- og námsfólks, og
aðalpersónan sé barn ríkra for-
eldra, og eig'i óvenjulegra kosta
völ tekst Ragnheiði að sneiða hjá
þeim skerjum, sem oft reynast
ærið hættuleg. Þarna er ekki lok-
að augunum fyrir áhrifum sem
munur á lífskjörum og aðstöðu
veldur — eða fyrir þeim erfið-
leikum, sem eru á samskiptum
karla og kvenna, er staðið hafa og
standa misjafnt að vigi. Sagan
fer raunar vel, og sum atriðin
rætast betur en algengast mundi
undir samsvarandi kringumstæð-
Um, en höfundurinn hefur til að
bera slíka kunnáttu um starfsað-
ferðir og leikni í að beita þeim, að
rás sögunnar verður þrátt fyrir
allt sennileg, og jafnvel í sam-
skiptum karla og kvenna og i
umhyggju Dóru fyrir þeim, sem
báglega eru staddir, gætir ekki
neinnar tilfinningavæmni. ,Ragn-
heiði tekst og sem í hinum fyrri
bókunum að móta persónurnar
þannig, að þær hafi sín sérkenni
og hjá þeim gæti eðlilegs jafn-
vægis milli kosta og galla. Yíir
bókinni er blær sannrar menn-
ingar og hleypidómsleysis, glögg-
skygni á mannleg vandamal og
þekkingar á þeim öflum, sem
valda miklu um það, hvernig ör-
lög ráðast. Frásögnin er öll fjör-
leg og skemmtileg og samtöl með
náttúrlegum blæ. Höfundinum
tekst að forðast óeðlilega mál-
hreinsunartyrfni, en er nægilega
smekkvís til að sneiða hjá dæg-
urmáli, sem stingur mjög í stúf
við eðlilegar kröfur þjálfaðs les-
enda um íslenzkan málblæ.
Útgefandi bókarinnar er barna-
blaðið Æskan, og er frágangur
allur af vandvirkni og smekkvísi.
Guðm. Gíslason Hagalín.
íþrótflr
Framhald af bls. 10
í Ármanns-liðinu er það Kjart-
an með sinn mikla flýti og svo
Snorri, sem lék einn sinn bezta
leik.
Dómarar dæmdu vel sam-
kvæmt þeim reglum, sem hér eru
látnar gilda. En hvernig væri, að
við tækjum upp úr alþjóðaregl-
unum jafnóðum og þeim er
breytt, t.d. er bannað að hindra
mann með örmum og sá sem það
gerir, er vísað af leikvelli um
tíma og í mörgum og flestum til-
fellum er dæmt vítakast. Væri
það ekki vegur til að fá léttari
leik. Þetta er viðurtekin regla á
Norðurlöndum og ef við ætlum
okkur í framtíð að skipta við þá,
þá verðum við að læra reikregl-
urnar.
Mótið heldur áfram í kvöld kl.
8. Þá keppa: Fram-—Í.R., Víking-
ur—Þróttur og Valur—K.R.
S.G.N.
BEZT AÐ AVGLÝSA
l MORGMSBLAÐim
- Vaparnir og jarð-
ræklarlögin
Framhald af bls. 7
jarðvinnsluvéla milli vinnustaða.
Um allt er að því lýtur, hafa
þau að mestu orðið að basla
upp á eigin spítur, án leiðbein-
inga, eða neins faglegs stuðnings.
Afleiðingarnar eru tvenns konar:
Á sumum stöðum er draslað með
dýr herfi aftan í traktorum, bæ
frá bæ, yfir stokka og steina, án
þess að nota neitt flutningatæki.
Bit og vinnuafköst verkfæranna
verða svo í samræmi við þessa
tröllameðferð. Skaðann, sem
bændur verða að þola árlega nf
þessum ástæffum, má eflaust telja
í liundruffum þúsunda. Önnur
ræktunarsambönd hafa komið
sér upp flutningatækjum, mjög
mismunandi að gerð og gæðum.
Er það helzt sameiginlegt um
þau, að tækin hafa orðið sam-
böndunum dýr, enda hafa bæði
þeir, er sögðu fyrir um smíðina
og þeir, er hana unnu, ekki haft
við neitt að styðjast að heitið
geti.
Hér er því um afar mikið og
merkilegt verkefni að ræða. Að
athuga hvað bezt hefur reynst
af þeim flutningatækjum, sem
ræktunarsamböndin nota, svo og
affrar fyrirmyndir er til greina
koma, og búa til teikningar af
góðum flutningavögnum handa
raektunarsamböndunum og semja
Ieiðbeiningar um smíði þeirra.
í þessu sambandi má t. d. benda
á, að sænska félagið Jordbruks-
tekniska föreningen hefir gefið
út vinnuteikningar af slikum
vögnum, þó að þær séu fremur
miðaðar við flutning verkfæra
að og frá vinnu á stærri búum,
heldur en við umferðavinnu við
nýræktarstörf. (Sjá bókina Bú-
vélar og ræktun, bls. 269—70).
Amerískar fyrirmyndir eru
einnig til.
Hér er verk fyrir Vélanefnd
ríkisins og framkvæmdastjóra
hennar, verkfæraráðunaut Bún-
aðarfél. íslands að vinna. Þess
er sannarlega þörf. Það er til
mikils að vinna, og öll leiðbein-
ing og umbætur yrðu vel þegnar.
Á þessu sviði, sem mörgum öðr-
um, er éins og nú standa sakir,
ganaö áfram eins og peningar
sé hið eina, sem við höfum nóg
af og annað, svo sem þekkingu
og fróðleik, þurfi lítt að hirða.
Auðvelt er að afla margra
mismunandi gerða af gúmmí-
hjólum, sem henta undir verk-
færavagna, á því þarf ekki að
standa, ef ræktunarsamböndun-
um er aðeins leiðbeint, bæði um
þörf þess að koma sér upp slík-
um vögnum, og hvernig þeir eiga
að vera.
Ég sá varla raunalegri sjón
varðandi ræktun og umbætur í
sveitum landsins, heldur en þeg-
ar unnið er með bitlausum verk-
færum, sem búið er að gera
óvinnuhæf við drátt á sjálfum
sjálfur sér yfir grjót og mal-
arvegi.
Reikningarnir yfir hvað þetta
kostar bændurna, sem vinnunn-
ar njóta og greiða hana, væru
Ijótir, ef þeir kæmu fram í sinni
réttu mynd, eins og aður var
bent á. Það er hægt að lækka
þá reikninga.
Árni G. Eylands.
Óskar Halldórsson, utgm.:.
Frysfihúsin og togararn
f.
ÉG VERÐ að segja eins og er,
að það fór í taugarnar á mér
hvernig ríkisstjórnin afgreiddi
frystihúsmál Siglfirðinga. Rík-
isstjórnin gekk inn á kvabb og
kröfur Síldarverksmiðjustjórn-
arinnar um að byggt yrði nýtt
frystihús í mjölskemmunum og
afhenti eina og hálfa milljóna
króna til að hefja þessar fram-
kvæmdir og til annarar fyrir-
greiðslu.
Ég skrifaði grein í „Morgun-
blaðið" hinn 12. febr. s. 1. um
„Frystihúsmálið í Sigiufirði" og
sýndi þar fram á, að þar væiu
fyrir næg frystihús í einkaeign
og þar þyrfti engin ný frystihús,
og ef ríkisstjórnin vildi á annað
borð hjálpa Siglfirðingum til
frystihúsbygginga, þá ætti Siglu-
fjarðarkaupstaður sjálfur að fá
þá hjálp og byggja frystihús eða
kaupa frystihús á staðnum, sem
kaupstaðurinn gat fengið með
mjög sanngjörnu verði og góð-
um skilmálum, og gat frystihús
þetta verið tilbúið til vinnslu á
fiski eftir fjóra mánuði. Jaín-
framt sýndi ég fram á, að af-
castamöguleikar frystihúsaima,
sem fyrir væru í Siglufirði, v'æru
álíka miklir og allra Akranes-
frystihúsanna.
Allt fór þetta á aðra íeið. —
Síldarverksmiðjurnar fengu
skuldbindingar og samþykkt bæj
! arstjórnar fyrir því, að báðir
bæjartcgararnir, „Elliði'* og ,,Haf
liði“ skyldu sendir út á veiðar
handa þessu væntanlega frysti-
húsi Síldarverksmiðjanna, svo
. framarlega sem 2—3 íogarar ann-
ars staðar af landinu öfiuðu fisks
til frystingar' í landi.
J Það sem hefir skeð hér er það,
að bærinn hefir afhent umráða-
réttinn yfir afla togaranna og
misst um leið allan úrgangsfisk
| og beinin frá sinni eigin verk-
smiðju, „Rauðku", sem gat gef-
ið honum drjúgan skilding.
| Ég get ekki annað séð en að
þessi fjárfesting í nýtt frystihús
hafi verið óþörf, þar sem næg
ifrystihús voru fyrir. Tímarnir
! munu sanna að hér var illa hald-
ið á málum frá sjónarmiði Siglu-
fj arðarkaupstaðar.
Siglfirðingar hafa veríð dug-
legir að gera kröfur og ná i fé
úr ríkissjóði, en ég held að þetta
síðasta áhlaup þeirra, nýbygging
, frystihússins og togarafiskurinn
Itil frystingar, verði ekki sú at-
vinnubót, sem þeir hafa gert sér
vonir um og kem ég að því síð-
, ar í þessari grein, en læt útrætt
|Um frystihúsbygginguna á Siglu-
firði um sinn.
Rafmótorar
opnir og lokaðir.
fyrirliggjandi.
HEÐINN =
Nú gengur sú alda yíir, að það
sé léttast og fljótast að hafa naeg-
an togarafisk handa frystihúsun-
lum og frysta sem mest af fiski.
I Það er ekkert undarlegt þótt
I þeir, sem hafa litla reynslu og
i þekkingu á þessum málum, haldi
þessu fram, því á nokkrum und-
^ anförnum árum hefir frysting
i fisks og fiskflaka j'firleitt geng-
ið vel og sala fisksins gengið bet-
ur en bjartsýnir menn bjuggust
* við og því vill 'fjöldi manna, sem
þennan atvinnuveg stunda, halda
áfram að frysta ótakmarkað og
má segja að undanfarin ár hafi
verið „slegizt og barizt" um
hvern fisk handa frystihúsunum
og fá færri en vilja.
Það hefir alltaf verið skoðun
mín, að það sé hægara að afla
fisksins og frysta hann, heldur
en að selja hann. Það væri lítill
vandi að lifa í þessu landi, ef
hægt væri að frysta allt sem við
gætum og svo mætti selja freð-
fsikinn fyrir svo hátt verð, að
það borgaði framleiðslukostnað-
inn — en það er allt annað uppi
á teningnum núna.
Ég vil ekki láta ómótmælt
annari eins grein éins og þeirri,
er t. d. bií'tist í „Víði“ hinn
20. sept. og heitir „Atvinna
handa öllum" og er eftir ritstjóra
blaðsins, en þar stendur:
„Sú bezta og hagnýtasta at-
vinnubótavinna, sem ríkisstjórn-
in gæti; beitt sér fyrir i haust,
helzt hver fleyta færi af stað og
j vinna fisk af togurunum í frysti-
Jværi að ýta undir útgerð, svo
jhúsunum eins og frekast væri
|kostur.“
I Ritstjóri „Víðis" er eins og
kunnugt er, Einar Sigurðsson frá
Vestmannaeyjum, stórbrotinn
athafna- og hugsjónamaður, og
eflaust stærsti frystihúseigandi
hér á landi og mun hafa næstk.
vetur álíka fiskmagn og útflutn-
ing úr sínum þremur frystihús-
'utn og öll SÍS frystihúsin, sem
eru í þeirra eign víðsvegar á
landinu.
j í haust var grein í „Morgun-
blaðinu" eftir Elías Þorsteinssoni
‘og iFnnboga í Gerðum um -söl«
jhraðfrysts fisks. Stóð þar að ei’
fengizt hefði lejrfi stjórnarvald-
lanna til að selja frosinn fisk aust
,ur fyrir járntjald í vöruskiptum,
þá mætti frysta nær ótakmarkað
af fiski og þá væri „atvinna
handa öllum".
Er nokkur furða, þegar þeir
Einar og Elías, sem báðir eru
greindir og reyndir á þessa hluti
og hafa stjórnað sölu megin
hluta frosna fisksins í mörg ár,
skrifa þannig og að þetta eigi
að vera „atvinna handa öllum" S
sambandi við frosna fiskinn, að
mönnum finnist að ábyrgðarlitlir
stjórnmálamenn og pólitískir
.vindhanar hefðu látið þetta írá
sér fara fremur en þessir menn.
i Það þarf engum að blandast
hugur um, að þeir sein hafa
minni reynslu í fisksölumálun-
um en þessir menn, áltíi eftir
þessi skrif að óhætt sé að frysta
ótakmarkað af fiski.
) í grein í „Morgunblaðinu'* frá
' 1. nóv., er heitir „Erfiðleikar
sjávarútvegsins ræddir á fundi
ríkisstjórnarinnar í gær“, er eft-
irtektarverð klausa frá togara-
eigendum, þar sem farið er frana
á hærra fiskverð til frystihús-
’anna, og skal það óátalið, en
þar er farið fram á að frystihús-
in kaupi 28—30 þúsund smálest-
ir af fiski til frystingar - naesta
þrjá mánuði og svo á að krydda
þetta með ríkisábyrgð.
) Ég vil leyfa mér að spyrja:
— Hvar á að selja fljótlega 8—•
• 10 þúsund smálestir af fiskflök-
um, sem framleidd yrðu úr þess-
um 25—30 þúsund smálestum af
togarafiskí? Það kann að vera
rétt, að það vanti eitthvað af
karfa, en það eru ekki nema smá
munir.
Allur sá karfamarkaður, senv
til er með taisverðri markaðs-
aukningu frá því, sem nú er,
munu þrír til fjórir togarar geta
aflað og fullnægt yfir árið, og
þarf ekki nema nokkurn hlutar af
því þorskmagni, sem vélbátarn-
ir afla, til frystingar til að full-
'nægja markaðnum, og það jafn-
vel þótt seldur yrði hraðfrystur
fiskur austur fyrir járntjald. Til
hvers er þá verið að ýta mikiu
af togarafiski að frystihúsunum,
sem ómögulegt er að sjá eir.s og
stendur að markaður sé fyrir,
nema með því að stöðva fryst-
ingu á mótorbátafiski? Eg get
ekki séð betur en að það sé mik.il
offramleiðsla af frosnum fiski
fram undan, og á því verði ■ að
hafa fullkomnar gætur — . og. ég
efast um að rétt sé að sala frysta
fisks íari fram nema á einni
hendi.
Það þarf einnig fyllilega a3
gæta þess, að offramleiðsla af
söltuðum fiski og hertum fiski
komi ekki fyrir, ef mögulegt er
að sjá við því í tíma, og ég vil
halda því fram, að það þurfi oft
fullrar aðgæzlu yið að jafnað sé
í tíma á vertíðinni, hvað eigi að
’gera við fiskinn, hvort bann eigi
að saltast, frystast eða herðast,
því allir sjá, að það er meining-
arlaust að frysta of mikið- .aS
fiski, sem markaður er ekki til
fyrir, enda þótt nægur markað-
ur sé fyrir saltfisk — og öfugt. <
Hvað sem þvi líður, hvernig'
eigi að haga sölu fisks, hvaða
tegundar, sem er, þá vil ég ger^
Framh, á bls 12- j