Morgunblaðið - 21.11.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1952, Blaðsíða 1
16 síSnr ÞjóSaeyðing einkenni kommúnismans Mynd þessi birt af kínversku kommúnistastjórninni sýnir fjöldaaftökur á opinberum leikvangi í Kíná. Það þykir nú uppvíst að kommúnistar hafa á síðustu fimm árum tekið 14 milljónir manna af lífi í Ivína. En til samanburðar má geta þess, að á Norðurlöndunum þremur, Danmörku, Noregi og Svíþjóð búa einmitt um 14 milljónir íbúa. Mestu Iiryðjuverk mannkyiissögunnar — verk kommúnisfa 0.000 manna teknar af lífi b liína slðustu ár LöndnnarbaKazBÍð rætt í breska þingíiu Fiskkaupmenn í Hull vitja ekki kaupa j fisk af ísleiukum fogurytn j LUNDÚNUM, 20. nóv. — í Reutersfrétt til Mbl. frá Lundúnum í dag er frá því skýrt, áð togaraeigendur og fiskkaupmenn bæði í Hull og Grimsby hafi boðað tii alls- herjarfundar þegar eftir að yfirmenn á brezkum togurum gerðu vinnustöðvun í mót- mælaskyni við fiskilöndun isienzks togara í Bretlandi. — Var rætt um þessa stöðvun og þær afleiðingar, sem af henni gætu Ieitt, og kom það m. a. í ljós, að fiskkaupmenn í Hull væru andvígir því að kaupa fisk af íslenzkum tog- urum. HVEXUR SJÓMENN TIL AÐ TAKA UPP VINNU Á NÝ • í dag lágu 15 brezkir tog- arar í Grimsby vegna stöðv- unarinnar og er einnig gert ráð fyrir stöðvun Hulltogara áður en lýkur. — Erindreki brezku ríkisstjórnarinnar, sem er á leið til Grimsby, hvatti yfirmenn á togurum eindregið til þess að taka upp vinnu sína aftur hið skjótasta. VERKAMANNAFLOKKS- ÞINGMAÐUR RÆÐST Á MÁLSTAÐ ÍSLENDINGA Þingmaður úr brezka Verka mannaflokknum gerði í dag fyrirspurn til ríkisstjórnarinn- ar um þessa stöðvun og ásak- aði hana fyrir aðgerðarleysi í málinu. Lagði hann eindreg- ið til við stjómina, að hún bannaði islenzknm togúrum að landa afla sínum í Bret- landi, þangað til sættir hefðu tekizt í málinn. Enn fremur bar hann upp þá tillögu, að umræðnr yrðu þegar teknar upp um þetta mál á þingi. — Fékk hann. því þó ekki framgengt, þar sem forseti deildarinnar lýsti þvi yfir, að haim mundi ekki leyfa það af þeim sökum, að rikissíjórnin bæri ekki ábyrgð á því, hvernig málum væri nú komið. RÁÐHERRA VONGÓÐUR UM LAUSN DEILUNNAR Ræðu Verkamannaflokks- þingmannsirs svaraði land- búnaðar- og fiskimálaráð- herra Breta, Sir T. Dugdale. Sagði hann m. a., að brezka ríkisstjórnin ætti alls ekki ein sökina á því, hvernig komið væri, og vísaði hann ásökun Verkamannaflokksþingmanns- ins á bug af þeim sökum. — Sagði hann enn fremur, að brezka stjórnin mundi hafa náið samband við íslenzku stjórnina vegna þessa máls og kvaðst þess fullviss, að deila þessi leystist innan skamms, ef ríkisstjómir beggja land- anna, * Bretlands og íslands, hefðu stöðugt samband sin á milli og skiptust á skoðunum í þessu máli. — NTB-Reuter. Þeiirra á zneðal vao- ■ as’Sausir herlangar NÚ ER smám saman verið að varpa æ meira ljósi yfir mestu hryðjuverk, sem þekkjast fram til þessa í mannkynssögunni. I*ykir nú fúllvíst, að kommúnistastjórn Kína hafi á síðustu árum líflátið 14 milljónir manna, sem verið hafa á valdi þeirra. Scr þó ekki enn fyrir endann á þessum skuggar legasta þætti kommúnismans. Meðal hinna líflátnu eru t. d. allmargir stríðsfangar úr Kóreustríðinu, . bæði kóreanskir, bandarískir og af öðrum þjóðernum, sem varnarlausir hafa verið teknir og murkað úr þeim lífið. KOMMÚNISTAR JÁTA ........... Á SIG SÖK | J>að hefur verið á alheims vit- orði, að kommúnistastjórnin hef- ur látið framkvæma fjöldaaf- tökur saklausra manna víðsveg- ar um Kína. Fréttir af þessum atburðum og Ijósmyndir hefur sjálf kommúnistastjórnin ekki blygðast sín fyrir að senda út um allan heim. AUGLJÓST HVE HRYÐJUVERKIN ERU I STÓRUM STÍL En það er þó ekki fyrr en á þessu ári, sem mönnum er að verða ljóst í hve gífurlega stór- um mælikvarða aftökurnar hafa verið. Bandaríska verkalýðssam- bandið hefur að undanförnu unnið að því að safna skýrslum og öðrum upplýsingum um þessi hermdarverk kommúnista. Hefur það fengið leynilegt samstarf við fjölda manns í Kína, þar á meðal margra opinberra starfs- manna kommúnistastjórnarinnar og hefur upplýsingum frá þeim; Frh. á bls. 12. Ofrúlegt, en saffl KONA nokkur í Mölve átti hálfs annars árs gamalt barn, sem hún lét vera úti á túni á daginn, með- an hún var að sinna húsverk- unum. En dag nokkurn fann hún ekki króann, er hún ætlaði að sækja hann. Leitaði hún nokkra stund og um síðir kom hún auga 1 á hann, þar sem hann hékk niður úr efsta þrepi stiga, sem reistur var upp við húsið. Hafði hann á einhvern undarlegan máta klifr- að upp, misst jafnvægið, en krækt öðrum fætinum í þrepið. Þannig hékk hann svo, þegar ^hana bar að. En þegar hún kom .að stiganum, datt barnið niður — og lenti í fanginu á henni. — Kfnafarar komnir affur NOKKRIR íslenzkir kommúnist- ar fóru í haust til Kína í boði kínversku kommúnistastjórnar- innar. Nokkrir þeirra eru komn- ir aftur heim. Þeir sögðu frétta- mönnum í gær, að þeir hefðu farið með flugvél til Peking, ferð ast í einkajárnbrautarvagni um Kína, haft nóg af fararstjórum og túlkum í kringum sig, fengið að tala við Mao Tse-tung, fengið að horfa á hersýningu, verk- smiðju, barnaheimili og sam- yrkjubú. Hinsvegar var þeim ekki boðið að horfa á alþýðu- dómstól né aftökur, þótt slíkar athafnir hefðu verið á almanna vitorði austur þar. Tómas Mann í Evrópu HINN heimsþekkti þýzki rithöf- undur, Tómas Mann, býr nú í útjaðri Zúrichborgar í Svisslandi og hefur í hyggju að dveljast þar a. m. k. eitt ár. — Er hann var á ferðalagi í Wien fyrir skömmu, sagði hann blaðamönnum frá því, að hann ætlaði sér að dveljast í Evrópu um nokkurt skeið að ó- breyttum ástæðum. — Mann er nú kominn undir áttrætt. Reuter-NTB LUNDÚNUM, 20. nóv. — Fjöldi manns lét lífið og um 100 særð- ust, er hraðlestin milli Madridar og Sevilla fór ;út af sporunum í I dag í Linaresþéraði. | Dulles næsli ulaitrikis- ráðherra Bandarik|anna Eisenhower lilnefnir þrjá ráSherra sína Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. f WASHINGTON, 20. nóv. — í dag var gefin út hér í borg yfirlýsing um það, hverja Eisenhower, hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna, ætlaði að skipa í embætti utanríkis-, innan- ríkis- og landvarnaráðherra í stjórn þeirri, sem hann mynd- ar hinn 20. janúar n.k., en þá tekur hann við forsetaembætti, eins og kunnugt er. > LANGAN FERIL AD BAKI | ára að aldri og hefur látið mikið ★ Við utanríkisráðherraem- ( til sín taka í bandarískum stjórn- bættinu á hinn kunni bandaríski málum. Einkum hefur hann stjórnmálamaður, John Foster fengizt við utanríkismál og var Dulles, að taka. — Dulles er 64 m. a. aðalfulltrúi Bandaríkja- « stjórnar á San Fransiskó-ráð- • stefnunni, er friðarsamningarnir við Japani voru undirritaðir. — Ennfremur hefur hann verið í sendinefnd Bandaríkjanna á þingi S. Þ. , ; FORSTJÓRI GENERAL MOTORS I > ★ Við landvarnaráðherraem- bættinu tekur Ch. Wilson, núver- ’ andi forstjóri General Mótors. Hann er 62 ára að aldri og hefur lengstum stundað lögfræðistörf, en forstjóri General Mótors hef- ur hann verið síðan 1941. , . V • . Þ ilf Að lokum má geta þess, að í innanríkisráðherraembættið ætlar Eisenhower að skipa Douglas McKay, ríkisstjóra í Oregoníylki í vesturhluta Banda- Charles E. Wilson. 1 FramH. é bl» 12. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.