Morgunblaðið - 21.11.1952, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 21. nóv. 1952
í 12
Saga SVFÍ fyrsfu 25
árin gefin úf
SLYSAVARNAFÉLAG íslands
verður 25 ára í janúarmánuði
næstkomandi. Það var stofnað
29. janúar 1928. Síðasta Lands-
þing félagsins ákvað að felá
félagsstjórn að minnast afmælis-
ins m. a. á þann hátt, að láta
semja og gefa út sögu félagsins,
þar sem lýst er störfum þess og
árangri þeim, sem náðst hefur,
að svo miklu leyti, sem hann
verður með orðum rakinn eða í
tölum talinn.
Kostnaður við afmælisritið
mun óhjákvæmilega verða all-
mikill, þar eð reynt hefur verið
að vanda til þess, bæði um mynda
val og allan frágang. Mörg fyr-
irtæki og einstaklingar hafa í til-
efni af afmælinu og útkomu rits-
ins ákveðið að styrkja félagið
ineð afmæliskveðju og meðfylgj-
andi fjárupphæð. Kveðjurnar
verða síðan birtar í ritinu. Þeir,
sem hafa hug á að senda SVKÍ
slíka kveðju í tilefni af 25 ára
afmæli þess eru beðnir að snúa
sér til skrifstofu félagsins, Gróf-
in 1, eða hringja í síma 4897.
Engir samningar milli
Bandaríkjamanna og Dana
nm fjölgun flugvalla
í Grænlandi
WASHINGTON, 18. nóv. — Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til-
kynnti í dag, að samningar hefðu verið úndirritaðir um endvy;-
bætur á bandarískum flugvelli á Grænlandi. Flugvöílurinn „Bluie
West 1“ í Narssassuak á vesturströnd Grænlands hefur verið opinn
síðan í síðustu heimsstyrjöld, er hann var notaður í þágu land-
varna landsins.
Juin Sekinn í Akademíuna
PARÍS, 20. nóv. — Juin, marskálk
ur, var í dag tekinn í frönsku
Akademíuna í stað hins látna
franska skálds, Jean Haraud. —
Juin er yfirmaður franska ncrs-
ins og stjórnandi landhers Atla) ts
hafsríkjanna í Evrópu. — luin
náði kosningu í fyrstu atkvæða
greið'ia og diógu sig þá aðr.r,
sȒT: til g. eina K.omu til baka.
— Rcuter-NTB.
STARFINU HALDIÐ AFRAM ®
í tilkynningunni birti Michael
J. McDermott, blaðafulltrúi ráðu-
neytisins, ummæli Grænlands-
deildar dönsku stjórnarinnar þess
efnis, að samningur hér að lút-
andi hafi verið undirritaður við
danskt fyrirtæki, er nefnist
Danska heimskautafélagið. Fé-
lag þetta er samsteypa úr 6 sjálf-
stæðum fyrirtækjum.
Samkvæmt upplýsingum frá
McDermott gerir samningurinn
ráð fyrir, að snemma á næsta
ári verði haldið áfram starfi því,
er danska stjórnin hóf í ágúst-
mánuði s.l., en sem nú hefur
stöðvazt sökum vetrarveðrátt-
unnar. Er starf þetta fólgið í
stækkun og endurbótum á flug-
vellinum.
Kína
Framhald af bls. 1
verið smyglað úr landi. Nýlega
gaf sambandið út skýrslu um
nirðurstöður rannsóltna þessara.
Þykir nú uppvíst, að
kommúnistastjórnin hefur á
síðustu 5 árum tekið af lífi
eða valdið dauða 14 milljóna
manna, sem voru á valdi
hennar.
FIMM MILLJÓNIR
LANDEIGENDA
TEKNIR AF
Þar af er stærsti hópurinn, 5
milljónir manna, sem teknir hafa
verið af lífi út um sveitir lands-
ins fyrir þann glæp „að hafa ver-
ið landsdrottnar“. Aftökur þess-
ara manna fóru fram aðallega
1951 og fyrri hluta þessa árs.
3 milljónir manna hafa verið
líflátnir, sakaðir um að vera aft-
urhaldssinnar og 2,600,000 fyrir
að hafa verið skæruliðar. 900
þúsund manna hlutu dauðadóma
fyrir að hafa verið svikulir kaup
menn.
HERFANGAR, SEM EKKI
AÐHYLLTUST KOMMÚNISMA
Þá er að geta herfanga, sem
kommúnistar hafa tekið varnar-
lausa í fangabúðum og tekið af
lífi. 365 þúsund fangar, sem bar-
izt höfðu í liði Þjóðernissinna og
27 þúsund japanskir fangar hafa
verið Hflátnir, vegna þess, „að
þeir tóku ekki sinnaskiptum við
uppfræðslu kommúnista.“
Siðan Kóreustríðið hófst hafa
margir handteknir hermenn, sem
barizt höfðu gegn kommúnistum,
verið fluttir til Kína og líflátnir
þar skömmu síðar, vegna þess að
þeir vildu ekki læra né aðhyll-
ast kommúnistísk fræði.
AFTÖKUR HERFANGA
í skýrslunni er getið 21,400
.-stríðsfanga af Kóreuættum, sem
kínverska kommúnistastjórnin
hafi látið taka af lífi, rúmlega
500 hermanna bandarískra og j
116 herfanga af öðrum þjóðern-
um, sem barizt höfðu í liðssveit-
um S. Þ. Aftökur þessar fóru
fram á vopnlausUm og varnar-
lausum herföngum. _________ I
ENGIR NÝIR
FLUGVELLIR
Hann neitaði eindregið fyrri
yfirlýsingum um, að danska
stjórnin hefði gert samninga
við Bandaríkjastjórn um
byggingu fjölda flugvalla á
Grænlandi.
Þessi starfsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins benti á,
að hinn 27. apríl 1951, hafi Banda
ríkin og Danmörk undirritað
samning um varnir Grænlands,
og hafi utanríkisráðuneytið birt
innihald hans 18. maí, 1951.
— Lundúnabréf
Framhald af bls. 9
og bardagaaðferðum. Hann
var gjörsamlega óþekktur mað
ur hér í landi, en vann sér
nafn á ótrúlega skömmum
tíma.
Ekki var laust við að tvær
grímur rynnu á dáendur Eisen-
howers, er það spurðist að höfuð-
postular ein’angrunarstefnunnar
hefðu gerzt hershöfðingjar í liði
hans. Milli Tafts og Breta hafa
jafnan verið kaldar mágaástir.
Allir miðarnir uppseldir, áður
en búið var að prenfa |sá J
"V
Kvikmyndin um H. C. Andersen frumsýnd
í New Yorfc á mánudag i
KVIKMYND Samúels Goldwyn’s um ævi danska skáldjöfursins
H. C. Andersens, er olli miklum deilum milli Dana og kvikmynda-
stjórans á sínum tíma, verður frumsýnd í New York n.k. mánu-
dag, — en ekki í Kaupmannahöfn, eins og Danir höfðu gert sér
vonir um.
Fóru fil járnsmiðs, —
ef þeir höfðu tannpínu
JÖNKÖPING — Spíspertur gekk
elzti maður Svíþjóðar, Anders
Johan Jonasson, frá Mulseryd,
hröðum skrefum inn á tann-
lækningastofu í Jönköping nú
ekki alls fyrir löngu. Kvaðst
hann hafa haft mjög kvalafulla
tannpínu undanfarinn hálfan
mánuð og vildi hann því fyrir
hvern mun lósna við tannar-
skömmina. Aðgerðin gekk prýði-
lega og sæll og ánægður hjólaði
þessi 105 ára gamli maður aftur
heim til sín í Mulseryd.
Kvað hann ekki mikið að láta
draga úr sér tönn nú á dögum.
— „Það var eitthvað annað í i
minni æsku“, sagði hann, „þá
varð maður að fara til næsta járn-
smiðs, ef maður hafði tannpínu
og þurfti að losna við skemmda
tönn“.
▲ BEZT AÐ AVGLfSA A
W i MORGVJSBLAÐim V
HYGGJA GOTT TIL
SAMVINNU VIÐ
EISENHOWER
Þegar úrslitin spurðust var
fjarri því að Bretar leyfðu sér
yfirleitt að láta skoðanir í Ijósi.
En mörg blaðanna létu í ljósi þá
skoðun að skaði væri ef maður
eins og Stevenson hyrfi aftur af
sjónarsviðinu jafn skjótt og hans
væri ekki lengur þörf sem for-
setaefnis. Hér væri maður á ferð
sem veita bæri athygli. Eisen-
hower var vitanlega boðinn vel-
kominn, en einkum sá Eisenhow-
er, sem þekktur var í Evrópu
áður en til kosningabaráttu kom,
Bretar munu vonast eftir að
skoðanir Eisenhowers og starfs-
aðferðir verði í samræmi við
frægðarferil hans í Evrópu, og
hyggja þá gott til samvinnu við
hann.
KRÝNING ELÍSABETAR
UNDIRBÚIN
Niður við Mallstrætið er byrj-
að að reisa áhorfendapalla með-
fram leiðinni frá Buckingham-
höll til Westminster Abbey, sem
Elisabeth drottning mun aka til
krýningar sinnar á komandi
sumri. Sæti meðfram leiðinni eru
þegar seld á 3 til 35 punda verði
og fá færri en vilja. Þeir, sem
eru svo heppnir að búa meðfram
leiðinni geta leigt út glugga sína
ótrúlegasta verði. Einkum hefir
eftirspurnin verið mikil frá
Ameriku eftir sætum á þessum
stöðum.
Annar undirbúningur er haf-
inn bæði í London og víðs vegar
um landið. Fjöldi hótela er þegar
búinn að lofa öllum herbergjum
sínum krýningarvikuna. Útlit er
því fyrir að nokkrar þúsundir
verði að gista „uppheims bláa
tjald“ krýningarnóttina í London:
f«, ÁRA GÖMUL HUGMYND
Nú þegar myndin verður frum-
sýnd í New York, eru nær 16
ár liðin, síðan Goldwyn fékk þá
hugmynd að gera kvikmynd um
ævi Andersens. Þá þegar hafði
skáldið Konrad Bercovici tilbúið
handrit, sem hægt var að nota
við töku þessarar myndar. Sendi
hann það til hinna ýmsu kvik-
myndafélaga, en enginn hafði á-
huga á því nema Goldwyn.
Síðan var þetta handrit um-
skrifað 38 sinnum, áður en Gold-
wyn varð ánægður með það og
sá, sem lagði smiðshöggið á það,
er hinn kunni gamanleikahöf-
undur Moss Hart.
EINRÁÐUR
Goldwyn er einasti kvikmynda
forstjórinn í Hollywood, sem get-
ur gert það, sem honum býr í
brjösti. Upphaflega var hann
einn af aðalforstjórum Para-
mountfélagsins, en sagði því
starfi lausu, vegna þess að hann
„lét sér ekki lynda að vera ein-
ungis einn af mörgum forstjór-
um“. — Síðar stofnaði hann hið
heimsþekkta kvikmyndatökufél.
Metro-Göldwyn-Mayer, en nú er
hann forstjóri hins stóra kvik-
myndafélags Sam Goldwyn & Co.
Á hann einn megnið af hlutafé
þess fyrirtækis og tekur ákvarð-
anir um allar framkvæmdir á
eigin spýtur.
VAR SJÁLFUR
LJÓTI ANDARUNGI....
Er Goldwyn var að því spurð-
ur, hvers vegna hann hefði ráð-
izt í að láta gera þessa stórmynd,
svaraði hann því til, að hann
hafi haft mikið dálæti á ævin-
týrum Andersens allt frá barn-
æsku vegna hinnar miklu lífs-
sþeki, sem í þeim er að finna.
Einkum segist hann vera mjög
hrifinn af Nýju fötum keisarans,
Litlu hafmeyjunni, — og ekki
sízt Ljóta andarunganum. „Ég
er jú sjálfur ljótur andarungi“,
hefur hann nýlega sagt við blaða
mann, er spurði hann tíðinda um
þessa nýju stórmynd hans. —
Þegar ég var ungur, var ég bæði
fátækur og lengst um svangur...
En hvort ég er orðinn svanur,
— það veit ég ekki,“ bætti hann
við.
KOSTAÐI UM
4 MILLJ. DOLLARA
Mynd þessi kostaði um 4 millj.
dollara, enda koma fram í henni
hinir færustu listamenn, t. d.
ballettdansararnir Jeanmaire og
Roland Petit, balletmeistari. Og
franski listamaðurinn Clavc sá
um alla sviðsskreytingu. — Lengi
framan af var það eitt erfiðasta
viðfangsefnið að finna góðan
mann í hlutverk H. C. Andersens.
Voru ýmsir leikarar nefndir í því
sambandi, s. s. Cary Cooper,
Gregory Peck og jimmy Stew-
ard, én Goldwyn var ekki ánægð-
ur með neinn þeirra. Að lokum
datt hann niður á Dany Kaye,
hinn fræga grínleikara, og var
hann látinn taka að sér hlutverk
Andersens. Olli það miklum deil-
um og olnbogaskotum í fyrst-
unni — en það er önnur saga.
Ekki er gert ráð fyrir, að
myndin verði sýnd í Kaupmanna
höfn fyrr en í ágústmánuði á
næsta ári. — Hins vegar verður
hún, eins og fýrr getur, frumsýnd
í New York á morgun, — og voru
ailir miðar uppseldir, áður en bú-
ið var að prenta þá.
--------------------- 4
— Ný ofséknar- j|
herferð '^j
Framhald af bls. 7
efnamikið fólk, þótt þeim með
framtakssemi og dugnaði hafi
tekizt að eignast þak yfir höfuðið.
Margir húseigendur eru gamalt
fólk, sem hefir ætlað sér að lifa
af arði húsa sinna í ellinni. Menn
mega því ekki halda að allir eig-
endur leiguíbúða séu auðkífingar
sem ekkert sé athugavert við að
beita ofríki og réttarsk'erðingum.
Og jafnvel þótt menn séu efn-
aðir, þá hljóta þeir þó einnig að
eiga s-inn rétt í þjóðfélagi, sem
telur það ekki glæpsamlegt að
menn eignist eitthvað, og það
virðist a ðminnsta kosti koma sér
vel að menn eigi eitthvað, þegar
ríki og bæjarfélög eru að krefja
borgarana um skatta og skyldur.
Stjórn Fasteignaeigenda-
félags ReykjaVíkur. j
— Dulles
Framhald af bls. 1
ríkjanna. Er gert ráð fyrir, að
hann hafi orðið fyrir valinu
vegna hinna geysimiklu fram-
kvæmda, sem í ráði er að hefja
í vestur- og norð-véstur ríkjun-
um innan tíðar.
í BAMBLE hefur sá siður verið
inn leiddur, að bjóða þeim, sem
eiga hálfrar aldar fermingar-
afmæli í mikla veizlu. í ár á að
bjóða bæði þeim, sem voru
fermdir 1901 og 1902, því að í
fyrra var engin veizla haldin.
ÍT MARKÚS
Dodd
I'fA NOT
SATISFIED...I
WANT TO SEE
THE SHOW
> OPEN...
I'LL GO.
ALONE !
ACT OF THE SHOW, A FLV-
CASTING EXPERT IS THRILLÍNG
THE GREAT AUDIENCE AT
the crrv' auditopium /
JOHNNV...
ITfe A
SUCCESS .'
BV THE VVAV,
HAVE VOU
SEEN CHERCV
ANVWHERE ?
1 HUI-c j.
so... mv ia
PLANE
LEAVES IN
AN HOUS/
1) — Ekkí ,er ég ánægð með
þetta. Ég yerð að sjá frumsýn-
inguna og þá er bezt að ég farí
ein.
2) Sýningin hefst . — Þar eru
mörg; , sýningaratriði. Alvánur
laxveiðimaðuí sýnir leikni sína
í að kasta. ■ v
3) — Sýningin ætlar aðsheppn-
ast framúrskarandi vel, Markús.
— Auðvitað, ég var aldrei í vera einhversstaðar meðal áhorf-
vafa um það, en heyrðu Jonni, endanna.
hefurðu komið auga á haha. — Ég vona það. Ég má lítinn
Sirrí? - I tima missa, því að flugvélin fec
4) — Nei, en hún hlýtur að eftir klukkustund.__________________