Morgunblaðið - 21.11.1952, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 21. nóv. 1952
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Kjarabætur og „diplomatí“
LÓTT kröfur þær, sem bornar
hafa verið fram af hálfu verka-
lýðsfélaganna við samninga þá,
sem nú standa fyrir dyrum, þar
sem farið er fram á yfir 30%
kauphækkun að jafnaði, séu
vissulega fjærri lagi eins og nú
er ástatt fyrir atvinnuvegum
þjóðarinnar, þá má þó ekki missa
sjónar á því, að þessum kröfum
liggja að baki óskir fólksins um
betri kjör sér til handa, óskir
sem eiga að mæta skilningi, þrátt
fyrir erfiðleikana á því að koma
til móts við þær.
Það er sjálfsagt, að athugaðir
séu til hlítar allir möguleikar á
því, að gera ráðstafanir, er að
einhverju Ieyti gætu mætt þess-
um óskum, án þess að hagkerfi
þjóðarinnar sé með slíku stefnt í
voða. En vafamál er, hvort nokk-
ur samkomulagsgrundvöllur er
fyrir slíku, jafnvel þótt slikar
ráðstafanir væru til. Það er sem
sagt opinbert leyndarmál, að þeir
sem í rauninni standa fyrir kröf-
unum eru pólitískir flokksfor-
ingjar, sem ekki hafá áhuga fyrir
kjarabótum fólkinu til handa,
heldur valdaaðstöðu sinni.
Þeir mnnu hamast á móti
samkomulagi um annað en
kauphækkanir, sem séu hæfi-
lega miklar til þess að ríkis-
stjórnin verði á eftir knúin
til óvinsælla ráðstafana, svo
sem gengisiækkunar eða ann-
ars, sem ekki er betra. „Sig-
urinn“ í kaupdeilunum á að
vera fjöður í þeirra hatt, en
afleiðingar „sigursins", ráð-
stafanir, sem gera verður til
þess að hann stöðvi ekki at-
vinnuvcgina á að r.ota á sín-
um tíma til áróðurs gegn rík-
isstjórninni. Það þarf engan
speking til þess að sjá hvað
fyrir hinum klóku „diplomöt-
um“ vakir.
Vissulega er hér mikill vandi
á höndum. E. t. v. er sú skoðun
engin fjarstæða, að betra myndi
að ganga að kröfunum óskert-
um, en semja t. d. um það að
gengið sé að þeim að hálfu- Hið
síðara myndi valda langvarandi
lömun atvinnulífsins, þar eð
stefnt væri út í haftaforað, tap-
rekstur og tekjuhalla, ef ekki
væri gripið til gengislækkunar.
Þannig fengju stjórnmálaforingj-
arnir, sem att hafa fólkinu út í
vandræðin, vilja sínum bezt
framgengt. Ef gengið væri hins
vegar að kröfunum óskertum og
jafnvel meira til, myndi fólkið
brátt sannfærast um það, að sú
kenning „diplomatanna“ að hægt
sé að bæta kjörin takmarkalaust
með því að gera nógu miklar
kaupkröfur, er fölsk og að feng-
inni ,dýrkeyptri reynslu snúa
baki við falsspámönnúnum í eitt
skipti fyrir öll.
Það má heldur ekki loka
augunum fyrir því, að það er
mikið mannúðarmál að haft
sé vit fyrir stjómmálaforingj-
unum, þannig að styrjöldin sé
háð á öðrum vettvangi en
þeim að þjáningar af völdum
hennar bitni aðallega á börn-
um og sjúklingum, en slíkt
myndi langt allsherjarverk-
fall gera.
Er það 1 rauninni hryggilegur
vottur um áhrif stjórnmálaleið-
toganna á baráttuaðferðir verka-
lýðssamtakanna, að síðan þessara
áhrifa fór að gæta, hefur aðal-
vopnið sem beita hefur átt, ver-
ið stöðvun mjólkurflutninganna
til bæjarins. Meðan verkalýðs-
félögin mörkuðu ein bardaga-
aðferðirnar, var þetta aldrei gert,
Dulles hefur jafnan sfuðlað að sætt-
um vlð évini og samstarfi við vini
DemsÉrafar jafnt og repu-
blikanar hlýddu ráðtisn hans
jafnvel þótt kommúnistar stjórn-
uðu verkföllunum.
En stjómmálaforingjarnir
vita, að þeir hafa sjálfir öðr-
um betri aðstöðu til þess að
ná sér i mjólk úr fjósum í
nágrenni bæjarins ög vor-
kenna þá ekki böraum ann-
arra að fá ekki mjólk. Það
getur þó verið, að fyrr eða
síðar fái þeir þann dóm í al-
menningsálitinu fyrir þetta
athæfi sitt, sem þeim verður
eftirminnilegur.
1 Frelsi — einokun
ATHY GLIS VERÐAR umræður
hafa síðustu daga farið fram á
þingi um nefndarálit meirihluta
samgöngumálanefndar, en þar er
lagt til að Ferðaskrifstofa rikis-
ins hafi ekki lengur ein einka-
rétt á allri fyrirgreiðslu og ferða-
skipulagningu erlendra manna. |
Þessi skipan mála virðist þó í
hæsta máta vafasöm ráðstöfun. j
Engínn grundvöllur er fyrir því
að ríkið eigi eitt að hafa rétt á
því að taka á móti ferðamönn-
um, en allt bendir aftur á móti
til þess að slíkt starf skuli liggja
hjá þéim einstaklingum, er til
þess verks eru bezt hæfir sök-
um sérmenntunar og annarra
aðstæðna. Slíkur er háttur hjá
öllum nálægum menningarþjóð-
um, er hvað mestan ferðamanna- j
straum fá árlega inn yfir landa- '
mæri sín. Þar er fyrirgreiðsla er-
lendra ferðamanna álitin með
réttu það vandaverk, að sam-
keppni færustu sérfræðinga á því
sviði geti ein leyst vandann og
ferðamönnum veitt frjálst val
milli margra ferðaskrifstofa. — í
fáum greinum nýtur samkeppnin
sín betúr en einmitt hér, í fáum
atriðum er valfrelsið mikilvæg-
ara góðri þjónustu. |
Af þessum orsökum hlýtur það^
að koma nokkuð spánskt fyrir
sjónir, að við íslendingar skulum
einir halda í rikiseinokun á þessu
sviði, einkum þar sem hún verð-
ur ekki réttlætt hér með stórum .
ágóðahlut, er hún veiti í ríkis-
sjóð. Enn er og þess að minn-
ast, að um langt skeið var ferða-
mannafyrirgreiðsla á einstakra
manna höndum, og gaf sú skip- |
an hina beztu raun. Nú starfa
hér á landi að minnsta kosti tvær
aðrar ferðaskrifstofur, en sú er
ríkið rekur. Hafa þær fulla
heimild til þess, að greiða fyrir
ferðum íslendinga erlendis og í
sínu eigin landi. Virðist því eng-
in röksemd fyrir því, að þær séu
ekki jafnfærar að annast einnig,
ásamt Ferðaskrifstofu ríkisins,
fyrirgreiðslu erlendra ferða-
manna. Myndi það án efa stuðla
að auknum auglýsingum og land-
kynningu erlendis, ef heilbrigð
samkeppni kæmist þannig á
milli ferðáskrifstofanna allra.
Enn er loks að telja að heimild
er fyrir því að umboðsmenn er-
leúdra ferðaskrifstofa mega veita
útlendingum fyrirgreiðslu hér og
virðist þá enn fráleitara að banna
íslendingum að annast það starf
sömuleiðis.
Allt ber því að sama brunni.
Án þess að um nokkurt van-
traust eða gagnrýni á Ferðaskrif-
stofu ríkisins eða forystumenn
hennar sé að ræða virðist aug-
Ijóst, að veita beri þeim íslenzk-
um ferðaskrifstofum, er þess
æskja, fullt leyfi til að taka á
móti erlendum gestum og greiða
götu þeirra sem bezt á allan
hátt.
JOHN FOSTER DULLES,
hinn nýskipaði utanríkisráð-
herra í stjórn Eisenhowers,
hefur að baki sér langa
reynslu og mikla þekkíngu í
utanríkismálum Bandaríkj-
anna. Það sést bezt hvílíkt álit (
landar hans hafa haft á hon-
um, að enda þótt hann hafi
jafnan verið ákveðinn repu-
blikani, þá hafa demokrata-
stjórnir þær, er við völd hafa
setið að undanförnu, hvað eft-
ir annað falið honum marg-
vísleg þýðingarmikil störf í
skiptum við aðrar þjóðir.
AFI HANS VAR
UTANRÍKISRÁÐHERRA
Dulles er fæddur 1888 og er því
64 ára. Faðir hans var mikilvirtur
klerkur, en afi fians, John Wat-
son Foster, var kunnur stjórn-
málamaður og var m.a. utanríkis
ráðherra í stjórn Harrisons. for-
setá Bándaríkjanna. Af þessum
afa sírium kveðst John Foster
Dulles margt hafa lært og hafa
að mörgu reynt að taka hann sér
til fyrirmyndar, og þá ekki sízt
hvað viðvíkur áhuga fyrir utan-
ríkismálum.
FLUGSKARPUR MAÐUR
Dulles fór í Princeton-háskól-
ann og lærði lögfræði. Margar
sögur ganga af honum í skólan-
um. Hann þótti sérstaklega næö^
ur og þótt hann væri oft latur að
lesa þá gerði það lítið til, því að
á einu kvöldi gat hann kynnt sér
og skilið, það sem aðrir þurftu
e.t.v. marga daea í. Og jafnan
síðan hefur verið hina sömu sögu
að segja, að Dulles hefur þótt
óvenjulega fljótur að komast að
kjarnanum í hverju máli.
NEISTI NÝRRAR
STYRJALDAR
Hann sat sem fulltrúi Banda-
ríkjanna í Versalasamníngunum
og það hafði áhrif á skoðanir
hans á utanríkismálum síðar, er
hann sá hvernig fór fyrir friðar-
og bræðralagsstefnu Wilsons for-
seta. Þegar kröfur þeirra Lloyd
Georges og Clemenceaus um
stríðsskaðabætur og hefnd yfir
óvinunum náði fram að ganga,
þá þóttist Dulles sjá í þeim neista
nýrrar styrjaldar.
Hann rak nú um langt árabil
lögfræðiskrifstofu í New York og
ávann sér mikið álit. — Þegar
lengdust skuggar styrjaldar-
hættu gerðist hann forustumað-
ur trúarlegrar friðarhreyfingar.
Styrjöldin brauzt út og þegar leið
að lokum hennar, tók þegar að
bera mikið á Dulles í viðskiptum
Bandaríkjanna við hinar sigruðu
þjóðir.
HJÁLP, EN EKKI HEFND
Stefna Dulles í þeim málum
hefur alltaf verið skýr: Það verð-
ur að útiloka alla hefnd. Banda-
ríkin eiga að hjálpa hinum sigiv
uðu þjóðum, stefna að því að út-
rýma ýmis konar misrétti og
beizkju. Það á ekki að hugsa um
hefnd fyrir hjáliðna styrjöld,
heldur reyna að treysta friðinn
í framtíðinni með vináttu. Þessi
skoðun Dulles varð ríkjandi í ut-
anríkisstefnu Bandarikjanna. Og
skýrast varð hún staðfest í frið-
arsamningum þeim, sem Japanir
undirrituðu við fyrrverandi ó-
vinaþjóðir sínar s.l. ár. En af
þeim friðarsamningum átti Dull-
es mestan veg og vanda. Hafði
Truman þáverandí forseti skipað
hann sérstakan sendimann Banda
ríkjanna við að koma á friðar-
samningum.
ÁTTI FRUMKVÆDI AÐ
SAMSTARFI
Dulles ritaði 1946 ritgerð
' um marlimið kommúnismans
og Rússa, og er talið að hún
hafi valdið straumhvörfum í
alþjóðastjórnmálum. Fram til
þess tíma hafði undanlátssem-
in við Rússa valdið því. að
hvert smáríkið á fætur cðru
féll undir þeirra járnhæl og
öðrum. Hann. sat ótal fundi
S. Þ. og ráðherrafundi á þeim
árum.
i
STUÐNINGUR Víl) S. Þ.
Nú síðast gerðist hann í kosn-
ingabaráttunni einn af þremur
ráðunautum Eisenhowers í utan-
ríkismálum. Skoðanir þeirra eru
taldar falla saman í aðalatrið-
um. Báðir leggja áherzlu á stuðn-
ing við S. Þ., á öfluga vináttu
og samvinnu við aðrar frjálsar
þjóðir.
John Foster Ðulles
ekki var annað íyrirsjáanlegt,
en að öll Vestur-Evrópa færi
sömu leiðina. Það voru vissu-
lega dimmir tímar. En á
næstu ámm var skipulögð
samhjálp og samstarf hinna
frjálsu þjóða. Dulles var ráðu
nautur bæði Byrnes, Marshalls
og Achesons, sem voru utan-
rikisráðherrar hver fram af
NÍUNDA umferðin í haustmóti
Taflfélags Reykjavíkur var tefld
s.L miðvikudag. Leikar fóru
þannig, að Þórður Þórðarson
vann Jón Einarsson, Þórir Ólafs-
son vann Kára Sólmundarson,
en jafntefli varð hjá Arinbirni
Guðmundssyni og Lárusi John-
sen og Sveini Kristinssyni og
Jóni Pálssyni. — Hitt urðu bið-
skákir.
Guðjón M. Sigurðsson er nú
efstur og Þórir Ólafsson annar.
Biðskákir verða tefldar í kvöld
og tíunda umferð á sunnudag.
Velvakandi skrifar
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Háværir vegfarendur.
SJÚKLINGUR á Landakots-
spítala skrifar fyrir skömmu
á þessa leið:
„Kæri Velvakandi!
Ég er því miður neyddur til
þess að bera upp kvartanir mín-
ar við þig og biðja þig að koma
þeim á framfæri. Það er vegna
hávaðans hér fyrir framan sjúkra
húsið á kvöldin. Fólk, sem er
seint á ferli virðist gera sér leik
að því, að vera með læti, hróp,
köll og jafnvel drykkjusöngva við
þessa byggingu, sem það þó veit,
að er full af veiku fólki. Svo
rammt kveður að þessu, að sjúkl-
ingarnir geta oft ekki sofið langt
fram eftir nóttu.
Þess má geta, að sett hafa verið
upp spjöld með áskorunum til
bilstj., að aka heldur niður fyrir
sjúkrahúsið, um Öldugötuna én
að fara um Túngötuna fyrir fram
an það. Það mundi lengja leið
þeirra um örskamman spöl og
engum töfum valda. En spjöldin
hafa bara verið tekin niður og
flutt inn í port sjúkrahússins!
Vilja fá svefnfrið.
NÚ vil ég fara þess á leit, að
fólk spari sér þennan hávaða
og læti á þessum slóðum. Veikt
fólk þarf að hafa svefnfrið, til
þess að því geti batnað. Það vona
ég að allir góðir menn skilji.
Þakka þér svo fyrirfram fyrir
aðstoð þína, Velvakandi minn. —
Sjúklingur á Landakotsspítala".
Borgarbúar góðir, þið, sem
kunnið að vera á ferli að kvöld-
eða næturlagi nálægt sjúkrahús-
um. Fínnst ykkur ósk þessa bréf-
ritara vera ósanngjörn? Það
finnst mér ekki. Ég álít, að' það
minnsta, sem við er hraust erum
og hress, getum gert fyrir veika
samborgara okkar, sé að láta þá
hafa svefnfrið. Það er í sann-
leika sagt einstakt skeytingarleysi
að hafa hávaða í frammi nálægt
sjúkrahúsum, hvort heldur er að
degi eða nóttu. Látið þessvegna
af þessum ósið, sjáið sjúklingana
í friði. Minnist þess einnig, að
við sem nú erum hraust getum
einhverntíma orðið veik, og þurft
á hvíld og friði að halda.
, 1
Þágufallssý kin á hástigl.
KONA, sem hafði laglega rödd
gerði sig seka um mikla yfir-
, sjón í kvennatíma útvarpsins i
fyrrakvöld. Tunga hennar var
heltekin slæmum sjúkdómi, þágu
fallssýkinni illræmdu.
j Við skulum athuga nokkrar
setningar, sem hún sagði:
| „Það (fólkið) getur skoðað sig
um eins og því lystir“.
| „Þeim (karlm.) dauðlangaði til
að skoða þær (rakvélarnar)“
,,Ef því langar til að bregða sér
út fyrir borgina“.
Eitthvað á þessa leið komst
blessuð manneskjan að orði.
Það var óskaplegt að hlusta á
þetta. Ung kona með fallega rödd
má ekki segja svona vitleyfeur.
Hvorki ungir né gamlir mega
syndga svona gegn frumreglum
íslenzkrar tungu, sízt af öllu í
útvarpinu.
1
„Afstaðan til annarra
flokka".
UNGIR AB-menn hafa undan-
farið auglýst hvað eítir annað
umræður innan félags sins um
„afstöðuna til annarra flokka".
| Grunur leikur á því, að um-
ræður þessar hafi snúist um allt
^annað. Mun það sanni nær, að
þær hafi fyrst og fremst beinzt
að innanríkismálum AB-flokks-
ins. Eru þar nú viðsjár miklar
með mönnum. Kennir hver öðr-
um um uppdráttarsýkina í liðinu.
Meðal helztu úrræða til viðreisn-
ar traustí flokksins hefur verið
rætt um nýja breytingu á nafni
AB-blaðsins!