Morgunblaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 5
y Miðvikudagur 24. des. 1952 \10KGUI\BLstui/J 5 1 ^J\venj>íóéin og, ^Jie i m i li (f '■IIIMhmmiMlllMIMIIIMIIMMMI uerskrar organ iMIIIIIMIIIMMMIIMIIIIIIMMIIIIIIMimillMllklllirilirimillllllMMIIMIIIIMIMMIMIIIMMVV Jól á Vatn§nesi úsmóðir tyrir nítíu ánjm ÞAÐ er víst nokkuð til í því, að við íslendingar sýnum yfirleitt mikinn áhuga á útlöndum og út- lendingum. Kannske er það vegna þess hvc lengi við vorum einangraðir og óvanir því að sjá ókunnug andlit. En nú er þetta allt breytt. Við höfum færzt inn á hina miklu þjóðbraut á milli austurs og vesturs og kippum okkur ekki lengur upp við heim- sóknir fólks frá framandi lönd- um, nema þá að því sjaldséðari gestir séu annars vegar. Það er t. d. harla fátitt, að Austurálfu- búar leggi leið sína hingað til hins kalda norðurs, og — þó, hér í Reykjavík hefir verið búsett um fimm ára skeið kinversk kona. Hún heitir Mah Sue Ching og er gift íslenzkum manni, Þráni Löve, kennara. KÍNVERSK AÐ ÆTT — BANDARÍSKUR ÖORGARI —- Eg iða í skinninu eftir að heyra yður segja mér frá föður- landi yðar hinu „góða landi“, Kína, ■— segi ég við frá Mah Sue Ching, er ég hitti hana rétt fyrir jólin á heimili hennar, Hraunteig -6, hér í bænum. — Okkur Islend ingum finnst nefnilega alltaf eins og dálítill töfraljómi hvíli yfir löndum og lýðum Austurlanda og eigum sjaldan þess kost að fræð- ast um þau efni milliliðalaust, ef svo mætti að orði kveða. — Já, það er nú svo, hljóðar svarið. — Ég er annars hrædd um að ég geti veitt yður litlu meiri fræðslu um Kína heldúr en hver annar, þar eð ég hefi aldrei svo mikið sem komið þangað. Ég er alkínversk að ætt og upp- runa, en tveir síðustu ættliðir í fjölskyldu minni hafa verið bandarískir borgarar. Hið kín- verska nafn mitt er Mah Sue Ching, Mah er fjölskyldunafnið, framan við skírnarnafnið að kín- verskum sið. Hinsvegar ’neiti ég öðru bandarísku skírnarnafni, Betty May og alltaf kölluð því nafni. í KALÍFORNIU HÁSKÓLANUM — Hvar áttuð þcr heima í Bar.daríkjunum? — Lengst aí í Kansas, sem er eitt af vesturríkjum Anaeríku. Annars var ég áður en ég kom til Islands, í Kaliforniu hóskólan- um í Berkeley, nálægt San Fransisco, þar sem ég vár við nám í heimilishagfræði. . — Hvað getið þér sag't mér um þá fræðigrein? — Hún skiptist í ýmsar mis- munandi greinar. — Ég, t. d. lagð; aðallega stund á næringarefna- fræði og manneldisfræði, fræði- lega greiningu ýmissa rétta o. s. frv. Hinsvegar eru svo aðrar grein ar, sem leggja aðal áherzlu á híbýlaskreytingu og allt sem hús ínu sjálfu yiðkemur: herbergja- skipun, niðurröðun húsgagna o. þ. u. 1. Sérstök grein fæst við. hin ýmsu vandamál neytenda, og þá -sérstaklega húsmæðra, að því er varðar hyggindi og sparnað í inn- kuupum og fjárhagslega stjórn heimilisins. Þetta nám kemur hús mæðrum yfjrleitt að fremur litl- ura beinum notum við heimilis- haldið, þar sem það er fremur fræðilegs eðlis, sem sérfræði- rhenntún á þessu sviði. LÉTTARA AD VERA HÚS- MÓBIR f BANDARÍKJUNUM ■— Hvernig _finnst yður að vera húsmóðir á Islandi. samanborið við Ameríku? , — Eiginlega á ég bágt með að Siui! samlal v!3 frú Mah Sue Oiing, lögð var yfir strokkinn, mörg í senn, og smádýft niður í strokk-r inn og látið storkna á milli. Mað-; , ' ur skagfirzkur hefur sagt mér frá vélindigkerti — jólakerti. sínu. —T Þess hef . ég hvergi annars stað^ ar heyrt' getið. Það var svo til EFTIRFARANDI kafli er tekinn úr hinni merku ritgerð' Óhafar Sigurðardóttur frá Hlöðúm: „Bernskuheimili mitt“, sem birt- ist í Eimreiðinni árið 1907. Jólafögnuðúr okkar var mikill, þó að föng væru íítil, þá fengum við mat svo mikinn, að við áttum hann til ígripa fram . að nýári. Mestur fengur var okkur að fá að smakka brauð. Þá var og ekki lítið gleðiefni að vakna við ilm- inn af brennivínskaffinu hans föður okkar á jólamorguninn, fá svo flóaða mjólk, nývöknuð í rúminu, með kandíssykurmola og 10 grjónalummum hvert. Þá vissu tölu vissum við, að við fengjum, hvort sem blés með eða móti. Mest hlakkaði ég þó til að fá„ jólaljósið mitt; kúskelina. Okkur var gefin kúskel eða hörpudiskur , með bræddum tólg og fífukveiki, eins og skelin'*tók. Svo kveiktum við öll hjartans glöð, hvert á sinni skel og lýst- um í hvert skot, ef ske kynni, að við fyndum eitthvað fémætt: — púkk — glerbrot — þorskhöfða- kvörn eða eitthvað ámóta dýr- mætt, sem við höfðum að leik- fangi. Hvað ljósið var lítið og bjart á skelinni minni! Ég hélt það var svo mjórri spýtu stung- alltaf á því og horfði hugfangin ið, utan um þá spýtu var lín- á það, þangað til ljósmetið þvarr skafi eða fífu vafið, bráð.num,- blásið upp og þurrkað, gegnum. Frú Mah Sue Ching með litla son sinn, Arthur. Hann verður 4 mánaða gamall á Gamlárskvöld. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) og ljósið mitt dó. Mér fi»nst sem ég aldrei hafi séð eins bjart ljós, og aldrei þótti mér eins ósköp vænt um kertaljósið mitt, eftir það að prestskonan gaf okkur kerti um hver jól, og er orsökin auðvitað sú, að þá var ég eldri. Þau kerti voru steypt í strokki: bráðin tólgur var látinn í strokk, heitt vatn undir, ljósarökin látin gera þar nokkurn samanburð, þar sem ég hafði ekkert af húsmóður- stöðunni að segja áður en ég kom til íslands. Ég held samt, að hús- mæður í Bandaríitjunum eigi hægara um vik í húshaidinu held ur en íslenzkar húsmæður, sér- staklega að því ‘er. niatargerðina vaiðar. Þær ge.ta fengið allt milli himins og' jarðar niðursoðið eða fryst í matvörubúðunum, svo að þær "þurfa ekki að verja, nema tiltölulega mjög litlum tíma til að útbúa nverja máltíð. Mér finnst skrítið, að á íslandi er látinn sykur í kartöílustöppu og sulta borðuð með kjöti. Hins- vegar fellur mér vel soðni fisk- urinn íslenzki og hangikjöt borða ég með beztu lyst. NEI OG JÁ — Svo að við snúum okkur aft- ur að Kína. —- Getið þér lesið kínversku og borðað hrísgrjónj með prjónum? — Nei við fyrri spurningunni, — já við þeirri síðari. Því miður átti ég þess ekki kost að læra kínversku, þar sem tiltölulegu íátt er um Kmverja í þeim hluta 1 Bandaríkjanna, þar sem ég ólst upp. I hinni stóru kinversku ný- lendu, Chinatown, sem er einn hluti af San Fransisco og annars staðar, þar sem margt er um Kín- verja, eru hinsvegar bæði kín- verskar kirkjur og skólar mik- ið er gert til þess að halda vio kínverskum sið.um og menningu. Chinatown er stærsta kínverska nýlendan í Bandaríkjunum, um 25 þús. Kínverjar eru búsettiv þar. ÓLÍKT KALIFORNIU — Hvaða hugmyndir höfðuð þér gert yður uih ísland, áður en þér kynntust því nánar? — Satt að segja, þá vissi ég alls ekki neitt um ísland, áður en ég kynntist manninum mínum og nökkrum íslenzkum stúdent- um, sem voru með mér við há- skólann í Berkeley. Það var ó- neitanlega dálítið ævintýralegt að leggja upp í svo langt ferða- lag. Við komum úil Reykjavikur í desemb.er, árið 1947, í rignir.gu og stormi — viðbrigði eftir Kali- forniu, þar sem cr eilíf sól og surpar. Hipsvegar var ég vön miklum vetvarkuldum, þegar ég átti heima í Kansas, ep þár er’ meginlandsloftslag: mjög heitt á surnrin og kallt á veturna. JÓL í BANDARÍKJUNUM — Eru íslenzk jói ólík því er þér vöndust vestur í Ameríku? — Ekki syo mióg, nema þú helzt, að á Islandi eru hátið's-' dagarnir fleiri. I Bandaríkjunum er Aðfangadagurinn yfirleitt ekki haldinn heilagur og ekki he'dur annar í jólum. Annavs eru siðir og venjur, í sambandi við jólin eins og annað, dálítið mismunandi frá einu ríki til ann- ars. Jólatré, jólagjafir og jóla- sveinar eiga mjög svipaðan þátt í jólagleðinni og hér. I staðinn fyrir vaxkerti á jólatrjánum eru yfirleitt alitaf notaðar rafmagns pe’-ur til að forðast eldhættuna. Jól.agjöfunum er raðað undir jólatréð og teknar upp ýmist á aðfangadagskvöld. eða jóladags- morgun — og svo er það jóla bovðið, steiktur kalkún, stoppað- ur. með sérstakri tegund a: brauð.i og cðru tjóðgæti. — allt þe'tta tilheyrir bandariskum jól- um.. Ég þakka frú Betty Lóve fvrir góðar viðtökur og óska hen.ni gleðileira jóla — beirra sjöttu, sem hún dvelur á Islandi. sib. tólg hellt svo í vélindið fullt ogr látið storkna. Það hafði þannt. góða kost, að kertið rann ekki niður, en smám saman varð aqt klippa ofan áf vélindinu, eftiif því sem spýtan brann og tólgur-* inn eyddist. Nú er maður þessi menningarfrömuður hinn mestj og alkunnur sem prúðmenni, erk alltaf ann hann endui;minningf. hanga niður úr þverspýtu, sem unni um vélindis-kertið sitt, ciná búið: Vélindi úr stórgrip var * og ég skelinni minni. ____; ■* S ■» ' ■—+*** Þannig' er rétta aðferðin við að nudda smyrslum á andlitið. Undirbúningiir tízknkvenna fyrír jéla- oy áramótafagna5 MARGIR eru þeir, sem hugsa sér að gera sér glaðan dag á jólun- um eða um áramótin, fara á dansleik eða einhvern mann- fagnað. Þá er gott fyrir kven- fólkið að hafa í hyggju að skenimtunin verður ánægjulegri. ef undirbúningurinn er gerður með nokkunú fyrirhyggju. Meðvitundin um það, að ali£ sé í bezta lagi. hárið fari vel* kjóllinn og hendurnar séu vel hirtar, gerir fasið frjálslegra og svipinn glaðlegri. Fyrst og fremst er áríðandi komast, á skemmtunina óþreyttú ar. Svefninn er betri en nokkurfc fegrunarlyf. Farið þvi snemmái að hátta kvöldið áður. , Það er betra að fara á hárS greiðslustofuna deginum áður, 05 greíða ekki alveg niður úr háríl mu fyrr en næsta dag. Þá tollijr skrýfingin "betur. Bezt er að hreinsa líka húðina kvöldið áður. Bindið klút urá hárið. Hreinsið svo húðina mefS hreinsunarsmyrsli og baðið síðan. andlitið yfir gufu, þangað tjí þér finnið að húðin er orðih vel heit og rauð. Þvoið síðan úr lcöldu vatni. Ef húð yðar eí~ hvorki feit né þurr, er gott a'S jjtrjúka yfir andlitið með sítrónu- sneið, Nuddið síðan næringar- Framli. á bls. 12 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.