Morgunblaðið - 24.12.1952, Side 8

Morgunblaðið - 24.12.1952, Side 8
& MORGtJNBLAÐlÐ Miðvikudagur 24. des. 1952 3*<iu jólin eru mér minnisstæðusl sem voru mér eriiðust Segðu bara að þú hafir talað við gamla konu. .... En þ'etta var samtaiið við konuna sem þvær í Isafoldarbóka búð. Hún vinnur áreiðanlega á meðan hún getur og hefur heilsu til. — Hún þekkir enga hlifð. Þorsteinn Friðþ.iófsson: „Ég segist bara verða að senda lögfraeðing“. Sumir borgu usdrsl... ... og skeilu berðiaisii „Hún vinnur verk sín hljóð er öllum mönnum góð“ segir Davíð Stefánsson um hina vinnandi konu. Þær eru margar honurnar sem þekkja vinnuna — stritið fyrir daglegu brauði barna sinna og sjálfra sín — þegar bezt lét. Þær þvo og þvo. Við öslum inn í verzlunina að deginum úr slabbinu á götunni. Næsta morg- un er gólfið hreint. Vinnandi kona hefur komið þar við. Ein þeirra heitir Inga Jóhann- esdóttir. Hún er núna 65 ára, fæddist að Skáni í Reykholtsdal í Borgarfirði. Þar lærði hún snemma handtökin. Öll sín 65 ár hefur hún unnic —- og vinnulaunin hrokkið fyrir daglegu brauði. Hún missti mann inn og kom börnunum 4 upp. Nú eru þau farin að heiman, börnin. Og nú heimsækja hana 6 barnabörn. Þau veita henn.i ánægju. Síðustu 11 árin hefur hún þvegið gólf. Komið með fötuna sina og skrúbbinn, þegar við vorum búin að sparka gólfið út. Komið að gólfunum óhreinum — skilið við þau hrein og hvítskúr- uð. Ég hitti hana í Bókaverzlun ísafoldar. Þar má sjá hana dag- lega milli kl. sjö og átta. Áður ej hún búin að flýta sér við þvottinn á gólfunum í Austur- bæjarskólanum. Þau óhreinkast líka. Ef hún flýtir sér kemur hún þessú öllu af — og getur lifað af kaupinu. Hún tekur mér fálega og þykir fjarstæða að setja nokkuð á prent af því sem hún segir. Þó segir hún rriér að hún hafi komið til Reykjavíkur árið 1911. — Hvað eru þér minnisstæð- ustu jólin á lífsleiðinni? — Þau sömu jól og mér voru erfiðust. Jólin fyrir 20 árum. — Maðurinn minn íézt nokkrum dögum fyrir jól og börnin voru fjögur í ómegð. Hún vill sem minnst segja um árin löngu og mörgu sem á eftu koriiu. En þau eru greypt i hend- ur hennar og andlit. Hún vann, hún vann, hún vann. Um morgna reis hún snemma úr rekkju. Börnin sváfu þegar hún gekk til fiskvinnunnar. Við fiskkarið vann hún fram eftir deginum, en elzta dóttirin, sem þó var um fermingu, hugsaði um heimilið. Síðan komu stríðsárin og „upp- gripin“. Uppgrip þvottakonunn- ar voru í því fólgin að hún tók að sér að þvo föt af hermönnum að kvöldlagi inni í Þvottalaug- um. Þangað fór hún að fiskvinn- unni lokinni. En þetta hrökk til. Börnunum kom hún upp. — Þetta var að vísu puð, sagði hún, en það dugði þó ekki að sltppa vinnunni þegar hún bauðst. S.vo breyttist allt. íslendingar hættu að verka fisk. Inga leitaði sér að vinnu annars staðar og fékk vinnu við hreingerningar. I 11 ár hefur hún skúrað í Austur- bæjarskólanum og hálfhlaupið niður í ísafoldarbókabúð til að skúra þar. — Hún þekkir enga hiífð. — Þetta er nú ekkert orðið rúna, hélt hún áfram. Smá dútl á kvöldin. Ég væri löngu komin í kör ef ég ynni ekki eitthvað. Ég kenni ekki gigtarstings enn- þá, sem betur fer. Ég hef alltaf átt því láni að fagna að vera heilswgóð. Og enn einu sinni á hún jól. Hvíld frá gólfþvottinum í tvo daga. Heimsókn til barnanna — og hvíld. I|ún vildi með engu móti láta myhda sig, en ég spurði hana hvtírs hún myndi óska sér ef hún ætt| eina jólaósk. —r Ég mundi bara óska mér að ég hefði góða heilsu sem lepgst og 4ð ég gæti unnið meðan ég er hérha megin.... En blessaður vertu ekki að prenta nafnið mitt. — Ég er hérna með reiknipg. — Þú verður að koma seinna, vinur minn. Ég hef enga pen- inga núna, varð ég að segja við drenghnokkann, þegar hann kom til mín á dögunum....En hvað heitir þú? Og hvað ert þú gamall? Ég heiti nú Þorsteinn Frið- þjófsson og ég er 12 ára. — Ertu ekki í skóla? — Jú, Austurbæjar. — Ertu þá að rukka bara til að græða oeninga? Og þannig var það með Þor-1 stein. Hann á heima á Fossvogs- bletti 42. Hann vaknar snemma og er aldrei syfjaður, og ér mætt- ur í skólanum kl. 8. — Ég fer oftast í strætó, en í verkfallinu fór ég stundum á hjóli og stundum labbandi. Það var nú ekkert á móti því sem það var í fyrra í snjónum. Þá sökk ég upp undir hendur í skafl- ana. — Hvað finnst þér skemmti- legast að læra? — Reikning. Allt annað er held ur leiðiniegt, nema íslandssaga. Ég vil nú samt læra og er að hugsa um að fara í Verzlunar- skólann 'seinna. — Og eftir hádegi rukkar þú? — Já, þrjá daga i viku. Ég rukka fyrir Sanitas og Preht- myndir...... Þeir borga miklu betur reikninga fyrir Sanitas. — Hvað færðu á mánuði? — Ég fæ 500 krónur á mánuði núna. En i suipar vann ég bara hjá Sanitas. — Ertu þá ekki orðinn flug- ríkur? — Nei. En ég á svolitið í bank- anum. — Hvað hefur þú haft mest af peningum í einu. — Það voru einu sinni hér um bil 16 þús. krónur í tösk- unni. HtZillé .... SÍMASKÍ FAN snerist og það hringdi þrisvar. — Halló. ... Veðurstofan, sagði viðfelldin kvenmannsrödd. — Þetta er á Morgunblaðinu. Má ég tefja ungfrúna í 5 mínútur og leggja fyrir hana nokkrar spurningar? — Ja-á. Á það að birtast í blaðinu? Mér er hálíilla við það. — Ifvert er nafnið? — Ertu búinn að kaupa jóla- gjafirnar? - — Já. Handa mömmu keypti ég sp. ...... (hann hættir og hugsar síg. um og scgir síðan) .... Hvenær kemur þetta í blað- inu? Og þegár hann veit að það kemur á aðfangadagsmorgun seg- ir hann: Þá get ég ekki sagt þéi það. — Hvað gerir þú utan vinnu- og skólatímans? — Ég leik mér. Á sumrin í knattspvrnu. Ég er í A-liði Vals í 4. fl. í sumar á kantinum en annars hef ég verið „fúllbakk". Svo fer ég stundum í bíó. — Einn? —- Nei. — Með kærustunni? -— Nei, sagði hann og hló glað- lega. — Hvernig list þér á blöðin? — Jilogginn er beztur, hann kemur heim.. Ég les fiéttirnar og ensku knattspyrnuna. • — Hvað myndir þú gera ef þú ættir eina ósk? — Ég veit ekki.......Óska að ég yrði góður maður. — En ef þú ættir aðra? — Að ég myndi lifa lengi. — Og þá þriðju? ■ — Að allir borguðu. — Auðvitað. En hvernig líkar þér annars að rukka? — Það er nú svona og svona. Sumir vilja aldrei borga. Segja manni að koma seinna, og ein- staka maður skellir á mann hurð- inni. — Verður þú aldrei vondur? — Sjaldan. En' stundum segi ég, að ég verði bara að senda lögfræðinginn. Ég lofaði að borga næst þegar Þorsteinn sýndi mér reikninginn. Þorsteinn kvaddi og hvarf á hjóiinu sínu út í buskann. ég. — Hvernig líkar þér á Veður- stofunni og hvernig líður dagur- inn hjá ykkur? — Mér líkar hér ágætlega. Við vinnum á vöktum, ýmist á morg- un-, dag- eða næturvakt. Dagur- inn líður hér furðu fljótt því nóg er að gera. Við teiknum inn á l:ort veðurathuganir frá Evrópu, Herdís Ásgeirsdóttir heiti ' Ameríku og skipum á hafi úti, tökum á móti veðurfregnum ut- i an af landi, útbúum tilkynningar ; um veðurfréttir, sem lesnar eru í útvarpið, vinnum að ýmiss kon- ; ar skriftum, færum dagbók o. fl. — Lestu stundum veðurfrétt- ' irnar í útvarpið á kvöldin? — Við skiptumst á um það. — Eruð þið ekki taugaóstyrk- ar? — Jú. Við vorum það sérstak- lega fyrst og það kom meira að segja fyrir að sú sem var að lesa féll í yfirlið við hljóðnemann. En nú höfum við sigrazt á þess- um taugaóstyrk og þetta gengur | allt slysalaust. — En hvernig verðu frístund- unum? — Ég fer æði oft í bíó. Einhvei I myndi til með að kalla mig bíó- dellumanneskju. — Hvaða myndir finnst þér skemmtilegastar? — Þær ensku og þær frönsku. Amerísku myndirnar eru heidur lélegar. Ég vil heldur sjá drama- j tiskar myndir en söng- og dans- myndir og tónlistarmyndir falla mér mjög vel í geð. — Ferðu oft á dansleiki? — Ekki nú orðið. Áður fór ég oft og alltaf er jafngaman að öansa. | — Hvernig lízt þér á karl- 1 mennina? — Þeir eru sæmilegir greyin. Það er bezt að vera ekki harðorð i þeirra garð. Oft eru þeir ó- kurteisir, en einnig oft skemmti- legiD en oftast heldur hugsunar- lausir í garð okkar stúlknanna. Þeir gætu margir hverjir verið betur klæddir og ættu helzt allir að nota hatta. — Hvað finnst þér um allt þetta jólastúss, hreingerningar og jólagjafir? — Það má alls ekki missa sín. Ef það væri ekki myndu jólin ekki vera eins hátíðleg og þau eru. -— Hvað myndir þú óska þér ef þú ættir eina ósk? —- Það veit ég ekki. Það er afskaplegt að fá eina ósk svona allt í einu. Ég myndi óska að friður kæmist á hvarvetna og að augu mannanna myndu Ijúkast upp og þeir sæju hvern annan í réttu ljósi. — En ef þú ættir aðra ósk? — Að ísland yrði um alla eilífð frjálst land. — Þetta er falleg ósk. Og þú færð eina ennþá. —. Ég óskaði mér eitt sinn þriggja óska á Helgafelli við Stykkishólm. Þá var þriðja ósk mín og verður aftur núna: gæfa og gengi handa öllum mír.um vinum. Herdís Ásgeirsdóttir: „Karlmennirnir gætu verið betur klætldir“. ©It esr SsessS vegtsar ölEis ókeyrandl ENGINN þorði að trúa Veður- stofunni þegar hún einn frost- ! aeginn í síðustu viku spáði rign- ! i.rgu daginn eftir. En Veðurstof- ! an hafði rétt fyrir sér sem fyrri; I d&ginn. Fólk öslaoi blautar göt- | urnar á öklaháum skóhlííum og ! eip og ein lágvaxin kona spennti! | upp regnhlífina sína — kannske ' tlTþess'að láta karlmennina taka eftir sér og beygja sig? Flestir gengu milli verzlana — margir með marga pinkla — aðrir tómhentir. Sumir með skóla tösku og þarna var einn með fiðlu. Sumir lögðu leið sína suður glampandi asfalt Lækjargötunn- ar, nokkrir voru stórstígir — aðrir hlupu. Og þarna var hann strætis- vagninn, blár og breiður, tilbú- inn til Hafnarfjarðarferðar, — inni var hlýtt og notalegt. Öll sætin, 46 talsins, setin og nokkrir stóðu. Dugnaðárlegur og ákveðinn n:aður sat undir stýrinu og tók við fargjaldinu sjálfur. Níels Jónsson heitir hann, Kjalnesing- ur að uppruna en rótgróinn Reyk Níels Jónsson, bifreiðastjóri: „Það gengur betur án bílfreyju“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.