Morgunblaðið - 24.12.1952, Síða 13
Miðvikudagur 24. des. 1952
MORGUNBLAÐIÐ
13
KVIKMYIMDIR UM JOLIIM
JÓLAMYND Gamla Bíós verður
að þesu sinni gullfalleg mynd,
„Lísa í Undralandi", teiknkuð af
Walt Disney. Hin tólf ára gamla
enska stúlka, Kathryn Beau-
mont, talar fyrir Lísu í mynd-
inni, en allir þekkja söguna um
Lísu í Undralandi.
St|érngjbíós „Hetjiir Hróa hattar64
JÓLAMYND Stjörnubíós í ár
verður myndin „Hetjur Hróa
hattar", (Rouges of Sherwood
Forest), amerísk mynd í eðlileg-
um litum, með John Derek og
Diana Lynn í aðalhlutverkum.
Fjallar myndin um son Hróa
hattar í Skírisskógi, og er eftir
sögu Ralph Bettinson. Á 3 og 5
sýningum á annan jóladag
sicemmtir jólasveinn í hléinu.
Æisstasrhífiyfírbáó s 9Oæturaiar bríáa*4
JÓLAMYND Austurbæjarbíós
verður. bandarísk litmynd, „Dæt-
urnar þrjár“, ný dans- og
söngvamynd. Aðalhlutverk leika
June Haver, Gordon MacRae,
CNe3ro“‘. Dcbhy Rovroids o"
Sakall. Eins og myndin ber með
sér fjailar myndin um þrjár syst-
ur og ævintýri þeirra. I mynd-
inri eru sunyin mörg dægurlög.
Hún cr íuil af skrauti og íburði.
foiýja híá s
JÓLAMYND Nýja Bíós verður
„Söngvar förumannsins", ný
fjþnsk söngvamynd með lögum
eftir Vincent Scotto, Roger Luc-
hesi og F. Lopez. Hinn frægi
tenórsöngvari Tino Rossi fer með
aðalhlutverkið.
Haf narbfió s
Tjarn&rbíós „Jóladraumur44
JÓLAMYND Hafnarbíós verður
„Víkingaforinginn“ (Buccaneer’s
Girl), amerisk litmynd frá Uni-
versla-International, eftir sögu
Joe May og Samuel R. Golding.
Með aðalhlutverkin fara Yvonne
de Carlo, Philip Friend, Robert
Douglas og Elsa Lancaster. Ger-
izt myndin á fyrri hluta 19. aldar
í New Orleans og nágrenni henn-
ar. — Þá sýnir Hafnarbíó „Týnda
prinsessan“, jólamynd barnanna.
Er þetta sænsk mynd, og fara
einungis börn með hlutverkin.
JÓLAMYND Tjarnarbíós verður j í íslenzkri þýðingu eftir Karl Is»
að þessu sinni ,,Jóladraumur“,! feld, og þarf enginn að efast um
gerð eftir samnefndu verki j ágæti þessarar jólamyndar. —
Dickens. Aðalhlutverkið er leikið | Ágóði af fyrstu sýningunni 2.
aí Alastair Slim, en hann hlaut jóladag rennur til Mæðrastyrks-
heimsfrægð fyrir leik sinn í þess- '• nefndar.
ari mynd. Bókin hefur komið út |
Haf itarfj.bíó:
Brosið þitt blíða
JÓLAMYND Hafnarfjarðarbíós
er dans- og söngvamyndin „Bros-
ið þitt blíða“ með Betty Grable
og Dan Daily í aðalhlutverkum.
Aðdáendur Betty Grables munu
fagna þcssari mynd.
Bæjarbíó:
Trípofibíó: „AKaddin og kmpinn^
JÓLAMYND Trípólíbíós verðu
amersík ævintýrakvikmynd um
Aladdin og lampann úr ævintýr-
unum „Þúsund og einni nótt“.
Með aðalhlutverk fara Patric;
Medinna ög John Sands. — E:
þetta ný og íburðarmikil lit
mynd.
JÓLAMYND Bæjarbíós í Hafn-
arfirði verður „Heillandi líf“ l
(Riding High) með Bing Crosby
og Colleen Gray í aðalhltuverk-
um. Er þetta söngva- og gaman-
mynd, sem sýnd verður á. annán
jóladag kl. 7 og 9, en kl. 3 og 5
verður myndin „Einu sinni var
....“, fjögur ævintýri. En þau
eru um barn, sem stofnaði sirkus,
brúðuna Lísu, sem varð að lif-
andi dansmær, drenginn Lassa, i
sem smíðaði sér bíl og ^vo um
jólasvein, sem kemur með jóla-
gjafirnar handa börnunum.
— Lfvarpið um jólis?
Tramhald af bls. 12
son. 22.00 Veðurfregnir. Danslög
a) Danshljómsveit Þórarins Ósk
arssonar leikur. b) 22.30 Gömul
danslög af plötum. c) 24.00 Dans-
hljómsveit Björns R. Björnssonar
leikur. d) 00.30 Ný danslög af plöt
um. 02.00 Dagskrárlok.
Laug'ardagur 27. desember.
8.00 Morgunútvarp. — 9.10 Veðui
fregnir. 12.10 Hádegisútvarp. —
12.45—14.00 Óskalög s.júklinga —
(Ingibjörg Þorbergs). 15.30 Mi£
degisútvarp. 16.30 Veðurfregnir
18.30 Ur óperu- og hljómleikase
(plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00
Fréttir. 20.20 Leikrit: „Pí-pa-kí“
eða „Söngur lútunnar", gamalt,
kínverskt leikrit eftir Kao Tongia,
í þýðingu Tómasar Guðmundsson-
ar skálds. Leikfélag Reykjavíkur
flytur. Leikstjóri: Gunnar R.
Hansen. Leikendur: Gísli Halldórs
son, Erna Sigurleifsdóttir, Guð-
björg Þorbjarnardóttir, Þorsteinn
Ö. Stephensen, Guðlaugur Guð-
mundsson, Áróra Halldórsdóttir,
Guðjón Einarsson, Guðný Péturs-
dóttir, Elín Júlíusdóttir, Guðrún
Þ. Stephensen, Svala Hannesdótt-
ir, Þorgrímur Einarsson, Gunnar
Bjarnason, Árni Tryggvason, Ein-
ar Eggertsson, Helga Bacl.mann
og Einar Ingi Sigurðsson. Þulur:
Einar Pálsson. 22.15 Fréttir og
veðurfregnir. 22.20 Gamlar minn-
ingar. — Hljómsveit undir stjórn
Bjarna Böðvarssonar leikur. —•
Söngvarar: Lára Magnúsdóttir,
Sigríður Hannesdóttir, Árni
Tryggvason og Haukur Moi thens.
22.50 Danslög (plötur). — 01.00
Dagskrárlok.