Morgunblaðið - 04.01.1953, Qupperneq 5
Sunnudagur 4. janúar 1953
aiUtlGUNBLAtíltt
5 ■*
HELGI 8.:
I SlLD
1952
Enduriiiiniilipr frá síldnrleysissnmri á Hnufnrhöfn
I LOFTI YFIR ORÆFIN
ÞAÐ var ekki aí eintómri ævin-
týralöngun að ég fór í síldina,
á þessu síðasta og versta síldar-
sumri, sem komið hefur í 35 ár
Ég fór eins og fleiri til að vinna
fyrir mér og komast út í athafna
lífið.
Akvörðunarstaðurinn var Rauf
arhöfn á Melrakkasléttu Leiðin
lá hátt yfir öræfi íslands, sem
voru að mestu fannhvít, enda
þótt langt væri liðið fram yfir
Jónsmessu.
Loftfarið lenti eftir þægilega
ferð á ruddum melum við Kópa-
sker. Samferðafólkið var allt
„síldarfólk", og auðvitað var
einn ,,síldargrósseri“ foringi far
arinnar, ekki sá minnsti, hvernig
sem á hann er litið. sjálfur Ósk-
ar Halldórsson.
Stór bifreið var til taks, til að
ílytja fólkið til Raufarhafnar. Sú
bifreið var hraðfara mjög, svo
hún ók hinn ójafna veg milli
staðanna á IVj klukkustund, sem
venjulegar bifreiðar eru tvær
stundir að aka.
Á MELRAKKASLÉTTU
Vegurinn liggur að mestu
meðfram sjó og komumstviðhart
nær Norðurbaug eða yfir hann.
Á fjörunum liggja gild rekatré,
sem ekki hefur unnizt tími tií
að hirða svo og smálki. Trjárek- 1
ínn mun vera hinum dreifðu býl-|
um nokkur búbót, því bryggjur
allar á Raufarhöfri, girðingar og!
máttarstoðir húsa eru gerðar af
þessum efnivið.
Landslag Melrakkasléttunnar
er sviplítið, móar og melabörð og
fjallasýn fjarlæg. íshafsþokan og
svellkaldur rigningarsuddi, gerði
landslagið kuldalegra í útliti en
það kann að reynast við nánari
kynni.
I ÓSKARSBRAGGA
Það var stigið af bifreiðunum
á hlaði nýbyggðrar söltunarstöðv
ar Óskars Halldórssonar. Fok-
sandur dreif þar um fætur, því
miklu af sandi hafði verið dælt
upp til að hækka landið og dýpka :
sjóinn — fá nægilegt dýpi við,
bryggjuna og geymslustað fyrir'
síldartunnur.
Þarna var íbúðarhús fyrir stórt
hundrað karla og kvenna, yfir-
byggð bryggja, þar sem unnt er
að afkasta söltun á meira en þús-
und tunnum á sólarhring. Allt
um kring voru tunnuhlaðar. mál-
aðir vagnar, kassar og trog —
vígbúpaður heillar herdeildar,
sem ætlaði að leggia til atlögu
við síldina — hinn dutlungafulla
verðmæta fisk. I
Mjkið af fólki var komið á
undan okkur, en nokkuð var ó-
komið, því tvær hlaðnar flug-
vélar áttu eftir að koma þennan
sama dag, til Kópaskers. Heima-
menn stóðu á hlaðinu og virtu þá
nýkomnu fyrir sér. Sumir heils-
uðust kunnuglee'a, frá því í fvrra,
en aðrir sáust í fyrsta sinni. Marg
ar hendur voru á lofti til að
hjálpa með farangurinn og inn-
an stundar hafði ..Óskarsbraggi“
— eins og íbúðarhúsið er kallað
þar í sveit — forðað þeSsum 24
manna hópi, úr sárustu nepjunni
og verkstjórinn vísaði íil her-
bergja, þar sem búa skyldi þessa
sddarvartíð.
I bragganum biuggu 65 stúlk-
ur oy 30 karlar. Flestir karlarnir
borðuðu í sameiginlegum matsal,
þar sem Kristioua frá Hnífdal
hafði alltaf til réttan mat á rétt-
um tíma, en aðkomu-fyrirmenn
staðarins borðuðu flestir hjá frú
*Lund og nutu bar þæginda alúð-
legs heimilis til viðbótar við góð-
fm mat. Stúlkurnar elduðu sjálf-
ar í sí.num herbergjum, annað-
hvort sameiginlega. eða hver út af
fyrir sig, og herbergi þeirra hlutu
nöfn — allt frá „Kiausturhólum"
til „Shanghai“.
SÍLDIN FER SINNA I ERI)A
Braggalifið hafði sínar góðu
hliðar, það var frjálslegt og
skemmtilegt, eins og stór úti-
lega. Ailir kepptust við að und-
irbúa, svo alit væri til þcgar síld-
in kæmi. Það var farið seint að
sofa og snemma á fætur. — Og
svö var farið að biða eftir síldinni
— sem kom ekki.
Sildin er ósköpu saklaus fisk- (
ur að sjá, þó er hún dutlunga-!
full og semur sig lítt að siðum
þeirra, sem þurfa á henni að
halda. Það er eins og síldinni
komi það ekkert við þó þauÞ.
vanir spekufantar og margreynd-'
ir aflakóngar þurfi á síld að
halda. Þá getur allt eins farið svo
að sú silfraða láti ekki sjá sig. j
Það er eins og síldina skipti það i
engu þó þjóðarbúið þurfi á lýsi j
hennar og mjöli og magadi’egnu
búkum að halda. Síldin er þá að
leika sér úti í hafi og lætur
Svínalækjartanga, Rauðunúpa,
Digranesflak, Mánareyjar og
Grímseyjarsund eiga sig með
öllu, eða þá Húnáflóann og vest-
urmiðin.
Samt sem áður er alltaf trúað
á síldina og undirbúningur haf-
inn á hverju vori til að veiða og
hagnýtingar aflans. — Ævintýrið
sópar fólki í síldarverin. Því ef
hún kemur þá græða allir — fá
mikil laun fyrir mikla vinnu.
Á RAUFARHÖFN
GAMALT OG NÝTT
Það gafst nægur tími til að
litast um á Raufarhöfn. —
Bvggðin er lítil og þvi fljótskoð-
uð með venjulegri ferðamanna
aðferð.
Gegnum þorpið liggur ein gata
Er hún hvorki beln né breið.
Síldarverksmiðjan hefur á sín-
um tíma verið bvggð yfir göt-
una miðja. Nýlega er búið að
leggja götu fyrir ofan byggðina,
sem. lítið er farið að byggja við
ennþá. Gata bessi hefst við gamla
„Svarta húsið“. Henni lýkur við
nýbyggingar í hinum enda þorps-
ins. Tengir hún því saman gamla
og nýja tímann.
„Svarta húsið“ mun vera elzta
hús staðarins, er búið að standa
þar hart nær 200 ár og var flutt
þaðan einhvers staðar frá. Það
ber aldurinn furðanlega bó nokk
uð sé það farið að hrörna. Það
er tjargað hið vtra og þungbúið
á svip. Sveinn kaupmaður verzl-
ar í „Svarta húsinu“. Hann fer á
fætur með fuglunum, þó kom-
inn sé yfir áttrætt. Ilann ér ljúf-
menni hið me.sta Og margfróður
um sögu Raufarhafnar og bróun
málanna þar.
Gamla húsið og gamli Sveinn
gætu vafalaust frætt nútima
æskuna um margt sem henni
væri holt að vita, frætt hana um
líf og kjör fólksins, þegar engar
samgöngur voru hvorki á sjó né
landi og maðurinn varð að
trevsta sjálfum sér í átökunum
við hinn ógnþrungna norðlenzka
vetur. Síldarfólkið gerir ekki
mikið að því að skyggnast aftur
í tímann, eða leita að rökum
þess liðna — það horfir fram á
við og bíður eftir sild.
NÝVIRKI STADARINS
Á Raufarhöfn eru mót hins
gamla og nýja tírna nokkuð skýrt
mörkuð og miðast hinn nýji tími
við byggingu síldarverksmiðj-
unnar, sem nú er ríflega 12 ára
gömul, svo og síldarsöltunar í
stærri stíl, sem hófst eftir 1940.
Verksmiðjuhúsin og reykháfar
þeirra gnæfa hátt yfir lágreistar
vistarverur fólksins, sem eru
margar úr sér gengnar og lítt við
haldið. Veldur þar vafalaust
hvoru tveggjá — erfið kjör fólks-
ins og hirðuleysi, sem skapast oft
af einangrun afskektra byggða.
Nýjar söltunarstöðvar, bryggj-
ur og „plön“, raða sér kringum
pollinn — eina af þessum vel
gerðu náttúruhöfnum, sem mætti
þó vera dýpri. Fyrir innan gömlu
byggðina eru að rísa ný og vönd-
uð steinhús, byggð vegna bjart-
sýni og trúar á að síldin haldi
áfram að verða „afl þeirra hluta
sem gera skal“. Sumum verður
að trú sinni en öðrum ekki. En
hvað sem um það verður í fram-
tíðinni, þá munu steinhúsin
standa um langan aldur, annað-
hvort sem bústaður starfandi
fólks, á miklu athafnasvæði, eða
sem fötur um fót þeim, sem
vonin brást.
SÁL LÍTILLAR BYGGDAR
Umhverfi Raufarhafnar er
hrjóstrugt með afbrigðum enda
hjálpar mannshöndin þar litt til
— tún eru lítt varin fyrir fénaði
og fjóshaugarnir orðnir grónir
hólar í stað þess að frjóvga gróin
tún.
Á Raufarhöfn er almáttugt
kaupfélag, sem á vel flest eins og
vera ber hjá arftökum einokun-
arinnar og er það merkilegt
rannsóknarefni út af fyrir sig,
hve vingjarnlegir og góðir menn
geta orðið hornóttir innan vé-
banda kaupfélags, en kaupfélag
er ágæt hugmynd ef vel er á
haldið.
Ofanvert við verksmiðjuhúsin
er stórhýsi nokkurt, af steini
gert, þar eru til húsa rannsókn-
ar- og skrifstofur verksmiðjunn-
ar. Einnig talstöðin sem samband
hefur við síldveiðiflotann og
póstur og sími.
Póst- og símaafgreiðslan á
Raufarhöfn er frábrugðin vel
flestum öðrum ríkisstofnunum,
sem ég hefi þurft að hafa skipti
við, þar mætir sérhver kurteisi
og hlýlegu viðmóti og afgreiðsla
öll ber aðalsmerki þess, að starfs
fólkið kappkostar að inna af
höndum sem bezta þjónustu til
þeirra, sem viðskipti þurfa þar
að hafa. —- Mætti þar margur af
læra, sem er ofhlaðinn ríkisrekstr
ar- og einokunarhroka.
í sál Htillar byggðar er margt,
sem er gaman að sjá og leitast
við skilja, en flest sem miður
fer, þunglega dæmt. En þeir sem
vilja skoða og skynja í ljósi þess
að allt er bundið órjúfandi lög-
máli orsaka og afleiðinga, þeir
sakna þess, að vera aðeins far-
fuglar á Raufarhöfn og vildu
gjarnan verða þar staðbundnir.
•-//—
ÞEGAR NÓTTIN
GLEYMDIST
Eitt laugardagskvöld var lengi
hlustað á samtöl veiðiflotans og
fréttir frá síldarleitinni, sem ein-
göngu voru fréttir um onga sild.
Áður en varði var kóminn bjart-
ur sunnudags-sumarmorgun, eng-
in þoka og spegilslétt hafið svo
langt sem augað eygði. Það var
ekki ástæða til að sofna á svo
sjaldgæfum morgm. Bragginn
svaf. Dar.sleiknum lauk klukkan
tvö og eftir hvern slíkan, í loft-
litlu og gluggalausu húsi, var
hver þreyttari, en þó saltaðar
hefðu verið þúsund íunnur r.í
síld.
Ég ætlaði að ganga út á Höfða
og horfa yfir heimskautsbauginn
og svo yfir sofandi þorpið. —
Krían var kotnin á fætur og
Sveinn kaupmaður s.tóo á hlaði
úti og prisaði dýrð Drottins, sem
ljómaði yfir landinu og lofaöi
sóljjrdegi.
OPIN KIRKJA
í MORGUNÐÝRÐ
Leioin út á Höfða liggur fram-
hjá mannlausu prestssetri og lít-
illi fallegri kirkju, sem er frá-
brugðin öðrum, vegna þess að
hún er opin og engum meinuð
þar innganga, enda kom þangað
enginn í skemmdahug, af öllum
þeim mörgu, sem þangað leituðu
af forvitni eða innri þörf. Gamalt
rigningarvatn, sem var á gólfinu,
var ekki komið þar til að skemma
neitt, heldur sem áminning til
fólksins sem á kirkjuna, að hugsa
betur um helgan stað.
Það þarf skáld til að lýsa allri
þeirri fíngerðu fegurð, sem fjar-
an og döggvotir grasbalar geyma
þeim sem gengur þar um á sunnu
dagsmorgni. Leiðin lá framhjá
kirkjugarðinum þar sem horfnar
kynslóðir hvíla í ró, liegur út að
gula vitanum, sem er eins og
gamall prestur, er tönglast á
hvítu, grænu og rauðu l.iósi, þó
ný sól sé að rísa á björtum
rnorgni.
Frá vitanum má sjá Raufar-
höfn alla. Aðeins er eimur úr
rej’kháfum verksmiðjunnar, sem
■ mundu fylla loftið svörtum og
hvítum reyk, ef síldin væri kom-
in. — Trillubátarnir snúa i all-
ar áttir, svo mikið logn og straum
leysi er á pollinum. Nokkrir
þreytulegir síldarbátar liggja við
bryggjurnar. Og undir þökum
húsanna gerast máske ævintýri í
draumi eða vöku. -— Lítil byggð
bíður sinnar vitjunar, bíður að.
síldin komi.
ÞEGAR IIALLA TÓK SUMRI
— Síldin kom ekki. Það var
ekki saltað í jafn mörg þúsund
tunnur eins og þúsundir árið
áður og ekki brædd jafn mörg
hundruð mál eins og þúsundir
áður. Þegar fólkið fór að vakna
og komast á kreik, spurði hver
annan um fréttir næturinnar. —
Er nokkur von í dag?.Út um einn
og einn braggagluggaspurði syfju
leg stúlkurödd þess sama: — Er
nokkur síld í dag? — En það var
engin von um síld — og þá var
bezt að sofa lengur og spara há-
degismatinn.
Vantrúin á síldina jókst rneð
hyerjum degi sem leið. Piltar og
stúlkur, sem farið höfðu í síld i
góðri trú, til að afla sér tekna
til skólavistar, eða leitað á síldar
slóðir frá atvinnuleysi vors og
vetrar, urðu fyrir miklum von-
brigðum — heilt sumar liðið og
ekkert eftir — og lítið framund-
an. Það fólk sem að einhverju
hafði að hverfa fór að týnast
burtu, þrátt fyrir samninga og
kauptryggmgar hjá síldarsaltend
um.
Skipin komu að lahdi öðru
hverju til að iá vatn og vistir. —
Sjómennirnir voru þreýttir og
leiðir á sífelldri leit án árangurs.
Og það var nærri því illa gert
að spyrja tíðinda af hafinu, bví
þaðan var alltaf sama sagan. —
Það var þraukað fram á síðustu
stund, bó fáliðað væri orðið í
sumum stöðvunum, þá mátti ekki
yfirgefa staðinn, meðan nokkur
bátur hélt áfram að leita.
Það haustaði að, dimmdi fyrr
á kvoldin, og þokan kólnaði.
Gluggahlerar læddust fyrir
braggagluggana og öllu lauslegu
var komið undir þak. — Það
hætti nð eima úr verksmiðjunni,
aðeins ljósavélin var í gangi, sím
inn lokaði klukkan 7 og talstöð-
in þagnaði. — Það færðist ein-
hver uppgjafa svipur yfir byggð-
ina, sem hafði allt sumarið há3
sína vongóðu bið eftir silfri hafs-
ins. ;
AÐ SKILNADI
Einn regnþrunginn morgur>
fær Óskars-braggi sinn síðasta.
fjörkipp. Það þyrlast út um allar
dyr ótútlegt flóð af pokum, pöklc
um og kössum, búslóð stúlkn-
anna, sem öll var áður merkt til
Raufarhafnar. En nú eru merkii*
til allra landsins h.orna.
Óskar kveður á báða bóga ogr
hnýtir gjarnan aftan við kveðjr*
sípa til stúlknanna: ■— Heldurði*
að þú komir ekki til mín aftur
næsta sumar? — Það er hámaríc
bjartsýni frá sumra sjónarmið'L
— Við sjáumst næst — segja þeir
fyrir norðan.
Helgi S. Jónsson. i
Útfur barði að dyrum
GRAZ, 3. jan. — í Þýzkalandk
býr bóndi nokkur, sem Perbin-
scheck heitir, Kvöld nokkurfc
, heyrði hann eitthvert krafs viíí
,bæjardyrnar og er hann gekfe:
. fram og opnaði, sá hann fyrji-
lutan — að því er hann hélt •—
ungverskan Schaeferhund. Hanrk
hleypti honum mn í bæinn, gaff
honum að eta og bjó um hann *
eldhúsinu. Dýrið var svo vhm—
legt, að krakkarnir léku sér viA
það í rnesta bróðerni og riðrt
m. a. á bakinu á því um bæinn.
! Að tveimur dögum liðnun*
hvarf hundurinn samt, og enginn*
vissi, hvað af honum hafði orðiö.
En nokkru seinna kom ianda-
mæravörður ríðandi heim Ul
Perbinschecks og kvaðst þangaSí
j korninn vegna þess, að hann hefði.
rekið þangað úlfaspor í snjón-
j um. Rann þá loks upp fyjir bónda
að það hefði verið úlfur en ekki
hundur, sem verið hefði gestui"
hans í tvo daga um jólin.
I —Reuter.
MlabrögS Bolvík- j
inga á árinu 1952 '
BOLUNGARVIK, 3. jan. Gæí'í-
ir voru sæmilegar frá Bolungar-
vík i desembermanuði. Flest voru
farnar 15 sjóferðir. Afli batannfp
■ var þessi: Flosi 57 lestir í iS-
róðrum, Einar Hálfdáns 48 í 1Á
róðrum, Víkingur 33 í 10 róðr-
úm, Særún 27 i 13 róðrum, Ver
9 í 8 roðrum, Kristján 16 í 12
róðrum. Auk þess lagði togarim*
Fylkir um 50 lestir hér á land.
| Á árinu 1952 voru alls lagðar
hér á land 3758 lestir fisks. —-
.Mestan afla fengu Flosi, skipstj.
Jakob Þorláksson, 567 lestir i 13A
veiðiferðum, Einar Hálfdáns.
skipstjón Hálfdán Einarsson, 532t
lestir í 132 veiðiferðum. Báðir
þessir bátar réru með línu. Þá.
kemur Hugrún, skipstjóri Leifiu-
Jónsson, 338 lestir í 24 togveiði-
ferðum. — Af smábátum aflaði.
.Kristján mest, 161 lest í 15 veiði-
J'erðum. Með hann var Jón Elías-
son.
Um 30 þús. kassar af flökum.
voru hraðfrystar og framleiddar
um 800 lestir af fiskimjöli. Nokk-
uð af fiski var 'einnig saltað og"
allmikið hert. — 4 stærstu bát-
arnir stunduðu síldveiðar fyr ii*
Norðurlandi. — Fréttaritari.
7 biðu bana
BERLÍN, 3. jan. — í dag fórusfc
7 manns í Feneyjum, er skot-
færageymsla sprakk þar i loífc
upp. 9 menn særðust alvarlega.
og voru fluttir í sjúkrahús.
—Reuter. j