Morgunblaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 1
16 ssður
40. árgangur
11. tbl. — Fimmtudagur 15. janúar 1953.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
— Pnentvilla —
BEELÍN 14. jan. — Blað austur-þýzka kommúnistaflokksins
Neues Deutsehland (Nýja Þýzkaland) skýrði frá því í dag,
að þeir sem áttu stík á prentvillu í blaðinu í gær verði látnir
sæta verðskuldaðri og geipilegri ábyrgð.
Prentvillan var einn bókstafur.
Þannig hagar til að æskulýðsfélag í Vestur-Þýzkalandi
lieitir Bund Deutscher Jugend, skammstafað B. D. J.
Æskulýðsfylking kommúnista í Austur-Þýzkalandi heitir
Freie Deutsche Jugend skammstafað F. D. J.
Nú vildi svo illa til að í grein einni, þar sem ráðizt var á
B. D. J. hafði misritazt F í stað B. í gegnum alla greinina
kom þetta því svo út að F. D. J. eða æskulýðsfylking komm-
únista var sökuð um að vera samsafn fasistískra banditta,
glæpamanna heinxsveldasinna o. s. frv.
Er þetta kom á daginn gerði austur-þýzka lögreglan 50
þúsund eintök af blaðinu upptæk. Var allt í uppnámi vegna
þessa. Er nokkrum prenturum og blaðamönnum nú fyrir
ti’vikið Iiótað að þeir verði gerðir höfðinu styttri. — Reuter.
Hrikaleg átek bak
wii tjöldin í Kreml
Eflver er arflaki Stalins ?
L.ONDON 14. jan. — Moskvuútvarpið hefur stöðugt útvarpað
sakargiftum á 9 rússneska lækna, sem eiga að hafa myrt háttsetta
rússr.eska stjórnmálamenn og bruggað öðrum launráð. Ekki er
hægt að vita fyrir víst, hví árásirnar eru gerðar á lækna þessa,
en margir stjó^málafréttaritarar hallast þó á þá sveif, að lækn-
arnir séu saklaus fórnardýr vegna hreinsana sem í ráði séu í
Bússlandi. Svo mikið þykir víst af þessum fregnum að eitthvað
mikið er um að vera bak við tjöldin og mikil ólga.
FIMM GYÐINGAR —
SAKLAUS FÓRNARDÝR
Það reka víst flestir augun í
það, að af hinum níu ákærðu
læknum eru fimm Gyðingar. —
Líta menn svo á að eitthvert sam
band kunni að vera milli réttar-
haldanna í Prag, fyrir rúmum
mánuði.
ER EERÍA í HÆTTU?
En sérstaklega beinist þó
athyglin að því að harðar árás
Ir eru gerðar á starfsemi ör-
yggislögreglunnar í Rússlandi.
Það þykir sterkast benda til
þess að sundrung nái nú alit
upp í hæstu valdastöður inn-
an kommúnistaflokksins og að
hafin sé undirbúningur að því
að einhver háttsettur komm-
únistapaur hafi tapað valda-
baráttu. Getur þá jafnvel kom
ið til mála að nú eigi að gera
út um örlög siálfs Bería, yfir-
manns lögreglunnar.
ZHDANOV GEKK MEÐ
KRABBAMEIN
Aftonbladet í Stokkhólmi skýr
ir frá því að hinn kunni sænski
lækrir Elias Berven hafi 1948
verið kvaddur til Moskvu til að
stuuda óþekktan sjúkling. Segir
blaðið að sjúklingurinn hafi ver-
ið enpinn annar en Zhdanov og
hafi Berven gengið úr skugga
um að sjúkdómur hans var ó-
læknandi krabbamein. Því geti
enginn læknir átt sök á dauða
hans. Stockholms-Tidningen bend
ir á, að læknar þeir er undirrit-
uðu dánarvottorð Zhdanovs hafi
heitið Vasilenko og Feodorov, en
hvorugur þeirra er meðal hinna
ákærðu. Þykir þetta allt benda
til þess að ákærurnar hafi við
lítil rök að styðjast.
HVER VERÐUR
EFTIRMAÐUR STALINS?
Stjórnmálaritstjóri franslta
blaðsins Paris Presse telur að
ákærurnar séu liður í stórkost
legri valdabaráttu. Ilér sé í
rauninni verið að berjast um
það, hver verði eftirmaður
Stalins. Telur hann Bería nú
vera á hættusvæði.
Sverðflugurnari
báru sigur af
fiólniJ
SEOUL, 14 .jan. — Flugher
S. Þ. í Kóreu vann loftsigur í
dag er Sverðflugur hans skutu
niður 8 rússneskar Mig-flugur
yfir Norður-Kóreu.
Sprengjuflugur S. Þ. voru
í árásarferð á bækistöðvar
kommúnista skammt sunnan
kinversku landamæranna, er
hópur orustuflugna komm-
únista af svokallaðri Mig-gerð
steyptu sér í áttina til þeirra.
Kommúnistarnir hafa senni
lega ekki veitt því athygli
fyrr en of seint að nokkrar af
hinum hraðfleygu og harð-
skeyttu Svcrðflugum Banda-
ríkjamanna voru á sveimi
skammt frá. Skipti það eng-
um togum, að þær skárust i
leikinn. Áður en Iauk, lágu
átta af orustuflugum komm-
únista brennandi á jörðu, en
átta aö'rar voru laskaðar, en
Sverðflugur S. Þ. hurfu allar
í fjarlægð í átt til öruggra
hafna. —Reuter.
Kolanámunienn farasf
í sprenginp
MONS, Belgíu, 14. jan. — 13
kolanámumenn, bæði belgískir og
af ítölskum ættum fórust í dag
í sprengingu, sem varð í kola-
námu. Kolanámugöngin voru í
1000 metra dýpt. — Reuter.
ÍSLENDINGAR MUNU EKKIVÍKJA
FRÁ ÁKVÖRÐUNUM SÍNUM
Von frekari fregna af
landhelgisdeilunni áður
en langt um líður
Frásöen Clafs Thors alvinnumálaráðherra
í útvarp í gærkvöldi
ÓLAFUR TIIORS atvinnuinálaráðherra flutti í gærkvöldi
stutta greinargerð í útvarp, þar sem hann gerði grein fyrir
störfum sínum á ráðherrafundunum í París í desember og
viðræðum þeiin, sem hann átti við brezku ríkisstjómina um
vandkvæði þau, sem löndunarbann brezkra útgerðarmanna
hefur skapað íslenzku þjóðinni. — Utvarpsræða atvinnu-
málaráðherra fer hér á eftir:
ÓLAFUR THORS,
inaið ketnur
saman
STRASSBORG, 14. jan. — Ráð-
gjafaþing Evrópuráðsins kom
saman á aukafund í Strassborg
í dag. Á fundinum í dag lýsti
Bretland yfir fylgi sínu við áætl-
un um að stofna til nánara efna-
hagssambands milli ríkjanna sex
annarsvegar, sem eiga aðild að
Schuman-áætluninni og Evrópu-
ráðsins hinsvegar. —Reuter.
Eins og skýrt var frá í útvarpi
og blöðum fór ég utan þriðjud.ag-
inn 9. f. m. áleiðis til Parísar til
þess að mæta þar fyrir hönd ís-
lands á ráðherrafundum í Efna-
hagssamvinnustofnun Evrópu og
1 Atlantshafsbandalagsins. Skyldi
fyrri fundurinn, í Efnahagssam-
vinnustofnuninni, hefjast 12 des.
jen fundur Atlantshafsbandalags-
ins 15. des.
MÁLSTAÐUR ÍSLANDS
SKÝRÐUR
Höfuðtilgangur þessarar far
ar var þó sá, að ræða við
Fingraför karla í kauptún-
inu tekin við rannsókn á
3000 kr. sælgætisþjófnaði
SÝSLUMAÐURINN í Suður-Múlasýslu, sem nú er á Fáskrúðsfirði
og rannsakar þar innbrotsþjófnað, er framinn var í Kaupfélagið
þar, hefur ákveðið, að fingraför skuli tekin af öllum karlmönn-
um þar í kauptúninu í sambandi við rannsókn málsins.
Á R ANGU RSLAUSAR
YFIRHEYRSLUR
Vika er liðin frá því að mnbrot
þetta var framið. Stolið var ein-
göngu sælgæti og tóbaki, að verð-
mæti 2000—3000 krónur. Brotin
var rúða í kaupfélagsbúðinni. —
Miklar yfirheyrzlur hafa farið
fram og standa enn yfir, að því
er sýslumaðurinn, Lúðvíg Ingvars
son, skýrði Morgunblaðinu frá í
gær, en þær hafa ekki borið á-
rangur. —
Eftir ósk hans kom til Faskrúðs
fjaiðar á þriðjudaginn, Axel
Helgason deildarstjóri tækmdeild-
ar rannsóknailögreglunnar.
fingrafCr á rúðu
Öll verksummerki á innbrots-
staðnum voru þá hin sömu og er
að var komið. Axel telur sig hafa
fundið fingraför á rúðu þeirri, er
brotin var. Er taliS öruggt að setja
megi þessi för í samband við inn-
brotið. Því er það, að fingraför
verða tekin af öllum karlmönnum
i kauptúninu, en förin sem fund-
ust eru mjög sæmileg og vonast er
til, að þnu geti leitt til niðurstöðu
i í innbrotsmúli þessu.
Eyðusvæði um>-
hverfis Berlíu
•fa BERLÍN, 14. jan. — Margir
flóttamenn, sem flúið hafa til
Vestur-Berlínar síðustu daga
staðhæfa, að kommúnista-
stjórnin í Austur-Þýzkalandi
sé nú að hefja ráðstafanir til
að loka fyrir undankomuleið
flóttafólks til Berlínar.
Á Nokkrir flóttamannanna
skýra svo frá, að yfirvöld
kommúnista hafi gefið fólki
er býr í nánd við Berlín fyrir-
skipanir um að hverfa á braut.
Muntt þeir ætla að gera algert
evðusvæði umhverfis borgina
með líkurn hætti og eyðusvæð
ið á takmarkalínunni við V.-
Þýzkaland. — Reuter.
35000 sinnum
NEW YORK — í árslok 1952
höfðu flugvélar frá Lockheed Air
craft félaginu flogið meira en
35000 sinnum yfir Atlantshafið.
Skýrslur sýna að ekkert annað
flugfélag gétur státað af svo
mörgum ferðum yfir hafið.
brezku rikisstjórnina þau
vandkvæði, sem skapast höfðu
í viðskiptum milli Breta og ís-
lendinga vegna löndunar-
bannsins, sem brezkir útgerð-
armenn höfðu sett á islenzkan
togarafisk, og jafnframt að
skýra fyrir þeim þjóðum, sem
standa að Efnahagssamvinnu-
stofnuninni, nauðsyn Islend-
inga og rétt til þess að færa
út landhelgina og áhrif að-
gerða Breta á efnahagsafkomu
íslendinga.
Á leið minni til Parísar ræddi
ég málið við utanríkisráðherra
Breta, Mr. Eden og ennfremur
við fiskimálaráðherrann, Sir
Thomas Dugdale. En mest og oft-
ast ræddi ég þó við Mr. Nutting,
aðstoðarutanrikisráðherra, en.
hann er ungur og óvenju geð-
þekkur maður, sem vafalítið á
eftir að koma mikið við sögu
brezka heimsveldisins. Átti ég
við þessa menn ýtarlegar viðræð-
ur dagana 10. og 11. desember
og skýrði málið eins og það horfði
við frá sjónarhóli íslendinga.
LEIDDU EKKI TIL
NIÐURSTÖÐU
Viðræður þessár leiddu ekki
til niðurstöðu að svo stöddu, sem
heldur ekki hafði verið ráð fyr-
ir gert.
Sem fyrr greinir hófst fundur
Efnahagsstofnunarinnar í París
föstudaginn 12. desember og stóð
hann í 2 daga. Síðari daginn, 13.
desember, flutti ég þar ræðu um
málið. Hefur hún verið birt al-
menningi á íslandi.
RÉTTURINN VÍKI EKKI
GYRIR VALDINU
í þeim umræðum, sem fram
fóru á eftir, vék ég nokkuð
nánar að sjónarmiðum íslend-
inga en fram hefur komið í
íslenzkum blcðum, og lagði
einkum áhsrzlu á, að hin
vestræna samvinna byggðist
öll á því, að rétturinn véki
ekki fyrir valdinu, hvorki rétt
ur vestrænna frelsisunnandi
þjóða fyrir valdi einræðisríkj-
anna né réttur hinnar litlu ís-
lenzku þjóðar fyrir valdi fá-
menns en voldugs hóps eigin-
hagsmunamanna í Bretlandi.
Hygg ég ekki ofmælt þótt sagt
sé, að margir af forystumönnum
i vestrænna lýðræðisþjóða hafi
ifengið nýjan skilning á þörf og
rétti íslendinga í þessu máli og
talið málstað íslendinga sterkan.
I Framhald af bls. 2