Morgunblaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 5
r Fimmtudagur 15. jan. 1953 MUKGVNBLAttítí Einar 15« E. Sænuindscsi: Sáðsléttan á Öskjuhlíð SAKIR GREINAR Arna G. Ey- lands stjórnarráðsfulltrúa í Morgunblaðinu 10. janúar um sáðsléttu á Öskjuhlíð vil ég skýra frá aðdraganda þess, að ráðizt var í að gera hana, svo og svara þeim spurningum, sem Árni ber fram í grein sinni. AÐDRAGANDI Frumkvæði að verki þessu átti Valtýr Stefánsson ritstjóri, en þó verður að rekja upphaf þess að nokkuru norður í Fnjóskadal. Þegar ég var skógarvörður á Vöglum ræddi Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri oft um nauðsyn þess að græddir yrðu upp melkoll arnir yzt í Vaglaskógargirðing- unni og hvatti hann mig mjög til að gerðar yrðu tilraunir til þess að leita eftir heppilegum aðferð- um við það. Þetta varð til þess að við gerð um tvær smátilraunir. Var önnur sú, að dreift var limi um lítt gróinn mel, en hin, að borin voru nokkur kg. af tilbúnum áburði fköfnunarefni eingöngu) á dálít- ínn blett. Hvorttveggja bar nokk urn árangur. Umskiptin urðu samt mun betri þar sem áburður- arins naut við. Undir liminu fór þeim strjála gróðri, er þar var fyrir, hægt fram. Leið svo fram til ársins 1946 að Hálsmelarnir voru friðaðir, norður að nýja þjóðveginum. Þetta vor sendi Hákon skógræktarstjóri mér gras fræ nokkurra harðgerra tegunda, sem sáð var í 2—3 dagsláttur í hinni nýju girðingu. Fræ þetta hafði Hákon fengið hjá Klemenz á Sámsstöðum en auk þessa var sáð nokkurum kg. af venjulegu grasfræi og melgresi. HÁLSMELAR Vorið 1947 var sáð í 1 ha. lands á Háismelum, en ekki fekkst annað fræ þá, en venjuleg gras- fræblanda (amerísk) og var í tilraunaskyni blandað nokkuru af birkifræi saman við hana. Hotaður var tilbúinn áburður (al hliða) við þessar sáningar og land ið unnið með sama hætti og síðar verður lýst í sambandi við yinnsluna á Öskjuhlíð. Þessar sáningar á Hálsmelum gáíu mjög góða raun. — En næstu vorin urðu þeim erfið i skauti, enda einhver verstu kal- ár og þurrka, sem komið hafa þar nyrðra. Þess má og geta að ekkert var borið á þær vorið X948. Þessar sáningar á Hálsmelum báru oft á góma, ásamt öðrum Xandgræðslumálum, á stjórnar- fundum í Skógræktarfélagi ís- Xands eftir að ég fluttist suður. Höfðu þeir Valtýr Stefánsson og Hákon Bjarnason mikinn áhuga fyrir því, að einhver melkollur- fnn hér í nágrenni bæjarins yrði tekinn til græðslu, en einmitt fyrir áeggjan og uppástungu Valtýs varð Öskjuhlíðin fyrir valinu. GSKJUHLÍÐ Sumarið 1950 var borið á um eina dagsláttu af melnum sunn- an við veginn að hitaveitugeym- nnum ó Öskjuhlíð. Áburðarmagn íð var aðeins 1 poki (75 kg.) af kalkammon-saltpétri (20.5% köín.). Þarna var fyrir strjáll gróður, cn hann tók mjög skjót- um framförum við áburðargjöf- ína, þannig að grös og blómplönt- tir náðu miklu fyrr þroska þar en annars staðar á melnum. Um haustið hattaði greinilega fyrir hinni ábornu spildu. Síðla næsta vetur ræddum við Valtýr Stefánsson við Gunnar 'Thoroddsen borgarstjóra um þá ráðagerð, að sá grasfræi í nokk- ura spildu á Öskjuhlíðarkollin- tmi. Tók borgarstjóri mjög vel í þá málaleitan og samþykkfi bæj- arráð að veita til þess fé úr bæj- ^rsjóði, en fól Skógræktarfélagi Reykjavíkur í bréfi dags. 5. maí 1951 að annast framkvæmdir. FRÆVAL Ráðgert var í byrjun að sá fóðurfaxi í melinn vestan við hitaveitugeymana, þar sem gróð urinn var minnstur, en bera til- búinn áburð á melinn austan við geymana til þess að sá gróður, er þar var fyrir, ykist og yrði sem fyrst samfeildur. Ég bar ráða- gerð okkar Valtýs undir Runólf Sveinsson, sandgræðslustjóra og dr. Björn Jóhannesson jarðvegs- fræðing. Fyrir ráð dr. Björns hurfum við frá því að sá fóður- faxinu (sandfaxin.u) eingöngu, heldur jafnhliða túnvingli og vallarfoxgrasi, og um áburðar- magn það sem notað var gaf hann einnig góð ráð. Vorið 1951 var mjög kalt og tók klaka því seint úr jörðu og uppi ó Öskjuhlíð óðst allt út í aur og leðju langt fram á sumar. Óvenjulega miklar annir, svo og veðráttan, áttu því aðalsökina á því að ekki var hafizt handa um vinnsluna fyrr en í júlíbyrjun. Eins og menn muna, voru ^okkur hervirki á vesturhluta Öskjuhlíðar, braggarústir, skot- byrgi, skurðir og grjóthleðslur frá hernámsárunum. Þessu var öllu jafnað við jörðu með jarð- ýtu og miltlu af yfirborðsgrjóti ekið á brott. ÁBURÐUR OG VINNSLA Síðan var borinn tilbúinn á- burður á melinn. Svæði það, sem tekið var til sáningar var rúmir 2 ha. að stærð. Áburðarmagnið, sem not- að var á hvern ha. var sem hér segir: 300 kg. kalkammonsalt- pétur (20,5% köfn.), 200 kg. þrífosfat (48% fosf.), 100 kg. kalí (60%). Áburðurinn var síðan herfað- ur með stóru tindaherfi, sem fór ca 10—15 cm ofan í melinn, nema þar sem hann var harð- astur. Á hákollinum næst geymunum voru mjög harðar bílaslóðir, sem herfið vann illa á, en annars staðar losaði það mjög vel um jarðveginn þótt ekki væri herfuð nema ein yfirferð. Mikið af grjóti losnaði við herfinguna og var það tínt úr flaginu og flutt burt. SÁNING Að lokinni herfingu var fræinu sáð en það var að magni til á hvern ha, sem hér segir: 19 kg fóðurfax (sandfax), 19 kg tún- vingull, 15 kg vallarfoxgras. Var hverri tegund sáð um alla spilduna með gamla laginu, þ. e. a. s. með hendinni. Sáð var nótt- ina 5.-6. júlí. Að lokinni sáningu var sléttan völtuð með þungum valta. Er ég smeykur um að hann hafi verið helzt til þungur, þar sem herfið vann grynnzt. Fræið spíraði á eðlilegum tíma og mjög sæmilega þótt þurrkar væru lengst af sumars og allur vorraki horfinn úr jörðu, er sáð var. Þó voru nokkurar skellur og þá sérstaklega þar sem vinnslan var erfiðust. Um haustið var nokkuð jafn- loðið um allan koll Öskjuhlíðar, en þó varla sláandi. Mest bar á fóðurfoxinu og vitrist það taka hinum tegundunum fram. Verkið við sóðsléttuna á Öskjuhlíð var allt unnið á tæp- um tveim sólarhringum og fóru um 160 vinnustundir í grjót- hreinsunina, áburðardreifinguna (þar með talið 1 ha lands austan geymanna) og sáninguna, en auk þessa: vinna jarðýtu, jeppa og dráttarvélar, sem drógu herfið og valtann og vörubifreiðar við flutning. Næsta vor (1952) var borið á Framh. á bls. 12 vegna oðflragonda að stofnun Vöruskiptafélagsins SAMBAND smásöluverzlana o. fl. ] sendu 12. jan. 1953 hæstvirtu Viðskiptamálaráðuneyti skýrslu' um aðdraganda að stofnun vöru-' skiptafélags með viðskipti við Austur-Þýzkaland o. fl. lönd fyr- ir augum. Þar sem mál þessi hafa verið ail mikið rædd manna á meðal og einnig orðið tilefni til blaðaskrifa, teljum vér rétt að skýrslan verði bii't almenningi. í bréfi voru til ráðuneytisins tókum vér meðal annars eftir- íarandi fram: Niðurstaða skýrslunnar sýnir, að „Islenzka vöruskiptafélagið s.f.“ var stofnað 30. des. s.l. án þess að tilnefndum stjórnar- mönnum smásala eða iðnrekenda væri gefinn kostur á að mæta á stofnfundi, þrátt fyrir samkomu- lag kaupsýslumanna og iðnrek- enda frá 4. des. s.l. (sbr. skýrsl- una og frétt frá Verzlunarráði ís- lands í blaði þess N. T. frá 15. des. s.l.). Þess vegna eru þeir . ekki aðilar að félagi þessu. Eins og sjá má af skýrslunni höfðu þeir að sjálfsögðu gengið út frá því, eftir samkomulaeið frá 4. des., að félagið yrði stofn- að með þátttöku smásala og iðn- rekenda og fulltrúar frá samtök- um þessara aðila yrðu í stjórn og varastjórn félagsins. Með stofnun íslenzka vöru- [ skiptafélagsins s.f. er farið inn á form viðskipta, sem eru mjög tvíeggjuð og vandmeðfarin, sam- kvæmt fenginni reynslu, og mega skoðast sem neyðarúrræði, er beitt sé í tilfellum, þegar út- flutningsvaran er ekki seljanleg með öðrum hætti. Þegar andvirði útflutningsvörunnar er greitt með vörum frá innflutningsrík- inu, en ekki með venjulegum Igjaldmiðli, kemur tvennt til greina, sem þarf mikillar að- , gæzlu við frá íslands hálfu, og kemur fram í meðfylgjandi skýrslu: | Að innfluttar vörur séu í sam- ræmi við óskir og þarfir al- mennra neytenda í landinu. I Að ekki séu fluttar inn að óþörfu fullunnar iðnaðarvörur, sem eru til þess fallnar að draga stórlega úr atvinnu við staríandi verksmiðjur hérlendis, heldur sé innkaupunum beint að nauðsyn- legum hráefnum eða lítt unnum iðnaðarvörum eftir því sem kost- ur er á, og fullunnum iðnaðar- I vörum, sem ekki eru framleiddar sömu tegundar hérlendis. Ætla má, að fulltrúar frá sam- tökum smásala og iðnrekenda í stjórn vöruskiptafélags hefðu getað lagt af mörkum nokkrar þær upplýsingar, er gætu komið að betri notum við úrskurð ofan- nefndra atriða, en ef einhliða sjónarmið stórkaupmanna og út- flytjenda ættu að vera þar alis ráðandi. Benda má á í þessu sambandi að til vöruskipta hefur verið stofnað fyrr, án þátttöku eða 'samráðs við forsvarsmenn smá- Jsölu eða iðnaðar, enda hefur ár- angurinn sýnt, að stórkostleg [mistök hafa átt sér stað, einkum með tilliti til framangreindra meginatriða, er almenningshags- muni varða. leyti fékk stiórn Félags íslenzkra' á fimmskiptaaðild, en féllust á Smásalar telja að það sé ekki til hagsbóta fyrir almenning, að félag, sem ætlað er að annast vöruskiptaverzlun í stórum stíl, sé stofnað á svo þröngum grund- velli, sem hér hefur átt sér stað. S K Ý R S L A um aðdraganda að stofnun vöruskiptafélags. Um mánaðamótin okt.—nóv. 1952 frétti stjórn Sambands smá- söluverzlana, að í undii'búningi .væri stofnun félags til þess að greiða fyrir og gera viðskipti við , Austur-Þýzkaland og fleiri lönd I á vöruskiptagrundvelli. Um sama iðnrekenda sömu fréttir frá full- trúa sínum í Verzlunarráði ís- lands, en F.Í.I. hafði í febr. s.l. sagt sig úr V.Í., en úrsögnin tók ekki gildi skv. lögum V.í. fyrr en 31. des. s.l. Ekkert hafði verið leitað til samtaka vorra um aðild að slíku félagi. S.S. sendi þó fyrirspurn um þessa félagsstofnun til Viðskipta- málaráðuneytisins með bréfi dags. 5. nóv. Barst svar þess í bréfi, dagsettu sama dag, en róðuneytið taldi sig engan þátt eiga í undirbúningi að stofnun þessa félags og vísar til V.Í., Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna eða Sambands ísl. sam- vinnufélaga um upplýsingar, þar sem því sé kunnugt um að þessir aðilar vinni að stofnun félagsins. í samræmi við upplýsingar ráðuneytisins var V. í. skrifað 7. nóv. og óskað fullra upplýsinga um málið og því jafnframt mót- mælt, að ekkert samráð var haft við S. S. um málið. Með bréfi 10. nóv. tilkynnti V.Í., að varaformaður og skrif- stofustjóri þess væru reiðubúnir að veita umbeðnar upplýsingar. Fulltrúar S.S. fóru á fund þeirra þ. 10. nóv. Var þeim skýrt frá að þetta væntanlega félag ætti að vera öllum frjálst til viðskipta og viðurkenndi engan kvóta- 1 grundvöll. Forsvarsmenn V.I. lögðu á það sérstaka áherzlu, að hlutverk V.í. í sambandi við þessa félagsstofnun væri það, að koma saman aðild kaupsýslu- manna og iðnrekenda að væntan- legu félagi og er það hefði tekizt væri hlutverki þess lokið. Var allri meðferð málsins mótmælt af fulltrúum S.S. Skv. ályktun stjórnarfundar í S.S. þ. 4. nóv. var V.Í., S.H. og S.Í.S. samdægurs send bréf og því harðlega mótmælt, að S.S. væri ekki haft með í ráðum um stofnun væntanlegs félags og var þess afdráttarlaust krafizt, að S.S. yrði stofnaðili að því, ef nauðsynlegt reyndist að stofna til slíks félags. Viðskiptamálaráð- herra var sent afrit af bréfum þessum. Þann 15. nóv. skrifaði F.Í.I. bréf til S.H. og mótmælti því, að ekki hefði verið leitað til F.Í.I., sem sjálfstæðs aðila, um fulla að- ild að væntanlegu félagi. Vegna fyrirstöðu af hálfu Verzlunarráðs Íslands gegn þvi, að F.Í.I. og S.S. fengu fulla og sjálfstæða aðild að stofnun fé- lagsins, hófu bæði félagssamtökxn nána samvinnu, um að koma fram kröfum sínum. Þann 17. nóv. áttu fulltrúar F.Í.I. og S.S. fund með stjorn S.H. og voru málin skýrð á þeim fundi og sýnt fram á, hversu smásalar og iðnrekendur hefðu mikilla hagsmuna að gæta i væntanlegu félagi. Iðnrekendur hafa geysilegra hagsmuna að gæta i sambandi við innflutning hraefna svo og, að ekki sé fluttar að óþorfu vorur til landsins, sem framleiddar eru hér með samkeppmsfæru verði og gæðum. Smásalar, sem margir eru bein- ir innfiytjendur, hafa sömu hags- muna að gæta og stórkaupmenn, auk þess sem þeir vita kaup- sýslumanna bezt þarfir og óskir almennra neytenda í landinu og geta því gefið mjög mikilsverð- ar upplýsingar um henlug inn- Kaup. Á fundinum 17. nóv. var horin fram krafa um fulla aðild sam- takanna og tillagan um að stofn- aðilar yrðu fimm: S.H., S.Í.S., stórkaupmenn, smásalar og iðn- rekendur. Á fundi með sömu aðilum þ. 25. nóv. skýrði formaður S.H. frá því, að ekki væri hægt að fallast að ’stofnaðildin yrði þrí-skipt, þannig að stórkaupmenn fengju aðalmann og varamann í stjórn félagsins og S. S. í samráði við aðra smásala og F.Í.I. fengju að- almann og varamann. Með bréfi dags. 2. des. bauð skrifstofustjóri V.í. í umboði sér- greina kaupsýslunnar innan Verzlunarráðsins, fulltrúum frá S.S. og F.Í.I. að mæta á fundi með þessum aðilum þ. 4. des. A fundi þessum varð fullt sam- komulag allra aðila kaupsýslunn- ar og iðnaðarxns um, að félagið skyldi stofnað og Fél. ísl. stór- kaupmanna i samráði við Fél. raftækjaheildsala og Impuni skyldi tilnefna 1 aðalmann og' 1 varamann í væntanlega stjórn ö'g Samband smásöluverzlana skytcli tilnefna 1 aðalmann í samráði við sérgreinafél. smásala innán V.Í., sem ekki eru í S.S. og fuH- trúum kaupmanna utan Rvíkur, sem eru í V.Í., en Fél. ísl. iðnrek- enda tilnefndi varamann hans. F.Í.I. tilnefndi stjórnarmann sinn á fundi þ. 5. des. Á fundi allra aðila smásölunrt- ar þ. 6. des. var tilnefning S.S. á stjórnarmanni saroþykkt. S.S.-tilkynnti með bréfi til S.TT. dags. 11. s.m. niðurstcður fund- anna 4. og 6. des. Skrifstofustjóri V.í. boðaði til- nefnda stjórnarmenn stórkaupm., smásala og iðnrekenda á fundl þann 20. des. og var rætt um lög væntanlegs félags og varð fullt samkomulag um ÖJI atriði nema eitt formsatriði. Stórkaupmenn óskuðu að stofn aðilinn yrði Verzlunarráð íslancla f. h. kaupsýslumanna, en hinir aðilarnir óskuðu eftir því, að stofnandinn yrði Félag ísl. stór- kaupmanna, Samb. smásöluv. og Félag ísl. iðnrekenda, allir fyrir hönd kaupsýslunnar. Fulltrúar stórkaupmanna I væntanlegu vöruskiptafélagi kölluðu aftur til fundar með full- trúum smásala og iðnaðar 29. des- og á þeim fundi sögðust þeir ekki geta falhzt á ósk þeirra unri orðalagið á aðild S. S. og F.Í.L, en báru fram kröfu um að Félag ísl. stórkaupmanna stofnaði fé- lagið eitt með Sölumiðstöðinni og" S.Í.S., en kváðu möguleika a0 taka einhverntíma síðar tií at- hugunar aðild fíeiri aðila í eirt- hverju formí. F.Í.I. og S.S. tóku samdægurs ákvörðun um að hafa strax tal af stjórn S.H. og fóru þær við- ræður frarn daginn eftir, 30. de^. kl. 11 f. h. til 12Ý2 e. h. Var þeiia skýrt ýtarlega frá gangi málanna og þessum aðförum harðlega mót mælt. Þeim fundi lauk með því, að stjórn S.H. tók að sér að tala við stórkaupmenn og láta fulí- trúa S.S. og F.Í.I. vita áður en. malin færu lengra. Það næsta sem gerðist var a$ stofnfundur íslenzka vöruskiptd- félagsins s.f. var haldinn sarría dag kl. 4 e. h. eða 3% tima seinna og stofnað án þess að láta fulltrúa F.Í.I. og S.S. vita. Það skal tekið fram, að full- trúar S.S. og F.Í.I. lýstu því oft yfir að þeirn væri ljóst, að nauð- syn bæri til að hraða stofnurt félagsins, enda hefur ekki staðifí á þeim að ganga frá stofnuninni. eftir að samlcomulagið náðist þ- 4. des. Hinn 31. des. staðfesti form. 5. H., að íslenzka vöruskiptafélag- ið hefði verið stofnað daginn áð- ur með Fél. ísl. stórkaupmanna, en möguleikar væru fyrir fleiri aðila að komast á einhvern hátt að síðar. Var þá samstundis skotið á sameiginlegum fundi með stjórn- um S.S. og F.Í.I. Var ákveðið að‘ samtökin hefðu áframhaldandi ,. Framh. á bls. 12 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.