Morgunblaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. jan. 1953
MORGUHBLAÐIÐ
11
• •
í ÞRÖTTIR
Litið um öxt um árasnót B-IB:
Miiij. kr. var varið til íþröttamála árið
ÞEGAR við litum um öxl til
íþróttaviðburða liðiiis árs og
þáttar íslenzkra íþróttamanna
í þeim verður fátt sn stórar
sýnir. íslenzkir iþróttamenn
hafa á árinu átt við ramman
reip að draga, tekið þátt í
Olympíuleikum, hvert þeir
ekki hafa átt stóra sigra að
sækja. Þeir hafa áít við ýmis
óhöpp að stríða. Keppni þeirra
erlendis á árinu er þvi ekki
hægt að bera saman við þátt-
töku þeirra í erlendum mót-
um árið eða árin á nndan, er
þeir kepptu við íþróttamenn
einstakra þjóða og unnu þá
stóra sigra, þó afrekin væru
ef til vill ekki meiri en þeir
unnu i sumar í keppni við alla
beztu íþróttamenn heimsins.
Á árinu hefur það komið í
ljós, betur en á fyrri árum, hví-
lík reginfyrra það er að byggja
einstakar íþróttagreinar ein-
göngu upp með nokkrum stjörn-
um. — Iþróttalíf smáþjóðar er
aldrei hægt að byggja á fáum
stjörnum nema að vissu marki.
Skyn þeirra varir stutt og þegar
þær hrapa dregur það oft óþægi-
legan böggul á eftir sér. — Það
þekkjum við frá sumrinu.
IH sundlaupr og 26 íþróttaveílir fengu styrk
ÍÞRÓTTIRNAR
ALMENNINGSEIGN
Sú íþróttagrein, sem mest er
stunduð af almenningi er án efa
sundíþróttin. Ekki svo að skilja
að sundfélög séu fjölmennustu
íþróttafélögin heldur finnur al-
menningur nytsemi sundsins,
syndir án þess að æfa undir
keppni. Þannig þurfa íþróttirnar
að verða fyrir fjöldann. Og í-
þróttirnar eru svo fjölbreyttar að
þar geta allir fundið eitthvað við
sitt hæfi — sér til hressingar og
skemmtunar um leið. Það verður
því starfið að gera íþróttimar að
almenningseign. Hitt kemur síð-
an nokkuð af sjálfu sér, að
stjörnurnar koma upp til keppni,
utanfara og landkynningar.
Og þegar litið er þannig til
hins liðna árs verða fyrir ótal
atriði, sem benda í þessa átt. —
Ennþá er yfirfullt allt rúm Sund-
hallarinnar í kvennatímum, sem
einmitt komust á meðan á Sam-
r.orrænu sundkeppninni stóð —
þegar fjöldinn, almenningur, átti
að reyna getu sína. Tugír og jafn-
vel hundruð skrifstofumanna,
bílstjóra og stúdenta, utan íþrótta
félaga, stunda badminton reglu-
lega sér til hressingar. Og fleiri
mætti telja. |
Og langt er frá því að starf í-
þróttafélaganna sé ekkert. Þau
hafa gert það sem gert hefur
verið, þó ætla megi að þau gætu
gert meira með meiri einíngu og
betur skipulögðu starfí. Ungur
drengur eða telpa, sem leggja
vill stund á íþróttir hefur aldrei
haft betri skilyrði til þess en ein-
mitt nú. Um allt landið eru risn-
ír upp eða eru að rísa upp íþrótta
vellir, íþróttahús eða sundlaugar.
Til íþróttastarfseminnar í land-
jnu er varið mörgum milljónum
króna — mestum hluta þeirrar
upphæðar fer til uppbyggingar-
starfs !— til ágóða fyrir komandi
kynslóðir.
FJÁRH AGSHLIÐIN
Iþ'róttasíðan hefur aflað sér
nokkurra talna, sem gefa nokkra
hugmynd um hve íþróttalífið er
orðinn snar þáttur í lífi þjóðar-
innar.
Til sundlaugabygginga hefur á
árinu verið varið úr íþiróttasjóði
142 þúsundum króna, til íþrótta-
vallagerðar 195 þús. króna og til
skíðaskálabygginga, íþróttahusa
og áhalda um 25 þúsundum kr.
íþróttasamband íslands hefur
úthlutað 85 þús. kr. til kennslu. ]
Af þeirri upphæð fengu 5 sér-1
sambönd tæpar 50 þús. krónur í j
kennslustyrki. Til utanfara veitti !
ÍSÍ rúml. 30 þús. kr. Innan vé- ,
banda ÍSÍ störfuðu á árinu 5 sér- |
sambond, 23 héraðssambönd sem,
samtals telja 240 félög er skrá
rúmlega 21000 félaga. Á árinu
sem leið bættust 5 ný félög í sam j
tök ÍSÍ. _ |
Ungmennasamband Islands
skipti á milli félaga sinna 50 þús.
króna.
í Reykjavík einni var varið til
íþróttamála um 2.5 milljónum
króna. Skiptist sú upphæð m.a. í
(tölurnar í svigum eru styrkir
frá Reykjavíkurbæ):
Verklegar framkvæmdir 800
þús. (113,000). Kennaralaun, húsa
leiga og annar æfingakostnaður
305.000 (74.500). Rekstur íþrótta-
húss ÍBR 85.000 (ekkert). Skauta
svell 45.000 (allt). Læknisskoðun
íþróttamanna 18.000 (allt). Kostn
aður við ÁBR og sérráðin 75 þús.
(40.000). Auk þessara útgjalda er
svo rekstur og viðhald íþrótta-
valla í eign einstakra félaga,
rekstur skíðaskálanna, erlendar
heimsóknir, utanfarir o. fl. Sam-
tals mun kostnaðurinn við í-
þróttastarfsemina í bænum nema
um 2.5 milljónum króna, eins og
fyrr segir. Styrkir frá Reykja-
vikurbæ nema 320.00 kr., en mis-
munarins afla íþróttafélögin með
félagsgjöldum, happdrættum,
hlutaveltum o. fl.
Innan vébanda IBR eru nú 21
íþróttafélag, sem mynda 8 sér-
ráð. íþróttahúsið að Hálogalandi
er starfrækt 6 tíma á dag í 7
mánuði ársins. Komi 15 manns í
hvern tíma, sem mun vera nálægt
meðaltali koma um 550 manns á
viku þangað til æfinga. Auk þess
er æft alla daga í ÍR-húsinu, í-
þróttahúsi Jcns Þorsteinssonar,
barnaskóiur.um og íþróttahúsi há
skólans.
Þetta ófullkomna yfirlit verður
að nægja til þess að varpa
nokkru ljósi á víðfeðmi íþrótt-
anna. Að gera slíku full skil er
ekki hægt á þessum tíma árs og
með engu móti í stuttri blaða-
grein.
Iþróttasíðan hefur hins vegar
snúið sér til ýmissa manna í ýms-
um greinum íþróttanna og hafa
þeir ritað örstuttan annál ársins
1952 hver um sína grein. Fyrstá
yfirlitsgreinin er á síðunni i dag
og koma þær síðan hver af ann-
arri á iþróttasíðum næstu dagæ
Lakari loppmeEn ta efnilegir nnylingor
einkenndu Krjálsíþróttoáríð
ÞEGAR litið er um öxl, Og at-
hugaðir atburðir ársins 1952,
verða fyrst fyrir manni Olympíu-
leikarnir og þátttaka íslendinga
í þeim, sem var mikil, þótt hún
væri fikki að sama skapi glæsileg.
En íslendingar eru ekki eina
þjóðin, sem hefur þá sögu að
segja, enda mun jafn harðsnúið
lið afreksmanna og þar var sam-
an komið, aldrei fyrr hafa mætt
til leiks á nokkrum Olympíu-
leikum.
Því verður hins vegar ekki neit-
að að margur hér heima bjóst
við betri afrekum hjá okkar
mönnum og það jafnvel þótt vant
væri þriggja okkar beztu afreks-
manna nú hin síðari ár (Huseby,
Hauks og Skúla), og sumir þeirra
sem eftir stóðu, væru miður sín
vegna veikinda (Torfi og Örn).
Sannleikurinn er þó sá, að ísl.
frjálsíþróttamennirnir eru ekki
það fjölmennir, að þeir megi við
því að missa, þó ekki sé nema
3—5 af þeim beztu á einu og sama
árinu, án þess að þess sjáist ein-
hver merki.
VARALIÐ
„Hefur þetta skyndilega
„stjörnuhrap“ vonandi orðið til
þess að opna augu forráða-
manr.a íþróttafélaganna fyrir
nauðsyn þess að haía ávallt
næsru varaliði á að skipa, með
öðrum orðum, að leggja meiri
áherzlu en hingað til á það, að,
þjálfunin nái til sem flestra,
til fjöldans.
Þótt Olympíuförin yrði engin [
sigurför, var margt ánægjulegt j
við frjálsíþróttastarfsemina hér
heima. Komið var á fyrstu form-
legu keppninni milli Reykjavík-
ur og landsins, keppni, sem ætti
að fara fram á hverju ári hér
eftir. Landsmót UMFl fór fram
á Eiðum og þótti takast með af-
brigðum vel. Frjálsíþróttasam-
bandið staðfesti nýjar reglur og
aldursákvæði fyrir drengi, þar
sem þeim er skipt í þrjá flokka
og haldin árlega meistarakeppni
í tveim þeirra í stað eins áður.
Einn erlendur frjálsíþróttamaður
keppti hér ó árinu, var það danski
kringlukastsmethafinn Munk
Plum, sem tók þátt í þrem mót-
um, hér í Reykjavík og á Ak-
ureyri.
MEIDSLI TÍÐ
Keppni félaga og héreðasam-
banda útan Reykjavikur síóð
með miklum blóma, Því miður
er ekki hægt að segjá það sama
um keppr.ina í Reykjavík. Veð-
ur var mjög óhagstætt á fyrstu
vormótunum, sem, vel að merkja,
voru haldin alltof snemma. Var
það til þess, að þátttaka var lítil,
áhorfendux fáir, en meiðsli og
tognanir héldu innreið sína í
raðir íþróttamannanna. Bjuggu
margir að þeim meiðslum allt
sumarið. Stærri mótin, svo sem
meistaramótin, voru einnig illa
sótt, enda þátttaka svo léleg, að
til vansæmdar má teljast. Getur
maður ekki varizt þeirri hugsun,
að eitthvað meira en lítið bogið
hljóti að vera við skipulag þess-
ara mála og framkvæmd mót-
anna, fyrst keppendur, jafnt sem
áhorfendur, eru farnir að forsmá
þau svo sem raun ber vitni. Að
vísu var gerð tilraun hér í Reykja
vík með skipun sérstakrar móta-
nefndar, en lítið varð þess Vart
að framkvæmd mótanna batnaði
við það. Ættu hlutaðeigandi aðil-
ar þó ekki að gefast upp við svo
búið, heldur rej/na nýjar leiðii
til þess að koma þessum málum
í viðunandi horf.
AFTURFÖR
Sé gerður samanburður á ár-
angri áranna 1951 og 1952, sést,
að nú í fyrsta sinni í mörg, er um
nokkra afturför cð ræða í flest-
um íþróttagreinunum. Verður
þessa einkum vart í kúluvarpi,
200 m hlaupi, stökkunum (utan
stangarstökki) og þrautunum. -—
Tóku flestir „toppmenn“ þessara
greina ekki þátt í keppni s.l. sum-
ar, en bilið milli þeirra og hinna
næstu er enn helzt til mikið.
En maður kemur í mannsstað,
því líti maður á afreksskrá ársins
1952, verða fyrir manni mörg ný
nöfn, nýir og ungir menn, sem
mikils má af vænta og þegar hafa
sýnt ótvíræða hæfileika. Eða
hvað segið þið um Guðm. Vil-
hjálmsson, sem hleypur 100 m á
10,8 sek. og er þó aðeins 19 ára —
eða hinn 17 ára gamla keppnis-
glaða Hreiðar Jónsson, sem
hleypur 400 m. á 52,1 sek., 800
m á 1:58,2 mín., 1500 m á 4:12,2
mín. og 400 grindahlaup á 58
sek.? Og svo mætti lengi telja,
ef benda ætti á alla þá ungu
menn, sem þtgar eru komnir á
afrkesskrána. Auk þess eru
margir hinna eldri í stöðugri
framför, svo sem Kristján Jó-
hannsson, sem vann það sögulega
afrek s.l. sumar að hnekkja elzta
meti íslendinga í frjálsiþróttum
15:23,0 mín. í 5 km. hlaupi, sem
Jón Kaldal setti fyrir 30 árum.
Alls voru sett og jöfnuð 7 íslenzk
met hjá körlum á árinu (utan
húss). Setti Kristján 5 þeirra,
Torfi Bryngeirsson eitt, og loks
jafnaði Ásm. Bjarnason eitt.
Að lokum birtast hér drög að
afrekaskrá karla 1952. Kann að
vera að einhvers sjé vant eða
ofaukið, enda ber margs að gæta
við samningu slíkrar skrár, ef vel
á að vera unnin. Þiggur blaðið
þakksamlega allar leiðréttingar
eða við bætur, sem því kunna
að berast hér að lútandi.
Enda þót árið 1952 hafi þannig
á ýman hátt valdið nokkrum
vonbrigðum, er ekki ástæða til
að lita of svörtum augum fram
í tímann, heldur vænta þess, að
íslenzkir frjálsíþróttamenn og
forustumenn, læri af reynslunni,
safni kröftum á ný til nýrra átaka
og nýrra sigra á komandi árum.
100 m hlaup:
Ásm. Bjarnason, KR 10,5
Hörður Haraldsson, Á 10,7
Guðm. Vilhjálmsson, UIA 10,8
Pétur Fr. Sigurðsson,. KR 10,8
Jafet Sigurðsson, KR 11,1
Tómas Lárusson, UMSK 11,1
200 m hlaup:
Ásm. Bjarnason, KR 21,9
Hörður Haraldsson, Á 22,0
Pétur Fr. Sigurðsson, KR 22,3
Jafet Sigurðsson, KR 22,8
Guðm. Lárusson, Á 23,0
Guðm. Valdemarsson, HSS 23,1
400 m hlaup:
Guðm. Lárusson, Á 49,6
Hörður Haraldsson, Á 50,8
Tórnas Lárusson, UMSK 51,0
Þórir Þorsteinsson, Á 51,6
Ingi Þorsteinsson, KR 51,8
Pétur Fr. Sigurðsson, KR 51,9
800 m hlaup:
Guðm. Lárusson, Á 1:55,9
Pétur Einarsson, ÍR 1:57,3
Hreiðar Jónsson, ÍBA 1:58,2
Þórir Þorsteinsson, Á 1:58,9
Sig. Guðnason, ÍR 1:59,8
Rafn Sigurðsson, UÍA 2:02,8
1500 m hlaup:
Sigurður Guðnason, ÍR 4:08,6
Kristján Jóhannsson, ÍR 4:09,0
Pétur Einarsson, ÍR 4:10,0
Hreiðar Jónsson, ÍBA 4:12,2
Svavar Markússon, KR 4:17,4
Halldór Pálsson, UMSE 4:20,6
3000 m hlaup:
Kristján Jóhannsson, ÍR 8:50,2
Sigurður Guðnason, ÍR 8:58,6
Einar Gunnlaugsson, ÍBA 9:20,4
Bergur Hallgrímsson, UÍA 9:37,8
Kristinn Bergsson, ÍBA 9:38,2
Þórhallur Guðjónsson, ÍS 9:43,8
5000 m hlaup:
Kristján Jóhannsson, ÍR 15:11,8
Einar Gunnlaugsson, ÍBA 16:31,4
Viktor Miinch, Á 16:34,8
Finnbogi Stefánsson, HSÞ 16:52,3
Þórhallur Guðjónsson, ÍS 18:07,8
Stefán Guðmundss. UMSS 18:38,3
10.000 m hlaup:
Kristján Jóhannsson, ÍR 32:00,0
3000 m torfæruhlaup:
Kristján Jóhannsson, ÍR 10:06,2
Einar Gunnlaugsson, ÍBA 10:16,2
Eiríkur Haraldsson, Á 10:27,4
Óðinn Árnason, ÍBA 10:45,0
Einar Gunnarsson, ÍS 11:02,4
110 m grindahlaup:
Ingi Þorsteinsson, KR 14.8
Tómas Lárusson, UMSK • 16,3
Pétur Rögnvaldsson, KR 3 6,4
Sig. Friðfinnsson, ÍBH 16,8
Rúnar Bjarnason, ÍR 16,9
Valdemar Örr.ólfsson, ÍR 17,7
400 m grindalilaup:
Ingi Þorsteinsson, KR 58,5
Hreiðar Jónsson, ÍBA 58,0
Sveinn Björnsson, KR 61,5
Eggert Sigurlásson, ÍBS 62.6
Björn Jóhannsson, ÍS 64,1
' Marteinn Guðjónsson, ÍR 66,9
i
Iíástökk:
Gunnar Bjarnason, ÍR 1,78
! Birgir Helgason, KR 1,73
i Jóhann Benediktsson, ÍS 1,76
! Gísli Guðmundsson, HSK 1,75
Tómas Lárusson, UMSK 1,75
j Friðleifur Stefánsson, ÍBS 3,75
Kolbeinn Kristinsson, HSK 1,75 m
Langstökk:
Sig. Friðfinnsson, ÍBH 6,99
Torfi Bryngeirsson, KR 6,79
Tómas Lárusson, UMSK 6,70
Örn Clausen, ÍR 6,68
Kristl. Magnússon, ÍBV 6,65
Árni Guðmundsson, HSK 6,54
Þrístökk:
Vilhj. Einarsson, UÍA 14,21
Kristl. Magnússon, ÍBV 14,20
Torfi Bryngeirsson, KR 14,16
Friðl. Stefánsson, ÍBS 13,99
Sig. Andersen,. HSK 13,75 ,
Hjálmar Torfason, HSÞ 13,66
Stangarstökk:
Torfi Bryngeirsson, KR 4,35
Kolb. Kristinsson, HSK 3,75
Kristl. Magnússon, ÍBV 3,54
Jóhannes Sigmundss., HSK 3,50.
ísleifur Jónsson, ÍBV 3.41
Friðrik Hjörleifsson, ÍBV 3,35
Valbjörn Þorláksson, ÍS 3,35
Frh. afrekaskrárinnar — köst
og boðhlaup — birtist í næstu
iþróttasiðu.