Morgunblaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 15. jan. .1953
Rinso gerir mislita þvottinn skýrari og þann hvíta
hvítari. Rinso þvælið losar óhreinindin algerlega
— án þess að skemma! Notið ávallt Rinso, það
auðveldar og flýtir fyrir yður við þvottinn. Fatn-
aðurinn lítur betur út þegar Rinso er notað.
Tilvaiið fyrir
þvottavélar og
allan uppþvott.
Rinso í allan þvott
X-R 250-1225-50
Smásaga dagsins:
LÁTI9 TJALDIÐ FALLA...
ÞEGAR komið var að lokaatriði
sjónleiksins, sem veitt hafði öll-
um leikhúsgestum fyrirtaks góða
skemmtun, kvað allt í einu við
skothvellur að baki leiksviðsins.
Enginn áheyrenda var meira en
svo viss í sinni sök: var þetta
eitt atriði í leiknum eða — hafði
eitthvað voðalegt komið fyrir?
Sjáifir leikararnir virtust einnig
á báðum áttum og felmtursfullir.
En það var reyndar ómögulegt
að átta sig á þessum nútímaleik-
ritum. Það gat vel verið, að skot-
ið heyrði í raun og veru leikrit-
inú til. Einmitt rétt í þessu hafði
táldreginn eiginmaður á barmi
örvæntingarinnar, staðið á leik-
sviðinu, ráðinn í því að fremja
sjálfsmorð. Hann hafði þotið út
og nú hafði hann að öllum líkum
fyrirfarið sér.
Hinir gamalreyndu frumsýn-
ingargestir þóttust bjargvissir
um, að hér væri aðeins um venju
legt leikhúsbragð að ræða og biðu
rólegir þess, sem næst mundi ske.
Sennilega væri skotið aðeins upp-
hafið að góðum og áhrifamiklum
endi.
Þá ruddist fram á leiksviðið
einn af aðstoðarmönnum leik-
hússins og spurði í heimtingar-
tón, hvort nokkur iæknir væri
viðstaddur. „Er nokkur læknir
á meðal áhorfenda?" hrópaði
hann út yfir salinn.
„Hvað er á seiði — hvað geng-
ur- á?“ hrópuðu leikararnir á
svíðinu hver upp í annan um leið
og beir þyrptust utan um aðstoð-
artfianninn. Nei, þetta gat ekki
átt að vera svo í leikritinu, það
vaf greinilegt, að eitthvað hafði
komið fyrir. Órói tók að gera vart
við sig á meðal áhorfendanna, og
aftur hrópaði máðurinn: „Er eng
inn læknir hér?“
Þrekinn herramaður, sem sat
á ö'ðrum bekk í salnum og hafði
að sessunaut grannan og renglu-
legan náunga, hnippti í þessu í
hinn síðarnefnda og sagði, .bros-
andi í kampinn: „Jæja, hvað nú,
þér hinn mikli mannvinur? —
Ætlið þér ekki að bregða við?“
„Það kemur ekki til“, svaraði
varfærnislega sá, sem ávarpaður
hafði verið, „þetta er ekki annað
en hvert annað bragð“.
„Hm“, sagði hinn þrekni,
„rækalli eðlilegt var það — af
bragði að vera“.
A meðan þessu fór fram hafði
eldri maður einn á meðal áhorf-
endanna staðið upp og skundað
rakleitt upp að leiksviðinu. Þar
hrópaði hann upp eitthvað, sem
hahn endurtók í sífellu en sem
Rudolf Schnelder-Shelde segir frá
enginn skildi neitt af, nema eitt
orð: „Augnablik!“
Annars þekktu hann flestir.
Þetta var leikari, einn af skop-
leikurum leikhússins. — Þetta
var þá eftir allt saman hluti af
leiknum. Hvílíkir æsingaseggir
— þessir leikritahöfundar!
Skopleikarinn, með hjálp að-
stoðarmannsins, hafði er hér var
komið, klifrað upp á leiksviðið,
á meðan hinn svikni eiginmaður
hafði verið dreginn fram úr hlið
arherberginu og lagður niður.
Loftið var þrungið af óróa og
geðshræringu. Áhorfendur teygðu
upp álkurnar, leikararnir hvísl-
uðust á en ekkert varð greint af
því er þeir sögðu annað en: „hel-
skotinn? — En það er þó úti-
lokað!“
„Hvað sagði ég ekki?“ — sagði
krangalegi maðurinn á öðrum
bekk, sem í þetta skiptið varð til
þess að gefa sessunaut sínum
smáolnbogaskot — „ég hefði nag-
að mig laglega í handarbökin, ef
svo hefði verið“.
En það virtist sem málið tæki
nú alvarlegri stefnu á ný. Út úr
mannþvögunni, sem myndazt
hefir utan um leiksviðið. þar sem
leikarinn lá endilangur, brauzt
fram forstjóri leikhússins, gekk
upp að fótljósunum og kvað sér
hljóðs, stynjandi og fölur sem
nár: „Dömur mínar og herrar —
hér hefir orðið atburður, óheyri-
iegur, já, — óskýranlegur atburð
ur: leikarinn — eins og þið mun-
ið líklega hafa tekið eftir — er úr
sögunni .. sjálfsmorð ....“.
Hann komst ekki lengra, hás og
heiftþrungin rödd úr hópi leik-
aranna tók fram í fyrir honum:
„Hann er dauður".
Það var eins og alda uppnáms
og skelfingar bærist frá leiksvið-
inu yfir áhorfendasalinn. Leik-
hússtjórinn snéri sér við og skip-
aði: „Kvrrð!“ Og hann ætlaði að
halda áfram — þá kom æðandi
út úr hliðarherberginu hin korn-
unga leikkona, sem farið hafði
með aðalhlutverkið í leiknum,
stundi upp einhverju, leit á mann
inn, sem lá fyrir fótum hennar,
riðaði síðan og fleygði sér loks
hásnöktandi yfir hann. Allir hörf
uðu frá vandræðalegir og ráð-
þrota. Grátur hennar var hið eina |
hljóð, er heyrðist.
„Stórfenglegt“ — sagði kranga
legi maðurinn, á nálum af geðs-
hræringu. Sá þrekni ræskti sig og
svaraði: „Jafnvel nokkuð of mik-
ið af svo góðu — finnst yður
ekki?“
Leikkonan leit nú upp og rétti
úr sér. — Það var eins og hún
hefði töfrað alla áhorfendur. Hún
strauk hendinni yfir ennið og lit-
aðist um með reikandi vonleysis-
legu augnaráði. Svo ætlaði hún
að segja eitthvað en kom ekki
upp einu orði. Það var auðséð,
að hún tók á öllu því, sem hún
átti til að geta talað en — árang-
urslaust.
Og allt í einu féll hún saman
á ný, líkt og dula, sem fleygt er
af hendi til jarðar.
Fát og glundroði á ný. —- Leik
hússtjórinn myndaði sig til að
ganga upp að leiksviðinu á ný, en
þá hikaði hann — hvað átti til
bragðs að taka?
Þá heyrðist hrópað öðru megin
úr leikhúsinu, hvellri skipunar-
röddu: „Látið tjaidið falla — það
er tími til kominn“ — og eftir
eitt augnaþlik var tjaldið dregið
niður.
Áhoriendurnir sátu sem stirn-
aðir. Atburðurinn hafði haft slík
áhrif að allir stóðu á öndinni. Það
var ekki fyrr en að kveikt hafði
verið í salnum, að fáeinar hend-
ur sáust á lofti, sem byrjuðu hik-
andi að kiappa en hættu jafn-
skjótt aítur, er hastað hafði verið
á þær með reiðilegu hvísli til
merkis um að hætta og þar með
var iófaklappinu lokið.
Eftir margendurteknar beiðnir
og umtölur tíndust áhorfendur,
einn og einn, tregðulega úr sæt-
um sínum. Það leit ekki út fyrir,
að tjaldið yrði dregið upp aftur
og brátt er járntjaldið einnig lát-
ið falla.
,,Nú, jæja“, sagði krangalegi
maðurinn, enn þá með geðshrær
ingarsvip á andlitinu, um leið og
hann stakk snarlega klappfúsum
höndunum í vasa sína, „í raun-
inni er ekki nema gott eitt um
þennan nýja leikhússið að segja.
Bukk og beygingar leikfólksins að
harmieiK ioKnum er alltaf dálit-
ið hversdagslegt og hvimleitt .
Sá þrekni, íem hafði einnig ver-
ið á meðal þeirra, sem reynt
hafði að hefja upp lófaklappið,
tók í sama strenginn: „Ég hefi
alltaf sagt, að það eyðileggur
áhrif leiksins, þegar maður í lok
in sér hina dauðu kom fram á ný,
glenta og gleiðbrosandi.“
Og herramennirnir tveir gengu
hvatiega að fatageymslunni og
ræddust við í stundarkorn á heim
leiðinni um ieikritið og frammi-
stöðu leikaranna. Þeir voru yfir-
leitt á einu máli um, að kvöldið
hefði verið afbragðs vel heppnað.
TANNLÆKNAR SEGJA
COLGATE TANNKREM
BEZTU VÖRNINA
SEGN TANN-
SKEMMDUM
Notið COLGATE tannkrem, er gefur ferskt bragð í
munninn, hreinar tennur og varnar tannskemmdum.
G o 11
geymsluherbergi
til leigu í miðbænumð stærð gólfflatar ca. 13. ferm.
Upplýsingar í síma 80392.
Hiisnæði fyrir saumastofu vantar strax (40—60 ferm.)
Tilboð merkt: 40—60 ferm.—723, ■— sendist afgr.
Mbl. fyrir laugardagskvöld.
v æ r h v i f a r
fijótar ©g auðvey«2s<
nso