Morgunblaðið - 24.01.1953, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.01.1953, Qupperneq 6
6 MORGVNBLA&ltf Laugardagur 24. jan. 1953 Crtg.: H.f. Árvakur, Reykjavflt Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgUarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 304i, Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsaon. Ritstjórn, auglýsingar og aígreiðsla: Austurs*ræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kl. 20.00 6 mánuði, irnanianda, í lausasölu 1 krónu eintakiA Árni 6. Eyiands: Arnasafn er iEla geymt Skella skuldinni á Gyðino;a HINAR stórkostlegu „hreinsanir" og Gyðingaofsóknir, sem nú | standa yfir innan leppríkja kommúnista og i sjálfum Sovét- ríkjunum vekja stöðugt þá spurn- ingu meðal fjölda fólks um víða veröld, hverjar séu hinar raun- verulegu orsakir þeirra. Algeng- asta svarið við þessari spurningu og jafnframt hið líklegasta, er það, að valdhafarnir séu að leita uppi fórnardýr til þess að skella á skuldinni, fyrir það ófremdar- ástand, sem ríkir í löndum þeirra. Það er t.d. vitað að afleið- in? matvælaskorts og fram- leiðslurýrnunar hefur iðulega leitt til þess, að yfirmenn þess ara atvinnugreina hafa verið hnepptir í fangelsi, sakaðir um skemmdarverk „auðvalds- hyggju" og njósnir í þágu Bandaríkjanna og annarra vestrænna lýðræðisríkja. Mörg fieiri dæmi mætti nefna þessu til sönnunar. Það er einnig alkunna að þýzku nazistarnir kenndu Gyðingum um bókstaflega allt sem aflaga, fór i Þýzkalandi. Þessar ásakan- ir notuðu þeir síðan, sem átyllu tii þess að hefja víðtækar ofsókn- ir gegn þeim og pynta og drepa milljónir manna af Gyðingaætt- um. Kcmmúnistar hafa nú tekið upp sömu aðferð. í þeim löndum, sem þeir hafa ruðst til valda í, í skjóli rússneskra herja, hefur allt féngið á tréfótunum. Öllum fregnum sém á annað borð er hægt að smygla út úr „þræla- kistum“ beirra ber saman um það, að lífskjör almennings séu nú þrengri 'í þessum löndum en í löndum Vestur-Evrópu. Fram- leiðslan hefur dregizt saman og öngþveiti og ringulreið ríkir á fjöimörgum sviðum. f Hinir kommúnisku leiðtogar vita þetta. Þeir vita líka að þjóð- irnar siá það sjálfar, hvílík vandræði valdarán kommúnista hefur leitt yfir þær. En þessir j herrar vilja ekki gefast upp bar- áttuiaust, frekar en aðrir valda- ræningjar fvrr og síðar. Þess vegna ákveða þeir að skella skuldinni á óförum sínum og gjaidþroti hins kommúniska skipulags á einhverja samstarfs- : menn sína, eða aðra menn sem þeir velja til þess að taka út þá refsingu, sem valdhafarnir sjálf- ir hafa bakað sér. Allt bendir til þess að þetta sé megin ástæða þeirrar her- ferðar, scœ kommúnistar hafa nú hafið gegn Gyðingum, og einstökum leiðtogum síns eig- in flokks. Með þeim er verið að breiða yfir víxlspor og upp- gjöf þess skipulags, sem þröngvað hcfur verið upp á þjóðirnar. Þetta skilur megin hluti al- mennings í hinum frjálsa heimi. Hver ný „hreinsun" leiðir fólkið nær sannleikanum um það ófremdarástand, sem kommún- isminn heíur leitt yfir þjóðirnar eustan járntjaldsins En komm-' únistar ailra landa halda áfram að loka augunum fyrir staðreynd urn. Þeir halda áfram að prédika íim ,,sæluna“ í leppríkjunum og sjáífum Sovétríkjunum. Hver ný hepging er þeim aðeins sönnun þejs, hversu fullkomið það „r^jtaröryggi" sé, sem Sovét- skipúiagið skapar borgurum sín- um. Eiturbyrlanir, launmorð og hvers konar ógnir eru í þeirra augum aðeins sönnun þess að í þessum ríkjum setji friður og öryggi fyrst og fremst svip sinn á líf fólksins!! Blað íslenzkra kommúnista er að vísu dáiítið feimið við að ræða þessi mál. Það veit að Islending- ar hafa viðbjóð á þvi stjórnar- fari, sem leiðir til slíkra við- burða. En þá sjaldan sem „Þjóð- viljinn" minnist á „hreinsanirn- ar“, tekur hann ævinlega upp hanzkann fyrir þá valdhafa og flokksbræður sína, sem þessum aðferðum beita. Þetta sætir heldur engri furffu. Kommúnistaflokkur Is- lands, er aðeins deild úr hin- um alþjóðlega kommúnista- flokki. Honum ber aff hlýða skipunum Kominform og vald hafanna í Moskvu í algerri blindni. Öll gagnrýni á hana af þeirra hálfu er svik viff hina einu réttu „línu“. Á þeirri „línu“ verffa kommúnistar allra landa að dansa. Ef þeim skrikar fótur á henni vofir refsingin yfir höfði þeirra. Óhætt er aff fullyrffa aff Gyff ingaofsóknir kommúnista þafi opnað augu ýmsra, sem ekki þekktu áður hið raunverulega eðli kommúnista. Sú fullyrff- ing, aff kommúnistar séu and- vigir kynþáttaofsóknum er nú hrunin til grunna. Einnig á því sviffi hafa þeir nú tekiff upp merki nazismanns. Kosningar í verka- lýðsfélegisnuni. ALLMÖRG undanfarin ár hefur verið náin samvinna milli lýð- ræðisflokkanna við kosningar inn an verkalýðsfélaganna. Afleiðing þeirrar samvinnu hefir orðið þverrandi áhrif kommúnista. — Þeir hafa tapað stjórn hvers verkalýðsfélagsins á fætur öðru. Yfirleitt hafa lýðræðissinnaðir verkamenn talið þessa samvinnu sjálfsagða og eðlilega. Þeim hef- ur einnig verið Ijóst. að án henn- ar heíði t. d. ekki reynzt mögu- legt að hnekkja yfirráðum komm únista í Alþýðusambandi íslands. En nú gerast þau undur, að svokallaðir vinstri kratar undir forystu hins nýkjörna formanns Alþýðuflokksins, Hannibals Valdi marssonar, ákveða að láta komm únista hafa sig að ginningarfífli við kosningu í fyrstá verkalýðs-| félaginu, sem gengur til stjórnar- kosninga á þessu ári hér í Reykja vík. En það er vörubifreiða- j stjórafélagið Þróttur. í þessu fél- ' agi hafa lýðræðissinnar áður gengið sameinaðir til kosninga. | Þessi þjónkun vinstri krata við kommúnista gengur gjör- samlega í berhögg viff baráttu og starfsaðferðir jafnaðar- j mannaflokka í öllum nálæg- um löndum. Engum getur dul-1 izt að hun stefnir rakleiffis að ; auknum áhrifum kommún- istaflokksins innan verkalýðs- félaganna. Þetta gerist á sama tíma, sem að stjórn Alþýðu- sambands íslands er skipuð mönnum úr öllum lýðræðis- flokkunum. Vitað er aff fjöldi Alþýðu- flokksmanna lítur á þessa framkomu vinstri krata sem hreint glapræði, 1 DANIR hafa nú efnt til sýnipg- ar á handritum úr Árnasafni. Leggja sumir prófessorar Hafn- arháskóla mikla stund á að fræða þjóð sína, einkum Hafnarbúa, um hvílíkir dýrgripir séu i Árna- safni, og hve ómissandi þeir séu dönsku þjóðinni. Jafna þeir svo langt til að Thorvaldsenssafnið sé Dönum litilsvirði á við hand- ritin. Ekki skal úr því dregið hð handritin í Árnasafni eru dý-r- gripir í augum hvers sem kann þá að metá. En glámskyggnir eru þeir prófessorar, sem ekki sjá og skilja hversu miklu lífrænni og I verðmeiri þessir dýrgripir eru oss fslendingum — hverjum ein- asta manni á landi hér — heldur en Dönum yfirleitt, sem fátt eitt vita um handritin og hirða illa um þau á allan hátt. En á því síðara á Hafnarháskóla einn sök- ina. Þetta sýningarbrölt, sem pró- fessorarnir grípa nú til og sam- anburðurinn við Thoivaldsens- ^safnið gefur tilefni til að minna á tvennt ekki ómerkiiegt i þessu samþandi. Dar.skir „fræðimenn“ hafa lagt sig í framkróka og skrif&ð Dómur í máli járn- iðnaðarmanna þvkkar bækur til þess að „sanna“ að Eertel Thorvaldsen hafi verið hórgetinn. Þetta hafa þeir gert án þess vitað sé að nokkur ástæða eða grundvöllur sé að „kenning- unni'“, nema sá einn, að reyna að þvo af Thorvaldsen þann blett, að föðurætt hans var alíslenzk. Um aðbúðina að Árnasafni er það að segja, svo sem kunnugt er, en sem þó hefir verið allt of hljótt um, að hún er „elendug", svo við sé haft meira en hálf- danskt orð. | Safnið er geymt í afþiljuðum ranghala í Háskólabókasafninu, í hyllum upp við útvegg, þó að aðrar bækur Háskólabókasafrs- ins séu mestmegnis í frítt stæð- um hyllum svo sem títt er í bóka- safnsbyggingum. Húsakvnni safns eru engin nema þetta eina langa og mjóa herbergi. Ekkert vinnuherbergi fyrir prófessorinn, sem safnsins gætir hvað þá fvrir aðra fræðimenn er í safnið vilja leita sér tið afnota og fróðleiks. En þetta er ekki hið versta. Bókhlaffa háskólans og afkrón- ingurinn, sem Árnasafn er þar geymt í, er algerlega óeldtrvgg geymsla. Þetta finnst mér, að prófessor- p.rnir, sem standa nú að svningu i dýrgripanna úr Árnasafni ættu lað skýra vel fyrir dönsku þjóð- ’ Eg heíi bent á hina óhæfilegu geymslu Árnasafns og lélega að- búð þess, fyrir nokkuð löngu síð- an í útvarpserindi. Mér finnst eðlilegt og gefið tilefni að minna á þetta á ný. Við þetta má bæta að bækur Árna Magnússonar, er fvlgdu með í „gjöf“ hans til Kaupmanna hafnar háskóla, eru á dreifingu í háskólabókasafninu eftir efni. Hærra er þeim ekki gert undir höfði. I Sést á þessu öllu hvert far n-ófessorarnir hafa til þessa gert sér um að halda hátt arfinum, sem Árni Magnússon lét eftir sig. Sem betur fer mun völ á ein- hverju húsi við svo að seg.ia jhverja einuctu götu hér í Reykja vík, sem Árnasafn gæti verið betur geymt í heldur en þar, sem þáð er í Kaupmannahöfn, þótt fáeinir danskir prófessorar látí nú hátt um hver ómissandi helgi- dómur þeim sé safnið. | Sem betur fer eru þessir pró- fer.sorar ekki nema örlítið og að því er virðist fremur ómerkilcgt brot dönsku þjóðarinnar. Snm betur fer eru þúsundir minna „lærðra“ manna í Danmörku, sem vita og skilja, að Árnasafn er Dönum, sem þjóff, harla lítils virði, en það er helgasta lífslind íslenzku þjóðarinnar. 22. janúar 1953 segn ifélsm. Héðinn í GÆRKVÖLDI var i Félagsdónn kveðinn upp dómur í máli er tveir járniðnaðarmenn höfðuðu gegn Vélsmiðjunni Héðr.i. Mönn- um þessum var sagt upp starfi hjá Héðni. Dómsniðurstaðan varð sú að meirihluti dómenda, þrír af fimm skiluðu samhljóða atkvæði, en tveir gerðu ágreining. Hér verður málið ekki rakið, aðeins gerð grein fyrir niður- stöðum dómsins, en hann taldi uppsögn mannanna brjóta í bága við 4. gr. laga nr. 80 frá 1938. Vegna uppsagnanna var vélsmiðj an dæmd í 1200 kr. sekt til ríkis- sjóðs. Hún var og dæmd til'að greiða þessum mönnum tveirr. 6000 kr. í skaðabætur hvorum. Ekki þótti sannað að vélsmiðj- an hefði brotið forgangsréttar- ákvæði í þágildandi kjarasamn- ingi Fél. járniðnaðarmanna og meistara í járniðnaði. — Hafnað var þeirri kröfu járniðnaðarmann anna tveggja um að vélsmiðjan tæki þá á ný í sína þjónústu. Einn dómendanna, Einar B. Guðmundsson hrl. skilaði sérat- kvæði, taldi að sýkna bæri Vél- smiðjuna Héðinn í máli þessu. Þá gerði Helgi Hannesson, forseti Alþýðusambandsins ágreining út af afstöðu meirihluta dómsins til forgangsréttarákvæðisins og þá fjárhæð skaðabótanna. Að áliti meirihluta dómenda standa þeir Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari, forseti Félags- dóms, ísleifur Árnason fulltrúi og Gunnlaugur Briem, skrifstofu- stjóri. Menn þeir er mál þetta höfðuðu eru Snorri Jónsson og Kristinn Ágúst Einarsson. Velvakandi skrifar: ÚH DAGLEGA LIFINU Gamla kirkjan á Gimnsteinsstöffum VELHALDANDI" skrifar mér á þessa leið: „Velvakandi góður! Það var gleðilegt að heyra um baðstofuna á Reynistað í Skaga- firði, í Daglega lífinu 17. þ. m„ og hvílík ræktarsemi við gamla hluti er þar. En því miður er gamla timanum ekki alls staðar gert eins hátt undir höfði. T. d. var á Gunnsteinsstöðum í Langa- dal í Húnavatnssýslu, kirkja nokkur eða bænhús, allfornt, þar til fyrir nokkrum árum. Höfðu verið færðar sönnur á, að kirkjan hefði verið reist í kaþólskum sið, það er að segja fyrir 1550, og því elzta hús landsins. Þjófabjöllur hringja. LUNDÚNUM — Sjálfvirkar bjöllur í Albert safninu í Lund- únum, sem gefa eiga merki þeg- ar einhverju er stolið, tóku að hringja á dögunum. Lögreglu- þjónar þustu að og allur viðbún- aður var við hafður til að hand- sama þjófinn. En bjöllurnar höfðu hringt vegna bilunnar á sjálfvirka kerfinu. Þessi kirkja var fremur lítil og óásjáleg og stóð úti í túnfæti. Að vísu höfðu innviðir og allt skraut fyrir löngu verið tekið úr henni, og hún svipt sínum upphaflega tilgangi, en notuð sem geymsla á síðari tímum. Stoðir og máttar- viðir allir voru sem nýir og hús- ið stæðilegt vel. En gamla kirkj- an, elzta hús á okkar kæra landi, var rifin, og stoðirnar notaðar í fjárhús. Þessi varð endir gömlu kirkjunnar á Gunnsteinsstöðum. Heilög skylda okkar KLAUSTURSRÚSTIN á Helga- felli á Þórsnesi er nú orðin forarþró. Illu spáir þetta um verr.dun fornminja okkar. Við íslendingar erum fá- tækir gamalla muna og megum því ekki við að missa það fáa, sem til er. Það er annað með aðr- ar þjóðir, sem eiga hallir og jafn- vel heilar borgir frá fornöldum, en við ekkert, sem minnir á hið forna, nema ef ske kynnu að vera handritin, og þeim höfum við verið rændir. Þess vegna er heilög skylda okkar Islendinga að halda fast í það fáa, sem við eigum og minn- ir á líf liðinna kynslóða, forfeðra okkar. (Viltu gjöra svo vel og birta þetta, ef ske kynni að það vrði einum hjalli eða hlóða-eldhúsi til lífs. Því fyrr — því betra, en betra er seint en aldrei). — Vel- haldandi)“. Eindæma hugsMnarleysf ÞESSI saga um gömlu kirk.iuna á Gunnsteinsstöðum, sem ég held að sé sönn, lýsir alveg ein- dæma hugsunarleysi. Það er engu líkara en að það fólk, sem slika hluti framkvæmir sé gjorsnevtt öllum hæfileikum til þess að meta gildi þjóðlegra minja. En við höfum ekki efni á slíku hugsunarleysi, sem sannarlega er vægasta orðið, sem hæ?t er að r.ota um þetta atferli. Við erum flestum þióðum fátækari að minjum frá fortíð okkar, þegar frá er skilinn sá bókmenntaarf- ur, sem bréfritarinn minnist á. Okkur ber þess vegna að halda til hags því litla, sem til er al hinni mestu kostgæfni. Einhver ruglingur. AS.L. HAUSTI var leikritið Gullna hliðið eftir Davið Stefánsson sýnt í Björgvin. í leik skránni voru eins og að likum lætur upplýsingar um skáldið. En þar segir, að Davíð Stefáns- son hafi lesið lögfræði í Kaup- mannahöfn og sé bóndi í Eyja- firði og alþinpismaður!! En það geta fleiri ruglazt í rím- inu en þeir, sem skrifa um fræga rithöfunda og skáld í leikskrár. I fregn, sem Ríkisútvarpið birti skömmu fyrir jólin var sagt, að eftir áramótin yrði bvrjað að æfa hið nýja leikrit Davíðs Setfáns- sonar um danska prestinn Hans Egede! í stuttu máli sagt: MER finnst skcmmdarfýsn ís- lenzkra unglinga vera dap- itrlégur vottur um mishennnað unpeldi og vanþroska noklmrs hluta æskunnar á hinni miklu skólaöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.