Morgunblaðið - 10.02.1953, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriojudagur 10. febrúar 1953
iitmmiifMriimifinMimniinimtfimHtiiimiOMiiimfiiiiiitiiiHimtirr’Mif
^J'CvenJjjóÉin oc^ ^JJeimiíiÍ
Heimsókn í Vinnufata?rerð Kslandss
Héðen ó oMiai il
— segií Dýrfinna Guðjéftsdólllr
ÓÞARFT mun að kynna Vinnu-
fatagerð íslands með mörgum
orðum. Það er þekkt fyrirtæki,
bæði í Reykjavík og úti um land
enda eru þeir margir íslending-
arnir nú orðið, sem eiga einhverja
flík þaðan.
Vinnufatagerðin hefur starfað
í rúm tuttugu ár og hefur langt af
verið til húsa við Þverhoit 17,
en bætt hefur verið við húsakynn
■in smátt og smátt, eítir því scm
árin hafa liðið.
:!'i Um daginn fi’étti ég að tvær
Starfsstúlkur þar, hefðu unnið
hjá fyrirtækinu í tuttugu ár, eða
•íiæstum þvi frá því það var stofr,-
að. Ég brá mér þvi þangað til
áð vita, hvort þær g'ætu ekki
sagt kvennasíðunni eitthvað af
því starfi, sem þær hafa unað
við svo lengi.
Dýrfinna Guðjónsdóttir tók á
móti mér og fylgdi mér í gegn
um hvern vinnusalinn af öðrum,
þar sem stúlkurnar sitja, hver
við sína vél, í björtum og rúm-
góðum húsakynnum. Þær kepp-
ast við, hver sem betur getur,
og líta varla upp, þótt ókunnug-
,ir gangi í gegn.
Mér finnst hljóta að vera næsta
ógerlegt að henda reiður á öllum
stúlkunum, en Dýrfinna segir að
þær séu rúmlega 90 alls. Starf-
andi karlmenn hér eru hinsvegar
aðeins 6, svo kvenfólkið er í yfir-
gnæfandi meirihluta.
— Eiginlega er hægt að skipta
verksmiðjunni í þrjár deildir,
segir Dýrfinna. Það er vinnu-
fatadeild, skyrtudeild og deild
þar sem kuldaflíkur eru saumað-
ar.
— Ég hef það starf með hönd-
um að ganga á milli og sjá um
' áð saumaskapurinn sé vel af
'hendi leystur, enda á aldrei að
fara héðan gölluð flík.
■" Við erum tvær, sem höfum
þetta starf. Til þess að hafa það
með höndum, þarf maður að hafa
ýerið hér nokkuð lengi og þekkja
"állar starfsgreinarnar.
" — Hvernig likar yður starfið?
— Það er gott að vinna hér,
énda eru húsbændurnir liprir og
þægileeir og vel er hugsað fyrir
starfsfólkinu.
— Og vinnutíminn?
— Vinnan hefst klukkan 8 og
stendur þangað til klukkuna
yantar 20 mínútur í 5. Við fáum
jkaffi klukkan hálf tíu — gefins,
— og svo borðum við mat, sem
við höfum með okkur, klukkan
20 mínútur yfir tólf. Mátsalur-
4pn er uppi á efstu hæð. Þar er
eldhús með öllum þægindum og
setustofa, sem notuð er, þegar
Dýrfinna og Anna Kristín við eina saumavélina
við höfum skemmtanir. Þá döns
um við í borðsalnum.
Á laugardögum vinnum vic.
aðeins til hádegis.
ÚLPUDEILDIN
Við erum komnar inn í stóran
sal, þar sem sauniaðar eri
kuldaflíkur — úlpumar alþekktu.
Ein stúlknanna tekur við sniðn
um stykkjum og saumar á þau
rennilása og vasa — 10 vasa á
dag, að meðaltali, segir hún.
Önnur saumar ermar, sú þriðja
saumar boðanga við bakstykki
í svokallaðri „þrístungu”, vél
sem saumar þrjá sauma i einu.
Mjög flókið, finnst mér. Sú fjórða
sker skinnin í fóðrið og sú
fimmta saurnar það saman — og
tcnCTj telja, en það
yrði of langt mál.
Allt er unnið í vélum þar sem
hægt er <i0 koma þvi við. Þær
eru auðvitað margvíslegar að
gerð og lögun. Ein þeirra vakti
öðrum fremur aðdáun mína, en
það var sú, sem snýr vinnu-
vettlingum (með fingrum) við
á einu augabragði. Hún er reynd-
ar uppfundin af manni, sem starf
ar við Vinnúfatagerðina, Þórarni
SigurgeirsSyni að nafni, cg var
mér tjáð að þetta væri ekki hans
eina uppíinning.
— Þetta fyrirkomulag á starfs-
háttum hefur alltaf verið hér,
sagði Dýrfinna. - Stúlkurnar haía
skint þannig með sér verkum. j
Það er vinsælast. Þær vilja helzt
fá eð vera við það sama. Því (
vanari sem þær verða, því fær-
ari verða þær og hér er- unnið
í akkorði. i
— Hafið þér unnið annars stað-
r áður en þér komuð hingað?
— Áður saumaði ég i húsum
yrir fólk. Þá vann maður þetta
”á klukkan níu á morgnana til
rlukkan sjö og átta á kvöldin
við misjöfn skilyrði, eins og
|engur. Vinnan aldrei örugg
'æsta dag. Hér er öðru máli að
skipta — alltaf hlýindi inni,
. innuskilyrðin hin beztu og
^kveðinn frítimi. Það er mikill
munur.
GÓÐ HEILSA — GOTT SKAP
Við eina vélina í úlpudeild-
inni situr Anna Kristín Þorkels-
dóttir. Hún og Dýrfinna byrjuðu
samtímis starfið í Vinnufatagerð
inni og eiga báðar 20 ára starfs-
afmæli í næsta mánuði.
Anna Kristín á metið í því að
mæta vel til vinnu, er mér ságt,
og gengur þó á hverjum degi á
sínum tveim utan af Grímsstaða-
holti og upp í Þverholt. Hún kann
á allar vélarnar en hefur það
aðalstarf að sauma fyrirmyndir
(model), en það er mikið verk
og vandasamt.
— Það þarf ekki að spvrja
mig að því, hvort ég kann við
mig hér, segir hún. Kom hingað
20 ára og er hér enn, fertug.
Mér sýnist það á útlitinu að
þetta sé kona á bezta áldri og
spyr hana, hvort starfsáhuginn
hafi aldrei dofnað.
— Engin hætta, á meðan heils-
an er góð og ég get verið i góðu
skapi.
—- Spjaliið þið ekki saman
stúlkumar, sem sitjið svona hlið
við hlið?
— Það heyrist varla mannsins
nál fyrir vélunum, en við reyn-
im nú samt stundum — þegar
við fáum það fyrir henní Dýr-
'innu, segir hún og hnippir í
ítallkonu sína.
Ég þakka fyrir góðar viðtökur,
en um leið og ég geng út hugsa
'g með mér: Hvílíkur munur frá
3VÍ húsfreyjan sat á rúminu sínu
i baðstofunni við grútartíruna
xg saumaði allan vinnufatnaðinn
í höndunum með einni Iítilli nál.
En það er nú bka nokkuð langt
úðan það var.
H. V.
Eruð þér rómantískar
eða raunsæjar?
Eða hvorttveggja í hæfilega ríkum mæli? ÞaS
er hyggilegt að halda sér aff jafnaffi í nánd viði
jörðiea — en sanniff þér til, aff þér mynduð hafa
ágætf af að lifta yður upp til skýjanna öðrui
hvoru og láta jafnvægi haldast sem bezt í þessu
efni. — Eftirfarandi spurningar nmnu hjálpa
yður til að átta yffur á, hvar þér standiff:
1. Kenrar stundum fyrir, að
þér mitt í starfi því, sem þé)
hafið með höndum, hrökkvið
upp af órakenndum dag-
draumum um frama yðar og
frægð við eitthvað annað
starf?
2. Mynduff þér reka upp hlát-
ur, ef þér fengjuð ástabréf
skrifað í ljóðum eða á skáld-
legu tilfinningamáli?
3. Ættn aliar kvikmyndir effa
bækur, að yðar áliti, að hafa
góðan og hamingjusaman
endi, jafnvel þótt hann væri
um leið mjög ósennilegur?
4. Vinkona yðar, sem þér héld-
uð, að þér gætuð treyst full-
komlega bregst yður hlálega.
Verður yðar fyrsta viðbragð
að yppta öxlum og segja:
„Það kom níér ekki á óvart?“
5. Finnst yður gaman af að
bollaleggja eitthvað dásam-
legt, sem komi fram við yð-
Kunnlð N
Síðasta hönd lögff á verkið
iV EF ELDUR kemur upp í húsi
yffar, þá munið, aff yffar fyrsta
verk á aff vera að loka öilum
gluggum og hurðum til að
fyrirbyggja dragsúg.
ATHUGIÐ það, með því að svara
þessum spurningum:
1. Skrifið þér minnisseðil ....
einn fyrir það algengasta sem
þai'f til heimilisins, og annan fyr-
ir stærri kaup?
2. Berið þér saman vöruverðið
í verzlununum, þegar þér gerið
innkaup?
3. Munið þér, hvað þér borg-
uðuð fyrir sápupakkann og
klósettpappírinn?
4. Vitið þér, hvar af dýrinu er
bezta kjötið?
5. Hagið þér kaupunum þannig
að yður nægir að kaupa nýlendu
vörur einu sinni í viku.
6. Lesið þér vandlega notkun-
arregiur, ef þær eru á umbúð-
unum?
7. Hafið þér lista yfir það sem
þér þurfið að kaupa, þegar þér
farið á útsölu og standizt þér
freistingarnar til að kaupa annað
en það, sem stendur á listanum?
8. Skrifið þér niður, til hvers
peningarnir fara?
9. Hafið þér auga með vog-
inni í verzluninni og teljið þér
per.ingana, sem þér fáið til baka?
10. Kvartið þér við kaupmann-
inn yfir Iélegum vörum?
Ef þér svarið já við öllum
spurningunum, þá eruð þér fyrir
myndar húsmóðir.
Ef þér svarið sjö þeirra ját-
andi, þá er yður vel trúandi fyrir
innkaupum fjölskyldunnar.
Ef þér svarið aðeins helmingn-
um eða færri játandi, þá ættuð
þér að reyna að bæta ráð vðar.
Oáfa gfagsists
GÁTA DAGSINS:
Fríður piltur einn er enn
augnagaman sprundum,
tvo úr einum myndar menn
og menntar frúrnar stundum.
Ráðning gátunnar er í fram-
haldi kvennasíðunnar á bls. 12.
ur, án þess, að þér þurfið
nokkuð fyrir því að hafa?
6. Haldiff þér, að hver sé ætíð
sjálfum sér næstur — þar á
meðal þér sjálíar — og
breytið þér samkvæmt því?
7. Þegar þér komiff á einhvern
ókunnan stað, verðið þér þá
hrifnar og frá yður numdar
yfir því nýja og óvenjulega,
sem þér sjáið þar og heyrið?
8. ESa einblíniff þér á ókosti
hans og ergið yður yfir hin-
um nýju og óvenjulegu að-
stæðum, sem þér verðið að
sætta yður við þangað til þér
komist heim aftur?
9. Þegar þér fariff í bíó —
gleymið þér yður auðveld-
lega við að fylgjast með því,
sem gerist í myndinr.i?
10. Eða er gagnrýni yffar á verffi
allan tímann, svo að þér
glevmið ekki eitt augnablik,
að þetta er aðeins leikur?
Já, við öllum oddanúmerunum
sýnir að þér eruð rómantískar.
Já, við jöfnu númerunum, aS
þér eruð raunsæismanneskja.
Auðvitað væri langbezt, að þér
þér væruð dálítið af hvoru-
tveggja. Það væri lítið varið í
lífið, ef þér ættuð engan drauma-
heim, þar sem þér getið leitað
athvarfs öðru hvoru, að striti
dagsins loknu.
Já, viff fyrstu spurningunni,
er afsakanlegt, svo lengi, sem
að slíkt endurtekur sig ekki o£
oft. Ef að þér viljið leita yður
frama í einhverju starfi, þá leit-
ið hans umfram allt í starfi, þar
sem þér finnið yður heima.
Sjálfbyrgingsháttur kemur
fram i jákvæðu svari við nr. 2.
Fegurð orðanna ein saman gæti
veitt yður ánægju og unun, ef
að þér gæfuð yður tima til að
hugsa um þau.
Andleg lett kemur fram í já-
kvæðu svari við nr. 3. — Ef þér
leitið ávallt að skemmtunum,
sem ekki krefjast hinnar minnstu
gagnrýrú. af yðar hálfu, fer svo
að lokum, að þér getið ekki leng-
ur greint á milli góðra og lé-
legra skemmtana.
Þr.ð væri fráleitt að svara nr.
4 játandi. Það er alltaf meira en
ein hlið á hverju máli og þér
ættuð að minnsta kosti að sýna
þá drenglund að reyna að kom-
ast fyrir ástæðuna fyrir breytni
vinkonu yðar.
Þaff þýffir ekkert að ganga í
gegnum lífið blindur af ofur
bjartsýni (5). Slíkt hefur aðeins
stöðug vonbrigði og sársauka í
för með sér — en verið ekki allt
of svartsýnar heldur.
Einlægur áhugi á því, sem er
nýtt og óvenjulegt, hvar og hve
nær sem er, er næsta heilbrigð-
ur (7), en kuldalegt vantraust og
nöldursleg gagnrýni (8), muix
fljótlega losa yður við umgengni
annars fólks.
I Annar vottur um andlega leti
(s’or. nr. 3), er jákvætt svar við
nr. 9, en já við nr. 10, kann að
vera vottur um skort á ímynd-
unaráfli — gætið að yður. að
verða ekki ein af þesSum yfir
sig gaghrýnu manneskjum, sem
aldrei sjá neitt skemmtilegt eða
Framh. á bís. 12 j