Morgunblaðið - 01.03.1953, Síða 14

Morgunblaðið - 01.03.1953, Síða 14
MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 1. marz 1953 14 í 5: '2 8 fer F.ramhaldssagan 11 una“,'sagði hann með ákafa. „Ég gæti setið og horft á allar sýning- ar bara til að sjá þig“. í>egar Alice barði að dyrum hjá hönum klukkan sjö með bréf, seím hún hafði vélritað fyrir næsta fyd'rlestur hans sem hann átti að halda fyrir nemendurna við háskólann í Edinborg, sá hún að hann hafði þegar haft fata- skipti og Var kominn í sparifötin. • >,Mér .... mér datt í hug að skreppa á leiksýninguna aftur“, sagði hann vandræðalega. „Ég er viss um að Janice þætti vænt um það“, sagði hún. 'Hún leit ekki á hann og hann leit ekki á hana. En þetta var fyrsta kvöldið síðan þau lögðu upp í fyrirlestrarferðina, sem hann hafði ekki boðið henni að borða með sér kvöldverð. Hann fitlaði við hálsbindið sitt. ,,Það er skemmtilegt leikrit. Ég hlakka mikið til að sjá það aftur“. „Já“, sagði hún lágt. „Það er ágætt leikrit“. Hún lagði bréfin á borðið. ,,Ég býst við að fara í kvikmyndahús x kvöld úr því þú þarft ekki á mér að halda í kvöld“, sagði hún. „Það er ágætt“, sagði hann. Hún snéri sér við og gekk til dyranna. „Alice“, kallaði hann. „Já“. Hún snéri sér aftur að honum með vonarneista í aug- unum. „Alice .. Alice ..“ stamaði hann og bætti svo við: ,,Ég vona að þú skemmtir þér vel“.. Jack vissi ekki hvers vegna hann hafði kallað í hana aftur. Honum féll mjög vel yið hana. Hann haíði haldið að hann væri ástfanginn af henni, þangað til hann hitti Janice, en fegurð yngri systurinnar hafði hrifið hann ó- umræðanlega. Það var eins og hann væfi ekki með réttu ráði þegar hann var í návist hennar. Honum fannst jafnvel nú hann ekki vera undarlegur. „Mér .. mér þætti gott að byrja tímanlega í fyrramálið .. ekki seinna en klukkan níu“, sagði hann til að rjúfa þögnina. „Já“. Aftur snéri hún sér að honum og brosti: „Ég voná að þú skemmtir þér vel, Jack“. Hann þjáðist af samvizkubiti, þegar hún var farin. Hann var ekki sérlega næmur fyrir tilfinn- ingum annarra, en hann þóttist geta gert sér í hugarlund, hvernig henni leið. Tvisvar var að því komið að hann færi niður til hennar og byði henni að vera með kvöldið, en hann gerði það ekki. Löngunin til að vera einn með Janice var yfirsterkari. Alice borðaði kvöldverð ein í veitingasal gistihússir.s. Henni fannst veitingasaiurinn óvenju lega stór og óvenjulega tómlegur þetta kvöld. Oft hafði hún borðað ein áður, en þetta kvöld fannst henni hún vera meira einmana en nokkru sinni fyrr. Hún var jafn- vel gripin kvíða. Hún þóttist sjá fyrir sér hvernig árin framundan mundu verða. Hún flýtti sér að borða og fór aftur upp á herbergi sitt. Hún hafði sagt Jack að hún ætlaði að fara í kvikmvndahús, en hún hafði ekki nokkurt þrek til þess. Hún vissi að vinnan var bezta lækning við hugarórum. Hún ákvað að fara upp til her- bergis hans og halda áfram við að vélrita bréfin. „Ef einhver skyldi spyrja eftir mér, þá er ég í herbergjum herra Ashburns“, sagði hún þegar hún fór niður til að sækja lykilinn, Hún sat lengi við ritvélina. Hana verkjaði í bakið og fingurna en. bún.Ijéli, ^ara| ,áfra.ih.s J^-tik- SKÁLDSAGA EFTIR MAYSIE GRIEG tik. Lýsingar á lifnaðarháttum einhverra frumskógardýra, sem hún kunni ekki einu sinni að nefna rétt. Hún hallaði sér lengra vfir blöðin. Það var eins og hún sæi illa í kvöld. Loks hætti hún. Hendur hennar féllu máttlausar niður í keltu hennar. Hún vissi að ekkert var að augunum. Það voru iárin .... Hún leit á klukkuna. Hún var hálf tólf. Sýningunni hlaut að vera lokið. Jack mundi hafa boð- ið Janice með sér út á eftir. Henni stóð á sama. Henni varð að standa á sama. En hún var far- in að gráta. „Það er aðeins vegna þess" að ég er þreytt,“ hugsaði hún. „Ekki vegna þess að ég sé kjánaleg og afbrýðissöm“. Það var barið að dyrum. Hún hrökk við og flýtti sér að þurrka tárin úr augunum. Það gat verið Jaek. Ef til vill voru Janice og hann komin til að taka hana með. En Jack mundi ekki berja að dyrum á sínu eigin herbergi. Það hlaut að vera einhver af þjónust- um gistihússins. Hún reyndi aft- ur að þurrka sér um augun áður en hún sagði: „Kom inn“. Dyrnar opnuðust. Derek kom inn. Hann brosti þegar hann sá undrunarsvipinn, sem kom á and- lit hennar. „Ég spurði eftir yður niðri“, sagði hann, „og mér var sagt að þér sætuð inni í herbergi Ashburns og væruð að vinna. Það nær ekki nokkurri átt. Þér eigið að vera úti og skemmta yður“. „Ég kom til að vita hvort þér væruð ekki fáanlegar til að fá yður b'ita með mér“, hélt hann áfram, þegar hún svaraði engu. „Við borðum alltaf lítið fyrir sýn ingarnar, en fáum okkur bita á eftir“. „Hvers vegna viljið þér að ég komi með yður“,spurði hún. Rödd henr.ar var kuldaleg. „Þér eruð undarleg stúlka“. Hann brosti. „Hvers vegna skyldi ég ekki vilja það? Mér fellur vel við yður“. Hún var ennþá tortryggin. „Hvers vegna fellur yður vel við mig?“ w l í l Hann lyfti annarri augabrún- inni. „Á ég að segja yður það?“ og þegar hún kinkaði^ kolli hélt hann áfram: „Mér fellur vel við yður vegna þess að þér eruð svo 1 gerólík öllum þeim stúlkum sem ég hef nokkru sinni kynnst. Þér eruð lagleg og smekkleg til fara, en ekki eyðilögð á eftirlæti. Þér I eruð heiðarleg og allt of fórnfús fyrir aðra. Aðal gallinn á yður er sá að þér hafið svo marga kosti. j Það er skrítið“. Svo bætti hann við og stundi: „Og ég sem alltaf hef haft andúð á fólki sem hefur , of mikla kosti“. I Hún vissi ekki hvernig hún átti að taka þessu. I „Eruð þér kominn hingað til að henda gaman að mér?“ spurði I hún. ) Hann brosti og settist á borð- brúnina. „Þér eruð undarleg stúlka. Þér trúið manni ekki þeg- ! ar maður er að reyna að segja 1 sannleikann. Þér trúið mér senni lega betur, ef ég hefði sagt tóm- (ar lygar. Á ég að segja yður, | nokkuð?“ Hann teygði sig í síga- ' j rettu, sem lá í öskju á borðinu. i „Þér gerið yður rangar hugmynd- I ir um svo margt. Þér lítið ekki á hlutina eins og þeir eru, heldur ! , eins og þér vilduð óska að þeir væru. Þér dæmið eftir útliti og yður skjátlast oft hrapallega Vin ur yðar Ashburn til dæmis .. þér álítið hann hetju, vegna þess að hann er að berjast við eiturslöng- ur og moskítóflugur í frumskóg- unum. Janice álítið þér að sé góð. vegna þess að hún er ung og falleg. Eða öllu heldur, þér álituð áður....“. „Hvernig vogið þér að segja þetta“. Rödd hennar var niður- bæld af geðshræringu. „Ég veit að hún er góð stúlka“. Hann hallaði sér lengra fram yfir borðið og nær henni. „Hvers vegna hafið þér verið að gráta?“ Hún flutti sig fjær honum og blóðroðnaði. „Ég hef ekki verið að gráta“. „Kæra barn“, hann brosti góð- látlega, „yður ferst mjög illa að segja ósatt“. Hann stóð upp af Gæsastúlkan hjá brunninum 13. irnar vorú allar sofandi á hlaðinu með hausana undir vængj , um og rumskuðu ekki. j Þegar þau kóngur og drottning litu inn um gluggann, sáu þau, að gamla konan sat hljóð við rokkinn sinn og spann. j Hún leit ekki við, en kinkaði kolli í sífellu. Það var hreint 1 og vistlegt í stofunni, eins og það væri í álfheimum — en hjá álfunum sést aldrei ryk né önnur óhreinindi. En kóngs- dóttur sáu þau hvergi. Loks settu þau í sig kjark og klöppuðu á rúðuna. En það var eins og gamla konan hefði átt von á þeim. Hún stóð þegar upp og kallaði vingjarnlega til þeirra: | „Komið þið inn fyrir, ég veit vel hver þið eruð.“ Og þegar þau komu inn í stofuna, mælti hún við kónginn: t „Þér hefðuð getað sparað yður það ómak að ganga alla þessa löngu leið, ef þér hefðuð ekki hrakið ástríkt og elsku- legt barnið yðar frá yður fyrir þremur árum með harðýðgi og í hugsunarlausri bræði. En hana hefir ekkert sakað. Hún hefir nú í þrjú ár gætt gæsanna minna, en af því heíir hún ekkert ljótt lært, og hreinleik hjarta síns á hún óskertan. En nú hafið þér hlotið hæfilega hirtingu með þeim kvíða, sem yður hefir þjáð þessi ár. Gekk gamla konan síðan til herbergis stúlkunnar og kall- aði á hana. Kóngsdóttirin kom nú fram í stofuna, yndisleg sem engill af himni. Hún var í silkikjólnum sínum, og lið- aðist gyllta hárið um vanga hennar og niður um herðarnar, og í augunum speglaðist ástríkt bros. Hún faðmaði foreldra sína og kyssti þau og öll grétu þau af gleði. Ungi greifinn stóð þarna hjá þeim sem steini lost- inn. En þegar kóngsdóttirin tók eftir honum, roðnaði hún út undir,eyru — ekki vissiýiún sjálf hvernig á því stóð- Sinféníuhljéfnsveitisi Tónleikar k. þriðjudagskvöld 3. marz kl. S,30 I Þjóðleikliúsinu. Stjórnandi RÓBERT A. OTTÓSSON Einleikari RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON 'iðfangsefni eftir: Haydn, Beethoven og Tschaikovski. Aðgöngumiðar seldir í Þjóðleikhúsinu. Félag læknanema: Árshátíð félagsins verður haldin í Tjamarcafé í kvöld kl. 9. « Skemmtiatriði: Eftirhermur, cinsöngur, upplestur, 5 m skyndihappdrætti. Dans. ; m Miðar 1 Tjarnarcafé í dag H. 4—6.’ Læknanemar og aðrir stúdentar, fjölmennib. ■ STJÓRNIN agsfist Verziunarmannafélag Reykjavíkur efnir til félags- vistar fyrir meðlimi og gesti þeirra að Félagsheim- ilinu í kvöld og hefst hún stundvíslega kl. 8,30. Verðlaun veitt. Netnendur úr leikskóla Ævars K. Kvaran skemmta að lokinni félagsvist. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN yiösuetiFiio Alhliða uppþvotta-, þvotta- og hreins- unarduft, allt í sama pakka. í því er engin sápa eða lútarsölt. HÚSMÆÐUR! Látið REI létta heimilisstörfin! Notið það í uppþvottinn, uppþurrkun sparast! Gerið hreint með því, þurrkun sparast! REI eyðir fitu, óhreinindum, fisklykt, annari matarlykt og svitalykt fyrirhafnarlítið! Þvoið allan viðkvæman þvott úr REI, t. d. ullar-, silki-, nælon, og perlonþvott og allan ungbarnafatnað! REI er óskaðlegt, brennir ekki efnin og lilífir höndum og hörundi. REI festir lykkjur. Hindrar lómyndun á ullarvarningi. Skýrir liti. — LESIÐ notkunarreglurnar, sem fylgja hverjum pakka. — REI er drjúgtl REYNIÐ REI!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.