Morgunblaðið - 22.03.1953, Side 2
2
M O HGl A' HLAÐIÐ
Sunnudagur 22. marz 1953
Yfirlýslng frá Oómsuíálaráou-
neytinu m iandiieígisyæziuna
V E G N A greinar með nafninu
„Landhelgisgæzlan og óheilindi
Sjálfstæðisflokksins“ er birtist
i Tímnum 18. þ. m., tekur dóms-
málaráðuneytið eftirfarandi
fram:
Með reglugerð nr. 64 1. marz
1950, útgefinni af atvinnumála-
ráðuneytinu, var bönnuð drag-
mótaveiði innan landhelgi frá
línu er hugsaðist dregin frá Keili
úm Sandgerðisvita á haf út og
fyrir framan strandlengju Gerða-
hrépps, Keflavíkurkaupstaðar,
Njarðvíkurhrepps og Vatnsleysu-
átrandarhrepps að Hraunnesi, á
tímabilinu frá 1. júní til 30. nóv.
ár hvert. ’
Reglugerð þessa töldu margir
■fktgerðarmenn á þessum slóðum
■ólöglega setta og hirtu ekki um
bannið.
Af þessum sökum voru eftir-
taldir skipstjórar teknir og
dæmdir af bæjarfógetanum í
Keflavík fyrir brot á reglugerð-
inni:
1. Skipstjórinn á Guliþór, Jón
Óskar Jónsson, dæmdur 10. ágúst
og 14. okt. 1950 í tveggja mánaða
varðhald og samtals kr. 43.400.00
sekt.
2. Skipstjórinn á Fylki, Gunnar
Sigurðsson, dæmdur 10. ágúst
1950 í kr. 18,500.00 sekt.
3. Skipstjórinn á Glað, Jón E.
Bjarnason, dæmdur 10. ágúst og
14. okt. 1950 í tveggja mánaða
fangelsi og samtals kr. 43.400.00
sekt.
.4. Skipstjórinn á Hilmi, Ágúst
Guðmundsson, dæmdur 12. ágúst
og 14. okt. 1950 í tveggja mánaða
fangelsi og samtals kr. 43,400.00
sekt.
5. Skipstjórinn á Kveldúlfi,
Sigmundi Óskar Einarsson, dæmd
■ur 10. ágúst og 8. sept. 1950 í
tveggja mánaða fangelsi og sam-
tals kr. 43.400.00 sekt.
6. Skipstjórinn á Tjaldi, Sig-
urvin B. Pálsson, dæmdur 14.
okt. 1950 í kr. 18,500.00 sekt.
7. Skipstjórinn á Skíðblaðni,
Sigurður Þórarirm Helgason Bach
imann, dæmdur 14. okt. 1950 í kr.
18.500,00 sekt.
8. Skipstjórinn á Kveldúlfi,
pelgi G. Eyjólfsson, dæmdur 14.
þkt. 1950 í kr. 18.500.00 sekt.
i 9. Skipstjórinn á Snæfelli,
Benedikt Sigurður Guðmundsson,
dæmdur 14 . okt. 1950 í kr.
18.500.00 sekt.
Eru hér taldir allir þeir skip-
stjórar, er um ræðir í I—III í
framangreindri blaðagrein, en í
gpeininni eru nokkrir dómanna
taldir kveðnir upp 14/11. 1950,
sem mun vera prentvilla og eiga
að vera 14. okt. 1950.
Dómum þessum óskuðu hinir
dómfelldu áfrýjað til Hæstarétt-
ar, og var eitt málanna, mál
Gunnars Sigurðssonar, sent til
Hæstaréttar sem prófmál, með
bréfi ráðuneytisins, dags. 10.
okt. 1950.
ÍHinn 20. okt. 1950 ákvað at-
vinnumálaráðuneytið að fella
niður framangreinda reglugerð
ttf'. 64 1950, sem allir þessir dóm-
ar voru byggðir á, og var það
gert með auglýsingu nr. 219 20.
okt. 1950. Þá ákvað dómsmála-
ráðuneytið, með hliðsjón af al-
mennum regium refsiréttarins
um lækkun og niðurfelling refs-
iinga, þegar lagabreytingar lækka
eða fella niður viðurlög við
verknaði að náða alla framan-
Igreinda skipstjóra af hinum í-
dæmdu refsingum og 15. nóv.
var gengið formlega frá náð-
unum þeirra allra, en með bréfi
ráðuneytisins til bæjarfógetans í
Keflavík, dags. 27. okt. 1950,
hafði verið lagt fyrir hann að
afhenda aftur veiðarfæri þau og
andvirði afla, sem gert hafði
verið upptækt.
Einnig var tekin aftur áfrýjun
á máli Gunnars Sigurðssonar.
Að því er varðar mál Magnús-
íar í Höskuldarkoti var mál hans
■rannsakað af fulltrúa sýslumanns
ins í Gullbringu- og Kjósarsýslu,"
enda er Magnús búsettur í um-i
dæmi sýslumanns og skýrsla
varðbátsforingjans stíluð til sýslu
mannsins í Gulbringu og Kjósar-
sýslu. Magnús var tekinn á skipi
sínu Gylfa aðfaranótt 6, ágúst
1950 og var mál hans rannsakað
í rétti 6. og 11. ágúst sama ár,
en í seinna réttarhaldinu bókar
fulltrúinn, Björn Ingvarsson, að
hann muni leita fyrirsagnar dóms
málaráðuneytisins um mál þetta.
Málið var síðan sent ráðuneytinu
til fyrirsagnar með bréfi, dags.
13. sept. 1950, sbr. nefnda bók-
un dómarans, og var það gert
án þess að ráðuneytið léti í ljós
nokkra ósk sína þar um, enda al-
gengt að slíkar rannsóknir eru
sendar ráðuneytinu til fyrirsagn-
ar áður en mál er höfðað. Mál
þetta var einnig vegna brots á
framangreindri reglugerð nr. 64
1950, og með því að þá stóð
fyrir dyrum áfrýjun til Hæsta-
réttar á einu hliðstæðu máli, sem
prófmáli, var ákveðið að láta
afgreiðslu á máli Magnúsar bíða
þar til hæstaréttardómur í próf-
málinu lægi fyrir. Eins og fram
er tekið hér að framan var nefnd
reglugerð nr. 64 1950 numin úr
gildi 20. okt. 1950 og þar sem
allir þeír, er dæmdir höfðu ver-
ið fyrir brot á henni, voru náð-
aðir af þeim brotum, var ekki
lengur nein ástæða til að iáta
ganga dóm í máli Magnúsar og
var sú ákvörðun tilkynnt sýslu-
manninum í Gullbringu- og Kjós-
arsýslu með bréfi, dags. 7. nóv.
1950.
í máli b.v. Rheinland gerðist
þetta: Togarinn var dæmdur 27.
júní 1949 í 29,500 kr. sekt., afli
og veiðarfæri gerð upptæk, fyr-
ir brot á 1. gr. laga nr. 5 1920,
um bann gegn botnvörpuveiðum.
Dómkvaddir menn mátu afla og
veiðarfæri. Umboðsmaður tog-
arans setti svo tryggingu fyrir
greiðslu sektar, málskostnaðar
og andvirði afla og veiðarfæra,
eins og tíðkað er, t. d. um brezka
togara, þar til bankatrygging er
fengin. Dómnum var með náð-
un breytt í 5000 kr. sekt 16.
ágúst 1949, með því að hér var
um mjög lítið fiskiskip að ræða,
og er heimild til slíkrar náðunar
að finna í 29. gr. stjórnarskrár-
innar. Sekt og andvirði afla og
veiðarfæra var svo greidd til
bæjarfógetans í Vestmannaeyjum
hinn 22. sept. 1949, send ráðu-
neytinu 31. marz 1950, en það
sendi sektina ríkisféhirði 4. apríl
sama ár. Er það því ekki rétt
að sektin hafi ekki verið greidd
fyr en eftir gengisfellingu.
í sambandi við þetta mál er
rétt að geta þess, að þegar lög
nr. 5 1920, um bann gegn botn-
vörpuveiðum, voru sett, stund-
uðu slíkar veiðar yfirleitt ein-
göngu stórir togarar og voru hin-
ar háu sektir miðaðar við það.
Á seinni árum hafa einnig
smærri fiskiskip tekið að stunda
botnvörpuveiðar, og var mönn-
um þá ljóst, að hinar háu sektir
laganna frá 1920, voru allt of
háar, þegar um minni skip var
að ræða. Hafði því" myndazt
venja um það, þegar í dómsmála-
ráðherratíð Hermanns Jónasson-
ar, að lækka sektir minni skip-
anna til muna með náðunum, og
var það gert í máli b.v. Rhein-
land, enda er það skip einungis
111 brúttó smálestir að stærð.
Með hliðsjón af þessum sjónar-
miðum var sektarákvæðum lag-
anna nr. 5 1920 breytt með lögum
nr. 6 1951 þannig, að lágmarks-
sektir hjá skipum allt að 200 rúm-
lestum brúttó voru lækkaðar úr
10,000 gullkrónum í 1,000 gull-
krónur, en hjá skipum þar yfir
voru lágmarkssektirnar, 10,000
gullkrónur, látnar halda sér.
Voru lög þessi samþykkt mót-
atkvæðalaust á Alþingi, að und-
anteknu einu atkvæði við 3. urh-
ræðu í neðri deild.
Dómsmálaráðúneytið', 21.
marz 1953.
Meislaramóf í frjáls-
íjiróifijm innan-
húss í dag
í DAG kl. 2 fer fram íslands-
meistaramót (innanhúss) í frjáls-
um íþróttum í íþróttahúsi KR við
Kaplaskjólsveg. Er það í fyrsta
skipti, sem keppni fer fram í
hinu nýja íþróttahúsi, en það var
víg't í febrúar s.l. Einnig er þetta
fyrsta íþróttakeppni, sem fer
fram á vegum Reykjavíkurfélag-
anna, en auk þeirra taka tvö ut-
anbæjarfélög þátt í mótinu.
Keppt verður í fjórum íþrótta-
greinum: langstökk án atrennu,
hástökki án atrennu, þrístökki án
atrennu og kúluvarpi. í lang-
stökkinu eru 10 keppendur skrá-
settir. Á meðal þeirra er íslands-
methafinn Svavar Helgason, KR,
Torfi Bryngeirsson, KR, Guð-
mundur Lárusábn, Á, Hörður
Haraldsson, Á, og Daníel Helga-
son, ÍR. — Svavar er liklegastur
til sigurs í þessari grein, en Torfi
hefur æft sæmilega frá áramót-
um og mun hann veita Svavari
harða keppni.
I þrístökkinu eigast þeir Svav-
ar og Torfi við, en alls eru 4 þátt-
takendur í þrístökkinu.
I hástökkinu eru 8 keppendur.
Á meðal þeirra eru Hörður Har-
aldsson, Jafet Sigurðsson, KR,
Guðmundur Lárusson, Á. Torfi
Bryngeirsson, KR og Daníel Hall-
dórsson, IR. Líklegastur til sig-
urs eru Torfi, Hörður og Guð-
mundur.
I kúluvarpi eru 10 kcppendur.
Á meðal þeirra eru Örn Clausen,
Bragi Friðriksson, KR, Hailgrím-
ur Jónsson, Á, Guðm. Hormanns-
soh, KR, Jóel Sigúrðsson, ÍR og
Svavar Helgason, KR. Hér verður
ómögulegt að spá um, hver verð-
ur hlutskarpastur. Þó eru iíkur
til að nýtt íslandsmet verði sett,
í innanhúss kúluvarpi.
*ó(?ann Þ. jéssfsson;
Ohréðri Tíinians hrundið
„Það munaði bara einum".
Sýningar á Mennta-
í KVÖLD hefja Menntskælingar
að nýju, eftir nokkurt hlé vegna
veikindaforfalla, sýningar á gam-
anleiknum „Þrír í boði“ eftir L.
du Garde Peach. Þær brcytingar
hafa orðið á hlutverkaskipun, að
Valur Gústafsson fer með hlut-
verk Erlings Gíslasonar. Valur er
leikhúsgestum að góðu kunnur,
t. d. lék hann einn af sonunum
í Pabba. Auk þess lék hann í
kvikmyndinni „Síðasti bærinn í
dalnum“. Bernharð Guðmunds-
son tekur við því hlutverki, sem
Valur hafði áður. Aðrir leikend-
ur eru: Erla Ólafsson, Björgvin
Guðmundsson, Guðrún Helga-
dóttir og Steinunn Marteinsdótt-
ir. Leikstjóri er Baldvin Halldórs
son og þýðandi Helgi Hálfdánar-
son.
Eins og menn mun reka minni
til, ákvað leiknefndin að nefna
árleg leikkvöld sín herranætur.
En til gamals siðar með því nafni
má rekja upphaf skólaleikjanna
og ieiklistar á íslandi. Fólk ætti
ekki að láta hjá líða að sjá hina
ungu og fjörugu æsku glensast á
fjölum gömlu Iðnó.
TÍMINN, blað fjármálaráðherra,
hefur undanfarið algerlega að til-
efnislausu eins og vant er, haldið
uppi árásarskrifum á mig og í
þetta sinn á ég að hafa misnotað
trúnaðarstöðu mína sem fjár-
málaráðherra, í skattamáli hluta-
félags, þar sem ég hafi verið einn
hluthafa. Reiðir blaðið hátt að
vanda í grein með fyrirsögninni
„Skattaeftirgjöf JÓhanns Þ. Jós-
efssonar dæmd ógild“ og í annari
eftirhreytu svona til áréttingar.
í forspjalli fyrri Tímagreinar-
innar er frá því skýrt að dómur
hafi fallið í athyglisverðu máli,
sem vert sé að almenningur fái
að kynnast, þar sem það sé dæmi
um misnotkun á trúnaðarstöðu í
þjóðfélaginu í eiginhagsmuna
skyni.
Ógilti dómurinn, segir blaðið
eftirgjöf á sköttum, sem Jóhann
Þ. Jósefsson hafði veitt fyrirtæki
■sínu í Eyjum, sem hann var eig-
! andi að ásamt öðrum.
Svo mörg eru þau orð í mál-
gagni núverandi fjármálaráð-
herra um einn af fyrirrennurum
fjármálaráðherrans í sama emb-
ætti og fyrrverandi starfsbróður
hans í ríkisstjórn. Tímafregnin er
auðvitað feitletruð eins og vant
er um æsifregnir á því heimili.
En, „það raunar bara einum“.
Blaðið fer ráðherravilt, vilj-
andi eða óviljandi.
Hið sanna í málinu er það að
eftirgjöf fjármálaráðuneytisins á
stríðsgróðaskattseftirstöðvum h.f.
Sæfeiis fór fram átta vikum eftir
það að ég lét af embætti f jármála
ráðherra. Ég lét af embætti fjár-
málaráðherra þegar ráðuneyti
Stefáns Jóh. Stefánssonar var
veitt lausn hinn 6. desember 1949.
Eftirgjöfin á Sæfells skattaeftir-
stöðvunum er úrskurðuð í fjár-
málaráðuneytinu 6. febrúar 1950.
Tímaritstjóranum var vorkunn
arlaust að vita rétt í þessu efni
og hefur ef til vill líka vitað hið
rétta, þótt hentara hafi þótt að
halda fram hinu ranga til að
sverta mig.
En furðuleg ósvífni er það að
eigna mér vísvitandi embættis-
verk annars fjármálaráðherra til
þess eins að geta klínt á mig þeim
óhróðri, sem felst í Tímagrein-
inni 13. marz og eftirhreytum
hennar í sama blaði nú fyrir
nokkrum dögum, þar sem haldið
er áfram í sama dúr og þess jafn-
vel krafist að ég sé ger útlægur
frá opinberum störfum.
Þeir eru siðavandir Tímamenn-
irnir.
Og brjóstheilir.
Þetta eru sömu mennirnir, sem
haft hafa Helga kaupm. Bene-
diktsson í framboði til Alþingis.
Öll frásögn blaðsins um mál
þetta og málsmeðferð í undirrétti
og Hæstarétti er með endemum
eins og bent var á í Morgunblað-
inu í gær, í ritstjórnargrein, og
í svo miklu ósamræmi við dóm-
íkjölin í málinu, að um Tíma-
ritstjórann sannast það er í Njáltt
segir um Gunnar Lambason og
frásögn hans af Njálsbrennu, við
hirð Sigurðar Jarls: „Ok um allaf
sagnir hallaði hann mjök til, eu
ló víða frá“.
Tíminn ætti að velja sér þessl
orð Njáluhöfundarins að kjör-
orði og láta prenta þau á blað-
hausinn. Það myndi hæfa mál-
flutningi ritstjórans
Þetta skattinnheimtumál eins
hlutafélags í Vestmannaeyjum
hefur vakið mikla athygli Tíma-
ritstjórans og liggur það að vís'J,
nærri verkahring þess blaðs, sem
er málgagn fjármálaráðherra að
fylgjast með slíkum málum, og
væri þakkarvert ef úm heiðar-
legt blað væri að ræða.
En það eru fleiri en h.f. Sæfell
í Vestmannaeyjum sem skatt-
heimtuyfirvöldin eiga í útistöð-
um við. Eitt þeirra mála er sagt
að sé búið að vera fyrir Hæsta-
rétti í um það bil 3 ár eða jafn-
langan tíma og hr. Eysteinn Jóns-
son hefur í þetta sinn setið í
embætti sem fjármálaráðherra.
Málið kve snúast um 240 þúsunð
króna skattkröfu á hendur trún-
aðarvini fjármálaráðherrans
Helga kaupm. Benediktssyni S
Vestmannaeyjum. Þessu máli
mun nú vera búið að fresta lS
sinnum í Hæstarétti eftir beinu
fyririagi fjármálaráðherra.
Auðvitað er öllum skylt að trúa
því, a. m. k. í flokknum, að ráð-
herrann láti veita vini sínum
Helga Ben. frest á frest ofan af
einskærri umhyggju fyrir hag
ríkissjóðs. Hitt getur verið að
sumum veitist erfitt að skilja
forsjón Eysteins og er hér tilvalið
verkefni fyrir Tímann, sem hefur
hvortveggja í senn sérstakan á-
huga fyrir skattamálum, ef þau
snerta mitt kjördæmi, og hina
meðfæddu hvöt til að gera at-
hyglisverð mál að umræðuefní,
„sem vert er að almenningur fáf
að kynnast“, svo notuð séu Tím-
ans eigin orð í áður áminnstri rit-
stjórnargrein hans.
Jóhann Þ. Jósefsson.
Detlei Kraus heldur
hljómleika I
á þriðjudaginn !
NÆSTKOMANDI þriðjudagg-
kvöld mun hinn þýzki píanóieik-
ari, Detlef Kraus, sem staddur et|
hér, halda hljómleika í Austur-
bæjarbíói kl. 7 síðdegis.
Á efnisskránni verða verk eft-
ir Mozart, Couperin, Beethoven,
Albeniz og Chopin.
Eins og skýrt hefur verið frá 8
fréttum hélt Kraus tónleika s.l.
föstudagslcvöld með ungfrú Ruth'
Hermanns fiðluleikara, en hann
er hingað kominn fyrir tilstillf
ungfrúarinnar.
Agætir fræðslufundir FUS
Stefnis í Hafnarfirði
UNGIR Sjálfstæðismenn i Hafn-
arfirði gangast um þessar mundir
fyrir fræðslufundum á vegum
félags síns, Stefnis. Fyrsti fund-
urinn var haldinn fimtud. 12.
marz og voru ræðumenn þeir,
Sigurður Bjarnason alþm., qg
Stefán Jónssón bæjárfulltr. För
þessi fundur fram með ágætum
bg góðar rómur 'gerður að er-
indum ræðumanna. Fundúrinn
var fjölsóttur bæði af yngri ög
eldri Sjálfstæðismönnum í Hafn-
arfirði.
Næsti fundur verður haldinn
n. k. þriðjudag 24. marz og verða
frummælendur á þeim fundi Ing-
ólfur Flygenring, frambjóðandi
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði
og Gunnar G. Schram, stud, jur.
AI!t sjátfstæðisfólk er velkomið
á fundinn.
Fundur Jöklarann- |
sóknarfélagsins 1
FUNDUR verður í Jöklaranií-
sóknarfélaginu n. k. þriðjudag kL
8,30. Á þessum fundi verða m,
a. sýndar kvikmyndir frá Gríms-
ey og Þórsmörk og skýrir Pálmi
Hannesson myndirnar. Er vert afS
benda á það, að þetta mun verai
fyrsta kvikmyndin frá Grimsev,
sem sýnd er opinberlega hér %
Reykjavík. (
Þá mun Sigurður ÞórarinssOM
sýna kvikmynd af eldgosum á
Hawai, í eldfjöllpnum Mauna
Loa og Kiiaua. Er þetta stutl
fræðslumynd. ,