Morgunblaðið - 22.03.1953, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. marz 1953
SYSTIRIIM
SKÁLDSAGA EFTIR MAYSIE GRIEG
Framhaldssagan 29
Hana langaði til að hrópa: „Ó,
Jack, mér finnst það ennþá
lengra". Hún losaði sig úr faðmi
hans. Bæði voru rjóð og vand-
ræðaleg. „Ég var farin að velta
því fyrir mér hvenær þið Janice
myndu koma“, sagði hún og hló
við. „Komdu inn. Mig langar svo
til að heyra frá ykkur .... og
frétta hvernig var í París“.
Hann brosti strákslega brosinu,
sem hún mundi svo vel eftir.
„Það var ágætt að vera þar. Mér
hefur aldrei verið neitt um París
gefið, en það er ágætt að eyða
þar hveitibrauðsdögum“.
„Það ætti að vera það'1.
Feimnin hvarf af þeim smátt
©g smátt. Hún skildi ekki hvernig
það hafði viljað til að hún hafði
lent í fangi hans. Af hans hálfu
hafði það aðeins verið eins og af
bróðurlegri umhyggju. — Hún
reyndi að telja sér trú um að til-
finningin, sem hafði gagntekið
hana, væri sprottin af systurlegri
umhyggju. Henni hafði sárnað
svo mikið að heyra ekki frá
þeim. Hún hafði komist úr jafn-
vægi og misst stjórnar á sér, af
gleði, þegar hún sá hann standa
fyrir utan dyrnar.
„Ég vona að ég komi ekki of
snemma", sagði hann. „Ég þóttist
vita að þið Janice þyrftuð um
margt að skrafa".
„Ég og Janice?“
„Nú, hún sagðist ætía að fara
til þín í kvöld. Ég þurfti að
borða kvöldverð með nokkrum
starfsfélögum mínum. Ég komst
burtu fyrr en ég hafði búizt við“.
„Japice hefur ekki komið hing-
að“, sagði hún um leið og hún
bauð honum inn í stofuna. „Hún
hlýtur að hafa farið eitthvað
annað“.
Hann varð undrandi á svip.
„Hún sagðist ætla að koma
hingað. Eitthvað hlýtur að hafa
tafið hana“.
Það varð vandræðaieg þögn
eftir þessi orð hans. Hann tók
sígarettuveski úr vasa sínum og
bauð henni, en hún hristi höfuðið.
„Ég hef ekki séð Janice síðan
hún kom til London“, sagði hún
rólega.
Hann ræskti sig og horfði niður
á sígarettuna.
„Hún hefur verið önnum kafin
við að koma sér fyrir í íbúðinni.
Ég veit að hún ætlaði að koma
til þín í kvöld. Mér þykir leitt
ef ekki verður úr því“.
Hún brosti til hans. „Það skipt-
ir ekki máli, úr því þið ætluðuð
bæði að koma. Ég var orðin
hrædd um að ykkur hefði mis-
líkað eitthvað við mig“.
„Hvaða vitleysa“. Hann bar dá-
lítið óðan á. Eftir aðra vandræða-
lega þögn spurði hann: „Hefur
þú hitt þennan náunga nýlega
.... Warman eða hvað hann nú
heitir?“
„Hann kom hingað í gær-
kvöldi".
„Auðvitað hef ég ekkert leyfi
til að skipta mér af því“, sagði
hann hikandi. „Þú sagðir það
lika skorinort við mig við brúð-
kaupið. En mér fellur ekki við
hann og mér er alvara um það.
Sem betur fer er Janice á sama !
máli um það. Hún skilur ekki nú
hvernig hún gat þolað hann, þeg- 1
ar hún var í Liverpool. En ég
býst við að hún hafi verið ein-
mana“.
Alice svaraði ekki, en henni
gramdist. Hann kom til hennar
og lagði höndina á handlegg
hennar.
„Sízt af öllu vildi ég rífast við
þig“, sagði hann. „Ég hef saknað
þín það mikið þessar vikur“.
Hann brosti dítið eitþ veit r
ekki hvort þú hefur raunverulega
áhuga á starfi mínu, en þér var
þá að minnsta kosti lagið að láta
sem svo“.
„Ég hef áhuga á því“, sagði
hún. „Ég las yfir handritið að
nýju bókinni þinni um daginn,
mjög skemmtileg. Ég veit annars
í annað sinn. Mér fannst hún
ekkert um dýrafræði og samt
fannst mér gaman að henni“.
Hann hló. ,,Þú þjónar hégóma-
girnd minni alveg eftir nótum“,
sagði hann“.
„Bruce lávarður sagði mér það
í brúðkaupsveizlunni, að vísinda-
maðurinn lifði með starfi sínu
bæði nótt og dag“, sagði hún
glettnislega. „Hann sagði að það
væri allt annað en ákjósanlegt
að giftast vísindamanni“.
„Ykkur Bruce virðist hafa
komið vel sarnan", sagði hann.
„Já, ágætlega. Ég byrja að
vinna fyrir hann á mánudaginn".
Hann leit undrandi á hana.
„Byrjað þú að vinna fyrir
hann? En .... hvað. . . .? Ertu þá
farin frá frænku minni?“
Hún gretti sig. „Ég fór ekki
bein'línis".
Hann hallaði sér fram í sætinu.
„Þú ætlar þó ekki að segja mér
að kerlingin hafi rekið þig? Og
það hefur þá náttúrlega verið
vegna giftingar minnar“.
„Hún virtist ekki í sjöunda
himni vegna hennar“.
„I sjöunda himni“. Hann hló.
„Ég hringdi til hennar í gær. Hún
sagði að ég gæti komið og talað
við sig einn. Ég sagðíst ekki koma
nema ég mætti koma með kon-
una mina með mér. Hún sagði: —
Haywood, þú ert heimskingi og
verður aldrei annað. Og svo lagði
hún tólið niður“.
Þau hlógu bæði.
„En mér þykir leitt“, sagði
hann eftir dálitla þögn. „Mér þyk
ir leitt að hafa ollið því að þú
misstir atvinnuna“.
„Það skiptir ekki máli. Ég er
bara fegin. Auðvitað leizt mér
ekki á blikuna fyrst. En Bruce
lávarður bað mig næstum um leið
að koma til síh“.
„Hm“, sagði hann.
Hún leit upp. „Hefur þú nokk-
uð út á hann að setja?“
„Þvert á móti“, sagði hann. , Ég
þekki engan mann, sem ég virðí
eins. Hann .. hann er ógiftur“.
„Ég veit það“. Hún skellihló.
„Þú þarft ekki að vara mig við
honum eins og Derek“.
Hann varð reiðilegur á svipinn,
en aðeins snöggvast. „Þú ert að
gera gys að mér aftur. Ég ætla
ekki að vara þig við honum. Ég
held að ég sé bara dálítið afbrýðis
samur gagnvart honum“.
Hann iðraðist þess að hafa
sagt þetta um leið. Jafnvel þött,
hann hefði sagt það í gamni, hefði !
það verið betur ósagt. Verst var
að hann var ekki alveg viss rnn
að hann hefði sagt það í gamni.
Hann hafði fundið til afbrýðis-
semi um leið og hún hafði sagi
að hún ætlaði að fara að vinna
fyrir Bruce lávarð. Sama afbrýðis
semin og hafði gripið hann þegar ’
Janice hafði sagt honum að mikil |
vinátta væri á miili Alice og i
Dereks, og gaf um leið í skyn a3 *
það væri ef til vill eitthvað meíra
en vinátta. Þó var hann ekki ást-
fanginn af Alice. Hann reyndí að
bæta úr.
„Ég vona að þér líki starfið.
Ég er viss um að það er gott að
vinna fyrir Bruce lávarð. Ég
hitti hann í kvöld, en hann
minntist ekkert á þetta“.
„Hann hefur búizt við því að
ég hefði þegar sagt þér það“.
„Sennilega. En ég vildi ag ég
hefði vitað þetta. Ég hefði þá
minnzt á það við hann“.
„Þú gafst mér ekkert tækifæri
til að segja þér það“. Hún sagði
þetta ásakandi, en brosti um leið.
„Nei“. Hann stóð upp og gekk
um gólfið í litlu stofunni.
„Ég vildi að við hefðum séð þig
strax, Alice. Ég skil það ekki
núna, hvers vegna við gerðum
það ekki. Ég bjóst við að þú tæk-
ir á móti okkur á stöðinni, en
Janice .... Ég held að henni hafi
gramist við þig af einhverju. En
hvað sem það kann að vera, þá
verðum við að jafna það strax.
XVII
„Já, það væri vissulega gaman að eignast demantshestinn.
Þá gætum við komizt í einu hendingskasti heim til hans
föður míns,“ sagði Hans.
„Ef þið viljið nú fara að mínum ráðum, þá getið þið hæg-
lega eignazt hestinn,“ sagði refurinn og glotti.
„Þú skalt nú leggja leið þína til kóngsins, sem þú lofaðir
að færa kóngsdótturina úr demantshöllinni. Þú skalt gera
boð fyrir hann, og mun hann þá koma með demantshestinn
til þín. Þegar þú hefur afhent honum kóngsdótturina, skaltu
stíga á bak hestinum. En þú verður að aðgæta það vel, að
kóngsdóttirin sé fast upp við hestinn, þegar þú kveður kóng-
inn og hirðfólk hans. Síðast allra skaltu kveðja kóngsdóttur,
en úm leið áttu að kippa henni á bak hestinum og þeysa af
stað. Þú þarft ekki að vera hræddur um, að þér verði náð,
því að hesturinn fer hraðar en vindurinn,“ sagði refurinn.
Það fór alit eins og refurinn hafði sagt. Hans komst und-
an með demantshestinn. — Aftur hitta þau refinn, og þá ,
bauðst hann til að hjálpa þem virð að ná demantsfuglinum.
„Þú skalt skilja kóngsdótturina eftir, en þeysa sjálfur á
demantshestinum heim að höllinni, þar sem demantsfuglinn
er,“ sagði refurinn. „Þegar þú kemur þangað, mun konung-
urinn, sem á demantsfuglinn koma á móti þér. Þú skalt fara
af baki hestinum, heldur taka við fuglinum og þeysa síðan
á brott.“
Eins og í fyrra skiptið, heppnaðist allt, sem refurinn hafði
haldið fram. Hans kom nú þar, sem hann hafði skilið kóngs-
dótturina úr demantshöllinni eftir. Þegar þau ætluðu að
fara að þeysa af stað heim í kóngsgarð, kom refurinn til
þeirra og sagði:
„Nú langar mig að biðja þig að gera mér svolítinn greiða
fyrir það lítilræði, sem ég hef'i gert fyrir þig,“ mælti ref-
urk>n, ,
Kvenskór
hár hæll
kvart hæll :
fleyghæll.
/ai£dcog'/\\\
. . skaða huðina - gera hana hrjúfa
ogstökka. pessvegna skyldi maðuróvalt . ,
nudda Nivea-kremi rækilega á húðina
áður en farið er út í slæmt veður. x
Nivea-krem veitir örugga vernd, eykur
motstöðuafl Ijúðarinnar, og gerir hana
j mjúkaog stælta. Hrjuf og rauðhúö lagast
næturlangt og verðuraftur slétt og falleg.
HIYEA
inniheldur Eucerit, hó pvi stafa hin
dásamlegu áhrif. .-
NýkomiÖ:
BIRKIKROSSVIÐUR 4—5—6 mm.
FURUKROSSVIÐUR 4—5 mni.
MLPLÖTUR, mjúkar og harðar
Athugið verð og gæði
áður en þér festið kaup annarsstaðar
Timburverzl.
Völundur h.f.
Klapparstíg 1 — Sími 81430
KýkomiÖ:
Möndlur
Súkkat
Kókusmjö!
Magnus Kjaran
Umboðs- og hteildverzlun
Eöflélí fefneiifti
Höfum fengið fjölbreytt úrval af Mnum eftirspurðu
ensku, köflóttu fataefnum.
VIGFÚS GUÐBRANDSSON & CO.
Austurstræti 10