Morgunblaðið - 16.04.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.1953, Blaðsíða 6
6 HU KGV N BLAÐIÐ Fimmtudagur 16. apríl 1953 Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600- Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. t lausasölu 1 krónu eintakið 5 UR DAGLEGA LIFINU f Hin þögla sveit stend- ur uppi afhjúpuð og fyrirlitin ÞEIR hafa verið þögulir undan- farið íslenzku kommúnistarnir um atburðina í Rússlandi. ,,Þjóð- viljinn“ lét sér nægja að birta tilkynningu Moskvustjórnarinnar um að læknarnir hefðu verið sýknaðir en ákærendur þeirra ýmist fangelsaðir eða sviptir Len- in-orðum. Nokkur orð úr Pravda var allt og sumt, sem látið var fylgja þessari fregn. Síðan hefur kommúnistablaðið þagað eins og steinn um þessi mál. Og Einar Olgeirsson virðist vera ófáanlegur til þess að svara fyrirspurnum, sem til hans er beint um þau. Sannleikurinn er sá, að hin þögla sveit veit ekki sitt rjúkandi ráð í þessu öllu saman. Fyrst skip ar Moskva henni að útbásúna glæpi Gyðingalæknanna. Svo líða örfáir mánuðir. Þá eru læknarnir sýknaðir og fimmtuherdeildunum út um öll lönd fyrirskipað að skamma aðra menn fyrir að hafa logið á þá og pyntað þá.til þess að játa saklausir á sig eiturmorð og ráðagerðir um að ráða æðstu leiðtoga Sovétríkjanna af dögum. Ekkert er líklegra en að eft- ir nokkra mánuði komi ný frétt um að læknarnir séu eft- ir allt saman eiturmorðingjar og „kvikindi í mannsmynd“ eins og þeir voru fyrir þremur mánuðum!! i Það er sannarlega ekkert þægilegt fyrir kommúnista hér á íslandi og annarsstaðar að eiga slík veðrabrigði sí- fellt vofandi yfir höfði sér og vera ávallt skyldir til þess að verja yfirboðara sína í Moskvu, hversu mjög sem skýringar þeirra stangast á við rökrétta hugsun og heilbrigða skynsemi almennings. Af þessum ástæðum telur „Þjóð viljinn“ sér heppilegast að vera sem þöglastur um atburðina í Moskvu. Hann sér líka, hvaða áhrif þeir hafa haft á afstöðu þús- unda manna til þeirra. Sú yfir- lýsing Malenkovstjórnarinnar, að Stalinstjórnin hafi notað pynting- araðferðir til þess að knýja fram falskar játningar sakborninga sinni er nefnilega hræðilegt vitni gegn hinu kommúníska skipulagi, ekki aðeins í Rússlandi heldur einnig í öðrum löndum. Sjálf æðsta stjórn kommúnistaflokks Rússlands hefur nú neyðst til þess að játa það fyrir sinni eigin þjóð og frammi fyrir öllum heim inum, að réttarfar sovétskipulags ins hafi byggzt á glæpsamleglum pyntingaraðferðum. Aðeins ör- fáir mánuðir eru liðnir síðan tug- ir manna af æðstu áhrifamönnum ( og leiðtogum kommúnistaflokka j leppríkjanna í Austur- og Mið- Evrópu voru teknir af lífi á grund velli slikra „réttarhalda“. Það er athyglisvert, að það eru fyrst og fremst menn inn- an sjálfs kommúnistaflokks- ins, sem fyrir þessum „hreins- unum“ hafa orðið. Allur heim- urinn veit t. d. um þá stað- reynd, að nær allir fremstu frumkvöðlar rússnesku bylt- ingarinnar voru drepnir á valdatímabili Stalins. Svo að segja allir forsetar hinna ein- stöku ríkja innan sovétsam- bandsins voru teknir af lífi. Allir höfðu þessir menn „játað“ á sig hræðilega glæpi og voru síðan drepnir á grund velli þeirra játninga sinna. Hverskonar stjórnarfar er þetta eiginlega? Hver er lífsmáttur þess skipulags, sem haldið er við með slíkum aðförum? Það er áreiðanlega eitt kynleg- asta fyrirbrigði veraldarsögunn- ar, að til skuli vera menn víða um lönd, sem syngja þessu skipu- lagi lof og dýrð og telja sjálfan yfirslátrarann, hinn „mikla“ Stalin, mesta velgerðamann mann kynsins, „verndara smáþjóðanna" og hinn eina sanna „friðarvin"!! Marg bendir til þess, að fyrir dyrum sé stórfellt hrun komm- únistaflokka Evrópu. Frjálsar þjóðir sjá nú orðið greinilega, að hinu kommúníska skipulagi er 1 haldið uppi í þeim löndum, sem því hefur verið nauðgað upp á þjóðirnar með svikum, morðum I og undirferli, með miskunnar-1 lausri harðstjórn en þekkzt hef- ur fyrr eða síðar. Spillingin og rotnunin innán þessara ríkja blasir nú við fyrir augum hins frjálsa heims. Fimmtuherdeildirnar standa uppi afhjúpaðar sem auðsveip verkfæri harðstjórnarinnar í Moskvu. Allt hjal þeirra um I friðarást sína, þjóðerniskennd og ættjarðarást er aðeins gríma til þess að dylja hina algeru þjónkun við hina aust rænu yfirboðara. Þetta skilur íslenzka þjóðin í dag miklu betur en áður. Þessvegna fer því fólki ört fækkandi, sem kærir sig um samneyti við hinn fjarstýrða flokk, sem stendur nú einangr j aður á bersvæði, fyrirlitinn og áhrifalaus. Itrekuð fyrirspurn FYRIR alllöngu síðan lýsti Al- þýðublaðið því yfir að flokkur þess hefði „úrræði á reiðum hönd um“ til lausnar öllum vandamál- um íslenzks atvinnulífs. Var þeirri fyrirspurn þá þegar beint til blaðsins, hver þtssi úrræði væru. Hvernig stendur á því, að Al- þýðublaðið er ófáanlegt til þess að veita þessar upplýsingar. Ef það hefur úrræðin virkilega á reiðum höndum, hversvegna tel- ur það þau þá ekki upp með glöðu geði, flokki sínum til heiðurs og þjóðinni til ánægju? Ennþá einkennilegra er, að Al- þýðuflokurinn skuli hafa látið heiþfc kjörtímabil líða án þess að bera þessi „úrræði" fram á Al- þingi. Þar hafa þau aldrei litið dagsins ljós. Á síðasta þingi fluttu allir þingmenm flokksins í Neðri deild hinsvegar frumvarp um nýtt ráð, sem skyldi „ráða sér starfsfólk eftir þörfum“ og vera kostað af ríkissjóði. Það er eina leiðin, sem þessi flokkur hefur getað bent á, til lausnar efna- hagsvandamálunum. Enn einu sinni er nú skorað á I Alþýðublaðið að telja fram úr- ræði flokks síns. Ef það ekki svar- ar er hætt við, að margir álíti I að hann hafi úrræðin alls ekki „á I reiðum höndum".!!! Þjóðsögurnar og þróunin ÞEGAR Einar Hjörleifsson vék að því í aldamótahugleiðing sinni, að á þessari öld myndi þjóðin hætta að leggja eins mikla stund á sín þjóðlegu fræði og hún hafði áður gert, reyndist hann að vissu leyti sannspár. Enginn vafi er á því t. d. að menn lifa ekki eins mikið í hugarheimi þjóðsagnanna eins og áður tíðk- aðist, leita þar ekki sömu hug- svölunar og afþreyingar eins og menn gerðu í gamla daga. HAFA SÍNAR SKUGGAHLIÐAR Að vísu má segja að þjóð- sagnaheimurinn hafi ekki að öllu leyti verið hollur fyrir veikgeðja unglinga, að því leyti t. d., að hann hafði að geyma sögur um drauga og forynjur, er gátu haft miður heppileg áhrif. i • KVIKMYNDIRNAR KOMA f STAÐINN Þegar mér verður litið til þjóð- lífsins um aldamótin, og hugsa til þess, hvernig börn og unglingar ólust upp við þjóðsögur og þjóð- sagnalestur, get ég ekki betur séð en kvikmyndirnar hafi að miklu leyti komið í staðinn fyrir þjóð- sögurnar. Unglingarnir, sem fá tækifæri til að heimsækja kvikmyndahús að jafnaði, fá þaðan svo mikið hugmyndaflug að naumast kemst þar annað að. Kvikmyndir nú- tímans eru því að sjálfsögðu mik- ill þáttur í uppeldismálum lands- manna.* Mjög væri æskilegt að hin uppvaxandi kynslóð missti ekki af sambandinu við þær hugar- myndir, sem þjóðin á í þjóð- sagnaauðlegð sinni. SAMTAL UM ÞJÓÐSÖGUR mér heimsókn á 'iefðarheimili í Skagafirði er ég /ar á fermingar- ddri, þegar þeir æddust þar við merkisbændurn- ir, Jón Jónsson irá Hafsteins- stöðum og Jó- hann Pétursson á Brúnastöðum. Minnisstæð er þeirra var ís- un heims, sem komið hefur og1 hefði komið þessum tveim skag- firzku bændahöfðingjum á óvart. Og það er sjónvarpið. Því þjóð- sögurnar herma að þeir fjöl- kunnugu gátu séð „í gegn um holt og hæðir.“ Þeir höfðu ekki trú á, að mannsandinn myndi geta leyst þá braut. En nú er sjónvarpið komið til sögunnar ,enda þótt það sennilega muni líða á löngu unz það geti komið að notum hér á landi. Neistar Ung húsmóðir var hreykin af því, hve snaggaralega hún hefðl þaggað í gestum sínum i mið- degisveizlu í gær. Einn af gest- unum, sagði hún, byrjaði að segja svívirðilegar sögur um ágæta vinkonu mína. — Ég sneri mér að honum ákveðin a svip- inn og sagði: Hatturinn og frakk- inn yðar hanga úti í forslofunrii. — Nokkuð djarflega tekið til orða, sagði kona ein, er var við- stödd og hvað varð úr þessu? — Flestir veizlugestanna fóru með honum, því að þeir höfðu augsýnlega áhuga á að fá fram- haldið af kjaftasögunum. uu andi óhrifar: M Jón Umræðuefni lenzkar þjóðsögur og tæknifram- farir nútímans. Við að hlusta á þessa gömlu menn, sá ég þjóðsögurnar í nýju ljósi. Þeir sönnuðu fyrir mér, að í sögunum fælust gamlir óskadraumar mannkynsins,’ er aukin tækni og þekking hefði lát- ið rætast. Þá var símamálið á dagskrá þjóðarinnar, en skessurnar í þjóð- sögunum höfðu með fjölkynngi sinni komið svipuðu fyrirkomu- lagi á milli sín, þar sem þær gátu kallast á við fjarlæga vini sína. Á þessum árum var farið að æða um hagnýt ing fossaflsins. hað þótti þeim ■natur, að geta ;ett í samband /ið gullkisturn- ar, sem frá alda iðli hefðu ónot- aðar legið á bak við fossana. — Jóhann Þeir höfðu í blöðunum frétt um fyrstu til- raunir flugtækninnar. Töldu þeir að þær ættu rót sína að rekja til fornra óska í þjóðsagnaheim- inum að „fljúga á klæði“. Þannig héldu þeir áfram góða stund, að færa sönnur á að óskir mannanna væru oft lengi að rætast, sem þjóðsögurnar herma, en þær rættust furðu vel ef óskafræin fengu með tímanum að falla í frjóva huga. ÞEIR TRÚÐU EKKI Á SJÓNVARP Ein er sú framför í tækniþró- Krabbameinsdagurinn ÉR hefir borizt bréf frá verzl- unarmanni einum hér í bæn- um, dagsett 12. þ.m., sem hljóðar á þessa leið: „Kæri Velvakandi! Mér datt í hug að senda þér nokkrar línur í sambandi við mál efni, sem deginum í dag (12. apríl) var helgað, þ. e. a. s. fjár- söfnunardag krabbameinsfélag- anna. Mér finnsfc það láta dálítið kuldalega í eyrum, þegar fólk tal- ar um málefni krabbameinsfélaga og um krabbameinsdag þannig, að vel mætti skilja það svo, að deginum sé varið til að út- • breiða krabbann í staðinn fyrir ! að berjast gegn honum. I Gætum við ekki fullt eins vel haft hér annað orðalag t. d. „Sam band krabbameinsvarna“, eða eitthvað í þá áttina, sem þá yrði skammstafað „S.K.V.? Það myndi skapa annað hugtak hjá almenij- ingi. Kom óþægilega við. IDAG var t. d. sagt við mig: „Ertu búinn að kaupa krabba- meinsmerki?“ Þessi spurning kom dálítið óþægilega við mig. Hefði ekki eins mátt segja: „Ertu búinn að kaupa merki S.K.V.?“ eða „Ertu búinn að kaupa merki Krabbameinsvarnanna?“ Það myndi þýða það sama en sagt á hlýlegri og viðkunnanlegri hátt. Hin ýmsu krabbameinsfélög, sem starfandi eru víðsvegar á landinu mætti kalla t. d. „Samtök Krabbameinsvarna Hafnarfjarð- ar“ o. s. frv. og heildarsamtökin „Samband Krabbameinsvarna Is- lands“, skammstafað S.K.I. Læt ég svo útrætt um þetta. Með beztu kveðju — Verzlunar- maður“. Það er nokkuð til í þessu hjá verzlunarmanni. Það væri óneit- anlega réttara að kenna herferð þá, sem hafin er gegn þessum skæða sjúkdómi við vörnina gegn honum heldur en einungis við kvillann sjálfan. Til hliðsjónar mætti benda á, að við tölum um „berklavörn“, „berklavarnar- dag“ o. s. frv. — nákvæmlega hlið stætt dæmi. Varið ykkur á bóndósunum! KONA í Kópavoginum skrifar: „Velvakandi góður! Viltu koma fyrir mig á fram- færi umkvörtun til íslenzkra bón- framleiðanda — ekki svo mjög yf- ir bóninu sjálfu heldur yfir dós- unum, sem það er í. Þær eru beinlínis stórhætulegar fyrir það hve rendurnar í opið á þeim eru hárbeittar, svo að gæta má ýtr- ustu varkárni til þess að skera sig ekki á þeim, þegar dósin er opn- uð. Ég veit t. d. tii þess, að kona nokkur varð svo illa út' í þessum viðskiptum. að hún varð að leggj ast inn á sjúkrahús af völdum fingurskurðar, sem hún hlaut í viðskiptunum við mjög svo sak- leysislega Stjörnubónsdós — já, það er óhætt að segja, að það er oft krappur leikur og naum und- ankoma. Ætli að ekki væri hægt að bæta úr þessu? Það er reyndar ýmislegt fleira, sem mig langar til að úthella hjarta mínu yfir við þig, Velvak- andi minn, en ég hefi ekki tíma til þess að sinni. Með þökk fyrir birtinguna. — Kona í Kópavogin- um“. Ég vona, að bónframleiðendur bregði við skjótt, svo að konan í Kópavoginum og aðrar íslenzk- ar húsmæður geti gljáfágað gólf- in sín án þess að stofna sjálfum sér eða öðrum í háska í hinum tvísýna leik við bóndósirnar. Um íslenzkuþætti Eiríks Hreins. CO hefir biðið mig að birta . eftirfarandi: „Ég er einn hinna mörgu, sem þykja ágætir þættir Eiríks Hreins Finnbogasonar um íslenzkuna. Þessvegna varð mér mjög hverft víð, er hann eitt sinn sagði: „Á stjórn Skemmtiklúbbs templara þakkir skilið fyrir þessa við- leitni", en þetta -á auðvitað að vera „þakkir skildar“. Ég benti honum á, að hann yrði að leið- rétta eigin villur jafnt og ann- arra, en hann hefir látið þetta liggja í þagnargildi. Einnig varð honum á slæm villa, er hann flaskaði á beygingu orðsins, dóttur. Hann sagði: „Loks ætla ég að svara yngsta bréfrit- aranum, sem þessum þætti hefir slrrifað, Guðrúnu Pétursdóttir", í staðinn fyrir dóttur. — G. S.“ Ef til vill hefir G. S. misheyrzt, — dóttir og dóttur er býsna svip- að í framburðinum. II' Skynsamleg spakmæli eru and- legir fjársjóðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.