Morgunblaðið - 13.05.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. maí 1953
MORGUNBLAÐIÐ
7
Vantraust, sem ekki fékk fytoi
ÞAÐ leynir sér ekki að kosn-
jngar eiga að fara fram hér í Nor-
egi í haust. Stjórnarandstöðu- j
flokkarnir eru farnir að sækja í
jsig veðrið og herða sóknina, og
stjórnin sjálf gefur háttvirtum
kjósendum undir fótinn með því
að lofa ýmsu fögru, svo sem
lækkun skatta og afnámi óvin-
sælla þvingunarráðstafana, og þá
fyrst og fremst hafta þeirra, sem
eru á byggingaframkvæmdum
einstaklinga.
Þetta kom allskýrt í ljós í um-
ræðunum um fjárlagafrumvarpið
er það kom úr nefnd og var lagt
fyrir Stórþingið 21. apríl. Þær
umræður stóðu fjóra daga, og
umræðutíminn varð samtals rúm-
ur sólarhringur, en meira en tveir
þriðju þingmanna tóku til máls.
Þeir fyrstu fengu að tala í klukku
tíma en á fjórða degi komst ræðu
tíminn niður í tvær mínútur.
I. K. Hognestad verkamanna-
flokksþingmaður frá Rogalandi,
er formaður fjárlaganefndar og
framsögumaður og á honum og
Bratteli fjármálaráðherra hvíldi
einkum hiti og þungi dagsins í
þessum löngu umræðum. Hann
taldi Noreg hafa komizt vel af
síðan 1945, afköst þjóðarinnar
hefðu aukizt og hagur hennar
batnað. 1 því sambandi nefndi
hann að þjóðartekjurnar, sem
hefðu verið 11 milljard krónur
brúttó árið Ú946, hefðu komizt
upp í 22 milljarda árið 1952. En
tölur gefa ekki rétta mynd, því
að vitanlega hefur framleiðslan
ekki tvöfaldast. Bæði hefur
norska krónan verið felld í gengi
o'g líka hefur vöruverð stórhækk-
að. Hognestad gat þess einnig
að erlendar skuldir væru nú
minni en fyrir stríð. Þó hefðu
framleiðslutækin verið stórend-
urbætt og hervarnir landsins
sömuleiðis.
GAGNRÝNA
HAFTASTEFNUNA
Stjórnarandstæðingar eru ekki
eins ánægðir með afkomuna og
útlitið og Hognestad var. Þeir
bentu m. a. á að árið 1947 hefðu
Norðmenn verið að komast í fjár-
hagslegar ógöngur, sem hefðu
skapað alvarlega kreppu ef Mars
hallhjálpin hefði ekki komið til
sögunnar. Þetta hefðu ábyrgir
meðlimir stjórnarinnar viður-
kennt. Og aftur hefði rekið í
strand 1950, ef verð hefði
ekki stórhækkað á aðal-
útflutningsvöru þjóðarinnar, —
skógarafurðum. — Stjórnin
hefði farið óviturlega að ráði
sínu, látið allt drasla og ekki
fundið nein örugg ráð til að
sporna við sívaxandi dýrtíð, en
hinsvegar haldið dauðahaldi í
höft á sviði framleiðslu og verzl-
unar og gerst svo afskiptasöm
um þessi mál, að einstaklingar
misstu móðinn og þyrðu ekki
að ráðast í nýjar framkvæmdir.
Atvinnulífið væri lamað og yrði
það meðan haftastefnan réði í
landinu. Síðasta vetur varð at-
vinnuleysið meira en nokkurn-
tíma síðan stríði lauk og komst
Upp I 21.000 atvinnulausa þegar
mest var. Og á það var líka bent,
af stjórnarandstöðunni að þrátt
fyrir hinar miklu fjárfestingar
hefði þjóðarframleiðslan ekki
aukizt nema 1% síðasta ár.
VANTRAUST SEM FÉUL
Bændaflokksþingmaðurinn Leir-
fall bar fx*am á fyrsta degi van-
traustsyfirlýsingu á stjórnina: ■—
Þar segir að:
1) Stjórnin hefur í fjárhags-
legu góðæri notað sér skattaálög-
ur út í æsar, án þess að leggja
tii hliðar varasjóði til að standast
f j árhagskrepputíma.
2) Stjórnin hefuE. gert fjár-
lögin hærri en hægt er að rísa
undir, ef miðað er við venju-
legt fjár-árferði.
3) Fjármálastefna stjórnarinn-
ar hefur rýrt kaupmátt krón-
unnar inn á við ■ Og valdið of-
hæjíkpn í;v^r|$lagi ög framleiðslu
l\ioregsbréf frá Skúla SkúEasyni
kostnaði, sem hefur rýrt sam-
keppnisgetuna erlendis og um
leið gert erfitt að ná greiðslu-
jöfnuði í utanríkisviðskiptunum.
4) Stjórnin hefur vanrækt þró-
un samgöngutækjanna og með
því veikt fjárhagsafkomu þjóð-
arinnar til langframa.
5) Stjórnin hefur ekki tryggt
atvinnu þjóðarinnar og ekki held
ur komið í framkvæmd Stórþings
samþykktinni frá október 1947,
um jafnrétti atvinnuveganna, né
tryggt landbúnaðinum markað
fyrir framleiðslu-auka sinni.
Þetta er þá í stuttu máli það,
sem bændaflokkurinn áfellist
stjórnina fyrst og fremst fyrir.
Það er sennilegt að ef hægriflokk
urinn hefði orðað vantrausts-
yfirlýsinguna mundi hún hafa
orðið dálítið á annan veg. En
báðir þessar flokkar stóðu að van
traustinu. En ekki gat stjórn-
arandstaðan öll sameinast um það
því að vinstri flokkurinn gxxíiddi
atkvæði á móti. Var tillagan felld
með 109 atkvæðum gegn 31 —
atkvæðum hægri og bænda-
flokks. Vinstri menn báru fram
aðra tillögu, einskonar ráðlegg-
ingar til stjórnaxúnnar, en hún
var felld með 80:59 og með líkum
atkvæðahlutföllum var felld til-
laga frá Kristilega flokknum.
„DROTTNING NORÐUR-
SJÁVAR“
,,Lyra“ gamla, góðkunningi ís-
lendinga hér fyrrum, er ekki
lengur til í norska flotanum. Hún
hefir verið seld eitthvað út í busk
ann eftir langa og dygga þjón-
ustu, en í staðinn hefur „Berg-
enska“ eignast mikið skip og
frítt, sem hefur fengið nafnið
,,Ledá“. Það er hraðskreiðasta
skip norska kaupskipaflotans, fer
22 mílur á vöku, og er með
„uggum" til að draga úr hliðar-
yeltu, en það er tiltölulega ný
uppgötvun, og notuð i fyrsta sinn
hér á norsku skipi.
,,Leda“ á að ganga milli Berg-
en og Newcastle. Hún er 7000
smálestir, smiðuð hjá Swan,
Hunter & Wigham Ltd. við Tyne.
Tvær eimtúrbínur, samtals 13,200
ha. knýja skipið áfram, sína
skrúfuna hvor, eix olía er hita-
gjafinn. Lestarrúmið er 73.000
rúmfet, þaraf 5.000 rúmfeta kæli-
rúm. En skipið er fyx’st og fremst
farþegaskip. Á 1. farrými er pláss
fyrir 119 fai'þega í 1— og tveggja
manna klefum, og ein fjögurra
herbergja íbúð er þar einnig, fyr-
ir fólk, sem er í vandræðum með
að losna við peningana. En á
túrista-farrýminu komast 484 far
þegar fyrir. Þar ei*u klefarnir
mismunandi stórir, þeir minnstu
fyrir tvo og þeir stærstu fyrir
10 farþega.
Ekkert hefur verið sparað til
tæknilegs frágangs skipsins né
hins, sem gert er til að gleðja
augað, eixda hefur „Leda“ kostað
32 millj. norskar krónur.
Þetta dýra skip er fyrst og
fremst gert svona fullkomið og
hraðskreitt vegna skemmtiferða-
fólksins. Bergenske byrjaði sigl-
ingar til Newcastle fyrir 63 ár-
um og fyrsta skipið á þeirri leið
var „Mercur“, sem um skeið
var í íslandssiglingum. Það skip
var aðeins 989 smálestir og hafði
rúm fyrir 52 farþega. Svo kom
„Venus“, dálítið stærri og fleiri
skip af sömu gerð, en 1916 „Jupi-
ter“, sem enn er í siglingum. —
Hann er af líkri stærð og fiestir
nýju „fossarnir", 2600 smálpstir,
og svo „Leda“ hin fyrri, sem hafði
rúm fyrir 150 farþega og gekk
15 míiur. Eftir 1930 komu svo
5.200 tonna skipin „Venus“ og
„Vega“ með rúmi fyrir 400 far-
þega. „Vega“ fórst í stríðinu og
„Venus“ skemmdist en fékk við-
gerð, sem að vísu kostaði meira
en skipið hafði kostað í upphafi.
Og framvegis verða það „Venus“
og ,,Leda“, sem flytja enska ferða
fólkið frá Newcastle til Noregs,
en þá leið kemur langflest
skemmtiferðafólk sjóleiðis.
LÓFÓT-VERTÍÐIN
hefur brugðist svo hrapalega,
að bein vandræði leiðir af, bæði
fyrir sjómenn og þjóðina. Þátt-
takan var með mesta móti og all-
ur tilkostnaður miklu meiri en
áður, en eftirtekjan rýrari en
í tugi ára. Verðið á aflanum var
að vísu með hæsta nxóti, svo að
sumir bátar sluppu skaðlausir
þi’átt fyrir rýran afla, en margir
biðu beint tjón. Kemur þetta hart
niður á eignalausum mönnum, er
eiga afkomu sína fyrst og fremst'
undir Lófót-vertíðinni. — Þeir
hafa margir hverjir ekki getað j
staðið í skilum með lán, sem (
þeir hafa fengið til að koma upp !
húsum yfir sig, og eiga nú lögtak ,
vofandi yfir höfði sér nema ríkið ,
geri sérstakar ráðstafanir við
bankana og fái þá til að bíða.
Nokkurn styrk hefur stjórnin
veitt þeim, sem verst eru staddir,
en hann er hvergi nógu mikill.
Fyrir þjóðina munar þetta nokk-
ur hundi'uð milljónum króna í
rýrnun á útflutningsverðmætum.
Noi'ðmenn gera ráð fyrir
meiri þátttöku í Íslands-síld-
veiðum og Grænlandsfiski en
áður og hafa nú iagt fram fé
í sameiginlega verkunarstöð á
Grænlandi með Dönum og
Færeyingum. Á síldveiðumim
við ísland er ráðgert að nota
nýtt tæki við vei’kun síldar-
ixxnar. Það afhausar og dregur
innmatinn úr sem svarar 15
tunnum af síld á klukkutíma
og sparar því mikla vinnu.
„EIDSVOLD" OG „NORGE“
Um miðjan apríl var afhjúpað
minnismerki í Narvik til heið-
urs þeim 283 mönnum, sem létu
lífið er herskipunum ,,Norge“ og
„Eidsvold“ var sökkt við Narvik
9. apríl 1940. ÞesSi hei'skip voi-u
orðin gömul, srníðuð 1898—99 og
lutu í lægra haldi fyrir árásum
hinna þýzku herskipa. „Eidsvold"
varð fyrir þi-emur tundurskeyt-
um að heita mátti samtimis og
tættist í sundur og fórust þar
177 liðsmenn. En ,,Norge“ livolfdi
og sökk, er það hafði orðið fyrir
skothríð og fengið eina tundur-
1 sprengju, og fórust 108 menn þar.
| „Norge“ kom í heimsókn á Al-
I þingishátíðina 1930 og flutti
i hingað. fullti’úa konungsins,
Anderssen-Rysst núverandi sendi
heri'a í Reykjavík, sem mætti á
hátíðinni fyrir hönd konungs.
Hæstráðandi norska sjáhersins,
Sk. Stoi'heill, varaaðmíi'áll, ílutti
ræðuna við afhjúpunina, en Ask-
in kommandörkapteinn, sem
stýrt hafði „Norge“ ,er skipið
fórst, afhjúpaði minnisvarðann.
LEIKHÚSIN í OSLO
eiga við erfiðleika að stríða. —
Aðalleikhúsin, Þjóðleikhúsið,
Norska leikhúsið og hið nýja
„Folketeater" berjast í bökkum,
og leikhúsin, sem flytja fólki hið
„léttara hjal“ segjast ekki geta
haldið áfram nema skemmtana-
skatturinn verði lækkaður, en
hann er hærri hjá þeim en hin-
um leikhúsunum. Þjóðleikhúsið
og F'olketeatret fara fram á stór-
hækkaðan styrk, því að þau hafa
bæði verið rekin með tekjuhalla
í vetur. 1 umræðum um þessi mál
á þingi, hafa mörg orð hnigið
í þá átt að leikhúsin séu orðin
of mörg, og það var vitað fyrir-
fram um opnun hins nýja Folke-
teaters í fyrrahaust mundi draga
fx'á hinum leikhúsunum. En í vet-
ur hefur yfirleitt tekist illa til
með sýningar, margar þeirra
„■failið í gegn“ og fá leikrit hafa
hlotið aðsókn. Nú er Þjóðleikhús-
ið að hleypa af stokkunum leik-
Framh. á bia. 12
68 nemendur Vélskól-
uns brautskrúðir í gær
Skólinn býr enn við erfiða
aðstöðu sem bæta þarf úr
VÉLSKÓLANUM í Reykjavík
var slitið í gærmorgiin í húsa-
kynnum skólans í Sjómanna-
skólanum. Skólastjórinn, M. E.
Jessen, fliitti skólaslitai’æðuna
og afhenti 66 nemendum burt-
fararprófskírteini, en aldrei
hafa svo margir brautskrázt
frá skólanum á einu ári. Alls
stunduðu í vetur 122 piltar
nám við skólann.
FVRSTU ÁRIN
I skólasiitaræðunni gat M. E.
Jessen skólastjóri þess að í ár
væru iiðin 40 ár frá því að yél-
stjórar voru fyrst brautskráðir
frá skóla hér á landi. Gat ba.in
síðan að nokkru fyrstu ára Vél-
skólans, og er fróðlegt að minn-
ast þeirra nú þegar skólinn er
orðinn svo stór sem raun ber vitni
um og svo mikilvægur fyrir aðal-
atvinnuveg þjóðarinnar.
Jessen sagði að i okt. 1911 hefði
hann verið fenginn frá Danmörku
til að kenna vélfræði við Stýri-
mannaskólann. En svo lítifl var
undirbúningurinn að kennslu
þessarar greinar við skólann, að
enginn vissi um komu Jessens
nema ráðherra. Mánuði síðar
hafði þó tekizt að smala samart
þremur nemendum til vélfi’æðir
náms, en 2—3 mánuðum síðar
sögðust nemendurnir þurfa að
fara-til vinnu og ekkert varð því
af prófum árið 1912.
FYRSTU VÉLSTJÓRARNIR
Á næsta ári var áhuginn meiri
og eftir þann vetur brautskráð-
ust 5 menn og er aðeins einn
þeirra, Júlíus Ólafsson, vélstjóri
á Ægi, á lífi. Þá voru kröfurnar
sem gerðar voru til nemendanna
næsta einkennilegar, prófin und-
irbúin i Danmörku af mönnum
sem ekkert þekktu til aðstæða
vélskólanema hér á landi.
NÝ REGLUGERÐ
En 1. okt. 1915 gengu í gildi ný
lög um Vélskólann og komu þá
aftur til náms í skólanum sumir
þeirra er stúndað höfðu þar nám
áður. Fyrstu nemendurnir sem
brautskráðust frá Vélskólanum
samkvæmt reglugerðinni frá 1915
voru Gísli Jónsson alþm., Hall-
grimur Jónsson vélstjóri og
Bjarni heitinn Þorsteinsson stofn-
andi Héðins.
Síðan hefur skólinn starfað við
vaxandi gengi. Frá honum hafa
komið menntaðir nemendur sem
revnzt hafa fyllilega færir um að
taka við vélstjórn á nýjum og
stórum skipum íslenzka flotans
og stjórn stærri véla í iandi.
PRÓFSKÍRTEINI AFHENT
Síðan afhenti skólastjórinn 26
vélstjórum, 28 vélstjórum með
rafmagnsdeiidarprófi og 12 raf-
virkjum prófskírteini frá skólan-
um.
1 Hæstu einkunnir af vélstjórum
með rafmagnsdeildarprófi hlutu
Helgi I. Gunnarsson, 107% stig,
i Héðinn Elentíusson 100% stig,
; Kristján Hafliðason 100% stig og
j Magnús Hallfreðsson 99% stig.
Er einkunn þeirra allra 1. ágætjs-
éxnkunn.
i Af raívirkjum höfðu hæstar
einkunnir: Jónas Guðlaugsson
7,64 (1. ág.), Siggi Gíslason 7,18
(1. ág.) og Baldur Jónsson 6,73
(1. eink.).
Af vélstjórum höfðu hæstar
einkunnir: Þoi’steinn J. Þorsteiris
son 189 stig, Björn B. Líndal 189
stig, Jóhannes Ásmundsson 187%
stig, Garðar Svavarsson 187%
stig, Páll Árnason 186% stig og
Pétur B. Gunnarsson 184% stig.
Höfðu þessir menn allir 1. ágætis-
einkunn.
Að afhendingu pi'ófskírteiiik
lokinni talaði skólastjóri nokkut'
orð til nemendanna, og sagði rrj,
a.: Skólaslitadagur er í míriuij5
augum bæði gleði- og sorgardag-
ur. Það er gleðilegt að fá tækj-
færi til að afhenda ykkur þaú
skírteini, sem geta hjálpað ykkrjr
á lífsleiðinni. Það væri hins veg-
ar æskilegt að fá að njóta lengfi
samvista með ykkur hér í skói
anum. En skólasetan er ei eilíi
Þið farið héðan og eigið að sýnp
að hér í skólanum hafið þið ekýj
setið til einskis. Ég ber fultfc
traust til ykkar til þess að sýnk
það í verki.
Að svo mæltu þakkaði skóli
stjóri nemendum og samkennus--
um sínum, sem eru 13 talsin®.,
fyrir ánægjulegt samstarf ojg
sagði Vélskólanum slitið.
Áður en skólaslitaathöfninrjji
lauk kusu nemendur einn *
kennurum skólans í stjórn MiniÍ-
ingarsjóðs um Guðmund S. Guð>-
.mundsson og Einar Eiríksson. Vaæ
Gunnar Bjarnason af nemendui r
einróma kjörinn í sjóðstjórnina.
★
Nálega allir nemendur skó' -
ans, sem útskrifuðust, er i.
komnir í fasta atvinnu, og efí
irspurn er mjög mikil eftij
nemendum frá skólanum.
geta þess að á auglýsingatöfljji
skólans er auglýst eftir ner
endum frá skólanum i fast
stöður. Sýnir það hvert trauá
er borið til skólans og þeirrar
menntunar er hann veitir. E;»
þrátt fyrir það eru aóstæíiu i
skólans til að veita menntuB-
ina á margan hátt slæmar. Efl-
ir langa baráttu fékk iiana
viðunanlegt húsnæði til kennál
unnar í Sjómannaskólanuito.
nýja. Byggingu hans er aS
mestu lokið en enn er þó eftn
að ganga frá ýmsu smávægi-
legu sem lagfæra þyrfíi hiS
fyrsta.
Aðstaða kennaranna hefi r
verið og er enn mjög slæm. IM á.
í því sambandi geía þess a 5
enn hafa þeir ekki fengi §
greidd laun sín fyrir apri -
mánuð. Nemendum Vélskólar s
er trúað fyrir vélum sem kost i
tugi milljóna. Mikið er undi r
því komið að beim farist þa ¥
vel úr hendi. Til þess þurfþx
þeir góða menntun, veitta að
góðum kennurum. En góð&
kennara er ekki hægt að hal *
við skóla sem ekki getur greil I
kennaralaun. Væri ekki úr
vegi að Vélskólinn og S j« -
mannaskólinn, sem svo mjö •:
eru mikilvægir fyrir aðalaí -
vinnuveg íslenzku þjóðarinn -
ar, fengju örlítinn hluta þeirrá.
tekna sem sjómannastéttii >
aflar þjóðarbúinu, og verð i
þeirri upphæð til þess að get &
gert unga menn hæfari til af
stunda sjávarútveg. — Slí i
ráðstöfun eða einhver önnuL
er tryggði það, að skólinn gæi i
gengt því hlutverki sem hoiÉ-
um er ætlað í sívaxandi vélaj-
menningu íslendinga, yrði veg
leg afmælisgjöf til hans á IÞ
ára afmælinu 1955.
A. St.
Aðstoð frá S. Þ.
PARÍS — 115 þjóðir nutu aðstoð-
ar heilbrigðisstofnunar S. Þ. á s.J.
ári. Aðstoðin er m. a. fólgin ;í
skipulagningu heilbrigðismálá,
j baráttu gegn smitandi sjúkdóni
um og ráðstafanir til að bæta al-
mennt hreinlæti.
BEZl AÐ AUGLfSA
l MOROUNBLA91NV
1