Morgunblaðið - 13.05.1953, Page 11

Morgunblaðið - 13.05.1953, Page 11
Miðvikudagur 13. maí 1953 MORGVISBLAÐIÐ 11 Páll Jóh. Þorleifssosi stórhaupm. - minning 3 DAG verður jarðsettur Páll Jóh. í>orleifsson, stórkaupmaður, að Hverfisgötu 37, sem andaðist eftir stutta legu þann 3. þ. m. Páll var fæddur að Brunnhóli í Mýrahreppi í Austur-Skaftafells- sýslu 5. júní 1896 og var því tæpra 57 ára gamall, þegar hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Hallbera Bjarnadóttir og Þor- leifur Pálsson. Hjá þeim eyddi hann aeskuárunum, unz ferða- þráin og löngunin til aukins frama komu honum að. heiman. Rúmlega fermdur lagði hann leið sína til Reykjavíkur aleinn og af engum studdur, svo að hann varð að leggja mjög á sig til að geta framfært sig og kostað nám sitt. Til að byrja með mun hann hafa stundað ýmis störf, en haustið 1914 réðst hann til Stefáns Gunn- arssonar, skókaupmanns, til iðn- náms. í skósmíði og verzlunar- starfa. — Vorið 1919 lauk hann sveinsprófi í skósmíði og hætti þá vinnu hjá Stefáni. Ekki lagði hann skósmíðina fyrir sig heldur fékkst við ýmis konar verzlunar- störf og byrjaði þá að læra er- lend tungumál. Ekki hafði hann kennara til leiðbeiningar heldur keypti hann sér aðeins námsbæk- ur og brauzt einn í gegnum þær. Verzlunarréttindi fékk hann vor- ið 1923 og hóf þá verzlun méð leðurvörur og annað er tilheyrði Skógerð. Smájókst þessi verzlun og vörutegundunum fjölgaði. — Sumarið 1931 lagði hann niður verzlun sína og gerðist starfs- maður og meðeigandi hjá firmr anu Ó. V. Jóhannsson & Co. og var það til ársins 1937, en þá byrjaði hann sína eigin innflutn- ingsverzlun, sem starfað hefur síðan. — Páll var ókvæntur, en lætur eftir sig uppkominn, efni- legan son. ★ Skaftfellingur var Páll í húð og hár og hélt jafnan tryggð við átthaga sína, enda mjög trygg- lyndur maður. Hann var ferða- maður með afbrigðum og vildi allt kanna og alla staði sjá. Því ferðaðist hann um landið þvert og endilangt og kunni bezt við sig inni í kyrrð og fegurð öræf- anna. Einnig ferðaðist hann mik- ið erlendis. Skemmtilegast þótti honum að þeysa um á góðum hesti, því að á hestum hafði hann miklar mætur. Þá hafði hann mjög mikið yndi af öllum veiði- skap. Dýravinur var hann í rík- um mæli og munu dúfurnar, sem jafnan komu í gluggakistuna hjá honum og borðuðu úr lófa hans sakna vinar í stað. Hann var góð- hjartaður maður, sem ekkert mátti aumt sjá. Hann var kapp- samur að hverju sem hann gekk og var því mjög afkastamikill við vinnu. Sem verzlunarmaður hafði hann sérstaklega góða vöruþekk- ingu og í öllum viðskiptum var hann mjög áreiðanlegur. Hann var málamaður mikill, þótt í skóla hefði ekki gengið. Þegar á allt er litið, þá hefur hann verið dæmi um manninn. sem brýzt áfram af eigin rammleik. Því var hann einn af þeim mönnum, sem þjóðféiaginu er eftirsjá að. Nú hefur hann lagt af stað í ferðina löngu og kveðja hann í dag vinir og vandamenn. Þ. Fimmtugur í dag: Dr. Reinhold Sclineider HANN er Þjóðverji, fæddur í Baden-Baden 13. maí 1903, en hefur um langt skeið verið bú- settur í Sviss og er nú prófessor að nafnbót við háskólann í Ziir- ich. Mun hann hafa orðið að hætta kennslustörfum sökum vanheilsu. Á fimmtugsafmæli hans fer ekki hjá því að þeim mörgu verði hugsað tíl þessa mikilvirka rithöfundar, sem svo oft hafa rekizt á nafn hans í sam- bandi við ýmsa stærstu viðburði bókmennta- og listasögunnar hin kíðustu árabil. Það er eins um dr. Schneider og svo marga aðra útlenda rit- höfunda, sem ekkert er til eftir í íslenzkri þýðingu og að öllum! likindum ekkert lesið eftir hér áj landi, svo að talizt geti, að það fer fyrir utan garð og neðan, sem íim þá er sagt. Lesendurnir hafa ekkert við að styðjast og þeim er, vorkunn, þótt þeir taki ekki þeg- j ar í stað sem góða og gilda vöru öll þau yfirstigs-Iýsingarorð, sem einatt eru við höfð um þá ágætu raenn og verk þeirra. I umsögnum um dr. Schneider og verk hans ber allmikið á þess- um „superlativum“, og skulu þau ekki endurtekin hér. Hann segir sjálfur, að um sig sé ekkert að segja, annað en það sem ritverk hans kunni að gefa ástæðu til. Verkin tali. Urs von Balthasar hefur gefið út bók um hann (Reinhold Schneider, sein Weg und sein Werk, Jakob Hegner, I Köln 1953) og er þar að fá glögga I yfirsýn yfir háimsmynd þá á kristilegum grundvelli, sem dr. Schneider telur meginstoð hins vestræna menningarlífs. — Frá kristilegri trúhneigð og dulúð fær Kvöldlandið það Ijós, sem fyrst og fremst verður til að bjarga vestrænni menningu frá algerri tortímingu. Móðir hans var kaþólsk, faðir lúterskur. — Amiel segir, að móðirin sé syn- inum ,,allt hið góða, forsjónin, lögin, í einu orði guðdómurinn, að svo miklu leyti sem hann er áþreifanlegur“ (Journal intime). Nokkuð er það, að sonurinn hef- ur erft trúarsannfæringuna frá móðurinni og staðið framarlega í fylkingum hinnar stríðandi Framh. á bla. 12 Framhald af bls. 6 menningarmál. Við þurfum að beita okkur fyrir meiri fræðslu i um frændþjóðir vorar á Norður- löndum, ekki hvað sízt í skólum lhndsins. MIKIÐ NAL'ÐSYNJAMÁL Skólinn að Skógum hefur nú starfað i fjögur ár. Aðsókn hefur verið mikil og fer vaxandi. í fyrra bárust um 180 umsóknir um skólavist, en ókleift var að taka nema 116 nemendur og voru þá allir möguleikar notaðir til að koma fólki fyrir. Nú þegar hafa 87 umsóknir borizt fyrir næsta vetur eða nær þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra. Ekki verður þó hægt að taka nema rösklega 100 nemendur og reyndar ekki æskilegt að hafa skólann stærri. — Upphaflega var ætlunin að byggja 1—2 nemendahús til við- bótar þeirri aðalbyggingu, sem nú er fullgerð, þar sem íbúðarher- bergjum fyrir 30—40 nemendur og fleiri bráðnauðsynlegum vist- arverum væri fyrir komið. Þess er brýn þörf að fá eitt slíkt hús, þar sem auk íbúðarherbergja fyr- ir nemendur væri ein kennara- ■' íbúð og kennslustofa fyrir verk- nám. Það getur gengið um stutt- an tíma að búa við bráðabirgða fyrirkomulag í húsnæðismálum, ^ en það er alls ekki til frambúðar. j Varla verður fært annað en draga ; starfsemi skólans alla saman og j fækka nemendum verulega, ef ! ekki tekst að bæta úr þessu mjög bráðlega. Áhugi er mikill í hér- j uðunum, sem að skólanum standa : fyrir því að búa sem bezt að þess- ' ari skólastofnun og framkvæmd- ir allar, sem hér hafa átt sér stað eru með miklum myndarbrag og til mikils sóma fyrir þá aðilja, sem að skólabyggingunni standa. En þar sem svo tiltölulega lítið vantar á, að aðbúð öll sé hér til fyrirmyndar og húsakynni nægj- anleg, væri óskandi að ríkisvald- ið sjái sér fært að gera sitt til þess að smiðshöggið verði rekið á nauðsynlegustu byggingarfram- kvæmdir hér á Skógum. — Skól- inn er ekki fullbyggður fyrr en búið er að koma upp öllum þeim vistarverum, sem heimavistar- skóla eru nauðsynlegar. NÝTT VIÐHORF Eitt merkasta nýmæli nýju fræðslulaganna eru ákvæðin um að jafna aðstöðu barna og ung- linga til náms og skólagöngu. — Þetta er mjög þýðingarmikið. En dreifbýlinu hentar ekki sama skólaform og þéttbýlinu. Það er því bæði réttmætt og nauðsyn- legt að héraðsskólarnir — gagn- fræðaskólar sveitanna — þróist á annan veg, en gagnfræðaskólar kaupstaða og sjávarþorpa. Þeir hafa öðru hlutverki að gegna. Það er bráðnauðsynlegt að taka stöðu þeirra — og sérstöðu — innan nýju fræðslulaganna til víðtækrar athugunar. Sé ekkert að gert verða þeir fyr en varir heimavistarmiðskólar með lands- próf miðskóla að lokamarki og verða nauðugir viljugir að miða verulega þætti í starfi sínu við inntökupróf i menntaskóla (lands próf miðskóla). Svo má ekki verða. Héraðsskólunum er ætlað annað hlutverk og ennþá þýðing- armeira. Þeir hafa verið og eiga að vera menningarmiðstöðvar hver í sínu byggðarlagi og eiga að vinna að eflingu þjóðlegrar menningar og að hagnýtu og líf- rænu námsstarfi, sem sniðið er við kröfur tímans. 1 Barátta okkar í þágu ungu kynslóðarinnar þarf að verða meira hnitmiðuð og lífrænni sókn sem miðar að bættu þjóðarupp- eldi. I Unga fólkið er okkar þjóðar- auður. Einskis má láta ófreistað svo vel takist til um uppeldi þess til andlegs og líkamlegs þroska. Magnús Gíslason. Jón Jónsson Gallarholti Hinningarorð JÓN JÓNSSON, fyrverandi póst- ur og óðalsbóndi, Galtarholtþ Borgarhrepp, Mýrasýslu, andaðist að heimili sínu 21. f. m. allur heimilisbragur hjá þeim með miklum rausnarbrag. Það var cft .jgJatt á hjalia“ í Gaitar- holti, meðan öll börnin voru heima. Söngur og hljóðfæraslátt- ur áiti ekki sízt þátt í því, ásamt hinni eínlægu gestrisni, að skapa það andrumsloft, er leiddi alla gesti úr hlaði glaða og þakkláta, með þeírri ósk i huga, að eiga sem fyrgt erindi að Galtarholti á ný. Að ég n» sting niður penna i tilefni af sœdláti Jóns í Galtar- holti, er ekkí til þess að rekja æviferil hans, heldur vil ég þakka hinum látna fyrir íanga viðkyno- ingu og göða, ég vil senda að- standendum ‘hans samúðarkveðj- ur, í tiiefni af fráfalli hans. Eyjólfur Jóhannsson, Olíumet. LUNDÚNUM — Olíuframleiðsla Irak Petroleum fyrirtækisins í marzmánuði var sú mesta í ein- um mánuði til þessa. Nam hún 1.780.000 tonnum. Jón var fæddur í Galtarholti, 13. júlí 1868. Faðir hans var Jón bóndi Jónsson, Guðmundssonar, höfðu þeir allir verið bændur í Galtarholti. Móðir Jóns - var Þórunn Kristófersdóttir, Finn- bogasonar á Stóra-Fjalli, en bræður Kristófers voru þeir Ás- geir bóndi á Lundum, Teitur dýralæknir Finnbogason óg séra Jakob á Melum. Kona Kristófers á Stóra-Fjalli, var Helga Péturs- dóttir, Ottesens sýslumgnns í Svignaskarði. Jón var kvæntur Sigríði Guð- mundsdóttur, bónda og gullsmiðs Stefánssonar, er lengi bjó á Varmalæk og Kvíum í Borgar- firði, og konu hans frú Þórunnar Þorbjarnardóttur á Helgavatni í Þverárhlíð. Sigríður andaðist 1930. Jón dvaldi í Galtarholti, öll sín æviár, að undanskildum örfáum unglingsárum, er hann stundaði sjómennsku. Ég kynntist honum snemma á unglingsárum mínum, er hann tók við póstferðum milli Borgarness og Staðar i Hrútafirði, er sú breyting var gerð á póst- ferðunum, að í stað þess að senda póstinn landleiðina úr Reykja- vík, var hann sendur með skipi til Borgarness og þaðan norður um land. Jón í Galtarholti hóf póstferðir sínar, á nefndri leið í aprílmánuði 1905 og gengdi þvi starfi fram til ársins 1931. Jón í Galtarholti var yfirleitt hæglátur, svo að þeir, sem litið þekktu hann héldu að þarna færi maður ekki mikill fyrir sér, en þeir sem þekktu Jón betur og sérstaklega þeir sem kynntust honum í sambandi við póstferð- irnar, vissu að hetjulund bjó und- ir hæglætinu, ásamt snarræði og djörfung hvenær, sem á karl- mennsku þurfti að halda. Þeim, sem kynnast vilja þessum þætti í lífi Jóns í Galtar- holti, skal á það bent, að lesa kaflann um hann í Söguþáttum Iandpóstanna, þeir sýna hvern mann hann hafði að geyma, og þeir segja frá nokkrum þáttum í sambandi við póstferðir Jóns, og fylgdarmanna hans, og skýra þá miklu og margþættu erfið- leika, er Jón í Galtarholti hefur ratað í á póstferðum sínum. Allir þeir þættir, sem skráðir eru um Jón, í Söguþáttum landpóstanna, eru mér kunnir frá uppvaxtar- árum mínum, og veit ég að þeir eru réttir, en mér er auk þess kunnugt um margar aðrar svaðil- farir, er Jón varð að ganga í gegnum asamt fylgdarmönnum sínum, sem ekki hafa verið skrá- settar í hinum umræddu sögu- þáttum. Því eins og gengur, verð- ur ekki allt tekið með og verður þá stundum kylfa látin ráða kasti hvað eftir verður. En ég sakna þar nokkurra þátta, sem hefðu ótt fullt erindi i bókina. Þau Galtarholts hjónin, Jón og Sigríður, voru mjög samhent, var fetrawiðspá UM SÍÐUSTU heigi fór enska landsliðið í lengsta keppnisferða- lag sitt til þessa, en næstu vikur á það fyrir höndum landsleiki í Buenos Aires gegn Argentínu,: í Santiago gegn Chile, Montevideo gegn Uruguay og í New York gegn Bandaríkjunum. Næstkom- andi sunnudag leikur það gegn Argentínumönnum. Síðast er þessi landslið léku saman, fyrir 2 árum á Wembley í London, sigr uðu Englendingar með 2—3, en Argentínumenn höfðu 1—0 þar til 5 mín. voru eítir. Má því gera ’ráð fyrir tvísýnni baráttu er bar- izt verðúr á hörðum og þurrum velii við aðstæður, sem Argeatím* menn þékkja. Éftir fyrsta seðilinn með nor- rænum leikjum er hægt að segja að sízt sé erfiðara að gizka á úr • slit þeirra leikja en enskra, Ein helzta mótbáran gegn norrænum leikjum mun einnig vera sú.’ítð hér þekkist mun minna til félag • anna en til enskra félaga. En-sú þekking fæst öll í úrslitum og töflunni yfir stöðu liðanna og hana er að finna á bakhlið get- raunaseðilsins. Með sænskum og enskum liðum er margt líkt, og er því engin furða að sænsku liðin eru-mjög jöfn og „stabil“. Þau kaupa hre.in lega leikmenn frá minni félögum og má sem dæmi nefna, að helm- ingur liðs Norrköping er frá NariS ur-Sviþjóð. Þau hafa einnig séij- staka framkvæmdastjóra, að-vísU ólaunaða, en þeir sjá um liðin og hirða góða leikmenn frá lægri deildunum. Við það helzt hinh hái standard félaganna og hefur heimaleikvöllur næstum sömi» þýðingu og í Englandi. í Noregi er minna um .að lefK menn séu lokkaðir til stórú félajj anna og dreifast því betri leik- mennirnir milli félaganna og verða liðin því ójafnari en ellá. í Noregi hefur heimavöllurinh mun minni þýðingu en í Svíþjóð. í Svíþjóð er næstum óhugsandi að lið komi upp í Allsvenskan og verði efst ó fyrsta ári, en slíkt er ekki nein goðgá i Noregi, þar sem félögin eru jafnari en jafnframt lélegri. Sem dæmi má nefna, að Larvik Turn og Lilleström eru á fyrsta ári í Hovedsérien og bítast um efsta sætið. Argentína — England 1 (x) Djurgárden — Jönköping 1 Elfsborg — AIK Í Hálsingborg — Degerfors 1 Örebro — Norrköping 2 Sarpsborg — Fredrikstad (1) k Strömmen — Viking ■ 1 (2) Brann — Arstad 1 i Asker — Sparta (1) 2 Larvik — Li’leström (1) x (2) Odd — Lyn 1 Rannheim — Sandefjord 2 Hljómsveit leiknr í fangelsi LUNDÚNUM — FilharmoníiY hljómsveit Derbyhéraðs í Fng- Íandi heimsótti Derbyshire fang- elsið og lék fyrir fangana. Er þetta einn liður í æfingum sveit’ arinnar fyrir krýningarhátiðmtr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.