Morgunblaðið - 13.05.1953, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.05.1953, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. maí 1953 & JIILIA GREER í SKALDSAGA EFTIR DOROTHEU CORNWELL s Framhaldssagcui 6 ptræti. Hún hallaði sér yfir borð- ið að speglinum og lagfærði lokk á bak við eyrað. Þegar hún kom út, fannst henni liggja við að hún félli í öngvit. Sólargeislarnir sem endurköstuð- ust frá búðargluggunum og aug- lýsingaspjöldum glömpuðu fyrir augum hennar. Þegar sviminn var horfinn, leit hún óttaslegin í kring um sig. Mundi fólkið í Market- stræti flissa að þessum breyting- um sem höfðu orðið á henni? En enginn veitti henni eftirtekt. Hún gekk upp á gagnstéttina og fýlgd ist með straumnum. „Ég verð að kaupa mér hatt“, sagði hún við sjálfa sig .. og vissi varla af því að hún hafði talað upphátt. Nokkru neðar við götuna var tízkuverzlun, útibú frá stórverzlun í Nerv York. Hvers vegna datt henni sú verzl- un fyrst í hug? Það voru margir mánuðir síðan hún hafði komið til Clanford. Móðir hennar hafði verið með henni og frú Greer skoðaði aldrei það sem var í búð- argluggum. Aftur lokuðust dyr .hljóðlega að baki henni. Aftur kom snyrtileg stúlka á móti henni með kurteisisbrosi. Þegar Júlía kom út á götuna aftur, hélt hún á öskju í annarri hendinni og í öskjunni var gamii hatturinn. Þann nýja hafði hún sett upp. Inni í verzluninni hafði henm ekki fundizt hatturinn mjög áberandi, en þegar út á göt una kom, fannst henni hann æpa hátt, hve nýr hann var. Eða var það ekki? Hún leit inn í næsta búðarspegil og róaðist aftur. Á horninu nam hún staðar í mann- þrönginni og vissi ekki hvert halda skyldi. Hún rak augun í glugga þar sem útstillt var mörg- um flöskum. Það var þekktasta vínstofan í Clar.ford. Hún gat auð veldlega getið sér þess tii, hve þægilegt væri að sitja á legu- bekknum innan við rimlatjöldin. Hún gæti dreypt á sherryglasi á meðan hjartslátturinn liði hjá. Hún gat látið eins og hún væri að bíða eftir einhverjum. Auðvitað var það kjánaleg hug- mynd. Hvers vegna hafði hún eiginlega numið staðar hér til þess að lesa á miðana á þessum f löskum? Það var víst í sambandi við eitthvað sem Scott læknir hafði sagt. ,.Kokteilar“ eftir teið. Hún átti að koma eftir klukkan fimm. Það var klukkustundar akstur til Sherryville og strætis- vagninn mundi aka um West Main stræti á hverju. augnabliki. Júlía snéri sér frá glugganum en var svo fljót á sér að hún rakst á mann með skjalatösku. Maðurinn hélt áfram en bandið á hattöskjunni hafði festst við skjalatöskuna hans svo að hún snérist í marga hringi. Hann var horfinn í fjöldann áður en henni vannst tími til að biðja afsökun- ar. Hattaskjan datt úr höndum hennar og valt út af gangstétt- inni þangað til hún stöðvaði við luktarstaur. Júlía hljóp á eftir en var svo óheppin að reka tána í öskjuna svo hún valt áfram undir hjólin á vörubíl. Einhver hló á bak við hana. Hún lét eins og ekkert væri og hélt leiðar sinnar í mannfjöldan- um. Græni hatturinn var eins og hjálmur valkyrjunnar ofan á þétt um lokkunum. —O— Strætisvagninn nam staðar í Sherryville á horninu við gamla skemmtigarðinn við hliðina á veit ingastofu herra Coles. Júlía leit á úrið og sá að klukkan var hálf fimm, Það var of snemmt að heimsækja Scott-hjórtín og of feint til að fara heim til móður sinnar. Áður en hún vissi af var hún komin inn um dyrnar hjá herra Cole, I Eftir mannþröngina í bænum hafði Júlía búizt við að allt væri i kyrrt og rólegt hér. Hún hafði j gleymt að hópur skólakrakka , safnaðist venjulega saman þarna j um þetta leyti dags. Háværar samræður klingdu fyr ir eyrum hennar. Þjónninn brosti til hennar. Hann ýtti til hliðar óhreinum glösum og gaf henni bendingu um að setjast við bar- inn. Bros hans varð enn breiðara, svb að skein í ójafnar tennurnar. „Ég þekkti yður ekki strax“ sagði hann. Júlía settist á háa stólinn. „Ég sá yður um daginn með fullorð- inni konu“, hélt hann áfram eins og þau væru gamlir kunningjar. „Hafið þér verið lengi hérna í bænum?“ „Alla mína ævi“, sagði hún. Hann setti upp skelfingarsvip. „Einmitt. Hvað má bjóða ung- frúnni?“ Hún horfði á þegar hann bland aði ís og sykurvatni í glas og hellti síðan sódavatni út í. Ein- hver af skólastúlkunum hinum megin við barinn kallaði á hann. Hún dreypti á glasinu og horfði í laumi á hitt fólkið. Stúlkurnar j j voru berfættar í léttum skóm og 1 leggir þeirra voru ennþá brúnir I eftir sólskinið í fyrra. Ein þeirra, I : feitlagin stúlka með mikið hrokk j ið hár, hvxslaði einhverju að sessu naut sínum og leit um leið j heimskulegum augum á Júlíu. Júlía leit í spegilinn fyrir ofan . barinn sér til hugarléttis. Hand- leggir hennar voru fallega ávalir í stutterma kjólnum. Hatturinn kíæddi hana líka vel. Hún lyfti glasinu aftur upp að vörunum. i Við endann á ís-barnum var borð með brúðum og bangsum úr mjúku skinni með svarta hringi í kring um starandi augun. Júlía sá að ungur maður og stúlka gengu að borðinu og fóru að I skoða það sem á því var. Stúlkan tók einn bangsann upp. Hún var í bláum, þröngum kjól örugg í hreyfingum og framkomu. Hún hló svo að skein í hvítar tennurn- ar í sólbrennd.u andlitinu. Andlit- ið var reglulegt, kinnbeinin dá- lítið há. Júlía leit á piltinn sem með henni var. Henni fannst hún kann ast við rödd hans og stuttklippta rauðbrúna hárið. Loks rann upp fyrir henni ljós. Þetta var rauð- hærði strákurinn sem átti heima við Wells-stræti. Hann sem lög- reglan hafði komið með heim aft- ur, fyrst frá Clanford og svo frá einhverri smiðju hinum megin við Svörtufjöll. Hann hafði strok ið að heiman að minnsta kosti tvisvar og hafði í bæði skiptin tekið hundinn sinn með sér. Júlía mundi eftir honum af öðru atviki. Það var fyrsta hræði lega árið, eftir að faðir hennar og bróðir dóu. Árið sem móðir henn ar hafði legið í rúminu, horít í gaupnir sér starandi augum og neitað að þeir væru látnir. Þá hafði þessi rauðhærði drengur komið til hennar þegar hún sat ein og yfirgefin úti á gangstétt- inni fyrir utan húsið þar sem hann átti heima .. einmana tíu ára gömul telpa, sem var hrædd við að fara heim til sín. Hrædd við hjúkrunarkonurnar, sem allt af voru í námunda við rúm móð- ur hennar. Þá hafði hann verið sextán ára unglingur, frekknóttur og renglu legur. Hann hafði boðið að sýna henni kettlinga, sem ættu heima undir eldavélinni heima hjá hon- um. Hún hafði fylgt honum eftir. Júlía lokaði augunurri og minntist ( kökulyktarinnar í stóra eldhúsinu þar sem allt virtist vera á floti. Vinnukonan var víst írsk að upp- runa. Hún talaði að minnsta kosti svo undarlega að Júlía átti fullt í fangi með að skilja hana. — Móðir drengsins, hún mundi líka greinilega eftir henni, var stór og hlýleg í viðmóti. Hún ýtti hár- inu frá enninu með hendinni, sem var hvít af hveiti. K.F.U.K. K.B.F. segja honum það, sem borið hafði fyrir mig um nóttina. En þá var hann ekki í herberginu sínu, og sagði þjónninn, að hann hefði farið á veiðar snemma um morguninn með ókunna manninum. Mér varð það strax ljóst, að hér myndi ekki allt með felldu, og lét því setja á hestinn minn. Síðan reið ég allt hvað af tók út í skóg. Allt í einu hnaut hesturinn minn og fótbrotnaði- Eftir það varð ég að ganga. Eftir skamma leit fann ég ókunna manninn og var hann með hjört í eftirdragi. Ég spurði hann hvar bróðir minn væri og af hverju hann væri með þennan hjört. En í stað þess að svara mér, rak maðurinn upp skellihlátur. Þá varð ég ofsalega reið og greip skammbyssu, sem ég var með, og miðaði á ókunna manninn. Síðan hleypti ég af, en kúlan hrökk af brjósti hans og eitt- hvað út í buskann. Ég varð svo hrædd, að ég féll til jarðar og missti meðvitundina. Þegar ég kom til sjálfs mín aftur, lá ég í þessari glerkistu, sem þú varst að bjarga mér úr. Og þá stóð galdramaðurinn hjá mér og sagði glottandi, að bróðir minn væri orðinn að hirti; höllin mín væri orðin að þessari eftirlíkingu, sem er i hinni glerkistunni; en bjónarnir og þernurnar væru orðnar að gufu, sem geymd væri í glösunum. Galdramaðurinn sagði mér, að ef ég vildi verða við ósk hans, myndi hann sam- stundis leysa okkur úr álögunum. Það þyrfti ekki annað en einhver opnaði kistuna, sem ég lá í, og þá myndi ég losna úr álögunum. Eins og í fyrra skiptið virti ég hann ekki svars, og hvarf hann þá á brott, en ég féll í fastan svefn. — Mig hefur dreymt mikið síðan. Til dæmis fannst mér, að ég sæi ungan mann, sem kom til mín og frelsaði mig. Og þegar ég ppnaði augun og sá þig, var ég viss um, að draumarnir voru að rætast. Kristniboðssamkoma verður í húsi K.F.U.M. og K. miðvikudag 13. maí kl. 8,30. Séra Jóhann Hannesson, kristniboði, flytur erindi: „Illir andar í heiðnum löndum“. Kórsöngur. Hugleiðing — Benedikt Jasonarson. Tekið verður á móti gjöfum til kristniboðsins. Hinn heppni fær fallegan handunninn hlut fyrir gjöf sína. Allir velkomnir. Kristniboðsflokkur K.F.U.K. Vegna flutninga verður verzlun vor lokuð um nokkurn tíma. Hekla h.í Skólavörðustío 3 * ■ M Gangleri, tímarit Guáspekifélags Islands, XXVII. ár, 1. hefti, er nýkomið út. HELSTU GREINAR: Martinus og boðskapur hans (með mynd) Guðir í útlegð. Guðspekibingið á Ítalíu. Hvað er Guðspeki? Lífsviðhorf lausnarans. Poul Brunton og Maha-Rishi (með mynd), Auk þess greinar um önnur efni og ýmsar smáklausur og spakmæli. — Gangleri er tímarit þeirra, er telja frjálsa hugsun og skilning betra leiðarljós en blinda trú og vilja vinna að heilbrigðu, öfgalausu andlegu lífi með þjóð vorri. — Afgreiðslumaður er Einar Sigurjónsson, Laufásvegi 20. — Ritstjóri: Grétar Fells, Ingólfsstræti 22, (sími 7520). Sameiginlegur fundur félagsins og kvennadeildarinn- ar verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu fimmtudag (upp- stigningardag) kl. 8,30 e. h. Fundarefni: Ávarp: Frú Soffia Haraldsdóttir. Forseti félagsins fiytur erindi (framhald erindis um hinar merkilegu rannsóknir enska prestsins Dr. Westwood). Einsöngur. — Sýnd kvikmynd frá Finnlandi. Félagsmenn, sem þess óska, geta fengið kaffi eftir fund. Stjómirnar, J s „Pólstjarnan“ [A. 770 | í er til sölu. — Nánari upplýsingar veita þeir Þorgils ! Ingvarsson og Björn Ólafs í Landsbankanum í Reykjavík. ; ■ ■ j * : : czCandóbciYilzi ^Jrólandó | : _ : ; Stofnlánadeildin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.