Morgunblaðið - 19.06.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.1953, Blaðsíða 6
6 M O RG U'N BLAÐÍÐ Föstudagur 19. júní 1953 Tilbrigði lungunnar og túlkunur- hættir eru óbrjótundi Góðir íslendingar! ÍSLENZK tunga er sá arfur ís- lendinga, sem dýrastur er og mest nauðsyn að varðveita. Það er fátítt, að tungumál þjóðar hafi á þúsund árum tekið svo litlum stakkaskiftum, að hvert manns- barn geti lesið sér að gagni forn- ar bókmenntir. Tungan er megin- stað hins íslenzka þjóðernis. Ef tungan týnist er þjóðin og horf- in. Þjóðin hefir þá misst sam- hengið við fyrri menningu, orðið viðskila við sinn eigin uppruna. íslenzk tunga er merk fyrir margra hluta sakir. Tilbrigði hennar og túlkunarhættir eru ó- þrjótandi. „Eg skildi, að orð er á íslandi til um allt, sem er hugsað á jörðu“. Islenzkir andans menn krjúpa undrandi að lindum hennar. Auðgi tungunnar og töfrar birtast m. a. í Sléttuböndum, sem jafnt má lesa áfram sem aftur á bak: „Fjalla tímans völdug verk, varla falleg baga. Snjalla ríman stuðlasterk stendur alla daga“. segir í Olafsrímu Grænlendings, en hún er 157 sléttubandavísur. Engin tunga er önnur, sem leyfir slíka list. Tungan hefur oft verið í háska stödd og er það enn. Margar for- ynjur hafa að henni sótt um ald- ir. Sumar hafa unnið henni ógagn og veitt henni svöðusár. En slík hefur gæfa hennar verið, að ætíð hefur hún náð á nýjan leik tign sinni, reisn og töfrum. Dönsk áhrif og yfirráð spilltu tungunni geigvænlega um hríð. Margar tilskipanir og skýrslur bera þess glöggan en sorglegan vott. Landsmenn höfðu lengi vel litlar mætur á Dönum. Andinn í garð þeirra öldum saman birtist í þjóðsögum og þjóðtrú. M. a. brýzt hann fram í „Gullna hlið- inu“, þegar Jón bóndi spyr Lykla- Pétur: „Er nokkur Danskari hér 1 Himnaríki?“ En íslenzkan hlaut endurreisn og þjóðin heimti sjálf- stæði sitt að nýju. s Hættan frá Dönum fyrir tungu vora er liðin hjá. Og þegar þeir hafa skilað handritunum heim, mun enn birta yfir sambúð þess- ara þjóða. Nú telja ýmsir, að tungunni stafi hætta af enskum og amerískum áhrifum. Talsvert ber á tökuorð- um, afbökunum og orðskrípum í máli voru úr þeirri átt. Sum þeirra munu samlagast íslenzkri tungu og lúta lögum hennar, eins og mörg orð erlend hafa áður gjört. En mikið vatn mun renna til sjávar, áður en orð eins og „geim“ og „gæi“, „stæll“ og kjútípæ" festa hér rætur, og falla í farveg tungunnar. AÐALHÆTTAN FYRIR TUNGUNA ER ANDLEG LETI VOR SJÁLFRA Aðalhættan fyrir íslenzka tungu er andleg leti vor sjálfra, hugleti. „Auðlærð er ill danska“ var áður sagt. Mönnum þykir þægilegt að grípa erlent orð, sem er tiltækt, í stað þess að leggja það á sig að brjóta til mergjar, hvaða orð íslenzkt eigi við. Slík leit leiðir þó oftast til orðs eða orðtaks, sem lýsir hugsuninni betur, er styttra, skýrara, feg- urra. Dæmi má nefna ný og göm- ul. Menn hafa sagt „telefon“ fyr- ir sími, „radio“ fyrir útvarp, ,,spískames“ fyrir búr, „fornnem- elsisgjarn“ í stað fyrtinn; „kom- plexar“ um allar andlegar veil- ur og bresti, en v?ér eigum nóg af slíku, bæði í orði og verki. Nám tungunnar er þroskandi. Það þjálfar hugsunina að brjóta heilann um, hvernig orð og orð- tök eru mynduð. Fyrir verndun tungunnar eru skólar, heimili, blöð og útvarp helztu aðilar. En móðirin er áhrifamest. Tungan er ekki nefnd föðurmál, eins og ættjörðin föð- urland. Tungan heitir móð'ur- mál. Bendir það ekki til þeirrar Sföndum frúan vörð um íslenát þjéðemi og hreinf og ómengað móðurmá! ÞjóðháfíóarræSa Gunnars Thoroddsens, borgarsf jóra þýðingar, sem móðirin hefur fyr- ir mál barnsins? Það málfar og tungutak, sem barnið nemur við móðurkné, er móðurmál þess, sem það mun tala frá vöggu til grafar. „Móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita.“ Mæðurnar þurfa að innræta börnum sínum ást og virðingu fyrir fegurð og lögmálum ís- lenzkrar tungu. Þá er henni borgið. Þegar hinn framsýni leiðtogi Tyrkja, Kamel Ataturk, vildi reisa þjóð sína úr þeirri ómenn- ingu, að 98 af hundraði lands- manna voru ólæsir og óskrifandi, lagði hann megináherzlu á að mennta mæðurnar; þá kæmi hitt af sjálfu sér. BLÖÐIN OG MEÐFERÐ TUNGUNNAR Blöðin hafa miklu og veglegu hlutverki að gegna. Þau geta verið styrkasta stoð íslenzkrar tungu og heilbrigðrar hugsunar. En þau geta einnig molað niður málsmekkinn og brjálað dóm- greindina. Sem betur fer eru þeir til í hópi íslenzkra blaðamanna, sem hafa góða þekkingu á tung- unni og skilning á skyldum og ábyrgð blaðanna; og ýmsum þeirra brennur í barmi heit ást til hennar. — En hinir eru fleiri. Eitt markmiðið með verndun hreinnar og fagurrar tungu er að setja hugsanir fram skýrt og rétt og bera sannleikanum vitni. Menningararfur íslendinga, frá- sagnarlistin, er fólgin i því að vera gagnorður, fagurorður og sannorður. Sígild eru orð Ara hins fróða Þorgilssonar: „En hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það heldur, er sannara reynist“. GREINA Á SUNDUR FRÁSÖGN OG GAGNRÝNI Misbrestur er mikill um þessa hluti hjá oss. Ef fylgzt er m'eð er- lendum blöðum verður þetta enn Ijósara. Á síðastliðnu hausti var háð hörð kosningabarátta í Bandaríkjunum. Eitt stórblaðið þar í landi, sem margir lesa hér heima, studdi eindregið annan frambjóðandann. En það birti jöfnum höndum orðréttar ræður þeirra beggja: Það skýrði ná- kvæmlega og hlutlaust frá fund- um þeirra, og varðandi fundar- sóknina voru engar ágizkanir og pex um þ.að, hvort fundarmenn hefðu skipt hundruðum eða þús- undum. Blaðið fór þá leið að biðja lögregluna um hinar réttu tölur. í forystugreinum blaðsins var svo tekin eindregin afstaða með öðrum frambjóðandanum og hans máli, en móti hinum og stefnu hans. Hlutlaus, sannorð frásögn af atburðum og stað- reyndum var sér, — gagnrýnin, áróðurinn sér. Á þenna veg skrifa beztu blöð heimsins. Það væri mikill fengur, ef íslenzk blöð tækju upp þann hátt að greina sundur frásögn og gagnrýni. Þá mundi draga úr hinum hvimleiðu klögumálum, er ganga á víxl, um ósannindi og rangfærslur. Ýmsir telja, að hér séu til nógu margir skólar; sumir jafnvel, að þeír séu of margir. En samt vant- ar einn. Það er skóli fyrir blaða- menn. Sérstakrar menntunar er vissulega krafizt til vandaminni starfa. Þar þarf að kenna megin lögmál íslenzkrar tungu, hlut- lausa frásagnarhætti og ýmis ó- skráð lög í vopnaburði. Ég veit, að enginn einstakur blaðamaður tekur þetta til sín. Það gæti verið, að hverjum ein- stökum þeirra finnist þessar ábendingar eiga við hina blaða- mennina. En ég held, að ég þurfi ekki að hafa samvizkubit út af gagnrýni um blaðamenn almennt, því að engir hafa betri aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. STÖNDUM VÖRÐ UM ÍSL. ÞJÓÐERNI oð HREINT OG ÓMENGAÐ MÓÐURMÁL Eitt af því, sem verndað hefur tunguna um aldir, er sú áherzla, sem íslendingar hafa lagt á skýr- an framburð. Vér eigum til ís- lenzka málshætti og vísur, sem alþýða manna á Islandi undi við öld-um saman og vafalaust áttu sinn mikla þátt í að viðhalda skýrum framburði og þar með vernda íslenzka tungu. Sem dæmi má nefna vísuna alkunnu: „Stebbi stóð á ströndu og var að troða strý,“ —o. s. frv. Latmæli, flámæli, tafs á orð- um eða endingum, óskýr fram- burður, er allt háskalegt fögru máli. Við kennslu móðurmáls má ekki leggja aðal áherzlu á les- hraðann, heldur hitt, að fram- burðurinn sé skýr. Setninga- merki og beygingarfræði eru nauðsynleg. En andi tungunnar er öllu ofar. Þær hættur, sem ís- lenzk tunga kann að vera stödd í nú, þurfa að vekja oss til um- hugsunar og athafna. Hér duga engar harmatölur, heldur heit- strengingar. Stígum á stokk og strengjum þess heit að standa trúan vörð um íslenzkt þjóðerni og hreint og ómengað móðurmál. Heitum því að leggjast öll á eitt til að vernda vort ástkæra, yl- hýra mál. Fagurt veður setti svip sinn á þjóðhátíðardaginn D-LISTINN er listi Sjálfstæðisflokksins ÞJÓÐHATIÐARDAGURINN hér í Reykjavík, varð sannkallaður hátíðisdagur, því veðrið, sem allt var komið undir um almenna — og ánægjulega þátttöku, brást ekki, heldur var hið ákjósanleg- asta. Mjög almenn þátttaka var í öllum þeim skemmtunum sem fram fóru bæði um daginn og eins um kvöldið. — Þúsundir manna voru á götunum allt þar til hætt var að dansa á götunum og dansfólkið og áhorfendur hróp uðu ferfallt húrra fyrir borginni sinni. BÆRINN f HÁTÍÐABÚNINGI Að venju þennan mesta hátíð- isdag í sögu þjóðarinnar, var bær inn allur fánum prýddur og skip í höfninni skreytt marglitum flöggum stafna á milli. Börn og fullorðnir voru sumarklæddir. Voru mikil litbrigði þar sem manngrúinn fór um göturnar eða sat á Arnarhóli og öðrum opnum svæðum í Miðbænum. Skrúðgöngur Austurbæinga og Vesturbæinga voru fjölmennar, en fyrir þeim fóru lúðrasveitir. Heppilegra hefði verið að hafa sveitirnar í miðju fylkinganna, því þeir sem voru aftarlega heyrðu rétt óminn af göngulög- unum. Börn og unglingar settu sinn svip á hópgöngurnar og voru flest börnin með litla fána. VIÐ AUSTURVÖLL Á Austurvelli var numið stað- ar. Þar var hlýdd þjóðhátíðar- messa í Dómkirkjunni. Prófessor Ásmundur Guðmundsson prédik- aði, en að henni lokinni gekk forseti fslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, að fótstalli styttu Jóns Sigurðssonar og lagði að honum fagran blómsveig í nafni þjóðar- innar, en síðan léku lúðrasveit- irnar þjóðsönginn. — Af svölum Alþingishússins flutti Fjallkonan, Herdís Þorvaldsdóttir, ávarp i bundnu máli. RÆÐA FORSÆTIS- RÁÐHERRA Þá flutti Steingrímur Stein- þórsson, forsætisráðherra ræðu af svölum Alþingishússins. Lýsti hann fyrst í fáum velvöldum orð um Jóni Sigurðsyni og braut- ryðjendahlutverki hans. Síðan sagði hann m. a.: „Engir eigin- leikar eru oss íslendingum auð- synlegri en trúin á landið og möguleika þess, trúin á framtíð íslenzku þjóðarinnar í þessu landi“. Rakti hann síðan helztu erfiðleika heimalandsins og vék nokkrum orðum að hinum vest- ur-isienzku gestum, er nú gistu land vort og komst síðan að orði á þessa leið: En til þess að ísland sé og verði fæu um ao Djoða bornum sínum í nútíð og framtíð starfsskilyrði \jo 'i>æa kraxta þeirra í sam- keppni við þá þróun og framfar- ir á öllum sviðum, sem nú eiga sér stað í hinum stóra heimi um- nverfis oss, þarf á hvers manns liði að halda. Þjóðin er fámenn en verkefnin mörg og stór. Vér þurfum að tileinka oss sem bezta þekkingu á öllum sviðum, heima og erlendis, og nýta hana í þágu landsins. íslenzkur æskulýður er góðum gáfum gæddur og býr yfir miklum hæfileikum, sem með eljusemi og dugnaði geta leitt oss langt fram á við. Gæðum íslands verður aldrei náð nema með nokkurri harðsækni. Því veldur lega landsins og veðurfar. Megin- atvinnuvegirnir hafa sumir hverj ir brugðizt ár eftir ár svo sem síldveiðarnar nú um 8 ára skeið, og hefur slíkt valdið hundruðum milljóna tjóni beint og óbeint. Fyrir 8—10 árum hefði fáum dottið í hug, að þjóðin fengi af- borið slíkt áfall. Hver hefði líka trúað því fyrir 3—4 árum, að ís- fiskmarkaðurinn í Bretlandi myndi lokast með öllu og að þann vanda þyrfti að leysa, sem af slíku leiddi? Þetta hefur gerzt, og við höfum einnig staðizt þá raun, reynslunni ríkari. í landhelgis- deilunni stöndum vér íslendingar sem heild og munum aldrei hvika frá markaðri stefnu, en vér þurf- uin að láta hina bitru reynslu af skiptum við brezka útgerðar- menn verða harðan spora á okk- ur í því efni að leita allra ráða til að efla framleiðsluna, gera hana enn betri og fjölbreyttari og afla henni nýrra markaða. HLUTLEYSI FÁNÝTT í SKIPTUM VIÐ EINRÆÐISRÍKI í alþjóðamálum hefur ekki verið bjart um að litast undan- farna áratugi og er ekki enn. Flestir eru því milli vonar og ótta. Brátt varð ljóst, að ríki þau, er stjórnað er samkvæmt vald- boði einræðis og kúgunar létu einskis ófreistað að leggja sem flest þjóðlönd undir járnhæl sinn. Þegar þessum skefjalausa yfir- gangi hinna austrænu einræðis- ríkja hafði farið fram um sinn, hófust lýðræðisríkin handa um samtök sín í milli til þess að Framh. á bls. 12 Marmfjöldinn á Arnarhóli, Sr. Friðrik Friðriksson er í ræðustól. — (Ljósm. MbL: Ol. K. M.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.