Morgunblaðið - 19.06.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.1953, Blaðsíða 12
12 MORGU1SBLAÐ1Ð Föstudagur 19. júní 1953 Oviliandi kom ungfrúin upp um þvætfing b!aí LÆRDÓMSDEILD Verzlunar- skóla íslands var slitið 16. júní af skólastjóra, Jóni Gíslasyni að viðstöddum kennurum, nemend- um og allmörgum gestum. Að þessu sinni voru brautskráðir 16 stúdentar. Hlutu 9 1. einkunn, en 7 hlutu 2. einkunn. Hæstu eink- unn í stúdentsprófi hlaut Örn Arnar 1. 7,31 (eftir Örsteds eink- unnarkerfi). Önnur varð Anna Soffía Sturlaugsdóttir með 1. einkunn 7,05. Þriðji varð Þor- varður Alfonsson frá Hnífsdal, 1. 7,00. Sérstaklega athyglisvert námsafrek má það teljast að Örn Arnar hlaut ágætiseinkunn í fjór- um erlendum tungumálum: — latínu, þýzku, ensku og frönsku. Nú skal greina nöfn hinna nýju stúdenta. Anna Soffía Sturlaugsdóttir, Alfþór Brynjar Jóhannsson Bergur V. Jónsson Guðjón Þorvarðsson Guðlaugur Sæmundsson Guðmundur Gíslason Halldór Sigmundsson Hervör Hólmjárn Sigurður Asmundsson , Sólrún Kjartansdóttir Þorkell Valdemarsson Þorvarður Alfonsson Þórir S. Gröndal Þórunn B. Gröndal Örn Arnar Emil Pálsson (utanskóla). Örn Arnar, sem hæstur var á stúdentsprófi, hlaut bókaverð- laun frá skólanum, auk þess hlaut hann bókaverðlaun frá þremur félögum hér í bæ: Alli- ance Francaise, Anglia og Germania. Anna Soffía Sturlaugs dóttir og Þorvarður Alfonsson hlutu einnig bókaverðlaun frá skólanum. Að lokum ávarpaði skólastjórinn hina nýju stúdenta og mælti til þeirra nokkur hvatn ingar- og árnaðarorð. Mættir voru við þessa athöfn nokkrir fulltrúar þeirra nemenda, sem brautskráðir voru fyrir 40 árum. Hafði herra Teitur Þórðarson orð fýrir þeim. Færðu þeir skólanum að gjöf málverk af Ólafi G. 'Syj- ólfssyni, sem var fyrsti skóia- Stjóri Verzlunarskólans, frá 1905 til 1915. Að lokum þakkaði skóla- stjórinn fyrir þessa veglegu gjöf og benti í því sambandi á, hve ræktarsemi gamalla nemenda sé þýðingarmikil fyrir viðgang skólans._____________ Norðlenzkur kvenna kór á ferð hér NORÐLENZKUR kvennakór er nú á ferð hér um Suðurland. — Kórinn er úr kvennadeild SVÍF á Akureyri. Söngstjóri er Áskell Snorrason, en frk. Sesselja Eld- járn er formaður deildarinnar og fararstjóri. f gærdag söng kórinn á Akra- nesi, en í kvöld syngur hann í Reykjavík í Gamla Bíói og hefst söngskemmtunin kl. 7 e. h. Að- göngumiðar eru seldir hjá Sig- fúsi Eymundssyni í dag og eftir kl. 6 í Gamla Bíói. Er vonast til að menn og konur, er unna slysa- varnarmálum, fjölmenni. Á laugardaginn fer kórinn um Hafnarfjörð austur að Selfossi og þar verður sungið um kvijJdið. Komið verður við í Stranda- kirkju. — Á sunnudag fara svo slysavarnarkonur úr Reykjavík í skemmtiferð með norðlenzku konunum að Gullfossi og Geysi og um Þingvöll heim. Farmiðar að skemmtiförinni eru seldir í verzl. Gunnþórunnar Halldórs- dóttur í Hafnarstræti. Aðalbraufarréftur Borgartúns Á FUNDI bæjarstjórnar í gær, var samþykkt að aðalbrautar- réttur skuli settur um Borgar- tún, en áður hafði umferðar- málancfnd gert samþykkt þess efnis að mæla með því við bæj- aryfírvöldin. — Munu þessi for- réttindi umferðarinnar um göt- una verða þannig á mótum Borg- artúns og Laugarnesvegar, þar sem Sundlaugavegurinn kemur í beinu framhaldi af Borgartúni, að umferð um Sundlaugaveg og Borgartún hafi forgangsrétt. Umræðulsusl sam- þykkt í bæjsrstjórn , UMRÆÐULAUST, með 10 atkv. ! gegn 5 (atkvæðum kommúnista og Framsóknarfulltrúans) voru tillögur bæjarráðs í sambandi við mál Kolsýruhleðslunnar h.f. sam- þykktar á fundi bæjarstjórnar í gærdag. Fyrir skömfnu var gerð hér í blaðinu ítarlega grein fyrir til- lögum bæjarráðs, en þær voru á þá leið, að það taldi ekki unnt að svipta fyrirtækið lóðinni. En jafn framt var samþykkt að láta gera leiksvæði milli Framnesvegar og Seljavegar og halda lóð vestast við Vesturgötuna opinni fyrst um sinn. Pjoðviljmn meðgenpr KEFLAVÍK, 14. júní: — Sagt | var í frétt frá Keflavík, fyrir i skömmu, að bifreiðar rússneska! sendiráðsins væru að aka þjón- um sínum um Suðurnesin og einnig efni og tækjum til áróð- ursstarfsemi þeirrar, sem MÍR rekur nú í Keflavík. „Þjóðviljinn“ reynir að sletta svolítið úr klaufunum um leið og hann staðfestir sannleiksgildi þess, er»fréttin hér í blaðinu greindi frá. — Að vísu telur „Þjóðviljinn“ það ekki frétt- næmt eða neitt, sem segja þurfi frá, þó „starfsmaður frá rúss- neska sendiráðinu komi á kvöld- skemmtun, sem MÍR hélt í Kefla- vík“. Hverjir eru starfsmenn rúss- neska sendiráðsins? Undir það falla allir þeir, sem sendiráðið skipuleggur til áróð- urs fyrir Rússa og kommúnista útibú þeirra hér, innan MÍR fé- laganna. Opinberar eru bifreiðar sendi- ráðsins og aka þessu fólki um' Suðurnesin. Innan okkar lýðfrjálsa þjóðfé- lags hafa þeir fullt leyfi til að aka sínu fólki í sínum bifreiðum eftir sinni vild — og við hinir, sem ekki erum í þjónustu Rússa, höfum líka fullt loyfi til að taka eftir þessum svörtu fallegu bif- reiðum. Af hverju er „Þjóðviljinn" svona viðkvæmur fyrir þessu? — Eru bifreiðar rússneska sendiráðs ins í einhverjum öðrum erindum á Suðurnesjum, en að aka sínu fólki? Vill „Þjóðviljinn" upplýsa næst, hver annar tilgangur er með þessu flakki rússnesku sendi ráðsbifreiðanna hingað suður með sjó? Hinn nýi „sendiherra" Rússa í Njarðvíkum, Oddbergur Eiríks- son, Moskvafari, skýrir ef til vill frá þessu á sama MÍR-fundinum og hanr>. skýrir frá dómsmorð- unum, læknapyndingunum og öðrum álíka „menningartengsl- um“, sem honum og öðrum MÍR félögum þykja svo æskileg fyrir ísland. Helgi S. BÆJARFULLTRÚI kommún- ista, Nanna Ólafsdóttir, lét á bæjarstjórnarfundi í gær hirta blað flokks snís, „Þjóðviljann“. Auðvitað óviljandi. — Forsaga máls þessa er sú, að hinn 11. júní síðastl. birti ,,Þjóðviljinn“ í gífurfréttastíl sínum fregn þess efnis — yfir þvera forsíðuna —, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sent lögreglu til að hindra hús- næðislaus hjón með 3 ung börn í að leita hælis í húsi! Öll bar þessi fregn „Þjóðviljans“ það með sér að hún myndi vera meira og mina á misskilningi byggð eða hreinn uppspuni. Fyrir fundi bæjarráðs daginn eftir lá skýrsla um þessar „lög- regluaðgerðir" frá Ólafi Svein- björnssyni, skrifstofustjóra. — Þar kemur allt annað fram, eins og við mátti búast, um gang þessa máls og aðdraganda þess. Á fundi bæjarstjórnar í gær fór kommúnistafulltrúinn, Nanna Ólafsdóttir, fram á að bæjar- Framhald af bls. 2 þess að rekja hina pólitísku ref- ilsstigu krata og framsóknar, því þar kynntumst við vinnubrögð- um þeirra. Upp úr forsetakosningunum síðustu var mjög í alvöru um það rætt meðal svokallaðra vinstri sinnaðra framsóknar- manna og kratabroddanna að beita sér fyrir nýjum pólitískum samtökum er stefnt væri gegn aðalóvininum, Sjálfstæðisflokkn- um. En til þess að þau samtök gætu náð tilgangi sínum, var al- veg nauðsynlegt að viðhafa vinnubrögð kommúnista og hafa meinlausa sakleysingja á oddin- um, menn sem auðvelt væri að blekkja með því að veifa fram- an í þá skorinorðum greinum og á yfirborðinu í anda sjálfstæðis- manna. Hin gömlu samtök Jónasar Þorbergssonar og Hermanns Jón- assonar hafa nú verið endurreist og eru allir aðalmennirnir ó- læknandi framsóknarmenn og kratar, þeir sem ekki eru haldn- ir miklu alvarlegri sjúkdómum. Blaði þeirra, „Varðbergi", er stjórnað af Jónösunum þremur frá skrifstofu Vilhjálms Þór, en alþýðuvinirnir Gunnar Hall og Helgi Lárusson frá Klaustri, vikapiltar Hriflujónasar í ára- tugi, eru ábyrgðarmenn bak við tjöldin. Mun auðvelt að sanna um 80% af efni blaðsins upp á þessa póli- tísku vandræðagemlinga, sem nú hafa í hótunum við minningu hins mætasta sjálfstæðismanns, Jóns heitins Þorláksjonar. Vissulega munu fylgjendur sjálfstæðisstefnunnar verjast leyniskyttum framsóknar og krata ekki síður nú en áður og láta Jónasana þrjá um að dýrka sína afguði í næði. Gamall Þjóðólfsmaður. stjórn fengi að heyra skýrslu þá er skrifstofustjórinn hefði gefið bæjarráði um mál þetta. — Varð borgarstjóri við þeirri ósk ung- frúarinnar. Las hann upp skýrsl- una, sem er svohljóðandi: Reykjavík, 12. júní 1953. ÚT af grein í Þjóðviljanum þann 11. þ. m., um lögregluvörð við íbúðina nr. 77 við Höfðaborg vil ég taka þetta fram: Fyrir skömmu síðan skýrði leigutakinn í þessari íbúð mér svo frá, að hann hefði fest kaup á íbúð í húsinu nr. 87 við Hverfis- götu en gæti ekki flutt í hana þar sem þar væri fyrir sonur seljandans með konu og þrjú börn, sem yrði húsnæðislaus vegna sölunnar. Fór leigutaki fram á, að fólki þessu væri leigð íbúðin í Höfðaborg 77 þegar í stað svo að hann gæti flutt í ibúð sína á Hverfisgötu 87. Enn- fremur gat leigutakinn þess, að hann hefði endurbætt íbúðina í Höfðaborg og teldi sig eiga kröfu til endurgjalds fyrir það, og væri hinn væntanlegi leigutaki fús til að greiða fyrir endurbæturnar eins og upp væri sett. Ég svaraði þessari málaleitun neitandi og taldi útilokað, að bærinn gæti fallist á að leigja Höfðaborgaríbúð fólki, sem yrði húsnæðislaust vegna þess að fað- ir væri að selja íbúð ofan af syni sínum og fjölskyldu hans. IJm svipað leyti kom sonur húseigandans hingað við annan mann með sömu málaleitun og fékk sömu svör. — Hafði hann þá í hótunum um að flytja inn í íbúðina án leyfis bæjarins. Seint að kvöldi þess 9. þ. m. bárust mér fregnir af, að verið væri að flytja búslóðir milli Höfðaborgar 77 og Hverfisgötu 87 og að sumir af íbúum í Hverfis götu 87 væru gengnir til náða í Höfðaborgaríbúðirini. Ég gerði þá samstundis ráð- stafanir til, að götulögreglan hindraði frekari flutning þá um nóttina og bað um, að lögreglu vörður yrði látinn gæta íbúðar- innar til næsta dags er fógeta- réttur tæki við málinu. Ráðstöfun þessa taldi ég svo sjálfsagða, að ég hafði ekki sam- ráð við neinn um hana. Virðingarfyllst, Ólafur Sveinbjörnsson. SKiPAÚTGeRÐ RIKISINS vestur um land í hringferð hinn 25. þ.m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna vestan Þórs- hafnar í dag og 4 mánudag. — Farseðlar seldir á þriðjudag. „Skaftfei!inyur“ til Vestmannaeyja í kvöld. Vöru- inóttaka daglega. Esja M A R K Ú S Eftir Ed Dodd 6*—? oh, mo... m rrrr m EVEN MARCIEO f ; r HAO A G! K L. J ONce-euT síte ] MAPP'.ED AíiOTMF.O | 1) — Frank er dásamlegur sinni giftur. Ég var einu sinni drengur, Valborg. Og mér þykir lofaður stúlku, en hún giftist mjög vænt um hann. j öðrum manni. 2) — Áttu nokkur börn, 3) — Elskaðir þú hann mikið? Markús? Nei, ég er ekki einu Já, Valborg. Ég er meira að segja hræddur um, að ég elski hana mjög heitt enn. 4) — Þú hlýtur að finna ein- hverja aðra. — Ég efast um það, Valborg. Ég er nefnilega einn af þeim mönnum, sem ekki elskar nema eina konu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.