Morgunblaðið - 21.06.1953, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók
40. árgangur
136. tbl. — Sunnudagur 21. júní 1951.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Form. Dagsbrúnar færist undan að svara
- hvort hann sc samherji
riissneskra hermanna
er skjóta á verkalýðinn
í samtali segisl Sigurðar Guðnason vera
fslendingur og sósíalisti, en fáfróður
um það sem gerist utanlands.
f TILEFNI þess að mótmælafundir verkamanna í Austur-
Berlín voru fy.rir nokkru bældir niður af rússneskum her-
sveitum, kom fréttamaður Mbl. að máli við Sigurð Guðna-
son, formann verkamannafélagsins Dagsbrúnar og spurði
hann hverjar tilfinningar hans eða álit væri á þeim at-
burðum er rússneskir herménn létu skothríö ríða yfir
verkalýðinn. — Samtalið fer hér á eftir.
— ÉG er kominn hingað sem?>
blaðamaður hjá Morgunblaðinu
og vildi fá að eiga samtal við
yður í nokkrar mínútur um
mikilvægt mál.
Þannig byrjaði samtal mitt við
Sigurð Guðnason, form. Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar. Og
ég hélt áfram:
— Eins og þér vitið þá hafa
þeir atburðir gerzt nú síðustu
daga, sem fylla menn efa og
undrun. Hermenn sósíalistaríkis
vopnaðir hinum þyngstu morð-
vopnum hafa ráðizt á verkalýð
Austur-Berlínar og bælt niður
mótþróa hans gegn kommúnista-
stjórn landsins. Menn skilja þetta
ekki og nú kem ég til yðar sem
formanns stærsta verkalýðs-
félagsins hér á landi og bið yður
að svara þeim spurningum
persónulega, sem eru nú næst-
um á hvers manns vörum hér í
bænum. Og fyrsta spurningin
er:
— Hafið þér ekki samúð með
hinum þýzku verkamönnum,
sem svo grátt voru leiknir?
— Nei, samúð? Ég veit ekkert
hvort ég hef samúð. Ég veit
Framhald á bls. 6.
1 sek. frá
í s.l. viku áttust þeir við í einn
ar milu hlaupi, Bandaríkjamað-
urinn Wes Santee, Finninn Denis
Johansson og hinn heimskunni
belgíski hlaupari Gaston Reiff.
Fór viðureignin fram í Bandaríkj
unum.
★
Fyrstur varð Wes Santee. Rann
hann skeiðið á 4:02.4 min., sem
er aðeins 1 sek. lakari tími en
heimsmet sænska hlauparans
Gunders Hággs, er hann setti 1945
LUNDÚNUM — Eagle-flugfélag-
ið brezka hefur hafið flugsam-
göngur milli Lundúna og Belgrad
Er það í fyrsta sinn eftir stríð
sem skipulagðar flugsamgöngur
komast á milli Englands og Júgó-
slafíu.
SJáLFSTÆÐlS'
FÓLK
REYKJAVÍK
S.Í.S. ætlor ekki að skila gróð-
_______j______
anum ai Perryville
Starfrækir tve leppfyrirtæki
í iew York til inilí liðastarf-
semi og til ú hirða ágóða
ia
f BERLIN, 20. júní — Willi
Göttling er látinn. Hann
var skotinn af aftökusveit-
um rússneska hersins í
Austur-Þýzkalandi 18. júní.
f Var honum gefið að sök að
hafa skipulagt uppþot aust-
ur-þýzkflai verkamanna
gegn rússnesku valdhöfun-
um. — Því hefur verið mót-
mælt harðlega, — og nú
eiga allir Þjóðverjar sam-
eiginlega nýja þjóðhetju.
f Willi Göttling var 35 ára að
aldri. Hann var málari,
kvæntur og tveggja barna
faðir.
Moskuútvarpið
játar oíbeldið
BERLÍN, 20. júní: — Herlög eru
enn í gildi í Austur-Berlín frá kl.
10 að kvöldi til 4 að morgni. —
Hins vegar hafa samgöngur haf-
izt aftur að einhverju leyti milli
hernámssvæðis Rússa og Vestur-
veldanna.
Tvö vélaherfylki Rússa eru í
borginni og standa rússneskir her
menn, vopnaðir byssustingjum,
við allar opinberar byggingar í
borginni og á götuhornum. Munu
um 25 þús. rússneskir hermenn
vera í borginni nú.
Rússneska útvarpið sagði í gær
að nauðsynlegt hefði verið að
bæla uppreisnina miskunnarlaust
niður með vopnavaldi.
NTB—Reuter.
í góóum tílpngi
TÓKÍÓ,: — 25. fótgönguliðsher-
deildin bandaríska, sem barizt hef
ur í Kóreu, hefur safnað gildum
sjóði (130 þús. dala) handa mun-
aðarlausum börnum í bænum
Ósaka á Japanseyjum._
Stökk 4,12 m.
DANSKI stangastökkvarinn Ric-
hard Larsen keppti nýlega ásamt
öðrum dönskum frjálsíþróttamönn
um við Svissara* — Nóði hann
mjög góðum árangri í sinni grein,
stökk 4.12 m. í stangastökkinu.
SÍÐARI Rluti greinar Bjarna Benedikts-
sonar, utanríkisráðherra, birtist á bls. 9, í
blaðinu í dag.
,,TÍMINN“ leitast í gær við að svara upplýsingum Mbl. út af
leigu skipsins „Perryville". Eins og raunar mátti vænta er í
svari blaðsins aðeins útúrsnúningar og tilraunir til þess að flækja
málið með því að blanda inn í það óskyldum og ósambærilegum
atriðum.
Blaðið víkur sér algerlega hjá því að svara þeim meginspurn-
ingum Mbl. hvað hafi orðið um gróðann af skipsleigu „Perry-
ville“ og hve miklu hann hafi numið. Ennfremur víkur blaðið
sér algerlega undan því að skýra frá hverjir séu hinir erlendu
aðilar, sem S.Í.S. gefur í skyn í skýrslu sinni til Fjárhagsráðs
að kunni að hafa hagnast á leigu Perryville.
® „Tíminn“ hefur áður hælst um
yfir því, að S.Í.S. hafi með því
að segja upp þeim föstu sam'íi-
ingunum um skipsleigur, er olíu-
félögin hér voru bundin við,
„bjargað gróðanum af flutn-
ingunum heim til íslands“ og
hefur blaðið ekki átt nægilega
sterk orð til að lofa þá „fram-
sýni“. Raunar var það svo, að
hagnaði af leigu „Sabrína“ var
ekki skilað heim fyrr en rann-
§ókn var hafin hér á leigu þess
skips. En nú ber svo við, í sam-
bandi við leigu Perryville, að
hagnaðinum er ekki „bjargað
heim“, heldur vill SÍS nú skjóta
sér bak við erlenda aðila, sem
kunni að hafa hagnast á þessu
skipi.
Hvað er _nú orðið um „fram-
sýni S.Í.S.? Hversvegna vill Tím-
inn nú ómögulega upplýsa neítt
um hagnaðinn af Perryville og
hina erlendu aðila, heldur stein-
þegir?
YFIRKLÓR TÍMANS
„Tíminn“ gerir tilraun til þess
Frh. á bls. 2.
Bjarni Benediktsson.
Jóhann Hafstein.
Gunnar Thoroddsen.
IDAG er ýfisamkoma ykkar í skemmligarði ideykvíkinga, TíyoIí. — Ræður flyfja alþingismcnnirnir Bjarni Benediksson, Gunnar
Ihoroddsen og Jéhann Hafstein. — Fjölbreylf dagskrá meö einscng og fvísöngvum, hSJóinSeikym, kérsöng cg fieiri úrvaSs skemmti-
atriðum hefsS kL 3.30. — Óperusöngvararnir Hjördís Schymharg og Einar Krisfjánssen syngja, Fósfbrsður syngja og irynjólfur
Jóhannesson leikari skemmfir. Lúðrasveif ieykjavíkur ieikur. — Skemmfigarðurinn er opnaður kl. 2.
REYKYliHGAR! — I dag er aðeins ein vika fil kosninga. — Fjöisnennið á samkomu Sjálfifæðismanna. — Efium samhug og bar-
áfiu fyrir sigri Sjáifitæðisfiokksins í höfuðifað landsins!