Morgunblaðið - 21.06.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.06.1953, Blaðsíða 7
■ Sunnudagur 21. júní 1953 7 -fr MÐRGVNBLAÐIÐ Reykjavíkurbréf: & Bjargræðislímimi fer í hönd ferðaiagi — Dýr fóðurbætir |_au^ardagtir , 20. júni íá| %: jjj & • - Bændur á ikið átak nauðsynlegt í búnaðarframförum ler 8YC Tíðarfarið BÆÐI sunnanlands og norðan byrjar slátturóvenjulegasnemma að þessu sinni. Talið er að gras- vöxtur í góðsveitum Norðurlands sé öllu fyrr á ferðinni, en hér fyrir sunnan og er þó sláttur að byrja hér í nærsveitum. En ferða- menn, sem farið hafa um Húna- vatnssýslu segja að grasvöxtur sé þar nú öllu meiri en hér fyrir sunnan og hefur sprettutíð þó verið hér mjög góð. Að vísu eng- ir skarpir hitar hér en rakt loft og skúraleiðingar alltaf við og við svo mátuleg væta hefur verið fyrir grasvöxtinn. Og nú nálgast sá tími, þegar menn fara að taka ákvarðanir um síldarútgerð sína á þessu sumri. Athugaðar veiðihorfur á síld EFTIR nokkra daga koma rann- sóknaskipin þrjú til Seyðisfjarð- ar, fiskifræðingarnir og hafrann- sóknamennirnir, íslenzkir, norsk- ir og danskir béra þar saman ráð sín og gefa væntanlega skýrslu um, hvers þeir hafa orðið varir undanfarnar vikur á rannsókna- svæði sínu á hafinu milli Noregs og íslands og norður til Jan Mayen. Aðalverkefni þeirra er það að gera sér hugmynd um hvernig hafstraumar haga sér á þessu sumri, í samanburði við straum- ana undanfarin vor. Að sjálf- sögðu gera þeir líka grein fyrir samanburði á sildargöngum nú og þá, svo menn af því geti mark- að einhverjar líkur fyrir því, hvernig síldin hagi göngu sinni á þessu sumri. Að sjálfsögðu er það þýðingar- mest fyrir okkur hvort nokkrar líkur séu til þess að síldin taki upp fyrri hætti í göngum sín- um á hin norðlenzku síldarmið. Ellegar hún haldi sér frá lar.d- inu eins og hún hefur gert und- anfarin 9 ár. En nú er að sjálfsögðu meiri hugur í íslenzkum síldveiðimönn- um en nokkru sinni áður, til lengri sjósóknar austur í haf, ekki sízt eftir þær upplýsingar sem hinn norski fiskiíræðingur Finn Devold gaf okkur hér í vet- ur, þar sem hann fullyrti, að með þeim tækjum, sem nú eru bezt til síldarleitar og síldveiða á rúm sjó geti þær verið stundaðar með góðum árangri. Von er á nýju Asdic tæki til landsins, sem sett verður í Ægi í sumar, og vænta menn þess að það komi að miklum notum til þess að leið- beina síldveiðimönnum um hvar síldin helzt heldur sig í hafinu. Takmörkuð þekking á straumum MJÖG er það bagalegt fyrir fiski veiðar okkar yfirleitt, hve þekk- ingin á hafstraumunum kring um landið er enri óljós og af skornum skammti. En það ligg- ur í augum uppi, að straumarnir sem eðlilega taka ýmiskonar breytingum frá ári til árs eða yfir lengri og skemmri tímabil, hljóta að hafa úrslitaáhrif á göng- ur ýmissa nytjafisktegunda. Það hefur vakið athygli tog- arasjómanna á nýliðnum vetri, að straumar haga sér með allt öðrum hætti vestur á Halanum, en þeir hafa gert þar síðustu ár, Þ. e. a. s. reyndir togaramenn halda því fram að straumlagið sé þar líkara nú eins og það var áður en aflaleysisárin á síldveið- um byrjuðu. Menn geta getið sér þess til, að einmitt þessar breytingar á Hal- anum beri vott um, að meiri von sé á síld á norðlenzku miðin nú en á undanförnum árum. Athugun togaramannanna er sú, eftir því sem frétzt helur, að austanstraumur sé þar mikið sterkari en hann hefur verið á undaníörnum árum. Það verður fróðlegt að vita, að hve miklu leyti athuganir ís- lenzku vísindamannanna á Maríu Júlíu koma heim við þessa at- hugun togaramannanna. En María Júlía hefur sem kunnugt er verið gerð út á sævarrannsókn ir á hafsvæðinu norður af Islandi síðustu vikur. Bændaför UM síðustu helgi komu bænd- urnir íslenzku heim úr þriggja vikna kynnisför sinni til Norð- urianda. — Þeir voru sem kunn- ugt er sína vikuna í hverju landi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Fararstjóri þeirra og leiðbein- andi var Gísli Krístjánsson rit- stjóri Freys. Eftir frásögn Sigsteins Páls- sonar, bónda á Blikastöðum, er birtist hér í blaðinu, gerðu þeir góða för til þessara nágranna- landa og frændþjóða okkar. Glöggir, áhugasamir bændur geta haft ómetanlegt gagn af slíkum kynnisferðum þegar þeir fá tækifæri til að ræða við stétt- arbræður sína, er að ýmsu leyti hafa sömu úrlausnarefni og svipuð viðfangsefni eins og ís- lendingar, er landbúnað stunda. Sigsteinn benti á eitt og annað, sem hann hafði lært í ferðinni og getur komið bæði honum og ferðafélögum hans að góðu gagni í framtíðinni. Athuganir hans í ferðinni sannfærðu hann um, að við eigum að stuðla að því, að slíkar kynnisferðir haldi áfram og einkum leggja áherzlu á, að ungir menn og áhugasamir, sem ráðnir eru í því að leggja stund á ræktun jarðar og búpenings, eigi kost á að dveljast við sveitastörf á hentugum stöðum með nágrannaþjóðum okkar. Læra þar m. a. verklagni og verk hyggni og notkun þess vélaafls sem áreiðanlega ryður sér meira og meira til rúms við búverkin hér eins og annars staðar. Sigsteinn lagði áherzlu á það m. a. í frásögn sinni af ferða- laginu, að augu hans og ferða- félaga hans hefðu opnazt fyrir' því, hve bændur gætu rekið góð bú sín í þessum löndum, enda Menn hafa tekið eftir því að stefna Alþýðubiaðsins hefir verið svo reikul í stjórnmálunum upp á síðkastið, að þess eru engin dæmi að stjórnmálablað skifti svo ótt og títt um stefnumið eins og blað þetta. Þegar t. d. blaðið birtir grein einn daginn um hin alþjóðlegu samtök Atlantshafsbanda- lagsins, er það segin saga að næsta dag birtir sama blað grein um fánýti samtakanna eða jafnvel skaðsemi þeirra fyrir íslenzku þjóðina. En ritstjóri blaðsins getur ekki bæði verið með og móti í sama blaðinu. Er það mál manna að hann hafi tekið upp þann hátt að varpa teningum um það daglega hvaða stefnu blað hans á að taka næsta dag í þessu máli. Og er þá líkiegt að hann Iáti það ráða úrslitum hvort upp komi jöfn tala á teningnum. Hann getur t. d. haft þá reglu að láta jafna tölu fá merkingu um að hann sé með, en ójafna tölu að hann eigi að vera á móti. Þannig verði málið leyst fyrir hann á hverjum degi, a. m. k. til kosninga. „Talan þrír. Gott er það, — þá verð ég á móti á morgun þótt þeir hefðu mjög takmarkað landrými hver bóndi. En einmitt þetta verðum við að hafa hugfast í framtíðinni. Að hverfa frá því að nytja víðáttu- miklar jarðir sem eru að mjög takmörkuðu leyti ræktaðar. Af- farasælla verður það á allan hátt að dreifa ekki byggðinni of mik- ið. Hér kemur enn til greina háska leg vanafesta sem menn mega ekki binda sig við ailt of lengi. Því stefnan hlýtur að verða sú að rækta jörðina vel og þenja sig ekki yfir stærra svæði til ræktunar en menn geta vel komizt yfir að nytja til fulls. Verðlaun til fyrirmyndarbænda FYRIR mörgum áratugum síð- an ræddu ýmsir búnaðarfrömuð- ir okkar um það, að farsællegast myndi það reynast til árangurs, í sönnum framförum í búnaðar- háttum, að veita þeim mönnum verðlaun og viðurkenningu á áberandi hátt, er sköruðu fram úr í búrekstri sinum almennt eða í einstökum búgreinum. En lítið hefur orðið úr framkvæmdum í þessu efni í sama formi og upp- haflega var ráð íyrir gert. Opinberar aðgerðir hafa meira hneigzt að þvi að veita bændum styrk til framkvæmda sinna, þar sem allir eru styrktirásama mæli kvarða eftir framkvæmdum eða afköstum sínum. Með því móti hverfa þeir sem skara fram úr í fjöldann. Myndi það ekki vera heppilegt að veita þeim áberandi viðurkenningu eða verðiaun, er skara svo mjög fram úr í búrekstri sínum á einn eða annan hátt svo að eftirtekt veki, úrvalsmennirnir verði fyrir valinu, sem sannir fyrirmyndar- bændur. „Reynslan er ólygnust" segir máltækið og meðan t. d. til- raunastarfsemi okkar í búnaði er laus í reipum og kemur oft að vafasömu gagni, er eðilegt að menn leitist við, að leiðbeina bændum í því hvaða menn séu eða geti verið almenningi til fyrirmyndar og myndarskapur og ráðdeild þeirra til eftirbreytni, svo menn fái greiðan aðgang að þeim fróðleik og þeirri reynslu, sem þessir einstaklingar geta í té látið Fóðurbirgðaf élögi n MEÐAN samgöngur voru eríið- ari og stopulli en þær eru nú, var það draumsjón fyrirhyggju- bænda að komið yrði upp sam- tökum um fóðurbirgðir í sem flestum ef ekki öllum sveitum landsins, til þess fært yrði að bæta meðferð búpeningsins og úfrýmt yrði hinum forna fjanda búskaparins, horfellinum. Síðustu árin hefur þessi félags- skapur mætt ýmsum erfiðleik- um, og skal engum sérstökum manni um kennt. Trúlegt er, að enn lifi hinn sami andi meðal íslenzkra bænda, um fyrirhyggju og þeim sé það jafn ljóst og áður, hversu þýð- ingarmikið það er fyrir afkomu þeirra alla að forðast að lenda í fóðurþrotum. En ýmislegt hefur einkenni- legt komið fram í þessum málum á síðustu tímum. T.d. eru bænd- ur í sumum sveitum farnir að „ofmetta“ fóðurpening sinn með kjarnfóðri í venjulegu árferði, en leggja þá ekki slika áherzlu á öflun heyja eins og efni stanila til og þeim er hagfelldast. Mjóík^ urframleiðslan í krafti kjaíhW fóðurgjafarinnar verður svo mik- il, að erfiðlega gengur- að koriífr mjólkinni í fullt verð á innaii-é landsmarkaðinum, svo hin mikfef' kjarnfóðurgjöf verður beinlínis- til þess að lækka afurðir bæntfu anna sjálfra í verði. En rriégt þeirri mjólkuraukningu, séWí' fæst fyrir hið erlenda kjarnfóðt’ ur aukast uppbæturnar ú rikisí-' sjóði til mjólkurframleiðenda. !fer furðulegt að slík óhagsýni í þjóð- arbúinu skuii geta haldizt Við um langa hríð. ^ ~ Ólag á kjarnfóður- viðskiptum SAMTÍMIS berast sannar fregri- ir af því, að sjálf samvinnufélö^ bændanna er eiga að vera stó@ j þeirra og stytta í atvinnureksftý ' þeirra, leggja svo óspart á hi& innflutta kjarnfóður, að bændur I treysta sér. ekki til að sætta sig, ! við þau kjör, en verða að stofna pöntunarfélög, til þess að festá i sameiginleg kaup á þessari nauð-s I synjavöru bændanna hjá kauþ • ' sýslumönnum, sem utan við sarn- tökin standa. Með þessu móti komast santt- vinnubændurnir að þeirri hlþ- ,legu niðurstöðu að þeir eru í dag að þessu leyti í sömu sporum pg stéttarbræður þeirra voru i fyrir löngu síðan, er þeir voru að þoka sér frá verzlunarbúðum einok- unarkaupmannanna eða hinusn erlendu verziunum til þess að koma á fót þeim samvinnufélög- um, sem nú eru orðin þeim sytö dýrseld og dýr í rekstri, að þeir verða að flýja sínar eigin búðir. Þetta er lærdómur sem verð- ur eftirminnilegur fyrir íslenzka 1 bændur. En að sjálfsögðu er ó- víst hve langan tíma það tekur fyrir hvern og einn þeirra að ' draga af þeim lærdómi réttar i ályktanir til framkvæmda. Hinn erlendi mark- aður fyrir búfjár- afurðir í GREIN sem Guðmundur Jóns- son skólastjóri á Hvanneyri skrif aði hér í blaðið fyrir stuttu, urri verðlag á íslenzkum landbúnajíj- arvörum, rekur hann verðlag á kjöti eins og það hefur verið hlr' síðasta áratug. ..Meðan allmikið var flutt út af kindakjötinu var, verðið ekki eins hátt og æskí-' legt hefði verið“, segir Guð-‘ mundur í grein sinni, og það muni eiga eftir að sýna sig að þ^g ar kjötframleiðslan hér verðtpfl,, meiri en innanlandsneyzlan, en það verður hún væntanlega, srtax á næsta ári, þá mun reyry-, ast erfitt að halda upp verðinu tilj bænda nema með beinum fram- lögum úr ríkissjóði“. Hér drepur Guðmundur á eitt meginatriði í aðstöðu íslenzxra bænda nú á tímum. Gildir þsu* sama um sláturafurðir og mjólk. : Það er vandalítið að halda uppi !*verðlaginu hér innanlands með- an ekki er um að ræða meiri | framleiðslu en selst til neyzlu. hér innanlands. Allt öðru máli er að gcgna þeg- ar verðið verður að miða að" miklu leyti við fáanlegt söluverff á erlendum markaði. Viðfangsefni hinnar íslenzku bændastéttar í dag er fyrst og’’ fremst það að geta framleitt vör- urnar á samkeppnishæfu verSi Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.