Morgunblaðið - 21.06.1953, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ
Sujinudagur 21. júní 1953 ]
S.Í.S. skilof ekki
] B]ami Sigurðsson stud.-theol.
Frh. af hls. 1.
í gær, að afsaka hina háu leigu
fyítr „Perryville" með því að hin
olíufélögin „Shell“ og „Olíuverzl-
un íslands“, hafi í janúar orðið
að sæta hárri leigu, en þetta er
ekki sambærilegt vegna þess, að
þau félög voru þá samnings-
bundin um fastar skipsleigur,
scm höfðu verið mjög hagstæðar
á liðnum tíma. Eins og bent er
á hér á undan, hefur „Tírninn"
lofað S.Í.S. mjög fyrir það að
hafá losað Olíufélagið undan
hiúéi samningsbundnu skipsleigu
uin’: áramót og með því bjargað
hagnaði handa innlendum aðil-
iAn£len nú kemur í ljós, að leig-
a|i fyrir Perryville er sízt lægri
enohin samningsbundna leiga og
sýnijT það vandræði „Tímans",
afrhann skuli grípa til skks sam-
anburðar.
íTíminn reynir einnig að skjóta
sén bak við að „Perryville" hafi
vci'Lð leigt til flutninga á „hrein-
unr“ olíum en ekki „óhreinum“,
en þetta skiptir alls engu máli
því/nóg framboð var á skipum ]
til flutninga á „hreinum“ olíum ^
þesf&r Perryville var leigt. Hér j
' fptir heldur ekki máli þótt skip ’
K$fU verið leigt, sem var statt
Sirs staðar en í Yenezúela, því
fyville lestar ekki fyrr en 17
p eftir að „Baltimore Trad-
lendir í árekstri og var því
næ§ur tími til útvegunar skips,
jafnvel hérna megin Atlants-
hafsins.
Þær afsakanir, sem Tíminn
fæíir fram í gær, eru því alger-
lejga haldlausar og eru einungis
tð að styðja þær líkur, sem þegar
etu fyrir hendi um að skipsleig-
ujjmi fyrir Perryville sé á annan
v&g fyrir komið en S.Í.S. hefur
vjjljað vera láta.
HVERJIR ERU HINIR
ERLENDU AÐILAR?
jns og áður er sagt, víkur
inn“ í gær sér algerlega
því, að svara til um hverj-
u hinir erlendu aðilar, sem
i að hafa hagnast á leigu
•yville, skv. skýrslu, S. í. S.
Fjárhagsráðs hinn 31. maí.
ii þó „Tímanum" verið skyld-
að upplýsa um þessi atriði,
það er glöggt að hann vill
aljerlega hliðra sér hjá slíku.
því, sem kemur fram í
slu S.Í.S. frá 13. maí virðist
a leiða það, að hér sé fyrst
í.fremst um að ræða Union
Line Inc. í New York, sem
telur að hafi leigt Perry-
, en auk þess er svo Cosmo-
traöe Inc., sem leigan fyrir Perry
viljfe er yfirfærð til hinn 16.
iri*z s.l.
B/EÐI eru LEPPFÉLÖG
s. I. s.
j-Allar upplýsingar, sem liggja
fyrir um bæði þessi fyrirtæki,
þcnda fullljóst til þess, að hér
sy um tilbúin leppfélög að ræða
ifteð amerískum hjálparmönnum,
Sfm hafa þann eina tilgang, að
Ýcra miililiðir fyrir S.Í.S. í farm-
gjaldabraski þess og hirða þann
áþóða, sem til feliur.
« Union Gulf Line Inc. er nýlega
tftkið til starfa og á engin skip,
Jjptt S.Í.S. láti svo í veðri vaka
nafnið gæti bent til þess. Fé-
g þetta er því einungis milli-
3|ður fyrir S.Í.S. Sá maður, sem
áðallega virðist í forsvari fyrir
jíetta félag, a. m. k. að forminu
131 fyrir húsbóndann hjá SIS, er
jsfnframt starfsmaður félagsins
Ámerican Hawaiian, sem S.Í.S.
hefur nýlega gert að umboðs-
aðila fyrir öll skip Skipa-
dcildar S.Í.S. vestra og er,
vitað að náið samband er milli
forstjóra S.Í.S. og þeirra manna,1
scm taldir eru ráða Union Gulf
Line Inc.
Um Cosmotrade Inc. stend-
ur svipað á. Það er ekkert ann
nð en leppfyrirtæki fyrir S. í.
S. og vafalaust raunverulega
| etofnað af því, enda hefur
skrifstofustjóri S.Í.S. í New
York, Leifur Bjarnason, verið
starfandi í þessu félagi. j
Annar fulltrúi S.Í.S. í líew
York, Agnar Tryggvason, hef-
ur einnig verið starfandi í
Cosmotrade Inc.
NÚ MUN EKKI EIGA
AÐ SKILA GRÓÐANUM
Það er því alveg vafalaust, að
sá gróði, sem S.Í.S. hefur af
farmgjaldabraski sínu, lendir „í
góðum höndum“, þar sem er
Cosmotrade Inc. og Union Gulfi
Line. Þótt S.Í.S. neyddist til að
flytja heim aftur gróðann af
„Sabrína“ og endurgreiða hann
eftir að rannsókn var hafin hér
heima á því máli og upplýst hver
var hin raunverulega fragt, þá
sýnist svo sem S.Í.S. ætli ekki að
fara eins að um leiguna fyrir
Perryville. Annað leppfélagið
gerir leigusamninginn, en liitt
fær í sínar hendur greiðsluna
fyrir skipið við yfirfærsluna!
héðan. Hve gróðinn varð hár, ná- j
kvæmlega tiltekið, og hvernig j
honum hefir verið skipt milli
leppfélaganna, það vita þeir ein- j
ir, sem hér eiga hlut að máli —j
S.Í.S. og leppfélögin tvö. En
allar likur benda til að gróðinn!
af leigu Perryville nemi allt að
því 1. milljón íslenzkra króna.
Hvað segir almenningur um
slíka viðskiptahætti? Hvað segjaj
samvinnumenn Iandsins um slíkaj
beitingu samtaka þeirra og hvað
segja kaupendur olíunnar, sem
ekki er útlit fyrir að fái neina
endurgreiðslu í þetta sinn?
Krislinn á friðarráð-
slefnu óskar ef!ir.,i j
rú«neskum siyrk jJesÚS læknflr blifldfln i
A ÞJOÐHATIÐARDEGI Is-
lendinga, 17. júní, sama dag-
inn og rússneskir hermenn
voru settir til að- skjóta niður
varnarlausa þýzka verka-
menn í Berlin og kremja þá
í sundur með skrlðdrckum
sínum, flutti Kristinn E. And-
résson ræðu á fundi „heims-
friðarráðsins" í Búpapest. Þar
krafðist hann þess, að þessi
kommúnisku samtök hlutuð-
ust til um málefni íslendinga
og styrktu kommúnista í bar-
áttu sinni hér.
Þannig lýsti sjálfstæðisþrá
Moskva-agentsins sér á sjálf-
um þjóðhátíðardeginum.
Færeyskur sjómað-
ur drukknar
ÍSAFIRÐI 15. júní. — Eins og
Qndanfarnar helgar var mikill
fjöldi færeyskra fiskiskipa hér á
sunnudag að fá beitu, olíu og
aðrar nauðsynjar. Þegar skipið
Suðurland frá Trangisvang var á
leið inn aðfaranótt sunnudagsins,
urðu skipverjar varir við að
einn þeirra vantaði, ungan mann
23 ára að aldri, Johan Henning
Veie að nafni.
Enginn varð þess var þegar
maðurinn féll útbyrðis, en hann
hafði skömmu áður staðið í stýr-
ishúsinu ásamt fleirum og ekki
var veðri um að kenna, þar sem
logn var á. Faðir piltsins var
matsveinn á skipinu og varð
honum svo mikið um þetta svip-
lega slys að hann fékk taugaáfall
og liggur nú hér á sjúkrahúsinu.
— J.
Sjálfstæðisflokksins
Totlamál
•fa Sjálfstæðisflokkurinn telur það höfuðnauðsyn,
að tollalögum sé jafnan stillt svo í hóf, að þær of-
þyngi ekki atvinnulífi landsmanna og greiðslugetu
almennings.
Af Sjálfstæðisflokkurinn telur það óhjákvæmilegt,
að endurskoða tollalöggjöf landsins sökum hinna
stórstígu framfara, sem íslenzkur iðnaður hefur tekið
og þeirrar stórauknu þýðingar, sem sá atvinnuvegur
hefur fyrir afkomu þjóðarinnar. Breyta þarf löggjöf-
inni í það horf að toll&rnir leggi ekki hömlur á eðli-
lega þróun iðnaðarins.
Ac Jafnframt þarf að endurskoða tollalögin með til-
liti til þess, að íslenzkur iðnaður fái hæfilega og
skynsamlega vernd gegn samkeppni erlendra iðnað-
arvara.
Sjálfstæðisflokkurinn telur það þurfa rækilegrar
athugunar við, hvort ekki sé rétt að taka upp það
fyrirkomulag að hafa tolla stighækkandi eftir
vinnslustigi vörunnar, svo sem tíðkast með ýmsum
nágrannaþjóðum okkar.
Sjálfstæðisflokkurinn telur óhjákvæmilegt og
mun styðja að því að heildarbreytjng verði gerð á
tollalögunum strax á næsta Alþingi.
Áfongismál
Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsynlegt að
breyta núgildandi áfengislögum í samræmi við
fengna reynslu. Harmar flokkurinn að Alþingi skyldi
varpa frá sér þeim vanda að lögleiða skynsamlega
átengislöggjöf.
^ Sjálfstæðisflokkurinn hvetur til fræðslu í skól-
um landsins um skaðsemi áfengis fvrir líkamlega og
andlega heilbrigði manna. Jafnframt verði unnið
gegn ofnautn áfengis og tóhaks í landinu og starfsemi
bindindisfélaga styrkt.
■fr Sjálfstæðisflokkurinn telur að ekki megi dragast
að koma upp nauðsynlegum haélum fyrir áfengis-
sjúklinga.
EINU SINNI sem oftar sigldi
Jesús með lærisveinum sín-
um um Geneserat-vatn. Og
þeir komu til norðurstrandar
þess, til Betsaída. Menn komu
með blindan mann til hans og
biðja hann að snerta hann, svo
að hann fái lækning. Og hann tók
í hönd blinda manninum og leiddi
hann út úr þorpinu. Er hann
hafði lagt yfir hann hendur,
spurði hann: „Sér þú nokkuð?"
Og hann leit upp og mæti: „Eg
sé mennina, því að ég sé þá á
gangi, rétt eins og tré.“ Síðan
lagði hann aftur hendur sínar
yfir augu hans, og hinn hvessti
sjónina og varð albata og sá alla
hluti glöggt."
Margir hafa orðið til að rengja
kraítaverkagáfu Krists, bæði
þeir, sem kristnir töldust, og aðr-
ir. Mætti því ætla, að þessi kyn-
slóð, sem brigzlað er um allar
vammir og skammir, neitaði með
öllu að taka frásögur um dásemd-
arverk hans trúanlegar. En því
fer víðs fjarri. Óhætt er meira að
segja að taka svo djúpt í árinni,
að sjaldan hafi menn um óravegu
aldanna aðhyllzt sannleiksgildi
þeirra sem nú. Og vísustu menn
ganga á undan og kalla krafta-
verkin staðreyndir.
En þótt viðurkennt sé, að Krist-
ur hafi læknað það sjáaldur, sem
haldið var blindu, er ótalinn sá
undramáttur hans, sem mestu
varðar og mestu hefir um þokað
í rás tímans.
Eins og hann tók blinda mann-
inn í Gyðingaþorpinu sér við
hönd fyrir örófi alda, þannig
býður hann líka einum og sér-
hverjum okkar handleiðslu sína.
I birtu f rá boðskap hans og kenn-
ingu auðnast okkur að rata burt
aí stigum sjálfbyrgingsháttar og
eigingirni til nýs skilnings á líf-
inu og gildi þess.
Er hann fyrst spyr: „Sér þú
noKkuð?" þá verðum við að við-
urkenna, að við sjáum að vísu
menn í kringum okkur, en ó-
skýrt, „rétt eins og tré á stangli".
Þangað til við litum á náunga
oKkar undir handarkrika hans.sjá
um við ekki hver annan eins og
maðurinn er í raun. Það er sam-
band við Krist, sem skapar
skyggni á gildi hvers einstaks og
gerir okkur að mönnum. Því að
ekki göngum við honum á hönd
til aö sleppa við píslir annars
heim eða hreppa sæiuvist — ekki
vegna ótta né ábatavonar, heldur
löðumst við að honum til að
verða sannir menn.
Hjúkrunarkona hafði við hvílu
sína bjöliu, svo að sjúklingar
gætu gert henni viðvart, hve
nær sem þeir þörfnuðust að-
stoðar. Við klukkuna hafði hún
letrað þessi orð: „Meistarinn er
ner og kallar þig“.
Oft var hringt um hánótt eftir
langar vökur og óslitið erfiði.
Visast var ekki um annað að
ræða en kvabb óþolinmóðs sjúkl-
ings, og freistnin var mikil að
víkjaát undan kalli. En hversu
úrvinda sem þessi kristna kona
var, þá gæddi trúin hana þreki,
sem dugði.
Einnig fyrir þér hefir verið
brýnt, að þú haidir vöku þinni:
„Elskið hver annan eins og ég
hefi elskað yður.“
Sumir eru þeir, því miður, sem
ekki þekkja blindu sína eða gefa
henni of lítinn gaum. Þeir eru
blindir á eigin örbirgð, nauð sál-
ar sinnar og þann háska að lifa
án guðs. En ef við erum ekki hver
öðrum annað en „rétt eins og tré
á stangli", kemur að því fyrr eða
seinna, að okkur þykir lífið ekki
einungis fátæklegt og snautt að
gæðum, dýrslegt og seyrið, held-
ur líka einmanalegt. Þann þroska,
sem manninum ber að keppa að,
getur hann ekki fullnað af eigin
ramleik, heldur hlýtur skaparinn
að vera í vitorði.
Nú eru tímar þjóðfélagslegrar
lausungar um heim allan. Ef
ekki annað sýnna, en félagsam-
tökum nútímans sé ofviða að
draga úr framandkennd manna
í milli. Einstaklingseðli er ekki
ætlað viðhlítandi svigrúm. Ein-
staklingsmótinu virðist hætt, svo
að mörgum hrýs hugur við. Þetta
þarf ekki að koma okkur svo
mjög á óvart, því að sagan geym-
ir órækar og átakanlegar heim-
ildir um, að sambúð manna dafn-
ar ekki nema í skjóli samfélags
við Krist. Þá fyrst getum við
metið hver annan rétt og num-
ið listina að taka saman hönd-
um. Þá fyrst megum við vænta
þess, að verða albata og sjá „alla
hluti glöggt“.
Þú lesandi góður, setur ef til
vill upp svip vantrúar og vand-
lætingar vegna þessara orða. Þú
bendir á góða menn og gegna,
sem ekki gefi sig að trúmálum,
vísi jafnvel allri trú á bug. Þú
vitnar líka í spekinga, sem átt
hafa göfugar hugsjónir og mikla
vizku, en höfnuðu þó kristin-
dómi. Hvernig stendur á þessu,
spyr þú?
Veiztu, hvaðan var runninn
safinn í blómkerfum þessara
manna? Hvaðan hugarþel þeirra
og lífsveigur vísdóms þeirra?
Sannleikurinn er sá, að það, sem
lífvænlegt er í lífsskoðun þeirra,
hefir hún drukkið í sig úr jarð-
vegi kristindómsins.
Hvernig var ekki um Júlíanus
fráhverfing, keisarann, sem beitti
ægivaldi sínu til að reyna að
kæfa kristnina, meðan hún var
enn í bernsku. Hann hugðist gefa
heiminum endurbættan heiðin-
dóm, en þá tókst ekki betur né
verr til en svo, að umbæturnar
sótti hann til kristninnar. „Þú
hefir sigrað, Galílei", voru and-
látsorð hans. Svipaða sögu er að
segja um heimspekingana, sem
af mikillæti sínu þykir kristin-
dómur ekki við hæfi. Þegar þeir
skapa og skýra „sín eigin“ trú-
arbrögð, eru þar ekki önnur djásn
en þau, sem hömruð eru í smiðju
kristinnar trúar.
Við hljótum að viðurkenna, að
Kristur hefur varðað leiðina og
vísar veginn. Vegna hans hljótum
við að varðveita trúna á mann-
inn — hvern og einn, á okkur
sjálf. En „ef vér segjum: Vér höf-
um samfélag við hann, ög göng-
um þó í myrkrinu, þá ljúgum
vér og iðkum ekki sannleikann.
En ef vér framgöngum í Ijósinu,
eins og hann er sjálfur í ljósinu,
þá höfum vér samfélag hver viS
annan“.
Eisenhoiver
ræðst á
MacCarthy?
WASHINGTON, 15. júní — t
ræðu, sem Eisenhower, forseti
Bandaríkjanna, flutti í háskólan-
um í Dartmouth um helgina,
hvatti hann menn til þess að
hliðra sér ekki við að lesa
kommúnísk rit, því að bezt væri
að berjast gegn kommúnistum
með því að kynna sér rit þeirra
og skoðanir. — Hins vegar sagði
hann það hina mestu firru, þeg-
ar menn þyrðu ekki að kynna
sér kenningar kommúnista og
fordæmdi þá harkalega, sem vilja
reyna að fjarlægja öll kommún-
istarit úr bókasöfnum.
★ Eru margir þeirrar skoðunar,
að forsetinn hafi hér verið að
ráðast á MacCharthy, öldunga-
deildarþingmann, og þá stcfnu,
sem hann berst fyrir að tekin
verði upp í baráttunni við konun
únista. —Reuter-NTB.