Morgunblaðið - 21.06.1953, Síða 6

Morgunblaðið - 21.06.1953, Síða 6
6 MORGVJSBLAÐ1Ð Sunnudagur 21. júní 1953 Samtalið við Sigurð Guðnason FVamhald af hts bókstaflega ekkert um aðstæð- ur þarna í Berlín. Eg veit ekkert hvað hefur gerzt. Fyrr en mað- ur veit það nákvæmlega, þá þýðir ekkert að tala um samúð. — Hafið þér ekki heldur samúð með þeim verkamönnum, sem hafa fallið fyrir rússneskum byssukúlum? — Ég veit ekkert um það. Það getur vel verið, að þessir menn hafi haft sig svo í frammi, að það hafi verið rétt að snúast gegn þeim. , -mp# STJÓRN KOMMÚNISTA ÁKVEÐ-UR KJÖRIN ÁN SAMRÁÐS VIÐ VERKAMENN rr- Þá langar mig að epyrja um annað. Hafið þér ekki tekið eft- ir því í fréttum, að upptök óeirð- anna í Berlín var tilskipun, sem austur-þýzka stjórnin hafði gefið út, um að vinnuafköst skyldu aukin um 10%. — Jú, en stjórnin gekk að kröfu verkamanna um að fella þessar reglur niður. Þá virtist sem verkamenn væru ánægðir. Hversvegna rósturnar héldu á- fram. Það veit ég ekkert um. — Já, en það er annað atriði, sejn ég vildi spyrja um. Hvernig stepdur á því að austur-þýzka stjórnin ákveður vinnutíma og vinnukjör og síðan kemur í Ijós, að samþykki verkamannanna hefur ekki verið leitað og þeir eru hatrammlega mótfallnir þessari kjaraskerðingu sem ríkis- stjórnin gerði. — Það getur vel verið að stjórnin hafi álitið að afköst verkamannanna væru ekki nóg og þau þyrftu að aukast. Nú get- ur verið að stjórnin hafi ætlað véfkalýðnum of mikið, og öllum getur skjátlast. AÐRAR KRINGUMSTÆÐUR — En er það ekki alveg aug- ljóst af þessum fregnum, að það er stjórnin eða stjórnskipaðar néfndir í Austur-Þýzkalandi sem ákveða vinnutíma og launakjör. Og þá langar mig til að spyrja viljið þér slíkt fyrirkomulag hér á landi. Hvernig myndi yður líka það, ef ríkisstjórnin hér ákvæði skyndilega á fundi, að vinnutími verkamanna skyldi lengjast um 2 klst. án þes s að verkamenn fengju nokkur laun fyrir þann tíma. rr- Við myndum ákveðið mót- mæla því. En þessu er ekki sam- an að jafna. Aðstæðurnar eru svo allt aðrar hér eða í sósíal- istisku ríki. Ég skal segja þér, að þegar ég var austur í Rúss- landi, þá sá ég, að kringumstæð- urnar í verkalýðsmálum þar eru svo gersamega frábrugðnar þvi sem hér er, að —það er alls ekki hægt að lýsa þeim fyrir fólki sem þekkir aðeins skipu- lag verkalýðsmála hér á landi. — Eri er það samt ekki Ijóst af fréttunum, að í Austur- Þyzkalandi eru það valdhafarn- ir, sem ákveða launakjörin án þess að leita nokkuð álits verka- mannanna. Er það ef til vill til- gangur sósíalismans að koma slíku skipulagi á hér? —- Það veit ég ekkert um. Eins og ég segi, kringumstæðurnar eru svo allt aðrar hér, að það er alls ekki hægt að lýsa þessu. — Má ég enn einu sinni end- urtaka spurninguna. Ég er* ekk- ert að tala um kringumstæður eða samanburð. Ég er aðeins að spyrja, hvort það sé ekki ljóst, að í þessu tilfelli var það austur- þýzka stjórnin sem gaf út til- skipun og ætlaði að ákveða upp á sitt eindæmi vinnukjör þýzka verkalýðsins? — Þeim hafa orðið á mistök eins og þeir líka viðurkenna. Að þeir hafa ætlað fólkinu of mikla vinnu, en þeir hafa líka leiðrétt þau mistök sín. RÉTTLAUSIR VERKAMENN -— Þér segizt myndu vera al- gerlega á móti því, ef íslenzka ríkisstjórnin ákvæði með sama hætti launakjör íslenzkra verka- manna. Finnst yður þá að verka- menn í Þýzkalandi eigi að vera réttlausari en íslenzkir verka- menn? Þessari spurningu svaraði Sig- urður ekki beint frekar en flest- um hinum. Hann minntist á það, að það skipulag væri komið á í Svíþjóð að stjórn Alþýðusam- bandsins þar ákvæði kjör verka- manna. Einnig minntist hann nokkru síðar á, að það væri engin ástæða til að taka neinum vettlingatökum á Þjóðverjum. Þeir hefðu fyrir nokkrum árum komið af stað blóðugri heims- styrjöld og það væri ekkert ó- eðlilegt að þeir liðu noltkuð böl fyrir. j HVAÐ UM ALRÆÐI | VERKALÝÐINS — Hvernig er það, er það ekki svo samkvæmt kennisetningum sósíalismans, að hann miðar að því að verkamenn taki völdin í j sínar hendur og hann ætlar sér að styðjast við verkalýðinn í þjóðfélagsbaráttu sinni? — Jú, sósíalisminn miðar að alræði verkalýðsins og verkalýð- urinn hlýtur alltaf í sósíalisman- um að verða grunnsteinn þjóð- félagsins. Það sem allt er byggt á. — Er það þá ekki óviðkunn- anlegt, eða óeðlilegt, að þarna í Austur-Þýzkalandi, þar sem kommúnistar eru í valdastól, eða samkvæmt kennisetningum kommúnismans, þarna er alræði verkalýðsins. Er þá ekki furðu- legt að þessir alráðu verkamenn skuli gera byltingartilraun gegn kommúnistastjórninni og að það skuli vera framverðir sósíalism- ans, rússneskir hermenn, sem bæla mótmæli þeirra niður. Kom þetta ekki flatt upp á yður, þeg- ar þér heyrðuð þessar fréttir? — Það veit ég ekkert um, en ég veit, að þarna í Þýzkalandi hefur allt verið morandi í fylgis- mönnum sósíaldemokrataflokka, frjálslyndra flokka og hægri flokka. Það stendur náttúrlega yfir barátta þarna, þegar verið er að koma sósíalismanum á. Svona getur— alltaf rokið upp úr, þegar þróunin er ekki komin lengra en svo, að fólkið er á takmörkunuip milli hins gamla skipulags og sósíalismans. Enn er fjöldinn allur af þýzkum verkamönnum móti sósíalisman- um, já ef til vill meirihlutinn á móti. En það á allt eftir að breyt- ast við rétt sósíaliskt uppeldi og menntun. — Mér þykir þér segja nokk- uð. Ef meirihlutinn er enn á móti kommúnistum, hvernig stendur þá á því að við kosn- ingar fá kommúnistar alltaf 90% greiddra atkvæða og að það eru kommúnistar, sem öllu ráða. Og í þessu sambandi, Sigurður, er eitt enn: — Hversvegna hrópaði fólkið í Austur-Berlín: — Við krefjumst frjálsra kosninga? Eru þá ekki frjálsar kosningar' í ríki kommúnismans? SLAGORÐ OR FRJÁLSAR KOSNINGAR — Frjálsar kosningar? Það má skýra það á svo marga vegu. Hvað þýðir „frjálsar" kosning- ar. Hvernig á að skýra orðið frelsi? Ég Jheld, að við höfum ekki mikið frelsi hér. Annars vitum við hvernig það er þegar múgur manns safnast saman. Hann getur farið að hrópa margs konar slagorð og allir taka und- ir, án þess að skilja nokkuð til hlítar hvað í þessum slagorðum felst. Það er bara einn liðurinn í hinni pólitísku baráttu að æsa fólkið upp svo það hrópi slagorð. Og það er ekki aðeins í Austur- Þýzkalandi sem þessum hrópum er ekki sinnt. Hvernig var það ekki 30. marz, þegar allur mann- fjöldinn stóð á Austurvelli og hrópaði: Við heimtum þjóðar- atkvæðagreiðslu. Er það ekki eitthvað sambærilegt við hrópin í Berlín um frjálsar kosningar. Meirihluti Alþingis skeytti þess- um kröfum ekki. ÞÝZKALAND ER HERNUMIÐ MÁ ÞÁ SKJÓTA? — Finnst yður ekki óeðlilegt FormaSur Dagsbrúnar. í róstunum í Berlín, að rússnesk ir hermenn skerast í leikinn. Nú I er eins og við allir vitum, að Rússar hafa látið setja á stofn í það sem kallað er sjálfstætt ríki j í Austur-Þýzkalandi með sjálf- stæðri stjórn, sem ætlað er minnsta kosti að fara með innan- ríkismálin. Svo þegar eitthvað á bjátar í innanríkismálum Austur Þýzkalands, þá fer rússneskt her- lið að hlutast til um innanríkis- málin með ofbeldi. Eru þetta ekki undarlegar aðfarir? — Ég vissi ekki betur en að landið sé enn hernumið. Það er rússneskur her í Austur-Þýzka- landi og líka í Berlín. Það er hernámslið og ekkert í veginum fyrir því að það geti gripið í taumana. — Jæja, sleppum þá því, hvort Austur-Þýzkaland og ríkisstjórn in þar eru sjálfstæð. En finnst yður þrátt fyrir það ekki nokkuð óhugnanlegt, að rússneskt herlið skuli^ráðast með vopnum á hópa verkalýðsins? — Hefðu Bandaríkjamenn ekki gert það sama, ef uppreisn hefði brotizt út í Vestur-Berlín? — Við vorum ekki að tala um það. Ekkert liggur fyrir um það, að uppreisn hafi verið gerð í . I Vestur-Berlín. Það er hins vegar . ! álaðreynd að verkamenn í Aust- | ur-Berlín mótmæltu. Og hafið ' þér ekkert á móti að rússneskir 1 hermenn skjóti á þýzka verka- menn? — Við verðum að athuga það, að það er enn hernám bæði í Austur- og Vestur-Þýzkalandi. Við erum allir sammála um það, að Þjóðverjar hafi valdið öðrum þjóðum svo miklu tjóni, að þeir eigi hernámið skilið. Auk þess er ég ekki í vafa um, að það eim- ir enn eftir af uppeldi nasista. Enn eru margir þýzkir verka- menn nasistar. Það tekur svo langan tíma að breyta hugarfar- inu og ala fólkið upp í nýjum anda. Annars veit ég ekkert um þetta mál. HVER ER TILGANGURINN MEÐ SPURNINGUNUM? Og Sigurður heldur áfram. — En hver er eiginlega til- ! gangur þinn með þessum spurn- ingum. Ertu kannske kominn I hingað til mín með þessar spurn- ingar, af því að þú veizt, að ég er allra manna fáfróðastur um j þessi mál? j — Hver tilgangurinn er? Ég ' sagði yður í upphafi, að ég væri i blaðamaður, sem bæði um sam- tal. Að sjálfsögðu birtist samtal ! þetta innan skamms í Morgun- blaðinu. — Þetta vissi ég! — Ég hef heldur ekki komið til yðar, vegna þess að ég haldi yð- ur fáfróðan, heldur vegna þess, að þér eruð formaður stærsta verkalýðsfélagsins á landinu og ég hef borið upp fyrir yður spurn ingar, sem nú sækja á í huga hvers manns, ekki sízt í huga verkamannanna, sem þér þykist standa sem fulltrúi fyrir, já, verkamannanna, sem geta ekki látið sér á sama standa um aðbúð starfsbræðra sinna í Berlín. — Og spurningar hljóta ekki hvað sízt að beinast til yðar, þar sem mér skilst, að þér viljið koma á sama skipulagi hér og nú er í Austur-Þýzkalandi. Og spurning- in um það, hvernig það þjóðskipu lag sé í raun og veru, hefur verið ákaflega áleitin í huga verka- manna þessa síðustu daga. v ER SIGURÐUR „SAMHERJI“ RÚSSNESKRA HERMANNA SEM SKJÓTA Á VERKALÝÐ? — En hvernig er það, held ég áfram, hvernig er það, þegar þér bjóðið yður hér fram fyrir sósíal- istaflokkinn. Þýðir það ekki bein línis, að þér séuð samherji austur þýzku stjórnarinnai' og rússneska herliðsins, sem skaut á þýzku verkamennina? — Samherji? Það hef ég aldrei sagt. Ég veit ekkert hvað yfir- leitt er að gerast úti í heimi. Ég kann engin útlend tungumál. Ég get ekki lesið nein útlend blöð. Ég hef þess vegna ekkert vit á því, sem er að gerast úti í heimi. Ég er bara íslendingur. En ef þessir atburðir hefðu gerzt hér, þá hefði ég haft vit á þeim. — En hvernig er það þá með slagorðið um að öreigar allra landa skuli sameinast. Og þar sem þess eru dæmi, að menn af mörgum þjóðernum starfi sam- an, þá spyr ég aftur: — Eruð þér ekki samherji þeirra? — Það veit ég ekkert. Ég er bara sósíalisti, af því að ég vil þær breytingar, sem sósíalisminn stefnir að. — Já, eruð þér þá ekki sam- herji austur-þýzku stjórnarinnar og rússnesku hermannanna, sem skutu á vopnlaust fólkið? — Ég er bara sósíalisti, af því að ég vil breytingu á þjóðfélag- sem er ranglátt eins og það er nú. — Og Sigurður var ófáanlegur til að játa, að hann væri samherji kommúnistastjórnar Þýzkalands, né hersveita Rússaveldis. ENGINN TÍMI TIL AÐ BIÐJA UM NÁÐUN — Það er enn ein spurning. — Finnst yður það ekki nokkuð hröð afgreiðsla mála í Austur- Berlín, þegar maður er handtek- inn, dæmdur og tekinn af lífi, allt á einum degi. Er honum þá ekk- ert tækifæri gefið til að leggja fram vörn í málinu, áfrýja dóm- inum eða sækja um náðun? Eruð þér meðmæltur því að sama fyr- irkomulagið sé tekið upp hér? SAMTALINU SLITIÐ Þessari spurningu er enn, eins og flestum hinum, sem farið var kringum, ósvarað. Rödd Sigurðar Guðnasonar hækkaði: — Hvað eiga þessar spurning- ar eiginlega að þýða? Það er naumast að áhuginn hjá ykkur Morgunblaðsmönnum hefur allt í einu vaknað. Það er ábyggilega eitthvað óheiðarlegt, sem liggur að baki. Þið eruð ekki vanir að I koma til okkar sósíalista og biðja um álit okkar á ýmsum málefn- um. Hvers vegna komið þið ekki til okkar og hafið samtal við okk- ur um öll þau umbótamál, sem við berjumst fyrir. Já, hvers , vegna komið þið ekki þá? j Og að svo mæltu sleit Sigurður samtalinu. Það er leiðinlegt hvað gamlir menn pg góðir geta farið út úr jafnvægi þegar þeir standa rökþrota á rangri braut. I Og hvernig er það með þessi umbótamál, sem kommúnistar vilja ræða um. Er ekki þeirra fremsta og æðsta „umbótamál" að koma á sama þjóðskipulagi og því, sem nú hefur sýnt sig í verki í Austur-Þýzkalandi. i MÖRGUM SPURNINGUM ÓSVARAÐ Annars fannst mér leiðinlegt að Sigurður skyldi slíta samtal- inu svo fljótt. Það voru ýmsar fleiri spurningar, sem ég átti eft- ir að leggja fyrir hann. Þar á meðal spurningin um það hvern- ig honum líkaði, að verkamönn- um í Austur-Þýzkalandi er bann að að ræða stjórnmál á vinnu- stöðvum og hvort hann vildi að sama skipan væri tekin upp hér á landi. En fyrst hann ekki vildi svara fleiri spurningum, þá getur sér- hver maður svarað henni fyrir sig, alveg eins og verkamenn geta sjálfir reynt að svara öllum þeim spurningum, sem Sigurður vék sér undan að svara beint. En eitt og annað er hægt að marka af ummælum þessa for- ingja kommúnistaflokksins. Þ. Th. smáíbúðarhúsa- Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn, var samþykkt að verða við beiðni Ólafs Svein- bjarnarsonar, um að verða leyst- ur frá starfi við úthlutun lóða fyrir smáíbúðir. — Samþykkti bæjarráð jafnframt, að fela starf ið lóðanefnd og skrifstofu bæjar- verkfræðings. Þjóðviljinn og skaffar hans NÚ ER SVO KOMIÐ, að Þjóðviljinn hefur ærzt af sínum eigin áróðri og skrif hans eru orðin slíkt mold- viðri, að hverju sæmilega greindu barni er auðvelt að greina blekkingarvefinn. I gær þenur blaðið þá fyrirsögn yfir forsíðu sína, að ríkisstjórnin hafi „rænt“ þjóðina 150 millj. krónum með bátagjaldeyrisfyrirkomulaginu. Fyrir- slíkri „skatt- lagningu“ sé engin heimild í lögum og því stjómar- skrárbrot að leggja slíkan „skatt“ á þjóðina! Þjóðviljinn heykist hins vegar á að skýra frá því, að bátagjaldeyrinn á ekkert skylt við skatt eða skatt- lagningu, og til þess þarf hvorki lög eða stjórnarskrár- ákvæði að leyfa útvegsmönnum að selja bátagjald- eyrisskírteini sín, sem þeir hafa sjálfir aflað. Bátagjaldeyrisfyrirkomulagið var í upphafi sett til þess að bjarga útvegi landsmanna frá algjörri rekstr- arstöðvun og hefur átt sinn þátt í því að reisa við efnahag landsins, auka vöruinnflutning, afnema svarta markaðsbrask og bakdyraverzlun. En manni verður á að spyrja, þegar Þjóðviljinn þjófkennir núverandi ráðherra og kveður þá hafa brot- ið stjórnarskrána: Hversvegna vísar hann ekki málinu til dómstóla landsins í stað þess að vaða elg blekkinga og lyga? Eða grunar hann ef til vill hver úrslitin munu verða?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.