Morgunblaðið - 21.06.1953, Síða 8

Morgunblaðið - 21.06.1953, Síða 8
8 MQKOUNBLaÐIÐ Sunnudagur 21. júní 1953 Útg.i H.f. Árvakur, Reykjavík. jjf Framkv.stj.: Sígfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Uk DÁGLEGA ÞAÐ hefir verið lyftingur í Hannibal Valdimarssyni, for- manni Alþýðuflokksins að und- anförnu í einkamálgagni hans, Skutli á ísafirði. Fyrir nokkrum dögum birtust hér í blaðinu sýn- ishorn úr grein, þar sem hrósað var happi yfir því, að nú myndi að líkindum takast að mynda „stjórn hinna vinnandi stétta“ vegna framboðs Lýðveldismanna í Reykjavík. En í síðustu blöðum af Skutli hefir lyftingur þessi mjög aukizt. Þann 5. júní birtist í Skutli grein undir nafni Hannibals sjálfs og var fyrirsögn hans „Hækju- kerfi íhaldsins brotið niður“. Þar er feitletruð frásögnin um stofnun hins „nýja íhaldsfiokks", sem muni Iama Sjálfstæðisflokk- inn svo, að brautin sé þar með rudd fyrir myndun „vinstri“ stjórnar! í Skutli 2. júní er talað af miklum fjálgleik um „neðan- jarðarhreyfingu“ þeirra Lýð- veldismanna og gumað af því mikla fylgi, sem hún hafi. En rúsínan í pylsuendanum kemur í Skutli þ. 12. júní, þar sem ísfirðingar eru varaðir við því að kjósa Kjartan lækni, því að „neðanjarðarhreyfingin“ múni valda því, að Sjálfstæðisflokkur- inn muni ekki verða í stjórn á næsta kjörtímabili. þannig, að Kjartan muni þá ekki hafa að- stöðu til að koma nokkrum mál- um fram fyrir kjördæmið! í greininni, sem Hannibal birt- ir undir nafni, talar hann með miklum drýgindum um ’söguöld' Alþýðuflokksins, sem nú sé að hefjast. Alis staðar skín í gegn sjáifs- ánægjan yfir því, að hafa fundið upp á því snjallræði að gera Helga Sæmundsson að ritstjóra Varðbergs og Ragnar Ingólfsson að framkvæmdastjóra Lýðveldis- flokksins og fengið Óskar Norð- mann og Gunnar í ísafold til þess að „speða“ í fyrirtækið. Það er nú einhver munur eða þegar Stefán Jóhann var íormað- ur, ekki duttu honum slík úr- ræði í hug! En hvað segir nú fólkið, sem lofað er endurreisn stefnu Jóns Þorlákssonar, afnámi hafta og lækkun skatta, ef það kjósi Lýð- veldisflokkinn, um þetta? Hannibal ratar þar satt á munn, þegar hann segir, að verði fylgi Lýðveldisflokksins meira en menn almennt gera ráð fyrir, þá mun það þýða „ný andlit“ í ráð- herrastólana. En þau nýju andlit verða ekki Óskars Norðmanns, Jónasar pýra- mídaspámanns og Arthúrs Alex- anders. Nei, ætli Hannibal hafi ekki einmitt rétt fyrir sér, þegar hann heldur því fram, að það verði „vinstri“ stjórn, sem tek- ur við og nýju ráðherrarnir þá sennilega hann sjálfur, Gylfi, Rannveig o. s. frv. Ætli þeir vakni þá ekki við vondan draum, sem lagt hafa eyrun við áróðri Helga Sæmunds sonar í Varðbergi (því haft er fyrir satt, að hann skrifi í það afram, sem ekkert hafi ískorizt, þótt ekki sé lengur undir nafní) um það, að taka þurfi upp skel- ,éggarí stefnu gegn höftum, skatta 'álögum o. s. frv., en Sjáífstæðis- flokkurínn hafi hingað til rekið? En það vantar ennþá eitt lítil- ræði á það, að tímabært sé að fagna hinni nýju „söguöld Al- þýðuflokksins". Það er nefnilega eftir að kjósa, og telja atkvæðin. Og það er ekki víst, að það verði svo margir Sjálfstæðiskjósend- ur, sem Hannibal ætlar, sem láta glepjast af hinu „sniðuga" her- bragði hans. Nafni hans, hinn púnverski hershöfðingi, lék eitt sinn það bragð, að lauma heilli herdeild inn fyrir víglínu Rómverja, til þess að skapa þar öngþveiti. Þetta herbragð mistókst. Var púnverski Hannibal þó nafna sínum að því leyti klókari, að hann básúnaði ekki fyrirtæki sitt út á torgum og gatnamótum áður en til bar- dagans kom. En ánægja Hanni- bals hins íslenzka yfir snjallræði sínu og vonum þeim, er hann tengir við árangur þess, er of mikil til þess að hann geti þagað yfir því fram yfir kosningar, auk þess sem hann samkvæmt til- vitnun í Skutul hér að framan, hefur séð sér hér leik á borði til þess að fæla ísfirðinga frá því að kjósa Kjartan lækni. , Það er víst búið að gefa ýms- um broddum krata og Framsókn- ar vilyrði um vellaunaðar for- stjórastöður og nefndastörf, þeg- ar nýja vinstri-stjórnin sé kom- in á laggirnar. Og þeim fésýslu- mönnum, sem lagt hafa fé í Varð- berg mun hafa verið gefið í skyn, að þeir yrðu ekki settir hjá um leyfaveitingar, er búið væri að taka upp alger innflutningshöft að nýju. En það hefur stundum gefist illa að selja haminn af fálkanum, áður en búið var að skjóta hann. Það er því aliur varinn bezt- ur fyrir þá, sem lofað hefur verið frama og fríðindum í skjóli hinnar væntanlegu vinstri stjórnar, að gera ráð fyrir einhverjum vonbrigðum þangað til búið er að telja at- kvæðin. Samúð Sigurðar EITT athyglisverðasta samtalið sem Mbl. hefur lengi birt á síð- um sínum er að finna í blaðinu í dag. Þar játar Sigurður Guðna- son, leiðtogi stærsta verklýðsfé- lags landsins og kunnur kommún isti, að innræti, að vel geti hafa verið rétt af rússneskum vélaher- sveitum að ráðast að vopnlausum þýzkum verkalýð í kröfugöngu og murka hann niður! Og sem eftirþanka bætir Sigurður síðan við, að ekki hafi hann nokkra samúð með hinum kúgaða þýzka verkalýð, til þess viti hann allt of lítið um málið! Og þegar blaðamaðurinn spyr hann enn um, hvort það sé til- gangur sósíalismans að valdhaf- arnir ákveði launakjörinn, þvert ofan í vilja verkamanna svo sem í Austur-Þýzkalandi, þá svarar Sigurður enn: Það veit ég ekkert um. Kringumstæðurnar eru hér allt aðrar. Þegar verkalýðsleiðtoginn horf ir fram á stefnu sína leiða til ó- lýsanlegra hörmunga, kúgunar og blóðsúthellinga með nálægri grannþjóð, svarar hann því einu til að hann sé bara íslenzkur sósí alisti og hafi ekkert vit á því sem gerist úti í heimi. Það er stundum þægilegt að vera einfaldur og af hjarta fáfróð ur, Sigurður! HAFIÐ þið gert ykkur í hugarlund að íslending ar borða 156.135 kg. af tómöt- um á ári. Á jafnlöngum tíma háma þeir í sig 112 þúsund agúrkur. Þeir borða 181,733 kg af hvítkáli, 49,924 blómkáls- hausa, 159,466 kg af gulrótum hverfa ofan í þá, þeir smjatta á 7,191 kg af rauðkáli, gleypa 96,200 stykki af salati og 18,976 búnt af steinseljum, þeir bryðja 12,598 búnt af hreðkum og smjatta á 1,307 kg af vínberjum — allt á einu ári. Og þegar þessu áti er lokið hafa íslendingar etið upp árs- framleiðslu grænmetisfram- leiðenda á íslandi. 156 tovrn tómatar i ÞEGAR við lítum í skyndi yfir þróunarsögu fjölmargra at- vinnuvega okkar þarf ekki langt að líta til þess að sjá upphafið. Svo furðustutt er síðan fram- takssamir landar okkar lögðu inn á þá óþekktar brautir, ruddu veginn til bættra lífsskilyrða fyrir alþjóð. Ein þessara ungu atvinnugreina hér á landi er græn metisræktun í gróðurhúsum. — Það var ekki fyrr en árið 1924 að fyrsta gróðurhúsið var reist að Reykjum í Mosfellssveit. Það var VJud andi áhrijar: Hversvegna sungum við ekki þjóðsönginn? |JÓÐLEGUR“ hefir skrifað mér bréfið, sem hér fer á 1 eftir: „Kæri Velvakandi! Fannst þér ekki, eins og mér einkennilegt, að þjóðsöngurinn okkar, „Ó, guð vors lands“ skyldi ekki sunginn í eitt einasta skipti á öllum hátíðahöldunum hér í höfuðborginni hinn 17. júní? Og hann heyrðist leikinn aðeins einu sinni — að guðsþjónustunni í Dómkirkjunni lokinni, er forset- inn lagði blómsveig á fótstallinn á styttu Jóns Sigurðssonar. Þeir sem ekki, af einhverjum ástæð- um, heyrðu hann þá — þeir heyrðu hann aldrei allan þjóð- hátíðardaginn. Mér finnst, að beint hefði legið við að þjóð- kórinn á Arnarhóli um kvöldið lyki söng sínum með því að syngja þjóðsönginn — því að hvenær á hann við, ef ekki á sjálfan þjóðhátíðardaginn? — I Aldrei hefir betur verið msett í 1 þjóðkórnum en í þetta skiptið. — Mig minnir, að söngstjórinn okk- ar góði, hann dr. Páll, segði að við værum víst Um 38 þús. og i fimm hundruð samankomin þarna í hjarta höfuðborgarinnar og hann virtist í ánægðara lagi með undirtektirnar, svo að mér hefði ekki fundizt það nema sjálfsögð bjartsýni að leggja út í þjóðsönginn að lokum. Sama viðkvæðið — of erfiður. EN það er alltaf sama viðkvæð- ið: — þjóðsöngurinn okkar er of erfiður til að venjulegt fólk geti sungið hann án þess að mis- þyrma honum svo ömurlega, að ver sé af stað farið en heima set- ið. Það er nokkuð til 1 þessu, því miður, en ég er samt sannfærður um, að hér er eins mikið um að saka hreina og beina leti í fólk- inu, það er eins og það sé búið að telja sér trú um, bíta sig í, að „eilífðar smáblómið" sé langt umfram þeirra söngkraft, það hljóti að springa á því — og auð- vitað springur það! Hefði mátt ieika hann Hafi ég hér á röngu að standa, hef ég ekki öðru til að svara en því, að ég tel það illa farið, að við skulum eiga fagran þjóðsöng — sannkallaðan hátíðasöng, sem er of erfiður til að þjóðin geti sungið hann á þjóðhátíðardegi sínum. En hvað sem því líður — hefði ekki, úr því að við höfðum ekki kraft til að syngja hann, mátt leika hann á lúðra í lok hátíðarinnar? — Með þökk fyrir birtinguna. — „Þjóðlegur“.“ Ég er hinum þjóðlega bréfrit- ara mínum sammála í öllum meg- inatriðum. Ég saknáði þess eins og hann að fá ekki að syngja þjóðsönginn hinn 17. júní með öllum mannfjöldanum, sem ég var örlítið brot af — eða að minnsta kosti heyra hann leik- inn. Hvað á að gera við tómu flöskurnar? HÚSMÓÐIR í Austurbænum skrifar: „Hvað í ósköpunum eigum við að gera við öll tómu glösin og flöskurnar, sem til falla við hús- haldið og hvergi er hægt að losa sig við? Tómar sojuflöskur, tómatflöskur, saladsósuglös, mustarðsglös — og svona mætti lengi telja — hrúgast upp í tuga- tali, fylla skápa og hyllur og eru til þrengsla og óhægðar. Sama máli gegnir um ýmiskonar blikk- dósir — undan tei, kakaói o. s. frv. „Fleygðu þessu í ruslatunnuna, kona — það er ekkert annað hægt við þetta að gera“ — var sagt við mig á dögunum — og þetta er satt, því miður. Ég hefi hringt í aliar áttir og spurt hvort ekki sé hægt að selja þessi tómu ílát ein- hvers staðar eða losna við þau á einhvern annan hátt heldur en þann að fela þau umsjá rusla- tunnunnar. En ég hef alls staðar fengið afsvar. Sóun á verðmætum. ÞAÐ liggur í augum uppi að hér er um að ræða stórfellda sóun verðmæta, sem alls ekki ætti, og sem alls ekki má eiga sér stað. Ef íslenzkur iðnaður hefir eng- in tök á að hagnýta þessi ílát til eins eða neins, væri þá ekki hægt að komast að samningum við hin erlendu fyrirtæki, sem viðkom- andi vara er frá, að krukkunum eða glösunum sé blátt áfram skil- að aftur, þótt um langan veg sé? Eða hvaða leið aðra er hægt að fara í þessu efni. Við höfum ekki efni á, hvorki í f járhagslegu eða menningarlegu tilliti að halda áfram slíku hátta- lagi í meðferð verðmæta. — Hús- móðir í Austurbænum". Sá, sem eltir tvo héra í senn nær hvorug- um. — 150 fermetrar að stærð. Tuttugu og sjö árum síðar, eða árið 1951, eru gróðurhús á íslandi samtals 72.850 fermetrar að stærð. Svo gífurlega hratt hefur þessi at- vinnugrein þróast. SÖLUVERÐMÆTI grænmetis- framl. íslendinga er 5-6 millj. ónir árlega. Sölufélag Garðyrkju manna, sem starfað hefur síðan 1940 sér svo um að alls staðar á landinu er grænmeti á boðstólum. Flugvélarnar sem við sjáum dag- lega hefja sig til flugs frá Rvík og stefna til ýmissa staða á land- inu eru meðal annars með nýtt grænmeti innanborðs. Islending- ar eru smám saman að læra að meta grænmeti, gæði þess og holl ustu. — OG á tímum hins háa vöruverðs er það athyglisvert að græn- fetisframleiðendur eru líklega eina stétt manna, sem státað get ur af verðlækkun síðan 1948. Frá 1948—1952 hafa egg hækkað í verði um 55,6%, þorskur um 76.2%, kaup Dagsbrúnarmanna um 73.9%, en tómatar hafa á sama tíma lækkað í verði um 12%. Verð þeirra er hagstæðara hér en t. d. í Danmörku. OG þá vaknar spurningin um útflutning, og vissu- lega er sá möguleiki fyrir hendi. Ef við getum haft tó- mata á boðstólum fyrr, þ. e. a. s. í marz, aþríl eða maímánuði væri hægt að selja til Norður- landa miklu meira magn en við nokkru sinni gætum fram leitt. Og til þess að geta haft tómata á boðstólum svo snemma árs, þarf að leysa úr tæknilegu vandamáli. I gróð- urhúsunum höfum við hitann og rafmagnið. Til þess að tó- matarnir geti þroskast þurfa þeir einnig birtu og tilraunir eru nú gerðar með ýmsa lampa. Verði þær tilraunir já- kvæðar munum við í framtíð inni sjá tilsýndar í vetrar- myrkrinu uppljómuð gróður- hús. Og þó vetrarbyljir og myrkur umlyki gróðurhúsin, er inni fyrir ylur og birta og tómatar, sem dafna vel, A. St. Tópaz ve! lekið á Akureyri AKUREYRI, 18. júní: — Leik- flokkur Þjóðleikhússins hafði fyrstu sýningu sína á hinum marg umtalaða og vinsæla franska gam anleik Tópaz hér á Akureyri, þriðjudag 16. þ. m. Flokkurinn hafði áður haft 3 sýningar á Sauðárkróki við hinar beztu undirtektir, en gert hafði verið ráð fyrir að þaðan færi leikflokkurinn til Siglufjarðar og sýndi leikinn þar. Sú fyrirhugaða áætlun fórst fyrir vegna þess, að Siglufjarðarskarð var ófært bif- reiðum. í þess stað hafði leik- flokkurinn eina sýningu á Dalvík við ágæta aðsókn. Á frumsýningunni var hvert sæti skipað í leikhúsinu og fögn- uðu áhorfendur hinum góðu gest- um frá Þjóðleikhúsinu með ein- lægu lófataki, hvað eftir annað á meðan á sýningunni stóð. í leikslok voru leikendur ákaft hylltir og bárust sumum þeirra blóm. í gærkvöldi var önnur sýning á Tópaz, Þrátt fyrir allumfangs- mikil 17. júníhátíðahöld hér á staðnum, var aðsókn að leiknum mjög sæmilég. . —H.Vald.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.