Morgunblaðið - 21.06.1953, Side 12
12
MORGUISBLAÐIÐ
Sunnudagur 21. júní 1953
— Reykjavíkurbréf
Framh. af bls. 7
við söluverð sömu vara erlendis.
Þá, og þá fyrst verða íslenzkir
bændur í raun og sannleika sjálf-
stæðir. Þá verða þeir færir um
að nota sér gæði lands vors til
fulls og hafa opnar leiðir til ó-
takmarkaðrar afurðasölu.
Næsta sporið
TIL þess að íslenzkur landbúnað-
ur geti víkkað svigrúm sitt með
þessu móti þarf bændastéttin að
gera stórt átak, einbeita hug sín-
um og kröftum að miklum tækni-
legum framförum, meiri verk-
tækni og verklagni en verið hef-
ur á ýmsum sviðum fram til
þessa.
I ferð sinni til nágrannaland-
anna komust bændurnir um dag-
inn að þeirri niðurstöðu, að bún-
aðarlönd nágrannaþjóða vorra
hefðu ekki verið ræktuð til slíkr-
ar fullkomnunar sem raun er á,
nema bændur og búalið þar
hefði unnið hörðum höndum. Við
búið er að erfiðara verði hér um
slíka fullkomnun í ræktunar-
menningu, en í hinum suðlægari
löndum.
Til þess að okkur farnist vel í
þessu efni, þurfum við að kosta
kapps um að samstilla kraftana
og varast að annarleg sjónarmið
trufli það starf sem leysa þarf á
næstu árum.
Bændur og búhöldar geta gert
þjóð sinni, sveit og bændastétt-
inni jafn mikið gagn í hvaða
stjórnmálaflokki sem þeir standa.
Aðalatriðið er, hvernig þeir haga
búskap sínum, hvort hann er til
fyrirmyndar eður eigi.
Annarleg sjónarmið
EN meðan bændapólitík Fram-
sóknarflokksins er rekin álíka og
hún hefir verið rekin' í sveitum
landsins undanfara áratugi, reynt
að draga hvern bónda í sinn
pólitíska dilk, og það látið ráða
úrslitum um afstöðuna til hans,
í hvaða flokki hann er, og hver
er líklegastur að notfæra sér at-
kvæði hans á kjördegi, er verið að
vinna leynt og Ijóst að því að
sundra bændastéttinni og tor-
velda það, að hún fái notið sín, fái
fullt gagn af vinnu sinni og erf-
iði.
Sé þeim mönnum alvara, er
hæst gala um nytsemi búskapar-
ins fyrir þjóðina og velferð henn-
ar, ættu þeir að sýna vilja sinn
í verki, með því að leggja Eflúð
við, að reyna að sameina bænd-
ur til þeirra átaka sem nauðsyn-
leg eru fyrir framfarir þær í
búnaðarháttum sem standa nú
fyrir dyrum.
En sá félagsskapur bændanna
sem tekið hefur að sér að leysa úr
viðskiptamálum þeirra svo þau
geti orðið sem hagfeldust, verð-
ur að vera rekinn með þeim
hætti að hann geti notið hins al-
menna trausts, sem honum er
nauðsynlegt til þess að hann geti
leyst hlutverk sitt sómasamlega
úr hendi.
En eins og komið hefur fram
á síðustu tímum og öllum lands-
lýð er ljóst orðið, fer því fjarri
að samvinnufélög bændanna séu
rekin með þeim hætti að viðun-
andi sé fyrir félagsmenn, svo
ekki sé fastar að orði kveðið.
Fundur ,Stefnis‘ í ftufnurfirði í dug
ííu ungir Sjálfsfæðismenn og konur flyfja ávörp
Guðlaugur.
Matthías.
Hörður.
Ingibjörg.
Einar.
Elinborg.
f dag kl. 2,00 efnir Stefnir, félag ungra Sjálfstæðismanna í Ilafnarfirði til útbreiðslufundar í Sjálf-
stæðishúsinu fyrir hafnfirzka æsku. Á fundinum munu 10 ungir Sjálfstæðismenn ræða um
störf og stefnu Sjálfstæðisflokksins og munu Hafnfirðingar fjölmenna á fundinn og hlusta á hið
unga fólk ræða viðhorfið til landsmálanna. — Ræðumenn á fundinum verða: Kristján Guð-
I mundsson, bifreiðastj., Ingibjörg Jónsdóttir, húsfrú, Ólafur Pálsson, húsasm., Hörður Kristinsson,
símvirki, Guðlaugur Þórðarson, verzlunarm., Katrín Káradóttir, nemi, Sveinn Sveinsson, verka-
maður, Þorgrímur Halldórsson, loftskeytamaður, Mattbías Mathísen, stud. jur. og Einar Sigurjóns-
son, sjómaður. — Fundarstjóri á fundinum verður frú Elínborg Stefánsdóttir. — Ekki er að efa
að Hafnfirðingar muni fjölmenna á fundinn og hlusta á hinn skörulega málflutning ungra Sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði.
— Berlínarujpp|>otin
Frh. af bls. 9.
istastjórnanna og verkamanna. Hafi það bæði komið í
Ijós í Austur-Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu undanfarið.
AKRÓPÓLIS í Aþenu er þeirrar skoðunar, að at-
burðirnir í Austur-Berlín eigi eftir að hafa í för með
sér hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir kommúnista-
forsprakkana og séu aðeins forleikur þess, sem síðar
verður. Eru önnur grísk blöð sömu skoðunar, m. a.
VIMA og EMBROS, sem segja, að uppþotin í Austur-
Berlín séu alvarlegasfa áfallið, sem Kremlstjórnin hefur
orðið fyrir og raunverulega einnig hið fyrsta. Gríska
blaðið ETSNIKOS KYRIX bendir einnig á það, að
Evrópa hafi að mestu komizt klakklaust út úr einræði
miðaldaskipulagsins og svo muni einnig fara nú. Sýni
uppreisnin í Austur-Berlín það á áþreifanlegan hátt.
Þjóðhálíðin í
Kjósinni
VALDASTÖÐUM, 17. júní —
Þjóðhátíðardagsins var minnst
með samkomu að Félagsgarði og
fjölmenntu sveitungar þangað.
Eggert Ellertsson, form. Ung-
mennafélagsins setti samkomuna
og bauð gesti velkomna. Því næst
flutti séra Kristján Bjarnason á
Reynivöllum ræðu, og á eftir
söng karlakórinn nokkur lög,
undir stjórn Odds Andréssonar á
Neðra-Hálsi. Því næst voru sýnd-
ir þjóðdansar og að lokum var
stiginn dans.
Byggingafél. verka-
manna fær nýjar
lóðir
Á FUNDI bæjarráðs á föstudag-
inn, voru samþykktar lóðaút-
hlutanir nokkrar með bygging-
arfresti til 1. september n. k.
Meðal þeirra aðila sem úthlutað
var lóðum er Byggingafélag
verkamanna, sem ætlar að
byggja níu hús á lóðunum Stang-
arholt 2 til 36, og einnig var
félaginu úthlutað lóðin 17 við
Stórholt.
amenn
VIÐ New York Times, eitt helzta
og stærsta blað Bandaríkjanna,
vinna hvorki meira né minna en
20 ritstjórar og 600 blaðamenn
auk allra annarra, sem vinna við
það að staðaldri.
Arnaðaróskir á
þjóðhálíðardaginn
MEÐAL árnaðaróska, sem For-
seta fslands bárust á þjóðhátíð-
ardaginn 17. júní, voru heilla-
skeyti frá Friðriki II. Danakon-
ungi, Gústaf VI. Adolf Svíakon-
ungi, Pasikivi Finnlandsforseta,
Eisenhower Bandaríkjaforseta,
Theodor Heuss, forseta sam-
bandslýðveldisins þýzka og Preza
Pahlavi íranskeisara.
Á þjóðhátíðardaginn bárust
utanríkisráðherra heiliaóskir er-
lendis frá, þar á meðal frá sendi-
herrum Belgíu, Finnlands og
Spánar í Osló, frá sendiherra ís-
raels í Stokkhólmi, frá aðalræð-
ismanni íslands í Tel-Aviv, ísra-
el, og frá ræðismanni íslands í
Þjóðhátfðardagurinn
í Kaupmannahófn
Einkaskeyti til Mbl.
KAUPMANNAHÖFN, 18. júní —
Þjóðhátíðardaginn höfðu íslenzku
sendiherrahjónin í Höfn þoð inni,
og sátu það um 130 íslendingar
og danskir íslandsvinir. Voru
salarkynni skreytt fögrum sum-
-arblómum í litum íslenzka íán-
ans.
í gærkvöldi var fundur í ís-
lendingafélaginu. Þar hélt Sig-
urður Nordal, sendiherra, ræðu,
Elsa Sigfúss söng, Axel Arnfjörð
lék á slaghörpu og loks var sýnd
íslenzk litkvikmynd. —Páll.
Trúlofunarhringar
Við hvers manns smekk.
Póstsendi. —
Kjartan Ásmundsson
gullsmiður
Aðalstr. 8. Reykjavlk.
Horðfiskpressur
til sölu og sýnis á fiskverkunarstöð Jóns
Gíslasonar, Hafnarfirði.
Vélsfjórafélag íslands
Framhaldsaðalfundur félagsins verður haldinn miðviku-
daginn 24. júní klukkan 20 í fundarsal Slysavarnafélags
íslands, Grófin 1. — Félagsmenn fjölmennið.
STJÓRNIN
Kosningaskrifsfofa
í Xópavogl
KO SNIN G ASKRIFTOFA Sjálf-
stæðisflokksins í Kópavogshreppi
er I Neðstutröð 4, sími 7679. —
Skrifstofan er opin kl. 2—10 dag-
lega.
LILLU-
k jarnadrykk jair-
duft
Bezti og ódýrastl
gosdrykkurina.
H.f. Efnagerð ReykjaTfktar
æL Meanwhíle
Cf CONSTABLE
M-8AIN, WHO IS
HUNTINS
FOR DOCTOR
HOLMAN,
CUESTIONS
!' 1 I IUNJ
1 / Y.i- JNDIANS
; f, Vvb: Yó Ðlo MEAfir
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd
JI’AA LOOKINS FOR A /V\AN NAMED 1
HOLMAN, CROW TALKS... A DOCTOR
... HAVE YOU HEARD ANVTHINS OF
Wh’tTE MEOtC/NE MAN's
—5
ÍWELL, HAVE YOU SEEN ANV- i
BODY WHO LOOKS LIKE S, '
THIS PICTURE?
1) Bragi lögregluforingi er
um þessar mundir á meðal
Indíánanna, sem Franklín hefir
stundað með svo mikilli natni.
Hann er að spyrjast fyrir um
Hólm lækni.
2) Heyrðu, Krákutunga. Ég
er að leita að lækni, sem heit-
ir Hólm. Hefurðu haft nokkrar
spurnir af hvítum lækni hér
um slóðir?
3) Nei, Rauðstakkur, það erj 4) Jæja, en hefurðu þá séð
enginn hvítur læknir hér hjá nokkurn, sem líkist þessari
Klettavatni.
mynd?
Æí
t: ]