Morgunblaðið - 23.06.1953, Qupperneq 8
8
MORCV HBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. júní 1953
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
5 ÚR DAGLEGA LÍFINU I
Lokuð íiuyu og Sítið vit
EINN er sá íslenzkur verklýðs-
foringi, sem jafnan hefur verið
álitinn hinn bezti drengur, svo
gætinn og grandvar að aldrei
hefði hann flugu getað gert
mein, væri hann sjálfráður gerða
sinna. Heitir sá Sigurður Guðna-
son.
Fyrir mannkosta sakir hefur
Sigurður vaxið með starfsbræðr-
um sínum í verklýðshreyfing-
unni að völdum og virðingum og
skipar nú formannsstöðu í
stærsta verklýðsfélagi landsins.
Ferst honum það vel úr hendi.
Sigurður varð snemma sann-
trúaður kommúnisti og fyllti
þann flokk þeirra, sem hvorki
efasemdir né Rússlandsuppljóstr-
anir höfðu minnstu áhrif á. —
Slík var staðfesta Sigurðar, hug-
sjón hans og trú. Það var eins
og Sigurður sagði um sjálfan sig
í samtalinu, sem við hann birt-
ist hér í blaðinu á sunnudaginn,
að hann er aðeins tvennt: sósíal-
isti og íslendingur.
Þetta tvennt hefur nægt Sig-
urði á hans ævi. Við önnur and-
ans málefni hefur hann ekki
fengizt, en að auki verið for-
maður Dagsbrúnar og liðsoddur
flokks síns, enda er það, ef rétt
er á litið, ærinn vandi að geta
hvort tveggja í senn.
Aldrei hefur verið á Sigurð
kallað til þess að leysa ráðgátu
lífsins eða láta álit sitt uppi á
heimsins stjórnmálum og gangi
styrjalda.
Það hefur því vafalaust kom-
ið eins og þruma úr heiðskíru
lofti heimsókn blaðamannsins
frá Morgunblaðinu síðastl. laug-
ardag, og spurningar hans um
það, hvert væri álit foringja ís-
lenzkra verkamanna á morðum
þeim, sem vélaherdeildir rúss-
neska hersins frömdu g fátækri
þýzkri alþýðu í hungurgöngu
fyrir bættum kjörum. Því sá
aldni heiðursmaður lýsti því þeg-
ar í upphafi yfir, að hann hefði
aldeilis enga samúð með þýzku
verkamönnunum, né heldur and-
úð á skriðdrekaböðlum þeirra.
Til þess vissi hann allt of lítið
um málið og gæti því enga skoð-
un myndað sér á örlögum verka-
mannanna þýzku.
Þá spyr blaðamaðurinn: En
er það samt ekki ljóst af frétt-
um, að í Austur Þýzkalandi, und
ir kommúniskri stjórn, eru það
valdhafarnir, sem ákveða launa-
kjörin, án þess að leita nokkuð
álits verkamannanna. Er það ef
til vill tilgangur sósíalimans að
koma slíku skipulagi á hér?
Sigurður svarar: Það veit ég
ekkert um. Kringumstæðurhar
eru svo alit aðrar hér, að það
er.alls ekki hægt að lýsa þessu.
Enn spyr blaðamaðurinn: Er
það ekki undarlegt, að þar sem
„alræði verkalýðsins“ á að ríkja,
skuli verkalýðurinn gera upp-
reisn gegn hinni kommúnisku
ríkisstjórn?
Og enn svarar Sigurður: Það
veit ég ekkert um.
Loks spyr blaðamaðurinn: En
úr því að þér teljið yður sósíal-
ista, þýðir það þá ekki, að þér
séuð samherji austur-þýzku
stjórnarinnar og rússneska hers-
ins, sem skaut á þýzku verka-
mennina?
Og þá segir Sigurður: Það hef
ég aldrei sagt. Ég veit yfirleitt
ekkert hvað er að gerast úti í
heimi. Ég hefi ekkert vit á því.
í þessu er kjarni málsins
fólginn. Einn af forystumönn-
um og leiðtogum íslenzku
verkalýðshreyfingarinnar er
gæddur þeirri fávísi, því al-
gjöra afskiptaleysi um það
sem í veröldinni gerist, að
hann myndar sér enga skoð-
un, þegar starfsbræður hans
í nálægu grannlandi eru
murkaðir niður í kröfugöngu,
samtök þeirra brotin með
lögregluvaldi og verklýðsleið-
togarnir unnvörpum dæmdir
til dauða fyrir þann glæp einn
að gera verkfall.
Hann lætur sem hann skilji
ekki hvað er að gerast, að sig
varði það engu, þrátt fyrir að
hann hefur varið lífsstarfi sínu til
að reyna að koma á sama ríkis-
skipulagi hér á landi og 'átti sök
á dauða þýzku verkamannanna.
Þegar sósíalisminn leiðir til
verklýðsofsókna og morða, verk-
fallsbanna og skriðdrekaárása á
varnarlausan múginn, varðar
Sigurð Guðnason, formann Dags-
brúnar ekkerÞ' um að slíkt sé
að gerast. Hann veit einfaidlega
ekkert um það!
Það má vera að Sigurður hafi
svarað spurningum blaðamanns-
ins af hjartans einlægni og sam-
kvæmt beztu vitund. En það
breytir ekki alvöru málsins. Að
Sigurði standa menn, sem er full-
vel kunnugt um í hvílíkri ógnar-
stjórn, verkalýðsofsóknum og
hörmungum þjóðskipulag komm-
únismans endar.
Hinn harði kommúnista-
kjarni, sem otar góðviljuðum,
grandvörum mönnum, sem
Sigurði Guðnasyni fram fyrir
skjöldu, gerir sér fullljóst, að
þeir eru að leiða sömu örlög
yfir íslenzkan verkalýð og
biðu hins þýzka, nái kommún-
isminn yfirhönd í íslenzku
þjóðfélagi.
Slík er stefna þeirra og mark-
mið og menn eins og formaður
Dagsbrúnar, auðvelda þeim að
eins að nálgast hið setta mark.
| Á þýzku kommúnistunum, er
beindu rússneskum vélahersveit-
I um á þýzkan verkalýð í kröfu-
I göngu og íslenzkum kommúnist-
um, sem enn hafa ekki öðlast
tækifæri til hins sama, er eng-
inn eðlismunur.
I Stefnan er hin sama, hugar-
farið hið sama, ofbeldishneigðin
hin sama.
Því er það harmleikur gæfra
og góðlyndra manna, sem Sig-
urðar Guðnasonar, að hafa látið
ánetjast hinum alþjóðlega kom-
múnisma og fylgja honum æ síð-
an, hryðjuverkum hans, kúgun,
valdaránum, með þá einu afsök-
un á vörum, að þeir viti ekki
fram af hvaða hömrum þeir séu
að leiða fylgismenn sína!
Það er sannarlega kominn tími
til að Sigurður Guðnason og all-
ir aðrir hans líkar í íslenzku þjóð-
félagi, fari að opna augun og
kynni sér hvert það goð er., sem
þeir dýrka.
En erfiðara verður það með
hverjum degi fyrir samherja
Sigurðar Guðnasonar að loka
augunum fyrir öllum óþægi-
legum staðreyndum um kom-
múnismann, líf og stárf flokks
bræðranna f jær og nær.
ALMAR skrifar:
IVIKUNNI sem leið setti þjóð-
hátíðin 17. júní mestan svip á
dagskrá útvarpsins. Margt ann-
að efni var þar og flutt, sem vert
væri að minnast á, en rúmsins
vegna verður hér aðeins getið
helztu dagskráratriðanna.
Frá Suður-Ameríku.
ÆVAR KVARAN, leikari,
flutti sunnudaginn 14. þ.m.
kafla úr ferðasögu frá Suður-
Ameríku, eftir Kjartan Ólafsson,
hagfræðing. — Mér er sagt, að
Kjartan sé víðförull mjög, —
hafi ferðast um flestar álfur
heims og að hann sé tungu-
málagarpur mikill. — Erindið
sem Ævar flutti er kafli úr bók
eftir Kjartan, er segir frá ferð-
'Urá útvan
rpma
í óLciaóta vilm
um hans víða um lönd á undan-
förnum árum. Mun sú bók koma
út á þessu ári. í erindinu sagði
frá ferð höfundar um lýðveldið
Venezuela við norðurströnd Suð-
ur-Ameríku og kynnum hans af
lifnaðarháttum þjóðarinnar og
einstaklingum þar. Var frásögn-
in öll í senn fróðleg og skemmti-
leg, á ágætu, kjarngóðu máli, og
stíll höfundarins athyglisvei;ður
fyrir það hversu þróttmikill og
listrænn hann er en þó laus við
alla tilgerð. — Ævar flutti erind-
VeU andi ábrijar:
Sá til sjö kirkna úr
glugganum sínum.
ÞAÐ er ekki ofsögum af því
sagt, að Reykjavík hefir þan
izt út með ótrúlegum hraða á
undanförnum áratugum. — Eldri
Reykvíkingar sem átt hafa heima
í höfuðborgínni sem smábæ
standa sumir hverjir sem þrumu
lostnir frammi fyrir þessum of-
urvexti hennar, sem heíir orðið
með skyndilegri hætti, en svo, að
þeir hafi getað áttað sig fylli-
lega á þeirri regin breytingu,
sem á er orðin.
Kona ein, sem fluttist til
Reykjavíkur fyrir 50 árum síðan
og hefir búið á Skólavörðustígn-
um , alla tíð síðan minnist þess
að hafa séð til sjö kirkna úr
glugganum sínum. Þá var ekki
þéttbýlið í kringum hana til að
birgja henni útsýn. — Þessar
kirkjur voru: Dómkirkjan,
Landakotskirkjan, Fríkirkjan,
Bessastaðakirkjan, Lágafells-
kirkjan, Saurbæjarkirkja á
Kjalarnesi og Viðeyjarkirkja.
trjánna og gróðurmagn íslenzkr-
ár moldar.
J
Hefir ennþá sólarlagið
og innsiglinguna.
A, skelfilega er maður miklu
ófrjálsari, síðan öll þessi hús
og byggingar hafa sprottið upp
allt í kring“ — segir þessi kona
sem hafði áður útsýn yfir kirkj-
urnar sjö. „En hvað um það, ég
hefi ennþá reykvíska sólarlagið
til að horfa á á kvöldin, það er
jafn fagurt nú og það var fyrir
50 árum og svo líka innsigling-
una inn á höfnina. Ég hefi horft
á marga fallega fleytuna koma
inn flóann, það er alltaf tilbreyt-
ing í, að sjá skip á siglingu og
alltaf vaknar sama spurningin:
hvaðan skildi það koma — eða
hvert er það að halda — og
hvernig skyldi því nú reiða af í
útivistinni? Því segi ég það, að
á meðan sólarlagið og innsigling
in verða ekki tekin frá mér, þá
mun ég una mér glöð á Skóla-
vörðustignum mínum, þó að
þrengra sé um mig heldur en áð-
ur var“. — Þetta segir hún, konan
sú. —
Skóggræðslan
í Heiðmörk.
NIÐURSETNINGUR“ skrifar:
„Skyldi þetta nokkurn-
tíma verða að skógartré?“ — er
spurning, sem mörgum verður á
að spyrja sjálfan sig, er hann
hlúir að lítilli og veikbyggðri
birkiplöntu uppi í Heiðmörk eða
annars staðar þar sem verið er
að hefja skóggræðslu. Þetta er
ósköp eðlileg spurning, því að
ósköp eru þau grönn og smá,
plöntukrílin, sem skóggræðslu-
manninum eru fengin í hendur
til gróðursetningar. En við verð-
um samt að vera bjartsýn og
treysta á þrótt og lífseigju litlu
Og vissulega er það til sífeldr-
ar uppörfunar að t. d. fururnar í
Norður-Noregi og grenitrén þar,1
formæður hinna smávöxnu ný- j
græðinga, er nú bera lim sitt 20
-30 metra yfir skógsvörðinn,
svo ekki sé talað um sitkatrén
í Alaska, sem vaxa í 40 metra
hæð, hafa í æsku verið eins í
vexti og að styrkleika eins og
þær plöntur, sem er verið að
gróðursetja í Heiðmörkinni okk-
ar.
Það þarf stórhug, þrautseigju
og þrotlaust starf til að vonirnar
um skógi vaxið Island nái að
rætast í framtiðinni. Þar verða
allir íslendingar að leggja hönd
á plöginn — enginn má skerast
úr leik, sem tök hefir á að leggja
fram sinn skerf.
Lofsverður áhugi
— og þó.
ÞAÐ má með sanni segja, að
almenningur hefir sýnt lofs-
verðan áhuga á skóggræðslustarf
inu, sem tekið hefir mikinn fjör-
kipp síðustu árin. í hverri viku
nú í vor hafa fjölmennir hópar
héðan úr Reykjavík lagt leið sína
inn í Heiðmörk, skóggræðslu-
land bæjarins, og gróðursett þar
þúsundir trjáplantna. Ýmis fé- j
lagssamtök hafa boðið sig fram
til þátttöku og sú þátttaka hefir
að jafnaði verið það almenn, að
ástæða er til að vera ánægður !
yfir, þó að reyndar finnist þess \
dæmi, að einar 7—8 hræður hafi
mætt, er heiðvirð og vel þenkj- 1
andi félagssamtök hafa boðað til
Heiðmerkurferðar og heitið á
alla meðlimi sína til drengilegr- 1
ar þátttöku. Slíkt ætti ekki að ,
eiga sér stað. Skógræktin er mál
allra íslendinga. Við megum, 1
ekkert okkar, sýna því máli j
skeytingar- og áhugaleysi. -
„Niðursetningur“.
Sá, sem metur
sjálfan sig mik
ils er jafnan
lítilsmetinn af
öðrum.
ið vel og skörulega og gætti þess,
að málfar höfundarins og stíll
nyti sín til fulls.
Um daginn og veginn.
rgTHOKOLF SMIi’H, blaðamað-
i ur flutti þennan þátt í út-
varpið mánudaginn 15. þ. m. —
Kom hann víða við, sem vænta
mátti, því að
\ann er manna
æðnastur að
ðlisfari, hefur
úða farið og
nargt séð og
kortir því ald-
ei umræðuefni.
— En það, sem
nér þótti athygl
.sverðast af því,
sem hann sagði,
Xhorolf Smith. voru hugleiðing
ar hans um byggingarmál bæjar-
ins og með hverjum hætti yrði
bezt ráðin bót á húsnæðisvand-
ræðunum í bænum. Benti hann
á, að hagkvæmast mundi að
reisa hér stór íbúðarhús, allt að
því tíu hæða, þar sem leigutak-
ar gætu notið sameiginlegra þæg
inda, svo sem upphitunar ibúð-
anna, þvottahúsa o. s. frv. og
börnunum yrði séð fyrir leik-
völlum innan lóðamarka hús-
anna. —
í Svíþjóð hefur þessi leið verið
farin hin síðustu ár til þess að
leysa húsnæðisvandamálin þar í
landi og gefist vel. í Stokkhólmi
hafa t.d. verið reist geisistór hús
með fjölda íbúða misjafnlega
stórum. I þessum húsum eru,
auk íbúðanna, verzlanir í flest-
um greinum, matsölu- og veit-
ingastaðir, þvottahús, sameigin-
leg upphitun (eftir mæli), leik-
vellir og jafnvel vöggustofur og
á efstu hæð samkvæmissalir,
með þægilegum og vönduðum
húsgögnum, sem íbúar húsanna
geta fengið leigða við vægu verði
til veizluhalda, svo sem við ferm-
ingar, brúðkaup og önnur tæki-
færi. Á þarna vissulega við kjör-
orðið „Allt á sama stað“ og er það
ekki til lítilla þæginda fyrir í-
búa þessara húsa.
íþróttakynnir útvarpsins.
ÞEGAR Sigurður Sigurðsson
kemur að hljóðnemanum til
þess að flytja íþróttaþátt, eða
lýsa keppni, er þar réttur
* maður á réttum„
dað. Hann hef-
ír sem sé til að
iera flest það
em prýða má
’óðan íþrótta-
-ynnir. Rödd
rans er þægileg,
mælskan í bezta
'agi, athyglin ó-
skeikul, að því
er virðist, og
það sem mestu
varðar, — frá-
sögnin er svo fjörleg og þátttaka
hans sjálfs í leiknum svo lifandi,
að hlustandinn, — jafnvel hinn
virðulegasti borgari, — hrífst
svo, að hann veit ekki af fyrr
en hann er tekinn að æpa með,
þar sem hann situr einn í kyrr-
látri stofunni, — en konan kem-
ur hlaupandi inn og heldur að
hann hafi orðið fyrir stórslysi
eða skyndilegu taugaáfalli! —
Svona eiga /sýslumenn að vera!
17. júní.
AF ÞVÍ sem útvarpað var frá
hátíðahöldunum 17. júní
hygg ég að mesta athygli hafi
vakið ræður þeirra prestaöld-
ungsins, hins ástæla æskuleið-
toga, Friðriks Friðrikssonar, og
Gunnars Thoroddsen, borgar-
stjóra, svo og söngur hinna á-
gætu listamanna, óperusöngvar-
anna Hjördísar Schymberg, Guð
mundar Jónssonar og Einars
Kristjánssonar.
Séra Friðrik beindi orðum sín-
Framh. á bls. 12
Sigurður
Sigurðsson.