Morgunblaðið - 23.06.1953, Side 16

Morgunblaðið - 23.06.1953, Side 16
Veðurúflif í dag: SA kaldi. Rigning- öðru hvoru. 137. tbl. — Þriðjudagur 23. júní 1953 Íslenzkur verkafýður hefir samúð með erlendum sétt- arbræðrum. Sj. bls. 9. Orðsending til umdæmafull- STJÓRN fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík biður um- dæmafulltrúa að skila aukaskránum ískirfstofuskrá) til skrifstofu Sjáifstæðisflokksins eigi síðar en á fimmtudagskvöld 25. júní. ALLS ENGA SKRÁ MÁ VANTA Stjórn Fulltrúaráðsins. Glæsilegf héraðsmóf SJálf- sfæðismanna í Bclungarvík Á sjölta hundrað manns sétlu móttð. BOLUNGAVÍK, 22. júní. — Sjálfstæðismenn við utanvert ísa- íjarðardjúp héldu Mð árlega héraðsmót sitt í félagsheimilinu í Bolungavík s. 1. sunnudag. Mótið sótti á sjötta hundrað manns út Súðavík, Eyrarhreppi og Hólshreppi. Líiilli flugvél hvolfdi í lendingu TVEGGJA sæta flugvél, sem ný- lega var búið að gera upp og standsetja svo að hún var sem ný, stórskemmdist vestur við Búðir á Snæfellsnesi, seint á sunnudagskvöld. — Slys var ekki á mönnum þeim sem í flugvél- inni voru. Flugvél þessi, sem er tvíþekja, hefur iðulega verið hér á flugi yfir bænum, hefur m. a. dregið svifflugur á loft af Reykjavíkur- flugvelli. Óhapp þetta vildi til í lendingunni, en við Búðir er lenc í fjörusandinum. — Stakks fiug- vélin litla fram yfir sig og hvolfdi. Við þetta stórskemmdist flugvélin og er ókannað hvort hægt verði að gera við hana, eða hvort viðgerð þyki borga sig. — Gunnar Pálmason stjórnaði flug- vélinni og með honum var Ulfar Jacobsen verzlunarmaður. Mótið hófst kl. 4 og setti for- maður Sjálfstæðisfélagsins Þjóð- ólfs, Jónatan Einarsson, það með ræðu. Aðalræðu mótsins flutti Sigurður Bjarnason, alþm., en á- vörp fluttu Axel V. Tulinius, Bolungavík Þórður Sigurðsson, Hnífsdal og Ari Eggertsson, Súðavxk. Haraldur Á. Sigurðsson og Alfreð Andrésson skemmtu með leik og gamanvísnasöng, norska söngkonan Jeanita Melin söng, en Carl Billich lék einleik á slag- hörpu og annaðist undirleik. Samkomunni stórnaði Benedikt Þ. Benediktsson. Á samkomunni var hvert sæti í hinu rúmgóða félagsheimili setið og fjöldi manns varð að standa. Er þetta í fyrsta skipti, sem legið hefir við borð að sam- koma rúmaðist ekki í húsinu. Var gerður sérstaklega góður rómur að máli ræðumanna og skemmtun listamannanna var tekið með miklum fögnuði. Um kvöldið var dansað undir Frá útifundi Sjálfstæð- ■ isfélaganna í Tívolí, 1 Sjá bls 1 »--------------------------------- i leik hljómsveitar Vilbergs Vil- bergssonar. ' I „Fagranesið“ var í förum frá Súðavík og Hnífsdal, og voru þátttakendur frá þeim byggðar- lögum á annað hundrað. , í Félagsheimilinu voru fram- I bornar góðar veitingar af veit- inganefnd hússins. Var héraðs- mót þetta ein glæsilegasta sam- koma, sem haldin hefir verið í félagsheimilinu í Bolungavík og : þátttakendurm og forstöðumönn- um til ánægju og sóma. — Fréttaritari. ' I Kópavogshreppur SJÁLFSTÆÐIS-! MENN í Kópa- vogshreppi, er vilja veita aðstoð sína á kjördegi,1 eru vinsamlega beðnir að hafa samband við kosn | irxgaskrifstofuna í Neðstutröð 4. Sími 7679. SjáHboÖavinna fyrir D-!istann i SJÁLFSTÆÐISMENN, konur og karlar, sem vilja vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og hafa ekki enn gefið sig fram til starfa, eru beðnir að gera skrifstofu flokks- ins í Sjálfstæðishúsinu, sími 7100, aðvart sem fyrst. Störf eru við allra hæfi. Vinnum ötullega að sigri Sjálfstæðisflokksins, x D-LISTINN Varizt dæframennina TÍMINN auglýsti á laugar- daginn stórum stöfum yfir þvera forsíðuna: Framsókn- arfólk, fjölmennið á Fram- sóknarfundinn í Stjörnu- bíói í kvöld! Sama dag auglýsti Stjörnu bíó í öllum dagblöðum bæj- arins: Varizt glæfra- mennina. — Sýning í kvöld kl. 7 og 9. Menn velta því nú fyrir sér, hvort hér muni átt við Vilhjálm þór og fjárplógs- menn hans úr Sambandinu — eða hvort Tíminn hafi ætlað Eysteini einum nafn- giftina! 344 atkvæði ALDREI fyrr heíur Sjálfstæðisflokkurinn átt eins glæsilega sigurmöguleika og í væntanlegum þing- kosningum. Ekki skortir Sjálfstæðismenn nema 344 atkvæði frá andstæðingum sínum til þess að vinna 10 ný kjördæmi og fá með því hreinan meirihluta á þingi þjóðarinnar. 344 atkvæði standa í vegi fyrir heilbrigðu, ábyrgu meirihluta stjórnarfari á íslandi, í stað pólitískra hrossEikaupa samsteypustjórnanna, þar sem illgjör- legt er fyrir kjósendur að greina hvaða flokkur á lof og hver last skilið fvrir stjórnarframkvæmd sína. Enginn flokkur stendur svo nærri því að öðlast hreinan meirihluta á þingi þjóðarinnar sem Sjálf- stæðisflokkurinn og það er öllum Sjálfstæðismönn- um hvöt til að herða baráttuna og efla sóknina fyrir heilbrigðu, haftalausu stjórnarfari — meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Atkvæðin, sem Sjálfstæðisflokkinn skortir eru þessi: Hafnarfjörður 52 ís&fjörður 5 Siglufjörður 84 Mýrasýsla 9 Dalasýsla 6 Vestur-ísafj.sýsla 82 Vestur-Hún. 50 Norður-Múl. 26 Austur-Skaft. 27 Vestur-Skaft. 3 Samkvæmt úrslitum síðustu almennu kosninga í Reykjavík, bæjarstjórnarkosninganna 1950, hefði Sjálfstæðisflokkurinn að auki bætt við sig einum mauni í Reykjavík, en Framsóknarmaðurinn fallið, og sýnir það, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti nú að vinna fimmta þingsætið í Reykjavík. SJÁLFSTÆÐISMENN! HERÐUM SÓKNINA OG ÖFLUM FLOKKI OKKAR MEIRIHLUTAVALDS A ALÞINGI! Þjófnaður á Raufarhöfn RAUFARHÖFN, 22. júni: — í nótt var þjófnaður framinn í kaupfélaginu hér. Þar var stolið 500 krónum í peningum og fund- ust þeir aftur hér í kauptúninu, þar sem þeir lágu á víðavangi, skammt frá síldarverksmiðjunni. Órannsakað er hvort fleiru hafi verið stolið, en nú er á leið hing- að fulltrúi sýslumannsins, Ari Kristinsson, og tæknideildarmað- ur rannsóknarlögreglunnar, Axel Helgason. Mun fullnaðar rann- sókn fara fram er þeir koma. Sá sem hér hefur verið að verki, virðist hafa haft lykil að kaupfélagshúsinu, því engin verksummerki er að sjá á húsinu að þar hafi verið brotizt inn. — Peningarnir voru geymdir í skúffu í skrifstofunni og hefur járn verið notað til að sprengja hana upp. Þjófurinn hefur og gert leit í öðrum skúffum. Fresta varð endurskoðun þeirri, sem hefjast átti í dag hjá kaupfélaginu, vegna þessa þjófn- 1 aðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.