Morgunblaðið - 11.07.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. iúlí 1953 uttM&frife Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. \ ÚR DAGLEGA LÍFINU f \f\mi syndahafri slátrað LAVENTII Beria, hinn alvaldi öryggismálaráðherra Kreml- stjórnarinnar og stjórnandi rúss- nesku leynilögreglunnar í um það bil 14 ár, er nú fallinn í ó- náð. Aðalmálgögn kommúnista- flokks Sovétríkjanna lýsa hon- um sem ,glæpamanni“ og „fjand manni rússnesku þjóðarinnar“. Kveða þau hann hafa unnið markvíst að því, að eyðileggja hið kommúníska skipulag og koma á séreignaskipulagi í Rúss- landi. Af öllu þessu leiðir að Bería hefur nú verið rekinn úr hinum valdamiklu embættum sínum, tekinn höndum og stefnt fyrir „rétt“. Um örlög hans þarf eng- inn að efast. Mann, sem framið hefur slíka glæpi, sem Bería eru nú gefnir að sök, lætur Sovét- stjórnin ekki vera bráðlifandi á glámbekk! Dauðinn, í snörunni eða fyrir byssukúlum Malenkovs verður hlutskipti hans. Þannig er stjórnarfarið aust ur þar undir „alþýðulýðræði" kommúnista. Laventtii Bería er a. m. k. þriðji öryggismála- ráðherrann og yfirmaður rúss nesku leynilögreglunnar, sem rekinn er frá völdum sem glæpamaður og síðan drep- inn. Svo hláleg eru örlögin, að þessir valdamiklu menn, sem 200 milljónir Rússa hafa skolfið af ótta við, og sem sent hafa þúsundir manna út í dauðann og milljónir manna í þrælabúðir, hafa að lokum fallið sjálfir í ónáð þeirrar stjórnar, sem þeir hafa verið varðhundar um. í ríki kommúnismans er ekk- ert öryggi til. Sá sem í gær réði örlögum milljóna og hafði völd og áhrif, er í dag glæpamaður, svívirtur og niðurlægður, sakað- ur um að hafa haft í hyggju eyðileggingu sovétskipulagsins. Þannig er hið rótfúna einræðis- skipulag kommúnismans orðið að einni maðkaveitu. En þótt margt sé ennþá hulið í sambandi við syndafall Bería getur þó engum blandast hugur um, að undanfari þess er stór- felld valdatogstreita meðal æðstu ráðamanna Sovétríkjanna. Bería var við lát Stalins talinn einn áhrifamesti leiðtogi rússneska kommúnistaflokksins. En milli hans og Malenkovs ríkti veru- legur ágreiningur og togstreyta um hin æðstu völd. Malenkov ! vann í fyrstu umferð og settist í sæti forsætisráðherra. En Bería varð þó varaforsætisráðherra, ör- yggismálaráðherra og yfirmaður leynilögreglunnar. Fyrsta tákn þess að heldur hallaði undan fæti hjá Bería var kollsteypan í læknamálinu, er allmargir gyðingalæknar voru sýknaðir af þeirri hroðalegu ákæru að hafa myrt ýmsa leið- toga kommúnistaflokksins og hafa ætlað sér að kála fleirum, jafnvel sjálfum Stalin. Sem yfir- maður leynilögreglunnar bar Bería vissa ábyrgð á ofsókninni gegn læknunum. Sýkna þeirra og viðurkenning þess, að pynting- araðferðum hefði verið beitt til þess að knýja fram játningar þeirra, var því mikið áfall fyrir hann. Síðan hefur verið uppi þrá- látur orðrómur um áframhald- andi valdastreytu innan sovét- stjórnarinnar. Úrslit hennar hafa í bili orðið þau, að Bería er varpað út í yztu myrkur. Hann er nú sá syndahafur, sem Sovét stjórnin telur sig þurfa að slátra til þess að friðþægja fyrir af- glöp sín. Það er athyglisvert, að öll- um þeim kommúnistaleiðtog- um, sem undanfarið hefur verið sparkað úr trúnaðar- stöðum er gefið það að sök, að hafa torveldað framleiðslu landbúnaðarafurða. Hvernig stendur á þessu? Allt bendir til þess að ástæð an sé beinlínis matvælaskort- ur og hungur í þeim löndum, sem kommúnistar ráða. Þess- vegna verða þeir að hafa ein- hvern til þess að hengja fyrir matvælaskortinn!! Vel má vera að fall Bería, sem sýnir stórkostleg átök innan kommúnistaflokks Rúss lands, sé aðeins upphaf að hreinni byltingu í landinu. Einnig er hugsanlegt að með því hafi Malenkov tryggt sig svo í sessi, að hann hafi náð sömu járntökum á rússnesku þjóðinni og Stalin hafði. Allt á þetta eftir að skýrast betur, enda þótt erfitt sé að fá fréttir af því sem gerist í hinni kommúnísku þrælakistu í Rúss- iandi. Slæmur pappír! VIÐ alþingiskosningarnar í sum- ar eins og við undanfarnar kosn- ingar, hefur útbúningi utankjör- staða kjörgagna verið þannig hagað, að ríkissprentsmiðjan Gutenberg hefur annast hann í samráði við starfsmenn dóms- málaráðuneytisins. Er þetta stað- fest í bréfi, sem forstjóri prent- smiðjunnar birtir í Alþýðublað- inu í gær. En í því segir hann að „frá því að kosningalög þau voru sett, er nú gilda, hef ég ráðið langmestu, eða jafnvel öllu, um frágang kjörseðla, einnig ut- ankjörstaðaseðlanna. Hafi mis- tök átt sér stað, er því mig ein- an um að saka“. Þetta segir Steingrímur Guð- mundsson, sem allir vita að er heiðarlegur og grandvar maður, af því tilefni að Alþýðublaðið hóf 10 dögum eftir kosningar hat rammar árásir ' á dómsmálaráð- herra fyrir að slæmur pappír hafi . verið í utankjörstaðaat- kvæðaseðlum. Að sjálfsögðu er það miður farið ef svo hefur verið. En það er eindæma heimskulegt af ritstjóra Alþýðu- biaðsins, Hannibal Valdimars- syni, að hefja árásir á dómsmála- ráðherra fyrir þetta. Undirbún- ingi þessara kjörgagna hefur í þetta skiptið verið hagað eins og jafnan áður. Ríkisprentsmiðjan og starfsmenn dómsmálaráðu- neytisins hafa annast hann og áreiðanlega unnið það verk eftir beztu samvizku. En hvernig stendur á því, að Hannibal ber kvörtun sína um þetta atriði fram fyrst nú, löngu eftir að kosningum er lokið? Hversvegna gerðí hann það ekki þegar utan- kjörstaðaatkvæðagreiðslan hófst, mánuði fyrir kjördag? Ef papp- írinn í seðlunum var of þunnur, sem vel má vera að hann hafi verið, hversvegna benti Alþýðu- blaðið þá ekki á það þá þegar? Getur verið að ritstjóri Al- þýðublaðsins, formaður Al- þýðuflokksins, sé að kenna slæmum pappír hið hrapalega fall sitt á ísafirði? Árinni kennir illur ræðari, segir gamalt íslefizkt máltæki, sem mikið er notað á Vestfjörð- um!! OKKAR góða og gamla heims- kringla kvað vaxa drjúgum. Dag hvern sáldrast yfir hana smágert dust utan úr himinhvolf- inu. Safnast þegar saman kemur stendur þar, og vísustu menn hafa reiknað, að dagskammtur- inn vegi um 6 þúsundir smá- lesta eða 2 milljónir smál. á ári. En heimskringlan er stór svo að ekki koma nema um 4 kg á hvern ferkíiómetra á sama tíma. I fyrra lét vísindamaður vestur í Bandaríkjunum safna þessu dusti, svo að efni þess yrðu rann- ^örhín, ótœbhar. \ sökuð. Komust menn að raun um, að samsetning þess er allt önnur er gerist yfirleitt hér á jörð. Það er sett saman úr ör- smáum, sjálfstæðum ögnum, 1/10—1/100 úr mm í þvermál. Flestar eru þær segulmagnaðar, í þeim er járn, silikater eða sýra. I útliti eru þær eins og smádrop- ar af bræddum málmi. Við getum þannig gert ráð fyrir, að jörðin VeU andi ihrilar: M Útlendir ferðamenn á íslandi. IKIÐ hefir borið á útiendum ferðamönnum í Reykjavík undanfarna daga. — Norrænn blaðamannahópur hefir dvalið hér um það bil vikutíma og í fyrradag úði allt og grúði af amerískum ’ ferðamönnum af skemmtiferðaskipinu Caronia, sem stóð hér við í einn dag. Ferðaskrifstofa ríkisins hafði i undirbúið móttökur þessa fjöl- menna ferðamannahóps og gerði I ýmislegt til að gera útlendingun- j um þennan eina dag á íslandi | sem ánægjulegastan. Þegar ég kom niður á Austurvöll, um fimm leytið um daginn var þar íslenzkur glímuflokkur að leik. Bændaglíman er gömul og þjóð- leg íslenzk íþrótt og fór vel á að gefa hinum útlendu ferðamönn- um kost á að sjá og kynnast, hvernig hún er þreytt. — Þeir fylgdust líka margir hverjir með henni af miklum áhuga og hnipptu öðru hvoru kankvísir hver í annan, þegar þeim fannst glímumönnunum takast upp. Engar hugmyndir um ísland. VIÐ hliðina á mér stóð ung New-York stúlka, sem ég heyrði, að var spurð að því hvaða hugmyndir hún hefði haft um ísland, áður en hún kom hingað. „Eiginlega alls engar“ — var svarið — „ég vissi svo sem ekkert um ísland áður — því miður“. Við íslendingar kippum okkur ekki upp við slík svör út- lendinga — við erum þeim of vanir til þess. Þessi unga ameríska stúlka virtist annars mjög ánægð yfir komunni hingað. Að minnsta kosti hafði hún ekki orðið fyrir neinum slíkum vonbrigðum, sem afi hennar gamli forðum, sem hún sagði, að hefði farið til Græn lands og engan ísbjörnin séð! Komust ekki fyrir á póstkortinu. ISAMBANDI við útlendu ferða- mennina detur mér í hug smá atvik, sem ég varð sjónarvottur að fyrir nokkrum dögum. Eg var staddur inni í minjagripaverzlun Ferðaskrifstofunnar um leið og nokkrir Norðurlandabúar, sem voru í óða önn að velja sér ýmsa smágripi til minningar um komu sína hingað. Einn hafði keypt sér hvítt gæruskinn til að færa kon- unni sinni og armband handa dóttur sinni og var hinn ánægð- I asti yfir kaupunum. Svo voru það póstkortin. Hann keypti ein j tvö og ætlaði að skrifa á þau í skyndi og setja í flugpóst. Það kostaði 1,40 kr. undir kortið og afgreiðslustúlkan kom með fjög- ur frímerki, eitt 90 aura, tvö 20 aura og eitt 10 aura — að þvi er mig minnir. Manntetrinu óaði ! augsýnilega við að þekja kortið í j frímerkjum — það var sem sagt harla lítið rúm eftir til að skrifa j á, þegar frímerkin fjögur voru komin á. „Ég fer þá heldur á j Pósthúsið“ — sagði hann og þar við sat. j Ef til vill hefir staðið eitthvað | sérstaklega illa á með frímerkja- byrgðir Ferðaskrifstofunnar þeg- ar þetta var — en mér fannst hálf leiðinlegt, er ég stóð þarna inni, að horfa upp á slíkan vandræðaskap. Hvar eru „hvítu kollarnir“? EX-STÚDENT skrifar: „Hvernig skyldi því víkja við, að allir nýstúdentarnir frá því í vor virðast hafa horfið nið- ur í jörðina — maður sér ekki eina einustu stúdentshúfu á kreiki. Mér hefir verið sagt, að ungu stúdentarnir veigri sér við að ganga með hvítu húfurnar vegna þess, að fólk leggi það út, sem mont og oflátungshátt. Hví- lík reginvitleysa! Og hví skyldu stúdentarnir vera að leggja stór- fé út fyrir húfuna til þess að nota hana svo ekki nema rétt dagana í kringum stúdentspróf- ið? Stúdentshúfan er í senn klæðilegt, hentugt og yfirlætis- laust höfuðfat og ættu stúdentar að sýna henni þann sjálfsagða sóma, að ganga með hana, frekar en eitthvert erlent hattskrípi, sem þar að auki klæðir þá ekki nærri því eins vel — beini ég þeim orðum mínum aðallega til ykkar, ungu stúdínur! Öðruvísi á hinum Norðurlöndunum. 4HINUM Norðurlöndunum er þetta öðruvísi. Þar ganga nýju stúdentarnir með „hvíta kollinn“ sinn allt sumarið eftir stúdentsprófið, já — og meira en það — þeir setja hana upp á hverju vori þegar góða veðrið kemur, jafnvel öll árin meðan þeir eru í háskóla — og engum dettur í hug að leggja það út sem rembingshátt af þeirra hálfu. — Þetta hik íslenzkra nýstúdenta, að ganga með stúdentshúfuna er líka ný tilkomið, virðist mér og veit ég ekki hverju það ætti að kenna. En ég sakna þess að sjá ekki hvítu kollana og ég veit, að svo er um fleiri. — Ex-stúdent“. Sá, sem vill læra, finnur alls staðar skóla. hafi smáþyngzt þær 2000 til 3000 milljónir ára, sem hún hefir geng ið kringum sólu. t-L skamms tíma héldu menn, ið geimurinn milli stjgirna væri tómur með öllu,. en nú er víst, að svo er ekki. Loftsteinar eru ein sönnun þess, að gegnum rúmið sveima smáhnettir, sumir á stærð við títuprjónahaus, aðrir vega nokkrar smálestir. Á hverj- um degi lenda milljónir slíkra hnatta inn í gufuhvolf jarðar- innar. Núningsmótstaða lofsins verður þá svo mikil, að þeir verða rauðglóandi, og oftast nær sundrast þeir áður en þeir ná j’firborði jarðar. TJARNFRÆÐINGUM HEFIR lengi verið kunnugt um dimma bletti milli lýsandi stjarna úti í geimnum. Nú vita þeir, að þessir dimmu blettir eru þokur lofttegunda og efnissalla, sem enn hefir ekki þjappazt sam an í lýsandi stjörnur. Þessar þok- ur skyggja á birtu þeirra stjarna, sem handan þeirra eru. Þetta hefir alið af sér nýja kenningu um, hvernig jörðin og aðrar reikistjörnur hafi orðið til. Fyrrum héldu menn, að sólin hefði orðið til á undan reiki- stjörnunum, og þær væru ekki annað en brot, sem klofnað hefðu frá henni, er önnur stór stjarna hefði sveimað hjá. NÚ eru margir stjarnfræðingar sannfærðir um, að sól og reikistjörnur séu orðnar til um sama leyti og á svipaðan hátt, þannig að dimmar þokur lofts og smáagna hafi þjappazt saman. Þesar agnir eru svo örsmáar, að upphaflega flytja ljósgeislar þær um geiminn milli stjarna. Ljósgeislarnir orka þannig á agnirnar og reka þær saman í hvirfingu. Aðdráttarafl þeirra innstu dregur og að sér smærri agnir. Þannig vaxa þokukjarn- arnir eins og snjókúlur og verða þokurnar með tímanum óhemju- víðáttumiklar og því stærri, sem kjarnar þeirra eru, með þeim mun meiri krafti draga þær að sér agnir í útjörðum hennar og utan úr geimnum í kring. Loks slengjast þær með þvílíku afli inn að miðkjarna, að núningur- inn veldur hita eða þeirri birtu, sem streymir frá stjörnum. EFTIR þessari kenningu varð sólin til úr stórri þoku, en reikistjörnur úr öðrum minni. — Þessi sköpun verður síður en svo á augabragði, heldur er hún ævar andi, og því stækkar til að mynda jörðin smám saman með þvi að hún dregur að sér geimdust, sem þeir í Bandaríkjunum hafa nú mælt og vegið. ! Sú eðlilega ályktun verður dregin af þessari kenningu, að til hljóti að vera ótal sólkerfi, eins og við vitum að er. Ef sól og reikistjörnur hennar verða þannig til, hlýtur og sama að gilda um aragrúa annarra sól- kerfa. í Vetrarbaruitnni einni eru taldar um 40 þús. milljónir stjarna, og ef kenningin er rétt, ættu að finnast milljónir millj. af reikistjörnum, sem svipað eru á sig komnar og jörðin. NEISTAR — Hver var þessi Gerður, sem þú talaðir um upp úr svefni í nótt? — Gerður? —- Já, það var vél- bátur, sem ég fékk léðan í gær- kvöldi. — Já, einmitt. Þá hefir þessi vélbátur hringt í morgun og spurt eftir þér. — Þykir þér rétt, að elskendur sitji lengi í festum? — Sannarlega. Þeim mun skemur stendur hjúskapurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.