Morgunblaðið - 11.07.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.07.1953, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. júlí 1953 Framhaldssagan 52 koddanum. Ofan á því lá íspoki, svo að andlitið á honum virtist ennþá minna en það var í raun og veru. „Komdu sæll“, sagði hann og brosti lítið eitt. • ,,Þú ert meiri maðurinn", sagði Mike. „Þú varst næstum búinn að velta bílnurn". Buddy talaði hægt en með á- kafa. „Mig langar til að biðja þig um dálítið, herra Walton“, sagði hann, „áður en ég sofna. Ég fékk víst svefnmeðal — viltu geyma Prins fyrir mig á meðan.... “ Mike ræskti sig. „Já, það skal ég gjarnan gera“. Þá datt honum Júlía í hug. „Eða ég geri annað sem er betra. Ég skal senda hann til frú Westerlund, þú veizt, það er hún sem á mjólkurbúið — þar getur hann eltzt við kanínur í skóginum". „Það væri ágætt“, sagði Buddy. Rödd hans varð að hvísli. „En það er eitt til — Prins verð- ur stundum svo æstur — til dæmis, þegar maður kemur heim, eða þegar hann hefur leik- ið sér of mikið. Hann er heldur ékki gamall, eiginlega bara hvolp ur....“ „Já?“ sagði Mike. „Hann verður svo æstur, og stekkur upp á mann. Og svo kem ur það líka fyrir að hann skilur eftir sig lítinn poll“. Buddy hristi höfuðið, en hætti því brátt þegar hann kenndi sársauka. „Hann getur ekki að því gert. Það er bara af því að hann er svo lítill og verður svo glaður. Það er illa gert að slá hann fyrir það....“ „Þetta gerir ekkert til“, sagði Mike. „Allir hvolpar eru eins og lítil börn“. Buddy brosti aftur lítið eitt, þegar Mike stóð upp til að fara. Frú Nolan var ekki frammi á ganginum. Hann gekk fram og aftur dálitla stund og hafði ekki minnstu löngun til að fara. I gegn um aðra rúðu sá hann inn í vöggustofuna. Kannske átti hann eftir að koma með Júlíu hingað í vor, þegar hennar tími var kominn? Hann rak burtu umhugsunina urn hana og fór út til að finna frú Nolan. Hún beið hans fyrir utan aðal- dyrnar. Nú var hún feimin og vandræðaleg, þegar hræðslan var horfin. Mike brosti með sjálfum sér og velti því fyrir sér, hvers vegna hún hafði ekki beðið eftir honum á biðstofunni. Fannst henni hún ekki eiga heima í þessu skínandi og fágaða húsi? Hann vissi að hann þurfti ekki að segja henni að hann mundi borga sjúkrahúsleguna fyrir Buddy. Hún vissi það og þáði gjöfina þegjandi og niðurlút. Hún mótmælti harðlega þegar hann stöðvaði leigubíl handa henni og borgaði bílstjóranum fyrir að aka með hana til Sherry ville. Þegar leigubíllinn var horf- inn, settist hann upp í sinn eigin bíl og ók beina leið á járnbraut- arstöðina. Hann sá það á kirkju- klukkunni að klukkan var tæp- lega sjö. Lestin fór klukkan 7,02. Auð- vitað vissi hann vel, hvers vegna hann var kominn hingað á stöð- ina. Hvers vegna hann ætlaði að stíga 'upp í lestina, þegar hún kæmi við hér í Clanford. Eiginlega ætti ég að fara heim, hugsaði hann. Ef ég gerði það og léti eins og ekkert? Hún tæki á móti mér, róleg og tiægð. Henni væri það mjög auð- Íelt að láta eins og ekkert væri. f hún myndi spyrja mig Syernig þessu hefði reitt af, fæl- t dulin ásökun á bakvið spurn- inguna. Ef ég hefði ekki gefið honum hundinn, þá — Ef ég hefði látið hann afskiptalausan — Er þetta ekki nákvæmlega það sem ég á skilið fyrir að hirða upp af götunni óáreiðanlega flækingsstráka? Þú getur sjálf- um þér um kennt hvernig fór, myndi hún hugsa með sér. Og hugsanir hennar myndu vera svo sterkar, að ég gæti auðveldlega lesið þær. Þá er það yfirstaðið, hugsaði hann. Ég hef fengið mína lexiu. Ég hélt að ég myndi geta kennt mér um dauða lítils drengs. — Drengs, sem ekki hefur átt of góða daga. En nú er það yfir- staðið. Nú fer ég til New York án þess að hringja til Júlíu. •— I nótt getur hún verið ein í dimmu, kyrrlátu húsinu. Ég fer til New York með hraðlestinni. — Eftir nokkrar mínútur, þegar ég ryðst í gegn um mannþröngina á stöðvarpallinum, veit ég ná- kvæmlega hvert ég er að fara og hvers vegna ég fer. Hann heyrði í flautu einhvers staðar utan úr myrkrinu. Hann gekk letilega fram og aftur fyrir framan járnbrautarstöðina og reyndi að fá stöðvað hjartslátt- inn. Þegar hraðlestin flautaði í annað sinn flýtti hann sér að miðasölunni með peningana í hendinni. 85 mínútum síðar stóð hann á Commodore-barnum í New York og starði á viskýglasið, sem sett hafði verið fyrir framan hann. Hann myndi þurfa á innihaldi þess að halda, ef hann átti að komast • síðasta spölinn á þessu ferðalagi. Eins og var gat hann vel látið sér nægja að horfa á það. Hahn hafði drukkið fjögur glös af sama veig í reykingar- salnum á lestinni, svo að ferðin hafði gengið óvenjulega greitt, fannst honum. í stað þess að: ; þungar áhyggjur ásæktu hann, | I eins og hann hafði búist við, j : fann hann aðeins til þægilegs j tómleika. En svo fóru þær að gera vart I við sig. Hann lofaði þeim að koma, því að hann vissi að hann myndi geta deyft áhrif þeirra \ með því sem var í háa glasinu. Júlía. Hvað var hún? spurði hann sjálfan sig. Hún var vel vaxin. Hún átti fallegan líkama. Einhvers staðar hlaut hún þó að eiga sál og tilfinningar, sem höfðu einhvern tímann reynt að koma upp á yfirborðið. En móðir hennar hafði gengið rösklega til verks og henni hafði tekizt vel. Hún hafði kæft allar tilfinning- ar hennar. Hún hafði gert hana að ánægðu dýri, ketti, sem er til, til þess að hægt sé að gæla við hann, ketti, sem langar til að strjúka sér upp að manni...... Strjúka, sagði hann upphátt. Ég er varla drukkinn úr því ég get sagt þetta svona greinilega, hugsaði hann með sjálfum sér. Hann teygaði úr glasinu til að komast aftur í það hugarástand, sem hann hafði verið í á leið- inni. Hann var í 150 kílómetra fjarlægð frá Júlíu og frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Honum datt í hug, hvernig á- statt var fyrir henni og hristi höfuðið. Það er ekkert þar, sem hindrar þig, góði minn. Að vísu verður þú að taka á þig ábyrgð, en hana eigið þið ekki saman. Meira að segja þitt eigið barn tilheyrir henni þegar það kemur í heiminn. Henni einni. Hvernig getur þú gert úr því dugandi mann, þegar það á kött fyrir mömmu? I faðmi hennar verður barnið að hégómlegum heims- 1 ingja fyri raugunum á þér. — I j Þegar Böggull réri bátnum yfir til eyjarinnar, var hann að hugleiða, hvernig hann ætti að ná kjólnum. Það var alls ekki svo auðvelt, því að galdrakerlingin gekk ávallt í honum. Loksins eftir langa íhugun datt honum snjöll hugmynd í hug. Hann tróð undir jakkann sinn stórum poka og gekk svo rakleitt inn í kofann. Galdrakerlingin starði á hann og sagði svo afarreið: „Ert það þú, Böggull?“ „Já, svo vissulega er það ég“ svaraði hann. „Jamm, einmitt. Nú ertu genginn í gildruna. Nú hefi ég þig á mínu valdi. Þú heldur víst ekki, að þú sleppir héðan eftir allt, sem á undan er gengið“ sagði galdrakerlingin og var grimmileg á svipinn. Hún þreif þessu næst stóra sveðju og ætlaði að höggva til Bögguls. Hann lét, sem hann væri gríðarlega þræddur, en sagði svo: „Úr því að ég á að deyja hérna, finnst mér, að ég ætti að fá að ráða hvernig ég verð drepinn. Ég vil miklu heldur, að ég fái að borða það mikið, að ég detti niður steindauður, heldur en að láta slátra mér eins og hverju öðru svíni“. Galdrakerlingin hugleiddi bón Bögguls nokkra stund, og féllst svo á, að hann skyldi fá að deyja á þennan hátt. „Það er sízt betri dauðdagi“, mulraði hún við sjálfa sig. Hún lét svo pott yfir eldinn og eldaði geysilega mikið af graut. Þegar grauturinn var soðinn, lét hún pottinn á borðið fyrir framan Böggul, og hann tók til matar síns. En hún tók ekki eftir því, að fyrir hverja skeið, sem hann lét upp í sig, lét hann tvær í pokann, sem hann var með undir jakkanum. Kerlingunni fannst afar merkilegt, hve mikið Böggull gat troðið í sig af grautnum. Loksins lagðist hann þó út af á bekkinn, sem hann hafði setið á, og þóttist vera orðinn fár- sjúkur. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu ■. _ . ........ 3 Til sýnis á Sólvallagötu 13 í dag, laugardag, kl. 4—6 og sunnudag frá kl. 2—4. •i ■ ■ ! Vegna snmarleyfa í ■ ■ ■ * verður lokað frá 20. júlí til 5. ágiist. ■ ■ ■ ■ ■ « | ■ • Fatnaður, sem á að hreinsast fyrir lokun sumarleyfa, • ■ þarf að koma eigi síðar en mánudaginn 13. júlí. ■ Ford : I : yfirbyggður vörubíll, model 1947, í mjög góðu astandi ; ■ ; og lítið notaður, til sölu og sýnis á Snorrabraut 36. — } ; Uppl. í síma 80541. \ ! Góður matreiðslumaður i ■ ■ ■ ■; ■ ■ ■ ■ ■ óskast nú þegar. —Mötuneyti Sameinaðra verktaka í jji ■ ■’ ■ Keflavík. — Uppl. í síma 81046 kl. 1—2 í dag. Okkur vantar nokkra biireiðastjéria Einnig bifreiðaviðgerðarmann. Bifreiðastöð Steindórs. Matsvein, II. vélstjóra og 2—3 vana háseta vantar á m.s. Bjarnarey, til síldveiða. Uppl. hjá skip- stjóra um borð í skipinu, sem liggur við bryggju í Hafnarfirði eða í síma 9921. Síldarstulkur vantar til Raufarhafnar. Góð vinnuskilyrði. Saltað inn- ; anhúss. Kauptrygging, fríar ferðir, gott húsnæði. Uppl. í síma 2298. GUNNAR HALLDÓRSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.