Morgunblaðið - 11.07.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.1953, Blaðsíða 12
Veðurútiif í dag: Sunnan gola, dálítil rigning. Happdrætfi Háskólans. Sjá blaðsíðu 2. Foryslumenn norrænna vinnuveitendasamtaka koma saman til fundar hér Af íslands hálfu sifja fundinn tíu fulKrúar Á SUNNUDAGSKVÖLD koma hingað með Gullfaxa, umboðs- menn vinnuveitendasambanda á Norðurlöndum, því að hér skal haldinn fundur samtaka norrænna vinnuveitenda fyrsta sinni. Fundir samtakanna standa hér yfir dagana 13,—17. júlí. Kjartan Thors, formaður Vinnuveitendasambands íslands og varaformaður sambandsins, Guðmundur Vilhjálmsson, skýrðu fréttamönnum fra þessu í gær. ÍSL. SAMTÖKIN YNGST Áður hafa slíkir fundir verið háðir á hinum Norðurlöndunum öllum, og hefir Vinnuveitenda- samband íslands öðru hverju sent fulltrúa á fundina síðan 1938 Vinnuveitendasamband íslands er yngst á Norðurlöndum, stofn- að 1934. Elzt er vinnuveitenda- samband Danmerkur stofnað 1896. Hin Norðurlöndin koma svo hvert af öðru. Formaður Vinnu- veitendasambandsins gat þess, að alla tíð, síðan sambandið var stofnað, hefir það notið aðstoðar og samvinnulipurðar bræðrafé- laganna á Norðurlöndum, þótt atbeina þeirra hafi aldrei verið leitað í vinnudeilum. LANDIH KYNNT Auk fundarhalda, verður hin- um erlendu gestum boðið að skoða ýmsa markverða staði, svo sem Þingvelli og Sog, þar sem snæddur verður hádegisverður í boði borgarstjórans í Reykjavík. Heildarsamtök vinnuveitenda njóta mikils trausts og álits á Norðurlöndum, og eru talin ein veigamestu samtök þar. ÁRLEGIR FUNDIR Hingað koma 3 fulltrúar ásamt frúm, frá hverju vinnuveitenda- félaganna á Norðurlöndum, Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en af íslands hálfu sitja fundina 10 fulltrúar. Fundir, sem þessir, þar sem forustumenn samtakanna ræða þau mál sem efst eru á baugi á hverjum tíma, eru haldnir ár-.' lega. Auk skýrslna, sem gefnar eru á fundum um gang mála í hverju landi um sig, siðan síðasti fund- ur var haldinn, eru rædd þau mál, sem úrlausnar bíða í svip. GESTIR VERÐA ÞESSIR: Danmörk: Hans L. Larsen og frú, H. Tuxen, Carl Plum og frú. Finnland: Arno Solin, V. A. M. Karikoski, Wilhelm Sjöberg og frú. Noregur: Christian Erlendsen, ásamt dóttur sinni, frk. Sheila Erlendsen, K. Meinich-Olsen og frú, A. P. Östberg. Svíþjóð: Axel Enström og frú, Bertil Kugelberg og frú, Gullmar Bergenström og frú. Friðrik Ólafsson í úrslitunum? KHÖFN, 10. júlí — Það líður nú að leikslokum í forkeppni á skák mótinu hér. Búið er að tefla sjö umferðir af níu. I sjöundu um- ferð tapaði Júgóslavinn Ivkov fyrstu skákinni á mótinu. Friðrik Ólafsson gerði jafntefli í þessari umferð á móti Percitz, Israel. Boey sigraði Keller, Sviss og Barda, Noregi, vann Reichel, Austurríki, Mellberg sigraði Siemms, Kanada og Panno, Arg- entínu, vann Ivkov. Eftir þessa umferð minnkaði bilið milli Ivkovs og Friðriks, en Jgóslavinn hefur nú 5 Vá vinning og Friðrik 5. Þá kemur Panno með 4V2, Barda 4, Keller og Per- zits með 3V2, Boey 3, Reichel 2V2, Siemms 2 og Mellberg IV2. Friðrik Ólafsson er eini kepp- andinn í A-riðli, sem ekki hefur tapað neinni skák enn. Má nær fullvíst telja nú, að hann komist í úrslitin um heimsmeistaratitil- inn, en um hann keppa alls átta lönd af þe'im 20, sem þátt taka í keppninni. Lokaskák Friðriks í riðlinum verður við Ivkov, en í dag mun áttunda umferðin verða tefld. — Tefla þeir þá Friðrik og Keller. Almennur kirkju- fundur haldinn í hausf ALMENNUR kirkjufundur verð ur haldinn í Reykjavík í haust dagana 17.—19 okt. Verður hann með sama sniði og að undan- förnu. Aðalmál fundarins verða að þessu sinni: kristindómurinn og fræðslumálin, ríki og kirkja og kristniboð. Hhorfendur dæma utm gildi góðhestunna KEYKJUM 7. júlí: — Hestamannafélagið Hörður heldur hinar ár- legu kappreiðar sínar við Arnarhamar sunnudaginn 19. júlí. Sú nýlunda verður þar upp tekin að leikskránni fylgir atkvæðaseðill *em hver áhorfandi fær og greiðir hann síðan atkvæði um hver góðhestanna sé beztur. Áreiðanlegt er að þetta mun vekja mikinn áhuga og jafnframt spenning. Á þennan hátt fær hver einstaklingur tækifæri til I>ess að verða þátttakandi í því tem fram fer. Þá er það eins og venja er til 350 og 300 m. stökk, 250 m. skeið *>g síðan einskonar nýliðahlaup þ. e. fyrir hesta, sem ekki hafa ver- ið reyndir á kappreiðum fyrr. Útlit er fyrir að þátttaka verði góð þar mæta væntanlega góð- hestar þeirra bræðra Jóns í Varmadal og Þorgeirs í Gufu- nesi, auk annrra. Víst má telja að góðhestar verði nú fleiri en áður þegar þetta fyrirkomulag er haft með dóma. — J. 'Séra ííristinn iDaníe-s^oa iézt í gæœorgun Sr/ KRISTINN DANÍELSSON præp. lion., sem mun hafa verið annar elzti prestur landsins, and- aðist í gær að heimili sínu, Útskál um við Sucurlandsbraut, hér í Reykjavík. Hsnn var 92 ára að aldri. Séra Kristinn var biiinn að vera lengi rúmfastur, en langt frarn á efri ár hafði hann daglega fótavist. 1 Séra Kristinn varð stúdent ár- ið 1882, en fæddur var hann á Hrafnafrili í Eyiafirði árið 1861. í prestskapartíð sinni þjónaði hann i Dýrafirði, Útskálum og ( prófastur í Kialarnesþingi, á ár- unum 1913—1916, er hann lét af prest.skap. Séra Kristinn átti sæti á Alþingi á árunum 1914—’17 og var þá forseti Sameinaðs þings. Fjörmörgum opinber störf hafði séra Kristinn með höndum. j Séra Kristinn Daníelsson var mikill áhugamaður um sálarrann sóknir og starfaði mikið í Sálar- rannsóknarfélagi Islands. j Þótt séra Kristinn næði svo há- um aldri og líkamskraftar hans væru litlir orðnir, þá hélt hann sálarþreki sínu óskertu. Sviplegt slys á Þórshöfn ÞAÐ SVIPLEGA slys varð á Þórs höfn á Langanesi s.I. þriðjudag, að fjögurra ára drengur, Guðmund ur Kristinn Ragnarsson, varð undir bíl og beið bana. Slys þetta varð á söltunarplan- inu. Litli drengurinn mun hafa verið þar að leik undir planinu, en stungið höfðinu upp um smá- gat, sem þar er, rétt í því, er bíll- inn bar að. Litli drengurinn lézt strax, er hann varð undir bílnum. Röðul! kom með um 70 tonn í gær HAFNARFIRÐI — Togarinn Röðull kom af saltfiskveiðum í fyrradag með um 70 tonn af fiski. Hann var um 11 daga á veiðum, og var sæmilegur afli framan af, en dróg heldur úr hon um síðustu dagana. Röðull fer ekki fyrst um sinn á veiðar, því að hann á að fara í slipp. Togararnir Surprise, júní, Júlí og Bjarni riddari hafa legið hér um alllangan tíma. Og er enn ekki ráðið á hvernig veiðar þeir fara. Vélbáturinn Hafnfirðingur, sem er á reknetjaveiðum, kom í gær með um 35 tunnur af síld, sem hann fékk djúpt út af Jökli. Aðrir reknetjabátar komu ekki inn sökum lítils afla. — G. Byrjað ú grafa fyrir Hjúkrun- srskélar® við Landsspítalánn Hairn á að rxma 1C9 hjúkrunarncma SKAMMT frá Landsspítalanum er byrjað að grafa fyrir grunni hins væntanlega Hjúkrunarkvennaskóla fslands, sem þar verður í miklum og góðum húsakynnum. Hjúkrunarkvennaskólir.n er *> við það miðaður að þar verði hægt að veita 100 hjúkrunarnem- um skólavist í senn. Nemarnir munu búa í heimavist skólans og verður þessi hluti skólabygging- arinnar nú byggður ásamt íbúð- um þriggja kennara. 60 sklp komu II! ÍSglufjarðar í gær — iörundur með 1000 iunnur SIGLUFIRÐI, 10. júlí: — í dag komu hingað inn rúm- lega 60 skip með síld, allt frá 100 upp í 1000 tunnur. Jörund ur var efstur með 1000 tunn- ur, en Garðar frá Rauðuvík kom næstur með 600. Hin skip in voru með mun minna. Öli þessi síld verður söltuð. í gær komu hér alls 12 skip með 7 þús. tunnur. Var það allt saltað nema 550 tn, sem voru frystar. Ágætt veður var í kvöld og fóru skipin út jafnóðum og þau höfðu verið losuð. — Guðjón. □----------------------n Seint í gærkvöldi bárust þær fréttir frá Siglufirði, að nokkur skip hefðu þá þegar fengið nokkra síld, allt frá 200—400 tunnur. Kom síldin nú fyrr upp en í fyrrakvöld. □-----------------1----□ Grunnflötur hússins verður alls um 700 ferm. í skólanum verða þegar hann er fullgerður, tvær stórar kennslustofur, fyrir- lestrasalur, rannsóknarstofa, kennslueldhús, bókasafn og lestr arsalur, þá verða dagstofur, borcS salur og fleira. Nokkur hluti byggingarinnar verður tvær hæðir á kjallara, en aðalálman verður þrílyft. Teikn- ingar að Hjúkrunarkvennaskól- anum hafa verið gerðar hjá húsa meistara ríkisins, Einari Erlends- syni. Hæstu \mnin»- arnir á ^/4-rniða í GÆR var dregið í 7. flokki Happdrættis Háskólans. I þessum flokki eru 752 vinningar, alls kr. 392.200,00. Hæztu vinningarnir þrír komu nú allir á fjórðungsmiða og svo einkennilega vildi til, að hæsti vinningurinn, 25.000 krónur og þriðji hæsti vinningurinn 5.000 kr. komu á miða sem var hjá sömu umboðsmönnum og efsti vinning- urinn. 25.000 kr. vinningurinn kom á M-miða nr. 21.633. Einn þeirra var hjá Guðm. Gamalíelssyni, ann ar hjá Marenu Pétursdóttur, sá þriðji á Hólmavík og fjórði aust- ur á Hvolsvelli. 10.000 kr. vinn- ingurinn kom á 14-miðann nr. 2177. Tveir miðanna eru. hjá Mareni Pétursdóttur og hinir tveir hjá Arndísi Þorvaldsdóttur. Þá kom 5.000 kr. vinningurinn á 14- miðann nr. 21645. Frá jþiitgi norrænno bá lásindamaniDa í Höin Skyndiviðlal við Guðmund á Hvanneyri GUÐMUNDUR Jónsson skóla- stjóri á Hvanneyri er nýkominn heim frá þingi norrænna bú- vísindamanna, sem haldið var í Kaupmannahöfn 29. júní til 2. júlí. Á þessu þingi voru saman- komnir rúmlega 600 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. ÍSLENZKU FULLTRÚARNIR íslenzkir fulltrúar á þinginu voru auk Guðmundar, þeir Árni G. Eylands stjórnarráðsfulltrúi, Gunnar Árnason skrifstofustjóri, Runólfur Sveinsson sandgræðslu- stjóri, Gísli Kristjánsson ritstjóri og Sturla Friðriksson magister. Guðmundur skýrði svo frá að þingið hafi verið opnað 29. júní í hinu nýja ráðhúsi Frederiksber. Próf. Tovborg-Jensen setti þing- ið. Forsætisráðherra Dana, Erik Eriksen flutti ávarp og próf. Bondorff hélt aðalræðuna. MÖRG ERINDI FLUTT Eftir það skiptist þingið niður í 10 deildir. Komu þær saman í búnaðarháskólanum og voru fleiri og færri erindi ílutt dag- lega í hverri deild. Þarna komu saman, sagði Guðmundur, helztu fræðimenn Norðurlandanna á sviði landbúnaðarins. Skiptust þeir á skoðunum og auk þess er viðkynningin alltaf mikils virði á svona fundum. Eftir fundinn voru farin nokk- ur ferðalög um Danmörku til kynningar á landbúnaði þjóðar- innar. Merkilegt var einnig, seg- ir Guðmundur skólastjóri, að vera viðstaddur hin miklu árlegu landbúnaðarsýningu Dana á Bellahöj. Það er í útjaðri borg- arinnar og er þar aðallega sýnt búfé og landbúnaðarvélar. ÁVÖRP ALLRA NORÐURLANDANNA Tvær veizlur voru haldnar, önnur á Vivax og hin í Hilleröd. Voru um 900 manns samankomn- ar í þessum gildum. Á annarri þeirra fluttu fulltrúar allra Norð- urlandaþjóðanna erindi og talaði Árni G. Eylands fyrir okkar hönd, sagði Guðmundur að lok- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.