Morgunblaðið - 11.07.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.07.1953, Blaðsíða 11
Laugardagur 11. júlí 1953 MORGUNBLAÐIÐ 11 Námsflokkar Reykjavíkur NÚ þessa dagana eru skólar, sera óðast að ljúka vetrarstarfsemi sinni, einn þeirra eru „Náms- j flokkar Reykjavíkur“. Uppsögn þeirra fór fram sunnudaginn 26. apríl s.l. og voru nemendum þá afhent skírteini sín. Mér er ljúft að mega minnast ( starfsemi „Námsflokkanna“ lítils háttar, tel það ávinning, að hafa verið þar einn nemanda síðast- liðinn vetur, og vildi gjarna stuðla að því, að aðrir gerðu slíkt hið sama. Kennslan fer fram á kvöldin, skólagjaldi er mjög stillt í hóf, og þar er kenn- araval. A síðatliðnu hausti, innrituðust í Námsfl. fleiri en nokkru sinni fyrr. Það var ánægjulegt að líta yfir einn stærsta samkomusal bæjarins þéttskipaðan ungu fólki, sem hugðist að stunda nám í tómstundum sínum á kvöldin. Þiar komu líka nokkrir sem komnir voru af léttasta skeiði, en Iærdómsþrá þeirra þó enn „bjart- eyg, lífsterk og flugfús*1 og þarna var tækifæri til að gefa henni byr undir vængi. Gott var að vita að nú var ei lengur fátt um menntir sem fyrri daga, þegar þeir sjálfir voru ungir og lögðu land undir fót. Gaman var og, að sjá þarna stóran hóp æskufólks í þekkingarleit. Það var eitthvað hressandi og hlýtt við návist þess, eitthvað, sem minnti á sólarupp- komu eða andardrátt lífsins sjálfs, svo yngjandi og fagran. Ógleymanleg er líka skólavist- in með því, svo gaman, að smeygja sér í gegnum þéttskip- aðar raðir þess á göngunum, heyra skvaldur þess, finna lif- andi fjör þess og yndi, læra með því í tímunum, og sjá það prúðmannlegt í alla staði. En ýmislegt mun hafa orðið til þess að draga úr sókn þess í tímana. Verkfallið kom í des., þá mun mörgum hafa orðið erfitt að sækja skólann sinn, vont að drag ast aftur úr og eiga svo að byrja að nýju. Ýmsir munu hafa hætt af þeim ástæðum og öðrum ófyr- irsjáanlegum tálmunum — og' svo, — er glaumurinn, sem stundum glepur — „þann, sem VINNA Hreingerningar Vanir menn. — Fljót afgreiðsla Símar 5747 og 80372. Hólmbræður. T AP AÐ Gerfitennur Efri tanngarður tapaðist fyrir nokkrum dögum. Finnandi gjöri aðvart í síma 4680. Karlmannsstálúr af Touristgerð, tapaðist s. 1. sunnudag. Vinsamlegast skilist á Bergþórugötu 43 eftir ki. 2. — Fundarlaun. — Tapast hefur svartur Parkerpenni með gylltri hettu. Finnandi er vinsamlegast þeðinn að hringja í sima 3396. — Félagslíi Áður auglýst innanfélagsmót er í dag kl. 2. Sleggjukast og ki'ingla, 100 m. og 400 m. gr., kl. 3. —Stjórnin. Kaup-Sala Minningarsppjöld dvalarheimilis aldraðra sjómanna fást í Rvík: Skrifst. Sjómanna- dagsráðs, Grófinni 1, sími 82075; skrifst. Sjóm.fél. Rvík., Alþýðuhús inu, Boston, Laugav. 8, bókaverzl. Fróða, Leifsg. 4, verzl. Laugateig ur, Laugat. 41, Nesbúðinni, Nesv. 89 og Guðm. Andréss., gullsm., Laugav. 50, verzl. Verðandi. — 1 Hafnarfirði hjá V. Long. veikur er fæddur og skammt á að lifa“. En þó svo færi, að helst til margir heltust úr lestinni yfir veturinn, munu þó nokkuð marg- ir hafa stundað námið til loka með góðum árangri, og aðrir, sem hættu, haft einnig af því nokkurt gagn og gleði. Hugsa sér ef til vill, að taka þráðinn upp aftur, stunda námið betur næsta vetur eða þegar tækifæri biðist næst. í Námsfl. eru kenndar margar góðar námsgreinar og má búast við að þeim fremur fjölgi en fækki. Einnar námsgreinar, sem ég tók þátt í á síðastliðnum vetri vil ég sérstaklega minnast, sakir þess, að telja má, að hún eigi erindi til fleiri en hinar,_þó all-, ar séu þær nytsamar. I þessu sambandi hefi ég einkum í huga húsmæðrastéttina, sem er ekki einasta stærsta stétt hvers þjóð-, félags, heldur og sú, sem mun ■ eiga einna örðugast með öflun' andlegrar fæðu, illu heilli! því, „í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna“ kvað skáldið. Að ( saumaklúbbum og annarri upp- lyftingarstarfsemi og tómstunda-j iðju húsmæðra og annarra kvenna, ólastaðri, leyfi ég mér að mæla eindregið með, að þær kon-, ur og aðrir, sem ástæður hafa til,' sæki íslenzka bókmenntatímann í Námsfl. Að þessu sinni var sú námsgrein minna sótt en skyldi.l þegar tekið er tillit til þess, að, þau fræði, ættu og þyrftu, sem flestir íslendingar að tileinka sér. I Því ekki nægir eða er giftusam-l legt, að hreykja sér hið ytra, yfir^ bókmenntaarfi vorum að fornu og nýju, en gera honum að öðru leyti lítil skil, láta innri mann- inn ófróðan um raunverulegt gildi og unað okkar beztu bók- mennta. Það er líka ógurleg sóun, að háskólaprófessor helli úr skál- um þekkingar sinnar og anda- giftar yfir aðeins fáar sálir þegar skólastofan ætti að vera þétt- skipuð. Það er ótrúlega hressandi, að geta, þó ekki sé nema einu sinni í viku, skrúfað fyrir hversdags- leikann og öll hans smásmugu- legheit, brugðið sér inn í annan heim, þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja, hvar andinn fær glaður, óháður, leikið sér um stund. Með góðum fræðara, eru okkar bókmenntir slíkur heimur. Nýlega var fluttur útvarpsfyr- irlestur þess efnis að nauðsynlegt væri að í öllum skólum væru kennd undirstöðuatriði tónlistar innar. Æskilegt væri að Náms- flokkarnir sæu sér fært að bæta við kennslustund í þeim fræðum. Areiðanlega stendur allur al- menningur fyrir því nær lukt- um dyrum í þessum efnum og er ef til vill þess vegna ginkeyptari fyrir því, sem kalla verður rang hverfu hljómlistarinnar svo sem léleg dægurlög og ,jass“ þessa sannkölluðu vanskapnaðar kunn- áttu nútímans. Ég fæ ekki skilist svo við þetta greinarkorn, að ég ekki minnist örlítið hússins sem kennsla ' Námsflokkanna fór fram í „Mið- j bæjarbarnaskólans“ eins elzta skólahúss bæjarins. Sagt hefir verið, að gömlum húsum fylgi oft einhverskonar töfrar. Miðbæjar- barnaskólinn og umhverfi hans j er þrungið töfrum, yndislégum töfrum, ilmi og dyn æskunnar. | Þar hefir hún líka ærslast og numið og vaxið til manns. Lík- lega hefir fleira æskufólk og eldra, hafið þar skólagöngu sína, en í nokkrum öðrum skóla lands- ins. En — hversvegna, er skólinn og umhverfi hans svo fátæklegt sem raun ber vitni? Höfum við ekki enn skilið, að skólarnir, einkum barnaskólarnir, eru aðr- ar þýðingarmestu uppeldisstofn- J anir þjóðfélagsins, næst heimil- unum? Þessvegna ber að sýna þeim meiri rækt, prýða þá meira og fegra. í hverri stofu skólans ættu- að vera nokkrar fagrar myndir, gluggar ekki alveg berir og blómagarður sunnan undir hverjum skólagafli eða vegg. Við megum ekki gera aðeins kröfu til skólanna, heldur og styðja þá og styrkja í starfinu. Ágætur skólamaður og sálfræðingur, '■ sagði í síðasta barnadagsblaði: „íslenzku þjóðlífi er nú svo kom- 1 ið, að þörf er allsherjaruppgjörs! á því, að hve miklu leyti við! veitum börnum okkar hæfilegt umhverfi og hæfilegt viðfangs- efni.“ Hér er á ferð mál málanna sem verður að taka alvarlegum tökum. Þessvegna verður að hef j ast mikil og gagnger samvinna heimila og skóla, þar mætzt verð ur í skilningi og velvild og allir láta sér skiljast, að þeim ber að gera meiri kröfur til sjálfra sín en annarra, sem vera mun eitt hið æðsta boðorð góðs uppeldis. Heimili og skóli, bera þyngri ábyrgð gagnvart framvindu og þróun þjóðlífsins en allt annað til samans, þessvegna skiptir svo miklu máli að þar sé algjör sam- vinna. Skáldið Eysteinn segir í hinu ágæta kvæði sínu „Lilju“: „Varð- ar mest til allra orða, að undir- staðan rétt sé fundin“. Að endingu sendi ég skóla- stjóra, kennurum og öllum nem- endum „Námsflokka Reykjavík- ur“ sumarkveðjur með þökk fyr- ir ógleymanlegan vetur. Reykjavík í maí 1953 Ástríður Eggertsdóttir. Draglir Kvenkápur Stuttkápur Karlmannaföl Verzl. Notað og Nýtt Lækjargötu 8. Aukið viðskiptin! Auglýsið í Morgunblaðinu! Skrifstofustulka Stúlka, vön vélritun og fullfær í enskum bréfa- skriftum, óskast að þ ekktu verzlunarfirma í Reykjavík. — Tilboð, merkt:. „Bréf — 987“, send- ist afgreiðslu blaðsins fyrir mánudagskvöld n. k. IMauðungarupfiboði, sem auglýst var í 38., 40. og 42. tbl. Lögbirtingablaðsins 1953 á v.s. Heimakletti R.E. 26, eign Heimakletts h. f., fer fram eftir kröfu stofnlánadeildar sjávarútvegsins o. fl. um borð í skipinu á Reykjavíkurhöfn miðvikudag- inn 15. júlí 1953, kl. 10,30 f. h. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. Innilega þakka ég sonum mínum, tengdadætrum, [ barnabörnum og öllum vinum mínum fyrir þann kær- ■ leik og þá hlýju, sem mér var sýnd á 60 ára afmæli : ■ ■ : mínu. — Guð blessi ykkur öll. : ■ ■ Sesselja Hansdóttir, ■ ■ Smiðjustíg 9. : Lokað vegna sumarleyfa frá 18. júlí til 4. ágúst. GLERIÐJAN S. F. Skólavörðustíg 46 — Sími 1386 Nýr, hamflettur lundi KjÖtbúðin Borg! Laugaveg 78 Borðbúnaður l » p n Eigum lítið eitt óselt af borðbúnaði og tepottum úr ryðfríu stáli. HANNES ÞORSTEINSSON & CO. Umboðs- og heildverzlun Laugavegi 15 — Sími 2812 Pre. phon. KRISTINN DANÍELSSON lézt í gær, 10. þ. m. Börn og tengdabörn. Hjartkær eiginmaður minn NIKULÁS EINARSSON skattstjóri, andaðist í Landsspítalanum 10. þ. m. Klara Helgadóttir. Maðurinn minn SIGURVIN JENSSON andaðist 9. júlí í Landsspítalanum. Fyrir mína hönd, foreldra hins látna og annarra ættingja Una Sigurðardóttir. Maðurinn minn GUÐBRANDUR JÓNSSON prófessor, andaðist 5. þ. m. — Jarðarförin hefir farið fram í kyrþey, samkvæmt ósk hins látna. Olga Jónsson. Móðir mín GUÐRÚN ILLUGADÓTTIR andaðist að heimili sínu, Akurhúsum, Garði, 8. júlí s. 1. F. h. systkina minna og annarra ættingja Páll Sigurðsson. Maðurinn minn ALBERT MAINOLFI lézt af slysförum hinn 6. þ. m. — Útförin fer fram í New York. Soffía Mainolfi. Ég þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför föður míns GRÍMS JÓNSSONAR frá Stöðvarfelli í Sandgerði. Guðmann Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.