Morgunblaðið - 18.07.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.1953, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. júlí 1953 r JULIA GREER '1 U SKALDSAGA EFTIR DOROTHEU CORNWELL % l Framhaldssagan 57 t«tta er orðin alvara. Skyndi- lega og án nokkurs fyrirvara Hann andaði djúpt að sér. ,Jíú berjumst við á móti af öllu afli — og með öllum ráðum“. Hann lagði hendurnar á axlir Júlíu. „Drottinn mun hegna þeim“, sagði Mike hátíðlegum íömi. „Við skulum eiga eftir að sjá það“. - Júlía hallaði sér upp að brjósti ljans. „Mér finnst skrítið, hvað þetta þefur mikil áhrif á þig“, sagði hún. „Mikil áhrif“, sagði hann. — Hann ýtti henni frá sér. Svo kreppti hann hnefana í áttina að útvarpinu. „Eg ætlaði ekki að hræða þig, Júlía“. „Þú mátt ekki verða svona á svipinn“, sagði hún. „Þú lætur eins og nú sé öllu lokið. En því er alls ekki lokið. Að minnsta kosti ekki fyrir okkur“. Nú verð ég að segja henni það, hugsaði hann. Ég segi henn það á mína eigin vísu. Upphátt sagði hann eins blíðlega og hann gat: „En þetta eru líka endalok alls, Júlía. Að minnsta kosti endalok þess heims, sem við höfum þekkt hingað til“. „Ég skil ekki hvað þú átt við“, sagði hún. „Hlustaðu á mig“, Sagði hann. „Þá muntu bráðlega skilja mig“. En hann hélt ekki strax áfram. í stað þess gekk hann að arnin- um og bætti á glóðina, Þegar hann sneri sér aftur að Júlíu sá hann að hún grét í hljóði, svo að tárin runnu niður kinnar henni. „Ég þoli ekki að sjá þig svona“, sagði hún. „Þú slærð höfðinu við steinvegg og gerir sjálfum þér allt illt, vegna þess að heimur- inn er ekki eins og hann á að vera. Þarf það að skipta okkur nokkru....“ Hann tók báðum höndum um andlit hennar og sagði með al- vöruhreim: „En það skiptir okk- ur máli vegna þess að þetta til- heyrir okkar lífi. Við verðum að gera skyldu okkar. Hjálpa til við að ráða niðurlögum brjálæðis- ins“. „Ég hélt að þú elskaðir mig“, sagði hún hægt og með bitur- leika í röddinni. „Það geri ég líka“, sagði hann og gætti þess að láta ekki reið- ina hlaupa með sig í gönur. „Ég þcrf ekki að skýra smáatriðin fyrir þér, Júlía. Það er ekki tími til þess núna. Nú er ekki til set- unnar boðið. Allir eiga að gera skyldu sína. Ég á fyrir mér mik- ilvægt verkefni. Ég hef tekið mér það á hendur og ég mun íramkvæma það. Það er sama, hvert það leiðir okkur.... “ „Ég hélt að þú elskaðir mig“, sagði Júlía. Þögnin varð eins og veggur á milli þeirra. „Hvernig get ég lát- ið þig skilja þetta“, sagði hann loks. „Þú kemur auðvitað með mér. Þú verður að gera það“. „Hvert?“ spurði hún. „Þangað sem ég verð kallaður til hernaðarstarfa“. Hann hikaði, þvi að ennþá var hann hrædd- 'ur við að segja henni sannleik- /ann berum orðum. „Ég verð að hlýða fyrirskip- unum frá hernum“, sagði hann. „Þér verður brátt Ijóst hvað það merkir“. „En barnið“, sagði hún. „Ég get ekkert farið núna“. Svo bætti Íhún við sigri hrósandi. „Og þú getur ekki farið frá okkur, Mike. Þú getur ekki farið frá mér og barninu“. % „Það skaltu fá að sjá“, sagði hann rólega. Hann gekk að svefn herbergisdyrum þeirra án þess að líta við, en nam staðar á þröskuldinum, þegar hún kallaði á eftir honum með grátklökkva í röddinni: „Þú mátt ekki fara, Mike. Þú mátt ekki fara“. „Hermannskonur hafa áður eignast börn“. „Ég er ekki hermannskona“. „Jú, það ertu“, sagði hann, — Svo fór hann inn í svefnherberg- ið og lokaði dyrunum á eftir sér. Júlía sat á legubekknum og starði á lokaðar svefnherbergis- dyrnar. Hún hafði aldrei séð Mike svona áður. Hann var svo æstur. Hún varð hrædd við hann. Ef til vill hafði það verið rangt að andmæla honum — að ásaka hann um að hann elskaði hana ekki. Ef hún hefði verið róleg hefði hann kannske talað við hana þangað til honum var runn- in reiðin. Nú hafði hann farið reiður frá henni. Kannske var þetta meira en venjuleg reiði, sem brauzt um í honum. Júlía reri í gráðið. Það gat ekki verið að hún hefði heyrt síðustu orðin rétt. Bráðum mundi hann koma aftur og biðja hana fyrirgefningar á því, hvernig hann hafði hagað sér, hann mundi lofa að vera kyrr hjá henni þangað til barnið fæddist og hætta við allar fyrirætlanir um að fara burt. Ef til vill ætti hún að fara inn til hans núna á meðan tárin glitruðu enn á vöng- um hennar og láta hann sjá hvernig hann hafði sært hana. Hún stóð upp af legubekknum, en settist aftur. Svo tók hún upp litlu treyjuna og hélt áfram við saumana. Það væri sennilega bezt að hann kæmi sjálfur, þeg- ar honum væri runnin reiðin. — Bezt að láta hann sjá hið rólega heimilislíf, sem hann hafði eyði- lagt. Hún ætlaði ekki að gera sjálfa sig allt of kostbæra þegar hann kæmi til að biðja fyrir- gefningar. Þrátt fyrir allar ákvarðanir sínar, leit hún þó með ákafa upp um leið og hann opnaði dyrnar. Fyrst þekkti hún hann ekki. — Hann sýndist ennþá stærri í her- mannafrakkanum með gljáfægð- um hnöppum og spennum. Þetta var einkennisbúningur liðsfor- ingja. „Mér þykir leitt að þurfa að segja þér frá þessu á þennan hátt“, sagði hann. „Ég hefði held ur viljað koma þér í skilning um þetta smátt og smátt, en því mið- ur vannst ekki tími til þess“. — Hann settist við hliðina á henni á legubekkinn og tók um hend- ur hennar. „Hvort sem þér líkar betur eða verr, þá hafa heims- viðburðirnir náð til okkar“. Hún dró að sér hendurnar. „Hvers vegna ertu....“ sagði hún þegar hún loksins fékk mál- ið. — „Hvers vegna ég er í þessum einkennisbúningi?“ spurði hann. „Vegna þ^ss að ég sótti um inn- göngu í herinn fyrir sex vikum. Og ég var tekinn. Yfirmaðurinn í fyrirtækinu okkar er nú orðinn höfuðsmaður við verkfræðinga- deildina og hann þarf á mér að halda. Það ýtti auðvitað undir ákvörðun mína“. Hann stóð upp og sneri sér til þess að hún gæti virt hann betur fyrir sér. „Fer hann ekki vel? Ég pantaði hann hjá klæðskera í New York fyrir mörgum vikum“. „Þú gerðir það — án þess að tala um það við mig“, sagði hún. Brosið hvarf af vörum hans. „Eg vissi fyrirfram hvað þú mundir segja, Júlía“, sagði hann. Hana langaði mest til að fara að hágráta. En í stað þess sagði hún hljómlausri röddu: „Segðu mér allt sem er að segja. Hvað skeður næst?“ „A þriðjudaginn á ég að ganga fyrir hershöfðingjann í Washing- ton. Hann er fyrrverandi yfir- maður minn, Lawrence South. Ég verð verkfræðingur í einkenn isbúningi. Það er allt og sumt“. BILINCH OG BYLGJURNAR ÞRJÁR LL/ Spánskt ævintýri sér heita gufu. Eftir mikið erfiði komust þeir loksins yfir ólduna og í sléttan sjó. Þessu næst reru þeir áfram í nokkrar sekúndur. Þá sáu þeir allt í einu öldu fram undan bátnum, og sló á hana1 rauðum bjarma. — Það varð dauðaþögn í bátnum, nema* hvað Bilinch hvíslaði: „Aldan, sem er rauð eins og blóð.“ Og fiskimennirnir end- urtóku hið sama. — Aldan var geysilega stór um sig. Sá, sem var sterkastur af fiskimönnunum, lyfti nú spjót- inu og kastaði því af alefli í miðja ölduna. Um leið heyrðist eins og stuna í öldunni, en síðan hjaðn- aði hún og hvarf. — Og þá varð sjórinn spegilsléttur aftur og ráku þá fiskimennirnir upp fagnaðaróp. Það, sem eftir var af deginum fengu fiskimennirnir meira af fiski en þeir höfðu fengið nokkurn tíma áður. Og sömu sögu var að segja næstu daga. Þá veiddu þeir gríðarlega mikið, og bættu vel upp það fiskileysi, sem þeir höfðu átt við að stríða um alllanga hríð. Billinch óx í áliti hjá fiskimönnunum eftir atburð þennan. Það var ekki heldur svo lítið, sem hann hafði gert: að bjarga þeim frá dauða. Og þeir voru í sannleika sagt, ekki síður ánægðir yfir því að tröllskessan sem komið hafði í veg fyrir að þeir öfluðu ekki annað allan veturinn en dauðan fisk, var nú dauð um alla eilífð. — Endir. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Kjötbúð Sólvalla Sólvallagötu 9. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. LUDVIG STORR & CO. GLUGGATJALDA8TEIVGUR Einnig: krókar — hringir o. fl. LOKAÐ frá 18. júlí til 11. ágúst vegna sumarleyfa XJerksmújan li.f. Laugaveg 116. Laus staða Stúlka getur fengið atvinnu við farþegaafgreiðslu flug- málastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Góð menntun og málakunnátta nauðsynleg. Umsóknir ásamt ljósmynd sendist mér fyrir 26. þ.m. Flugvallastjóri ríkisins. Stúlka óskast strax SÖLUTURNINN Hafnarfirði. — Sími 9941 •4 Vegno sumnrleyfa verður myndastofan lokuð frá 20. júlí til 7. ágúst. Ljósmyndastofan Loftur hi. Bárugötu 5 ■4 ■1 : verður skrifstofa mín og afgreiðsla lokuð til mánaðamóta. ■ ■ ■ Paul SarRÍth ■ : Hafnarhúsinu Matsvein og háseta vantar á m.s. Síldin, sem fer til síldveiða við Norðurland. Upplýsingar hjá skipstjóranum, Illuga Guðmundssyni, sími 9328. ■■4 >1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.