Morgunblaðið - 18.07.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.07.1953, Blaðsíða 8
ttíORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. júlí 1953 Æskuiýðslieimili H$N forna sáðkornslíking Nýja- tgstamentisins hlýtur að standa glöggt fyrir hugskotssjónum allra þeirra, er einhverja hug- mynd hafa um fjársjóðu Biblí- unnar. Líkingin nær æ víðar, og rrfpnn eru löngu hættir að binda h$na við ákveðin svið lífsins. — Mfcnnum verður það ljósara með hýerjum deginum, sem líður, að ti} góðrar uppskeru þarf alltaf og alls staðar góðan, vel undir- býinn jarðveg. Allt það, sem fijamtíð skal í, verður að vaxa í gijfum jarðvegi. •„Æskan er framtíð þjóðarinn- aij“, hrópa menn á háum stöðum oi þurfa þó ekki ýkja mikía sdeki til.. En staðreynd er það, aq vinna þarf af alhug að heill hennar, ef við viljum eiga heil- bíigða æsku og þar með hrausta þióð. Œn menn eru ekki alltaf sam- rríála um aðferðirnar til að undir bíia jarðveginn, sem sáðkorninu slíal sáð í. Ýmsar fagrar hug- sjpnir hafa aldrei orðið að veru- leáka vegna skammsýni þeirra, erf með völdin hafa farið á hverri tíð. (Nú eru liðin þó nokkur ár síð- a4 hugmyndin um allsherjar æ^kuheimili í Reykjavík var b<$rin fram. Hún hefur átt erfitt uýpdráttar, en fyrir óbilandi þijautseigju forystumanna þessa m£ls eru framkvæmdir þó hafn- 4- (En þratt fyrir það, er enn rdynt að drepa þetta mál, og ríð- ur' nú á að Reykvíkingar og eins þjóðin öll, skipi sér saman um þ.essa göfugu hugsjón og geri hana að verídeika, veruleika, sem vex við hverja raun. Æskulýðshöllin eða æsku- heimilið, eins og ég vil kalla það, á skilið að verða óskabarn þjóð- arinnar allrar. En þar sem mál þetta hefur fengið nokkurn and- byr ,mun ég reyna að færa rök fyrir máli minu. Þó skulum við fyrst gera okk- ui; ljóst, hvað í æskuheimilinu á |að vera. Þar á fyrst og fremst að rísa stór íþróttasalur og skautasalur. Þörfin fyrir slíkar byggingar er nú svo brýn orðin, að um þetta eru allir sammála. Þ$ssa sali mætti einnig nota til hlpómleikahalda, t.d. þegar stórar hljómsveitir heimsækja landið, og’ hefur verið tekið tillit til slíks í úppdráttum að byggingunni. En síðan á að rísa stórt tóm- stundaheimili, sem á að geta sameinað innan sinna veggja allt þáð sem unglingar vilja eyða tómstundum sínum í og heilbrigt Fallegar hendur þurfa sér- lega góða hirðingu. — Séu hendurnar blá-rauðar, gróf ar og þurrar, er bezta ráð- ið, í hvert sinn þegar hend- urnar eru þvegnar, að nota RósóI-GIycerin. Núið því vel inn í hörundið. Rósól-Glyce- rin hefur þann eiginleika, að húðin drekkur það í sig og við það mýkist hún. Rós- ól-GIycerin fitar ekki og er því þægilegt í notkun. Mikil- vægt er að nota það eftir hvern handþvott, við það verða hendurnar hvítar, húð in mjúk og falleg. Er einnig gott eftir rakstur. Rósól-Glycerin getur talizt. Og það, sem sýkzt hefur af sjúklegum nautnum á þar að fá að njóta sín, heilbrigt og fagurt. Þarna á að verða alls- herjar samkomustaður reyk- vískrar æsku og miðstöð oð sam- nefnari allrar æskulýðsstarfsemi landsins. En þá koma mótbárurnar og þær helztu mun ég nú leitast við að telja hér upp: Þetta verður alltof stórt, það er miklu betra að reisa smærri félagsheimili út um bæinn. Svo þýðir lítið að tala um að bæta skemmtanalífið, segja sumir, þetta er aðeins fá- nýtt hjal um fagra framtíð. En ég vil nú segja það, að gam- an væri nú að sjá þann bónda, sem hamaðist við að byggja pen- ingshús sín sitt í hverju túns- horni. Heldur yrði það óburðug útkoma. ! Félagsheimilin sem slík eru al- gerlega ófullnægjandi, einkum með tilliti til framtíðarinnar. — Þar yrði allt ófullkomnara og kotungslegra og svo yrðu þau í heild sinni mun dýrari í rekstri en æskuheimili á einum stað, ! sem fullnægði sem bezt kröfum tímans. Eftirtektarvert er það einnig, að talsmenn smærri félagsheim- ila í Reykjavík, eru einkum þeir sem mest græða á skemmtunum þeim, sem unga fólkið sækfr nú — í neyð. i Félagsheimilin hafa auk þess ailtaf þá hættu í för með sér, að þau auki félagsríg og klíkuskap og mikil hætta er einnig á að ýmsir verði þar útundan. Þetta eru aftur á móti hlutir, sem ekki koma til greina við æskuheim- ilið. Þá eru þeir einnig til, sem segja, að þeim milljónum sem í æskuheimilið fara, væri betur varið með því að búa betur að híbýlum heimilanna, sem unga fólkið elst nú uþp á, en þeim mönnum er fljótsvarað, því að ekki er allt undir húsnæði komið heldur aðstöðu til að rækta heil- brigt félagslíf. Nú vil ég hvetja alla unga menn til að vinna þessu máli framtíðarinnar allt. Við sjáum hverju SÍBS fær áorkað með samúð og stuðningi allra lands- manna. Eins og allir vilja styðja sjúka til sjálfsbjargar, þá hljóta allir að vera fúsir til að leggja sinn stein í vörðuna við veg æskumannsins, ef ekki fyrir sitt eigið barn, þá fyrir börn náunga sinna og bræðra, því að andi Krists skal alls staðar ríkja. Við viljum reisa allsherjar- heimili, þar sem andi Jesú Krists ræður ríkjum — þar sem vinátta og bróðurhugur einkenna starf og leik — þar sem efla skal heil- brigða sál í hraustum líkama, þvi að þar verður vissulega heil- brigð æska að hraustri þjóð. — Með drenglund til dáða. Þórir Stephensen, stud. theol. Aukið viðskiptin! Auglýsið í IWorgunblaðimi! Steig á bensínið og ók undir pál! vörubíls KEFLAVÍK, 14. júlí: — Á 11. tímanum í gær var árekstur á Faxabraut í Keflavík. Áreksturinn varð með þeim hætti, að vörubíllinn G-217 kom akanc^i upp götuna. Þegar hann kom á móts við hús nr. 3 var fólksbifreið ekið þaðan af stað. Kona, sem sat við stýri fólks- bifreiðarinnar, mun hafa fipast, þegar hún sá vörubílinn, svo að i staðinn fyrir að stíga á heml- ana, steig hún á benzíngjöfina og ók beint undir pall vörubif- reiðarinnar. Fólkbifreiðin, sem er ný af gerðinni De Soto ’53, skemmdist furðu lítið. Eigandi hennar er amerískur starfsmaður á Kefla- víkurflugvelli. — Ingvar. - Úr daglega lífinu Framh. af bls. C A þessari fróðlegu göngu okk- ar höfum við sannfærzt um, að hér ríkir þrifnaður og regla í hvívettna. Við getum treyst Mjólkurstöðinni. sem nú er að hefja 5. starfsárið, að leysa hlut- verk sitt tíl fullnustu, þ. e. taka aðeins við góðri vöru og senda hana enn betri frá sér. Framhald af bls. 2 — Ég hef fallið þrisvar sinn- um, segir Walther Alardi. í tvö skiptin meiddist ég lítið, en í þriðja skiptið náði ég ekki að falla rétt og beinbrotnaði og skrámaðist meira. Annars höfum við ekki tíma til að vera hrædd- ir. Allt gerist þetta í einni svip- an og væri nokkuð hik eða tauga óstyrkur á manni, þá væri slys eða dauði vís. MARGRA ÁRA ÆFING Annars er það í sjálfu sér ekki mikið erfiðara að standa á hönd- unum upp í 8 metra hæð en niðri á jafnsléttu. Við æfum okli- ur jafnan á jörðinni. Mesti vand- inn er í byrjun, þegar upprenn- andi fjöllistamenn eru t. d. að læra að standa á höndunum. Þeir verða að ná fullkomnu val-di yfir líkama sínum, svo þeir haíi það algerlega á tilfinningunni hvar þungamiðja hans er. Þann- ig tekur það marga mánuði að læra að standa á höndunum, fyrst eins og flestir íþróttamenn standa með boginn hrygg, siðan tekur marga mánuði að æfa handstöðu með beinan hrygg. Þá tekur aftur marga mánuði að komast yfir á það stig að geta staðið á einni hendi o. s. frv. KYNNA LANDIÐ Auk þess, sem Þjóðverjarnir sýna hér listir sínar, þá hafa þeir mikinn áhuga fyrir að kynnsst íslandi og þjóðinni. Hafa þeir ljósmyndavélar með sér og munu þeir birta myndir frá Islandi í kunnum þýzkum myndatimarit- um, en þannig hafa þeir áður kynnt nokkur lönd fyrir þýzkurn blaðalesendum. um íþróttum verður á Akureyri AKUREYRI, 17. júlí. — íslandsmótið í frjálsum íþróttum 1953, verður haldið hér á Akureyri dagana 14.—17. ágúst n. k. Fyrsta Super Constellation flugvél KLM HOLLENZKA flugfélagið KLM, hefur nú fengið fyrstu Super Constellation farþegavélina. Er það jafnframt fyrsta flugvélin af þessari gerð, sem flugfélag í Evrópu eignast, en KLM samdi við verksmiðjuna um kaup á 13 slikum flugvélum. Er hún kom til Schipolflug- vallar í Amsterdam 29. júní s.l., var þessi glæsilega flugvél með 65 farþega innanborðs og hafði flogið frá Bandaríkjunum, New York, á 14 klst. Mikill mannfjöldi fagnaði vél- inni á flugvellinum. Framhald af bls. 7 undir vængi þegar krýningu drottnlngar var sjónvarpað. For- mælendur benda á hversu millj- ónir manna gátu notið þess, sem fram fór, úr fjarlægð. Andmæl- endur hinsvegar hafa notað sér þann atburð, er amerísk einka- stöð skaut auglýsingu um þef- eyðandi lyf inn í krýningarsjón- vafpið, rétt eftir að kórónan var sett á höfuð drottningar. Sú aug- lýsingastarfsemi mæltist ekki vel fyrir í Bretlandi. Nú hefir stjórnin ákveðið að svæfa málið a. m. k. til hausts. Og lítill vafi er á því að hún verður ekkert sérstaklega áfjáð að vekja það af blundi á ný. Stjórn íþróttabandalags Akur- eyrar hefur falið Knattspyrnu- félagi Akureyrar að sjá um mót- ið og annast nauðsynlegan undir- búning þess. Er hann þegar haf- inn og fer mótið fram á hinu nýja íþróttasvæði Akureyrar, neðrn Brekkugötu. Laugardaginn 14. ágúst hefst íslandsmótið kl. 8 um kvöldið. Tilhögun mótsins verður sú að keppt verður í flestum greinum mótsins á laugardagskvöld og sunnudag. Á mánudag og þriðju- dag verður tugþrautarkeppnin, 3000 m hindrunarhlaup og 10 km hlaup. Olympíukvikmyndin frá leik- unum 1952 í Helsingfors verður sýnd. Þátttöku skulu félög tilkynna fyrir 2. ágúst n. k. til Haraldar Sigurðssonar, Hafnarstræti 90, Akureyri. Presfar leystir ur BERLÍN, 16. júlí: — í byrjun júní-mánaðar létu kommúúistar handtaka fjölmarga presta lúth- ersku kirkjunnar í landinu vegna þess að þeir voru ekki nægilega samvinnuþýðir við valdhafana. Nú hafa menn fregnir af því að sumum prestunum er sleppt úr haldi. Hefur 17 prestum verið sleppt úr haldi, en fjölmargir eru þó enn í fangelsum. — dpa. Morgunblaðið er helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað. Bezta auglýsingablaðið. — Guð blessi alla þá, sem minntust mín á sjötugs afrræli mínu með blómum, gjöfum, skeytum og heimsóknum. Sigríður Benediktsdóttir, frá ísafirði nú á 6. deild Landsspítalans. LOKAÐ frá 18. júlí til 10. ágúst vegna sumarleyfa Magnús Víglundsson, heildverzlun h.f. Bi;æðraborgarstíg 7. '—M A R K Ú S Eftir Ed Dodd 1) — Nú er aðeins einn dagur mjöðminni lengur. Það er þó róðurinn í gær. ! í að .. þangað til ég sé Valborgu. | alltaf bót í máli. Annars geturl 3) -- Á meðan: Valborg, við 4) — Ég er hræddur um, að 2) — Mér líður ekki sérlega verið að þessi verkur hafi komiðjskulum vona að Markús komi í Frank litli þoli þetta ekki mikið vel, en þó finn ég ekkert til í af því að ég hafi ofreynt mig við dag, að öðrum kosti er ég efinn lengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.