Morgunblaðið - 28.07.1953, Blaðsíða 1
40. árgangur
167. tbl. — Þriðjudagur 28. júlí 1953.
Prentsmiðja Morgunblaðsina
Vopnahlé í Kóreu
Samlök Sameinuðu þjóðanna
hafa hrundið órás kommúnistu
PANMUNJON, ,27. júlí: — Þegar klukkan var nokkrar mínútur yfir eitt aðfaranótt
mánudags voru isamningar um vopnahlé í Kóreu undirritaðir. Eftir rúmlega þriggja
ára baráttu hafði Sameinuðu þjóðunum tekjzt að ,brjóta á bak aftur ofbeldisárás kom-
múnista í Kóreu.
Formenn vopnahlésnefndanna William Harrison fyrir Sameinuðu þjóðirnar og
Nam 11 hershöfðingi fyrir kommúnistaher Norður-Kóreu, undirrituðu samninginn. —
Um 170 fréttamenn frá blöðum & hinum frjálsa heimi stóðu utan hússins, ásamt
nokkru minni f jölda fréttamanna frá kommúnistaríkjum. Athöfnin stóð í um það bil
15 mínútur.
Ró og kyrrð tók ,að færast yfir vígstöðvarnar nokkrum stundum áður en undirrit-
unin fór fram, en um leið og Harrison og Nam 11 rituðu nöfn sín undir vopnahlés-
samninginn ,heyrðist ómur stórskotahríðar frá vígstöðvunum )— utan hins hlutlausa
svæðis umhverfis Panmunjom. Öllum bardögum á að hætta innan 12 klukkustunda frá
undirritun samningsins.
Vopnahléið er fyrsta atriðið af þremur sem vopnahléssamningurinn skiptist í —
Næst kemur fangaskiptin og loks innan 90 daga skal hefjast stjórnmálaráðstefna um
framtíð Kóreu. >—
★ Aðalatriði vopnahléssamningsins eru þessi:
ár Bardögum skal hætta innan 12 stunda. Hersveltir striðsaðilja
eiga að hörfa til baka af hlutlausu svæði, sem skal vera 4 km
að breidd.
★ Engar hersveitir eða vopn má flytja til Kóreu, en hvor aðili
má skipta um 35.000 manna lið á mánuði hverjum.
★ Nefnd skipuð fulltrúum frá hlutlausum löndum fylgist mcð
framkvæmd vopnahléssamningsins. (Samkomulag hefur náðst
um að fulltrúarnir í nefndinni séu frá Svíþjóð, Sviss, Póllandi
og Tékkóslóvakíu).
★ Skipti á þeim föngum, sem vilja af frjálsum vilja hverfa heim,
eiga að fara fram í Panmunjom innan tveggja mánaða.
★ Fanga, sem neita að fara heim, skal afhenda fangaskiptanefnd
skipuð fulltrúum frá sömu löndum og áður eru nefnd, auk full-
trúa Indlands, sem er formaður nefndarinnar. Indverskur her
skal gæta fanganna.
★ FuIItrúum beggja aðila er á næstu 90 dögum heimilt að ræða
við stríðsfanga hvorum megin línunnar sem þeir eru, og hvetja
þá til að hverfa heim. Þeir fangar sem skipta um skoðun, á
þessum tíma og vilja fara heim, skulu sendir til Panmunjom.
★ Mál þeirra fanga, sem staðráðnir eru í því, að hverfa ekki heim,
skal lagt fyrir stjórnmálaráðstefnuna, sem hefjast skal innan
90 daga frá vopnahléi.
★ 30 dögum þar á eftir skal föngunum, sem með engu móti vilja
fara heim, heimilt að hverfa til hverrar þeirrar hlutlausu þjóð-
ar, er þeir æskja.
UMMÆLI ÁHRIFAMANNA
Fjöldi hinna áhrifamestu
sljúrnmálamanna í Vesturlönd
um hefur lýst ánægju sinni yf
ir vopnahléi í Kúreu. Allir
fagna þeir að Sameinuðu þjúð
unum skuli hafa tekizt að
stöðva árás kommúnista, allir
telja þeir vopnahléið gefa
auknar vonir um heimsfrið, en
allir taka þeir fram að Kúrea
sé aðeins ein af mörgum víg-
stöðvum, sem úfriðarblikan
hefnr svifið yfir.
Hér fara á eftir ummæli nokk-
urra þekktra her- og stjórnmála-
manna í Vesturlöndum:
Hermenio S.Þ. efuðust
fram á síðustu stursil um
að af vopnahlé yrði
Einkaskeyti frá NTB
SEOUL, 27. júlí: — Byssurnar í Kóreu eru þagnaðar. Eftir blóð-
uga bardaga, 'kvað merkið um VOPNAH'LÉ við kl. 1 eftir hádegi
í dag. Hermennirnir í fremstu víglínu tæmdu byssur sínar og bjuggu
sig undir að yfirgefa stöður sínar — stöður, sem þeir hafa varið
af heift vikum saman — og halda af hinu hlutlausa svæði, sem
verður 4 km. að breidd.
EFI MEÐAL HERMANNA
Hermenn Sameinuðu þjóðanna
efuðust allt fram á síðustu stund
um það að af vopnahléi myndi
verða. Og nú eftir að merkið um
vopnahlé hefur verið gefið — hafa
báðir striðsaðiljar beðið hermenn-
ina um að vera viðbúna óvæntum
atburðum.
:ST JÓRNMÁL ARÁÐiSTE FNA
Syngman Rhee
eu lýsti því yfir í
forseti S.-Kór-
dag, að Suður-
Kóreumenn myndu ekki brjóta
vopnahléssáttmálann, meðan
stjórnmálaráðstefnan reyndi að
sameina Kóreu alla á friðsamleg-
an hátt.
Vopnahléssamningurinn er
undirritaður í 18 eintökum. Níu
þeirra eru Send til aðalbæki-
stöðva Sameinuðu þjóðanna í
Tókíó. Þar verða þrjú eintak-
anna geymd. Þrjú verða í vörzlu
nefndarmanna þeirra, er hafa
skulu umsjón með framkvæmd
vopnahléssamningsins og þrjú
verða send til Washington.
í sáttmálanum er gert ráð
fyrir að stjórnmálatráðstefnan
skuli koma saman innan 3 mán-
aða til að ræða skipti á stríðs-
föngum, friðsamlega lausn
Kóreumála og fleira. Hvað
þetta síðasta atriði snertir mun
tíminn leiða í ljós.
Þelr rituðu fyrstir uudir
Hershöfðingjarnir Harrison og Nam II, yfirmenn vopnahlésnefnd-
anna, undirrituðu samninginn um vopnahlé í Kóreu. Síðar stað-
festu Mark Clark og Kim II Sung, yfirhershöfðingjar stríðsaðilja,
samninginn.
MARK CLARK yfirhershöfðingi:
„É vona að kyrrðin í Kóreu
boði frið og öryggi — fyrir
allan heiminn, ekki síður en fyrir
sundurtætta Kóreu. Hugsanir mín
ar á þessu augnabliki eru bundn
ar framtíðinni. Bænir mínar eru
fyrir þeim er með lífi sínu, bar-
áttu og hugrekki hafa brotið á
bak aftur ofbeldisárás kommún-
ista, og haldið uppi merki hins
frjálsa einstaklings. Við fögnum
vopnahléi — en hinn langi og erf
iði vegur er framundan".
Framhald á bls. 8
Tug'þúsundir A-Berlínar
búa sækja matvælaböggla
tíl Vestur-Berlínar
BERLÍN, 27. júlí: — Árla morguns tóku Austur-Berlínarbúar að
streyma til Vestur-Berlínar og tóku sér stöðu í biðröðunum Við stað-
ina 18, þar sem afhentir voru hverjum manni 5 kg. matarpakki án
cndurgjalds. Á þessum fyrsta degi sóttu 80000 Austur-Berlínarbúar
sinn skammt áf þeim 5000 kg. matvæla, sem vestur-þýzka stjórnin
ætlar matarþurfiandi íbúum Austur-Berl'ínar.
AUKIÐ LÖGREGLULIÐ
Fólksstraumurinn til Vestur-
Berlínar var svo mikill að vest-
ur-þýzka lögreglan varð hvað
eftir annað að styrkja löggæzl-
una við biðraðirnar.
MÓTMÆLI
Lögreglan í Austur-Þýzka-
landi hefur mótmælt mat-
vælaafhendingunni og segir
að þetta sé aðferð til þess að
smygla varningi inn í Aust-
ur-Þýzkaland og ná til
njósnara.
MEIRI MATVÆLI
Fyrsta matvælasendingin frá
Bandaríkjunum kom til Ham-
borgar í dag með bandarísku
flutningaskipi. í henni eru 3600
kg matvæla.
og koma þú
HAAG, 20. júlí: — 69 Hollending
ar, sem Rússar hafa haft í haldi,
eru væntanlegir til heimalands
síns í ágústbyrjun. Þessir menn
hafa setið í rússeskum dýflissum
frá því í síðustu heimsstyijöld.
Eiidurreisnar-
starfið hefst þegar
WASHINGTON, 27. júlí. — Eis-
enhower forseti bað Bandaríkja-
þing í dag um að veita 200 millj.
dala til hjálpar- og endurreisn-
arstarfs í Kóreu. Er upphæð þessi
ætluð sem byrjunarframlag.
Jafnframt gaf Eisenhower
Clark hershöfðingja skipun um
að útbýta þegar 1000 tonnum
matvæla meðal Kóreubúa.
—NTB-Reuter.
Rússar
í Júgóslavíu
BELGRAD, 19. júli: — Stjórn
Titos hefur nú leyft rússneskum
sendimönnum að ferðast um land-
ið. Nær leyfið til allra svæða nema
landamærahéraðanna.
Sfjórnmálaráð
sfefnan í Genf !
NEW YORK, 27. júlí. —
Allsherjarþing S. Þ. hefur
verið kvatt saman til auka-
fundar 17. ágúst n. k. og verð-
ur þar rætt um stjórnmála-
ráðstefnu þá er halda skal um
framtíð Kóreu og fangaskipt-
in milli stríðsaðilja. Þegar
er rætt um Genf sem heppi-
legan fundarstað fyrir stjórn-
málaráðstefnuna, en þó er
ekkert ákveðið í því efni
ennþá. Á aukafundi Alls-
herjarráðsins verður ákveðið
hverjir verði fulltrúar S. Þ.
á ráðstefnunni.
Colombo var einnig til-
nefnd sem fundarstaður, en
Genf þykir heppilegri ekki
síst vegna veglegra fundar-
sala sem í borginni eru.
Neyðarásfand
HAVANA, 27. júlí:— Ríkisstjórn
Kúbu hefur lýst neyðarástandi á
Kúbú í næstu 3 mánuði. Meðan
slíkt ástand er ríkjandi hefur
stjórnin heimild til að banna
fjöldafundi, framkvæma húsrann
sóknir og koma á ritskoðun.
Orsöikin til þessara aðgerða
stjórnarinnár eru óeirðir, er áttu
sér stað í Santiago á sunnudag,
en þá réðust 200 borgarar, klædd
ir sem hermenn, á herstöðvarnar
í bænum. — NTB—Reuter.