Morgunblaðið - 28.07.1953, Blaðsíða 7
J*n.i Svl 951 - TOO A V
pyoNðyANi
5tOUL)
s*öuC
Pu»on
Þriðjudagur 28. júlí 1953.
MORGVNBLAÐIÐ
S* pt.T 5—Nov. 25,1950
MIL
Kóreustyrjöldin hefur staðið í 37 mdnuði
Ai herhlaupi kommúnista leiddi aðeins blóð og sársauka
Gangur styrjaldarinnar
rakinn í fáum dráttum
í BIRTINGU 25. júní 1950, réðust
framvarðarsveitir kommúnista
suður fyrir 38. breiddarbaug í
Kóreu, en sá breiddarbaugur
markaði takmarkalínuna milli
fyrrverandi hernámssvæða Rússa
og Bandaríkjamanna. Hernáms-
liðin höfðu verið flutt brott úr
landinu um það bil ári fyrr. •—
Árásarsveitirnar höfðu gnægð
skriðdreka og fallbyssna. Suður
Kóreumenn áttu þá engan skrið-
dreka.
SAMTÖK SAMEINAÐBA
ÞJÓÐA
Truman þáverandi forseti
Bandaríkjanna gaf liðssveitum
Bandaríkjanna tafarlaust skipun
um að hefja gagnráðstafanir til
að stöðva innrás kommúnista. —
Flutningur bandarísks herliðs
hófst þegar frá Japan og 27. júni
samþykkti Öryggisráð S. Þ. hina
kunnu ályktun sína, þar sem
skorað var á allar hínar Samein-
uðu þjóðir, að veita aðstoð til að
hrinda ofbeldisárásinní.
Frjálsum þjóðum kom þessi
árás mjög á óvart. Skyndilega
opinberaðist þeim sá kaldi raun-
veruleiki, að allar hervarnir
þeirra voru máttlausar, gegn of-
urefli nýrra rússneskra hergagna
höfðu þær úrelt og ónýt hergögn
úr síðustu styrjöld. Upphaf Kór-
eustyrjaldarinnar opnaði augu
manna fyrir hættunni af varnar-
leysi.
Það tók einnig langan tíma að
skipuleggja -nógu öflugan her í
Suður Kóreu til að standast árás-
Ina. Kommúnistar sóttu suður
eftir öllum Kóreuskaga, tóku
Seoul, höfuðborg Suður Kóreu
28. júni.
INNRÁS VIÐ INCHON
Þáttaskil urðu ekki fyrr en 15.
september 1950, þegar innrásin
við Inchon var gerð. Meginhluti
hers kommúnista var króaður
inni, hundrað þúsund hermenn
þeirra fangaðir, öll þau dýrmætu
hergögn, sem Rússar og Kínverj •
ar höfðu sent þeim gereyðilögð.
Það virtist nú sjá fyrir endann
á styrjöldinni. Hersveitir Norður
Kóreumanna voru að mestu sigr-
aðar. Hérumbil öll Kórea á valdi
hersveita S. Þ., sem á einstöku
stað voru komnar að landamæra-
fljótinu Jalu. Menn töluðu um
að stríðinu lyki fyrir jól.
MANNHAF KÍNVERJA
Þá urðu enn þáttaskipti í styrj-
öldinni 26. nóvember 1950. Hinn
nýi þáttur hefur verið kallaður
„mannhafsstyrjöldin". Kínverjar
hófu þátttöku í stríðinu. Þeir
höfðu ótakmarkaðan herafla iila
vopnum búinn. En þeir skeyttu
ekkert um manntjón, létu flóð-
bylgjur hermanna ryðja leiðina
gegnum skothríð vígvallanna. •—
Heróp þeirra var: Rekum Banda-
ríkjamenn í sjóinn.
KYRSTÖÐUHERNAÐUR
En mannfall þeirra var svo
gifurlegt, að sóknin rénaði út
rétt fyrir sunnan Seoul í árs-
byrjun 1951. Hersveitir S. Þ. tóku
Seoul enn á ný 18. marz. Víglína
myndaðist kringum 38. breiddar-
baug og þar hefur hún haldizt
að mestu óbreytt síðan eða í rúm
tvö ár.
Eftir Kóreustyrjöldina standa
frjálsar þfóðir sameinaðar.
NÚ ÞEGAR friður hefur verið
saminn í Kóreu, hljóta ýmsar
spurningar að skjóta upp kollin-
um og verður þá fyrst fyrir
manni ein mikilvægasta spurn-
ingin: Hver var tilgangur S. Þ.
fyrir þremur árum með því að
senda herlið til Kóreu, gegn
árás kommúnista. — Hefur ár-
angurinn af viðbrögðum hinna
alþjóðlegu samtaka orðið svo góð
ur, að hægt sé að vonast til þess,
að árásaröfl þori ekki að hætta
á innrás í hin friðsömu lýðræðis-
ríki í framtíðinni? — Við skulum
nú athuga þetta nokkru nánar.
SKJÓTT BRUGÐIÐ VIÐ
Hinn 27. júní 1950 (7 klukku-
stundum eftir að Truman hafði
sent bandarískt herhð til Kóreu
til að koma í veg fyrir árásina)
kom Öryggisráðið saman til
skyndifundar vegna ixmrásar
kommúnista og gaf út tilkynn-
ingu að loknum fundinum þess
efnis, að ráðið skoraði á öll að-
ildarriki S. Þ. að gera allt það,
er í þeirra valdi stæði og nauð-
synlegt væri til „að stöðva árás-
ina og vinna að áframhaldandi
friði og öryggi í landinu“. Full-
trúi Rússa mætti ekki á fund-
inum.
stuðnings alls þorra þeirra þjóða,
sem að S. Þ. standa, — að komm-
únistaríkjunum einum undan-
skildum. Hagsmunir þeirra og
annarra ríkja S. Þ. fóru ekki
saman, enda studdu þau árásar-
aðilana í Kóreu bæði í orði og
á borði. Má því viðvíkjandi geta
þess, að Norður-Kóreumenn hafa
|að mestu leyti notað rússnesk
|Vopn allt frá því er styrjöldin
hófst fyrir rúmum þremur árum.
o— ★—o
En hvað hefur þá unnizt við
þessa styrjöld, sem geisað hefur
í þrjú ár, valdið dauða milljóna
’manna, miklum hörmungum
heillar þjóðar?
| Hvað hefur unnizt við þessa
styrjöld, sem leitt hefur til þess,
að 10 milljónir Kóreumanna hafa
misst heimili sín, tugþúsundir
' eru á vergangi og þúsundir barna
'orðin munaðarlaus?
Fjölmargir stjórnmálamenn
um víða veröld álíta, að öryggið
í heiminum sé mun betra nú við
lok styrjaldarinnar en það var,
þegar hún hófst. Kóreustyrjöldin
hefur að vísu ekki breytt ástand-
inu í heiminum að neinu veru-
legu leyti. Hins vegar gefur hún
1 góðar vonir um að kommúnista-
stjórnirnar hafi nú loks áttað sig
á því, að vopnaárásir borga sig
ekki, því að ef þeir reyna til
þeirra, er lýðræðisþjóðunum að
mæta. Kóreustríðið hefur kostað
kommúnista gífurlegar fjárfúlg-
ur, auk þess sem þeir hafa misst
tæpar tvær milljónir manna. Er
því vafaiaust, að þeir hugsa sig
um tvisvar, áður en þeir stofna
aftur til slíks hildarleiks í því
skyni einu að sölsa undir sig lönd
og ræna frjálsar þjóðir frelsi
sínu.
NAUÐSYNLEG FORYSTAí
BARÁTTUNNI VIÐ
KOMMÚNISMANN
En Kóreustyrjöldin hefur einn-
ig sýnt, svo að ekki verður um
deilt, að lýðræðisþjóðunum er
nauðsynlegt að hafa sterka for-
ystuþjóð, sem er þess megnug að
bregða skjótt við, ef til styrjald-
'ar dregur, senda liðstyrk sinn á
jvettvang og halda uppi vörnum
á eigin spýtur, þangað til minni
þjóðirnar geta tekið raunhæfan
þátt í varnarstarfinu og veitt lið-
sinni sitt, ef með þarf. Er ekki
að efa, að styrkleiki Bandaríkja-
anna og forysta þeirra bæði í
upphafi Kóreustríðsins og alla tíð
síðan, var hinum lýðræðisþjóð-
unum ómetanleg.
þjappa þeim saman gegn hinum
rauða sameiginlega óvini. Árang-
urinn varð markviss endurvopn-
un Atlantshafsbandalagsríkj-
anna, sem fjölmargir stjórnmála-
menn álíta, að orðið hafi til þess
að koma í veg fyrir nýja heim-
styrjöld.
FÁTT ER SVO MEÐ ÖLLU
ILLT, AÐ EKKI BOÐI
NOKKUÐ GOTT
Kóreustyrjöldin hefur því
gefið þær vonir, að kommún-
istar hætti ekki aftur á nýja
ofbeldisárás í náinni framtíð.
Auk þess hefur hún þjappað
lýðræðisþjóðunum saman,
hvatt þær til að sofna ekki
á verðinum um frelsi sitt og
sjálfstæði. Má því e. t. v.
segja, að hún hafi ekki orðið
til einskis, þrátt fyrir þær
hörmungar, sem af henni hafa
leitt.
Suður-Kóreumenn tortryggr*'-,
r
Ottast því nýjfa árás Komma.
STJÓRN Suður-Kóreu hefur
reynt að bregða fæti fyrir vopna-
hlésumleitanirnar síðustu mán-
uði. Hún hefur ýmist algerlega
mótmælt því að vopnahlé væri
samið, meðan kínverskur her
dvelst í landinu, eða hún hef-
ur sett ákveðin skilyrði fyrir þvi
að fallast á vopnahlé.
TORTRYGGNI
S.-KÖREUMANNA
Viðhorf Suður-Kóreumanna
hefur mótazt af djúpri tor-
tryggni. Þeir sjá það, að nú hafði
lið S. Þ. myndað trausta varnar-
línu við 38. breiddarbauginn. Her
lið Suður Kóreumanna var
smám saman að taka hervarn-
irnar í sínar hendur, þannig að
það var lið innfæddra, sem varð-
ist orðið á 70% víglínunnar.
ÓTTAST NÝJA ÁRÁS
KOMMÚNIiSTA
Með vopnahléi virtist Suður
Kóreumönnum að norðanliðinu
myndi gefast færi á að byggja
herstyrk sinn upp að nýju. Töldu
þeir, að kommúnistar myndu
einskis svífast nú fremur en
1950, heldur hefja ofbeldisárás að
nýju, þegar lið Sameinuðu þjóð-
anna væri á brott.
Syngman Rhee leit svo á, að
meðan Kínverjar gætu beitt
leppríki Norður Kóreu fyrir sig,
yrði jafnan yfirvofandi hætta á
jnýrri hernaðarárás. Hann vií’di
því ekki hætta styrjöldinni fyrr
en öll Kórea væri sameinuð í
eitt ríki. Þegar svo væri komið
:og skýr landamörk milli yfir-
ráðasvæðis Kínverja og Kóreu-
jmanna væri dregin við Jalu-
fljótið í norðri, áleit hann að
Kórea yrði tryggð fyrir hernað-
arárásum Kínverja.
SAMEINING VERÐUR
AÐ BÍÐA
Fulltrúar Sameinuðu þjóð-
anna, sem unnið hafa að vopna-
hléssamningum, hafa ekki getað
fallizt á kröfu Syngmans Rhee
um sameiningu Kóreu. Þeir
benda á það, að lið S. Þ. kom til
Kóreu til þess að vernda S-
Kóreu gegn hernaðarárás. Árás
inni hefur verið hrundið, næst
um öll Suður-Kórea er nú laus
j undan hernaðaránauð kommún-
' ista. Sameining allrar Kóreu
verður enn að bíða og mörg
jvandamál þarf að leysa áður en
svo verður.
Hvenær kemst íriður á?
HAGSMUNIR KOMMÚNISTA
OG S. Þ. FÓRU EKKI SAMAN
Um þetta leyti var útlitið
sannarlega engan veginn gott, og
ef Bandaríkjamenn hefðu ekki
snúizt jafnskjótt gegn árásar-
mönnunum og raun ber vitni, þá
er ómögulegt að segja, hvernig
farið hefði. Smám saman tóku
fjölmargar þjóðir S. Þ. raunhæf-
an þátt í styrjöldinni þar og
segja má, að hinar skjótu ákvarð
anir Öryggisráðsins hafi notið
KOMMÚNISTAR KNÚÐU
LÝÐRÆÐISÞJÓÐIRNAR TIL
ENDURVOPNUNAR
Að lokum má geta Atlantshafs-
bandalagsins. Segja má, að það
hafi ekki verið fyrr en með
Kóreustyrjöldinni, sem komm-
únistar sýndu lýðræðisþjóðunum
sitt rétta andlit og vöktu þær til
meðvitundar um, hvilík hætta
var ó ferðum, — sýndu þeim bók-
staflega fram á, að þeir hygðust
ræna þær frelsinu með vopna-
valdi. Varð það til þess að
ÞEGAR vopnahléð langþráða er
jloks fengið, er ekki úr vegi, að
kynna sér lítillega, hvað ætlazt
jer til, að við taki. Enginn skyldi
ætla, að nú geti hver og einn
|farið til síns heima og látið eins
og ekkert hafi í skorizt.
| Um sólarhring eftir að vopna-
hlé hefir verið undirritað, hætta
bardagar. Þrem sólarhringum
eftir undirritun eiga hersveitir
beggja deiluaðila að hverfa 2 km
frá vopnahléslínunni, en hún
verður dregin um slóðir vígvall-
anna sjálfra og farið bil beggja.
Jarðsprengjur og aðrar tálmanir
á þessu 4 km breiða belti verða
fjarlægðar.
' Er þessar ráðstafanir hafa ver-
ið gerðar, verður hlutur herja
S. Þ. i Kóreu mun lakari en hann
var fyrir vopnahlé. Kommúnist-
. ar hafa nægilegt lið til að hefja
I sókn án nokkurs liðsauka, en
• S. Þ. ekki.
] FANGASKIPTI OG
EFTIRLIT
Eftirlit með vopnahléi hefir
10 manna ráð skipað liðsforingj -
um beggja og eftirlitsráð fjög-
urra hlutlausra þjóða, Svía,
Svisslendinga, Pólverja og
Tékka.
Fangar, sem óska að hverfa
heim, verða látnir lausir áður en
hálfur mánaður er liðinn. Friðar-
ráðstefna á svo að koma saman
áður en 3 mánuðir líða.
UPPHAF ERFIÐRA TÍMA
I vopnahléi felst þannig engan
veginn, að allur háski sé um
garð genginn og allar ýfingar
hverfi úr sögu austur í Kó’reu,
heldur er það aðeins upphaf
feikilega erfiðra tíma í stjórn-
málum, þegar örlög Kóreu og
Asíu verða ráðin, ef til vill heims
ins alls.
Framhalil á bls. 8